Reitur 1.172.0, Reitur 1.172.1, Reitur 1.172.2, Aðalstræti 4, Laugardalur, Fossaleynir 19-21, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Álftamýri 1-5, Engjavegur 8, Grænlandsleið 22-26, Hádegismóar 3, Langholtsvegur 16, Vesturgata 21, Þjóðhildarstígur 2-6, Afgreiðslufundir Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, Bílastæðagjald, Norðlingaholt, Skipulags- og byggingarnefnd, Smáragata 13, Sóleyjargata 25, Fyrirspurn frá Hönnu Birnu Kristjánsdóttur,

Skipulags- og byggingarnefnd

108. fundur 2003

Ár 2003, miðvikudaginn 19. mars kl. 09:05, var haldinn 108. fundur skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3, 4. hæð. Viðstaddir voru: Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Anna Kristinsdóttir, Óskar Dýrmundur Ólafsson, Björn Ingi Hrafnsson, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson, Kristján Guðmundsson og áheyrnarfulltrúinn Sveinn Aðalsteinsson. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Salvör Jónsdóttir, Helga Bragadóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Bjarnfríður Vilhjálsmdóttir, Ólafur Bjarnason, Ágúst Jónsson og Sigríður K. Þórisdóttir. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Nikulás Úlfar Másson, Jóhannes Kjarval, Björn Axelsson, Helga Guðmundsdóttir og Margrét Þormar. Fundarritari var Ívar Pálsson.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 20169 (01.17.20)
710178-0119 Teiknistofan ehf
Brautarholti 6 105 Reykjavík
1.
Reitur 1.172.0, Laugavegur, Klapparstígur, Hverfisgata, Vatnsstígur
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Teiknistofunnar ehf, Ármúla 6, dags. 30.10.02, breytt 17.03.03 að deiliskipulagi reits 1.172.0, sem afmarkast af Laugavegi, Klapparstíg, Hverfisgötu og Vatnsstíg. Málið var í auglýsingu frá 15. nóvember 2002 til 5. janúar 2003, athugsemdafrestur var til 5. janúar 2003. Engar athugasemdir bárust. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 17. mars 2003.
Auglýst tillaga samþykkt með þeim breytingum sem framkoma í umsögn skipulagsfulltrúa og á framlögðum uppdrætti.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 20167 (01.17.21)
2.
Reitur 1.172.1, Laugavegur, Vatnsstígur, Hverfisgata og Frakkastígur
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Teiknistofunnar ehf, Ármúla 6, dags. 31.10.02, breytt 17.03.03 að deiliskipulagi reits 1.172.1, sem afmarkast af Laugavegi, Vatnsstíg, Hverfisgötu og Frakkastíg. Einnig lagt fram bréf Jóhanns Vilbergssonar, dags. 25.07.00. Málið var í auglýsingu frá 13. des. ´02 til 24. janúar 2003, athugsemdafrestur var til 24. janúar 2003. Eftirfarandi aðilar sendu inn athugasemdir: Jóhann Vilbergsson, Laugavegi 41a, dags. 23.01.03, Sigurður G. Steinþórsson, eiganda lóðar Laugavegar 35, dags. 24.01.03. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 17. mars 2003.
Auglýst tillaga samþykkt með þeim breytingum sem fram komu í umsögn skipulagsfulltrúa og á breyttum uppdrætti.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 10390 (01.17.22)
240761-2119 Eggert Árni Gíslason
Suðurhús 13 112 Reykjavík
3.
Reitur 1.172.2, deiliskipulag
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Teiknistofunnar ehf, Ármúla 6, að deiliskipulagi reits 1.172.2, sem afmarkast af Laugavegi, Frakkastíg, Grettisgötu og Klapparstíg, dags. 26.11.02, breytt 17.03.03. Lögð fram athugasemdabréf Haraldar V. Haraldssonar arkitekts f.h. Stefáns Sandholt, dags. 14.08.00, íbúa við Grettisgötu 13, dags. 15.08.02. Einnig lagt fram bréf Hönnu S. Magnúsdóttur, dags. 18.09.02, varðandi uppbyggingu á lóðinni Laugavegur 22A. Ennfremur lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 25.11.02. Málið var í auglýsingu frá 13. des. 2002 til 24. janúar 2003, athugasemdafrestur var til 24. janúar 2003. Eftirfarandi aðilar sendu inn athugasemdir: Edda Erlendsdóttir, Laugavegi 28A, dags. 03.01.03, Sigurgeir Sigurjónsson, Laugavegi 32 og Hallgrímur Ævar Hallgrímsson f.h. Exitus ehf, dags. 20.01.03 ásamt tillögu Nexus, dags. 18.12.02, að þremur samtengdum byggingum við Laugaveg, Ásgeir Bolli Kristinsson, dags. 21.01.03, Júlíus Kristinn Magnússon Laugavegi 34B, dags. 24.01.03, Gunnar Rósinkrans f.h. eigenda Laugavegar 22A og Gerpis ehf, mótt. 24.01.01, Hallgrímur Ævar Hallgrímsson, eigandi Laugavegar 40a, f.h. Glóðar ehf, dags. 23. janúar 2003. Einnig lagt fram bréf Eggerts Á. Gíslasonar, f.h. eigenda Laugavegar 40, dags. 20.02.03 og umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 17. mars 2003.
Auglýst tillaga samþykkt með þeim breytingum sem framkoma í umsögn skipulagsfulltrúa og á framlögðum uppdrætti. Skipulagi er frestað á lóðunum nr. 30 og 32 við Laugaveg. Tillögur lóðarhafa að skipulagi lóðanna skulu hafa borist nefndinni eigi síðar en 1. september n.k.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 30092 (01.13.65)
660702-2530 GP-arkitektar ehf
Litlabæjarvör 4 225 Bessastaðir
4.
Aðalstræti 4, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga Guðna Pálssonar arkitekts, dags. 13.03.03, að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 4 við Aðalstræti. Einnig lögð fram bréf Guðna Pálssonar, dags. 23.01.03 og bréf mótt. 18.03.03.
Samþykkt. Ekki talin þörf á grenndarkynningu.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 291 (01.39)
521286-1569 Íþrótta- og tómstundaráð Rvíkur
Fríkirkjuvegi 11 101 Reykjavík
670169-0499 Íþrótta-og Ólympíusamband Ísl
Engjavegi 6 104 Reykjavík
5.
Laugardalur, breyting á deiliskipulagi vesturhluta
Lögð fram tillaga Landslags ehf. dags. 04.03.03 að breytingu á deiliskipulagi vesturhluta Laugardals er varðar Engjaveg 8, Laugardalshöll.
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Engjavegi 1 skautahöllinni, Engjavegi 7 íþróttasvæði Þróttar og Engjavegi 6.

Umsókn nr. 30066 (02.46.81)
540699-3059 Skemmtilegt ehf
Skógarseli 15 109 Reykjavík
6.
Fossaleynir 19-21, og Fossaleynir 23, sameining lóða
Lagt fram bréf lóðarhafa Fossaleynis 23 og Fossaleynis 19-21, dags. 19. febrúar 2003, varðandi sameiningu lóðanna. Einnig lögð fram tillaga Teiknistofu arkitekta, Skólavörðustíg 3, dags. 14. febrúar 2003.
Sameining lóðanna samþykkt.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 26912
7.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 242 frá 18. mars 2003.


Umsókn nr. 26364 (01.28.010.3)
590897-2649 Stoðkerfi ehf
Álftamýri 5 108 Reykjavík
430399-2339 Læknastofa Ágústar Kárason ehf
Álftamýri 5 108 Reykjavík
8.
Álftamýri 1-5, stækkun húss 1 áfangi
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er sótt um leyfi til þess að breyta innra fyrirkomulagi í kjallara og á fyrstu hæð og byggja anddyri að norðurhlið fyrstu hæðar hússins á lóðinni nr. 1-5 við Álftamýri.
Jafnframt er sótt um breytingu á fyrirkomulagi bílastæða á lóðinni. Bréf skipulagsfulltrúa dags. 5. maí 2002 fylgir erindinu. Samþykki meðeigenda (á teikn.) fylgir erindinu. Málið var í kynningu frá 5. febrúar til 6. mars 2003. Athugasemdabréf barst frá forsvarsmönnum eignanna Álftamýri 1-5 og Álftamýri 7-9, dags. 24.02.03. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 17.03.03.
Stærð: Stækkun, viðbygging 60,8 ferm. og 188,5 rúmm.
Gjald kr. 4.800 + 9.048
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Athugasemdabréfi vísað til meðferðar gatnamálastjóra.


Umsókn nr. 26901 (00.00.000.0)
670169-0739 Laugardalshöll
Engjavegi 8 104 Reykjavík
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
9.
Engjavegur 8, íþrótta og sýningahöll
Sótt er um leyfi til þess að byggja íþrótta- og sýningarhöll ásamt búningsaðstöðu, anddyri og fyrirlestrarsal mestmegnis úr steinsteypu einangrað að utan og plötuklætt, breyta notkun núverandi viðbyggingar við austurhlið Laugardalshallar í tengibyggingu ásamt leyfi til niðurrifs á núverandi anddyri í norðvesturhorni íþróttahússins nr. 8 við Engjaveg.
Stærð: Niðurrif xx ferm., Íþrótta- og sýningarhöll 1. hæð 7000,8 ferm., 2. hæð 1300,1 ferm., 3. hæð 13,4 ferm., samtals 8314,3 ferm., 69.554,8 rúmm.
Gjald kr. 5.100 + 3.547.295
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Skipulagsferli ólokið.


Umsókn nr. 26895 (04.11.430.1)
530289-1339 JB Byggingarfélag ehf
Bæjarlind 4 201 Kópavogur
10.
Grænlandsleið 22-26, nýb. 2. h, 13 mhl., 24 íb og bílg.
Sótt er um leyfi til þess að byggja átta steinsteypt tveggja hæða tvíbýlishús samtengd með stoðveggjum og sameiginlegri bílgeymslu fyrir sextán bíla ásamt fjórum steinsteyptum tvíbýlishúsum með innbyggðri bílgeymslu fyrir tvo bíla . Samtals er sótt um leyfi til þess að byggja tuttugu og fjórar íbúðir á lóð nr. 22-44 við Grænlandsleið.
Brunahönnun VSI dags. 1. október 2002 fylgir erindinu.
Stærð: Hús nr. 22 (matshluti 01) íbúð 1. hæð 89,9 ferm., 2. hæð 89,9 ferm., samtals 179,8 ferm., 543,9 rúmm.
Hús nr. 24 (matshluti 02), hús nr. 26 (matshluti 03), hús nr. 28 (matshluti 04), hús nr. 30 (matshluti 05), hús nr. 32 (matshluti 06), hús nr. 34 (matshluti 07) og hús nr. 36 (matshluti 08) eru öll sömu stærðar og hús nr. 22 eða samtals 179,8 ferm., 543,9 rúmm hvert hús.
Hús nr. 38 (matshluti 09) íbúð 1. hæð 14,5 ferm., 2. hæð 89,6 ferm., bílgeymsla 46,5 ferm., samtals 250,6 ferm., 784,3 rúmm.
Hús nr. 40 (matshluti 10), hús nr. 42 (matshluti 11) og hús nr. 44 (matshluti 12) eru öll sömu stærðar og hús nr. 38 eða samtals 250,6 ferm., 784,3 rúmm. hvert hús.
Bílgeymsla (matshluti 13) geymslur íbúða í matshlutum 01-08 samtals 75,8 ferm., bílgeymsla 451,2 ferm., samtals 527 ferm., 1464,5 rúmm.
Gjald kr. 5.100 + 456.598
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 26428
430169-1069 Árvakur hf
Kringlunni 1 103 Reykjavík
11.
Hádegismóar 3, nýb. f. Morgunbl.
Sótt er um leyfi til þess að byggja einnar til þriggja hæða prentsmiðju fyrir Morgunblaðið að mestu úr stáli og steinsteypu klædda ljósgráum málmplötum og steyptum einingum með glersallayfirborði á lóð nr. 3 við Hádegismóa.
Greinagerð um brunavarnir dags. 1. desember 2002 og bréf hönnuðar dags. 26. febrúar 2003 fylgja erindinu.
Stærð: Atvinnuhús 1. hæð 4021,3 ferm., 2. hæð 1819,4 ferm., 3. hæð 557 ferm., 4. hæð 78,7 ferm., samtals 6476,4 ferm., 48637,6 rúmm
Gjald kr. 4.800 + 2.334.605
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 26197 (01.35.321.6)
280143-2279 Björgvin Þorleifsson
Langholtsvegur 16 104 Reykjavík
150649-3319 Sigrún Bárðardóttir
Langholtsvegur 16 104 Reykjavík
12.
Langholtsvegur 16, íbúð í risi og svalir
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 30.01.03, þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja svalir á norðausturhlið og útbúa íbúð á efri hæð hússins á lóðinni nr. 16 við Langholtsveg, samkv. uppdr. Ágústs Þórðarsonar byggingarfræðings, dags.18.01.03. Jafnframt er sótt um leyfi til þess að bæta við einu bílastæði á lóðinni. Virðingargjörð dags. 10. ágúst 1946 fylgir erindinu. Skoðunarskýrsla byggingarfulltrúa dags. 4. október 2002. Málið var í kynningu frá 11. febrúar til 11. mars 2003. Engar athugasemdir bárust.
Gjald kr. 4.800
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 26080 (01.13.600.5)
020367-3699 Jón Hafnfjörð Ævarsson
Vesturgata 21 101 Reykjavík
13.
Vesturgata 21, endur- og nýbygging
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er sótt um að nýju leyfi til þess að sameina lóðir nr. 21, 21B við Vesturgötu og hluta lóða 8A og 10 við Ránargötu, leyfi til þess að rífa hús nr. 21B við Vesturgötu ásamt bakhúsi og bílskúr við hús nr. 21 við Vesturgötu, breyta innra fyrirkomulagi og útliti hússins nr. 21 og byggja fjögurra hæða steinsteypt fjölbýlishús með fjórum íbúðum að Vesturgötu auk tveggja steinsteyptra bakhúsa sem hýsa alls fjórar íbúðir allt einangrað að utan og klætt með bárujárni og múrsteini. Samtals verða þá níu íbúðir á lóðinni nr. 21 við Vesturgötu. Umsögn Húsafriðunarnefndar dags. 8. nóvember 2002 fylgir erindinu. Samþykki nágranna Vesturgötu 21B dags. 25. júlí 2002 fylgir erindinu. Málið var í kynningu frá 25. nóv. til 24. des. 2002. Athugasemdabréf bárust frá Jon Olav Fivelstad og Þuríði Hjálmtýsdóttur, Ránargötu 8A, dags. 05.12.02, íbúum Ránargötu 6, 6a, 8, 8a, 10, 12, 12a og Vesturgötu 19, 20, 22, 23, 24, 25, 26a og 26b, dags. í des. 2002, íbúum Vesturgötu 23, dags. 23.12.02, Jóhanni B. Samper, Vesturgötu 23, dags. 23.12.02, íbúum Vesturgötu 25, dags. 22.12.02, Kristjáni Má Kárasyni, Ránargötu 8, dags. 20.12.02, Önnu Garðarsdóttur, Marinó Þorsteinssyni, Hjördísi Marinósdóttur og Þresti Helgasyni, eigendum Vesturgötu 19 og Eyjólfi Baldvinssyni eiganda íbúðar í Vesturgötu 25, dags. 20.12.02. Einnig lagt fram samþykki Málarabúðarinnar, dags. 24.09.02 og eigenda Ránargötu 8 og Ránargötu 10, mótt. 06.12.02.Lagður fram nýr uppdr. Arkitektastofu Þorgeirs, dags. 12. janúar 2003. Einnig lögð fram drög skipulagsfulltrúa að svörum við athugsemdum, dags. 16.01.03.
Stærð xx
Gjald kr. 4.800 + xx
Frestað.

Umsókn nr. 26781 (04.11.220.1)
431299-2759 Gullhamrar ehf
Beykihlíð 25 105 Reykjavík
14.
Þjóðhildarstígur 2-6, (fsp) br. veitingarst. í verslun
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 5. mars 2003, þar sem spurt er hvort leyft yrði að breyta veitingasölum á vestari hluta 1. hæðar í matvöruverslun á lóð nr. 2-6 við Þjóðhildarstíg, samkv. uppdr. Manfreð Vilhjálmsson - arkitektar ehf, dags. 19.06.01, síðast breytt 25.02.03. Einnig lögð fram bréf Gullhamra ehf. og Léttkaupa ehf. dags. 24.01.03 um leyfi fyrir sérverslun í vesturenda húss nr. 2-6 við Þjóðhildarstíg og umsögn forstöðumanns lögfræði og stjórnsýslu, dags. 17. mars 2003. Jafnframt lagt fram bréf Gullhamra ehf. dags. 18. mars 2003.
Neikvætt.
Þegar Grafarholtshverfið var skipulagt og lóðinni úthlutað var ekki gert ráð fyrir matvörumörkuðum á þessu svæði. Gert var ráð fyrir sérstakri verslunar- og þjónustulóð í miðju hverfisins sem staðsett var, skipulögð og úthlutað á þeim forsendum. Skipulags- og byggingarnefnd telur nauðsynlegt að framfylgja skipulagi um staðsetningu verslunar- og þjónustumiðstöðva og heimila ekki nýja matvörumarkaði sem stefnt geta tilveru hinna skipulögðu verslunar- og þjónustulóða í hættu og þar með skipulagi svæðisins. Samþykkt að unnin verði tillaga að breytingu á skipulagi svæðisins þar sem fram komi ótvírætt að óheimilt sé að starfrækja þar matvöruverslun.


Umsókn nr. 10070
15.
Afgreiðslufundir Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur frá 7. mars 2003.


Umsókn nr. 30100
16.
Bílastæðagjald,
Lagt fram bréf starfshóps um bílastæðamál dags. 17. mars 2003 ásamt tillögu að nýrri gjaldskrá fyrir bílastæðagjald.
Frestað.

Umsókn nr. 30099 (04.79)
17.
Norðlingaholt,
Lagt fram bréf byggingarfultrúa dags. 17. mars 2003 með tillögu nafnanefndar að götunöfnum í Norðlingaholti.
Samþykkt.
Vísað til borgarráðs.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks hefðu talið heppilegra að tengja götunöfnin í meira mæli við sögu Reykjavíkur eins og áður hefur komið fram.


Umsókn nr. 552
18.
Skipulags- og byggingarnefnd,
Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjóra f.h. borgarstjórnar um samþykkt borgarstjórnar 6. mars 2003 á B-hluta fundargerða skipulags- og byggingarnefndar frá 19. og 26. febrúar 2003.


Umsókn nr. 26908 (01.19.720.9)
19.
Smáragata 13,
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 6. mars 2003, vegna máls nr. 3/2003, þar sem kærð er ákvörðun skipulags- og byggingarnefndar frá 11. desember 2002 um að synja umsókn eiganda Smáragötu 13 um byggingu nýrrar bílgeymslu á lóð nr. 13 við Smáragötu.
Málinu vísað til umsagnar forstm. lögfræði- og stjórnsýslu.

Umsókn nr. 20259 (01.18.54)
090642-2949 Örn Sigurðsson
Fjólugata 23 101 Reykjavík
20.
Sóleyjargata 25, kæra
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 31. júlí 2002, vegna kæru, dags. 10. maí 2002, þar sem kærð er ákvörðun skipulags- og byggingarnefndar um að samþykkja að gefa Kennarasambandi Íslands kost á því að kaupa sig frá aukinni kröfu um bílastæði vegna fyrirhugaðra orlofsíbúða að Sóleyjargötu 25.
Málinu vísað til umsagnar forstm. lögfræði- og stjórnsýslu.

Umsókn nr. 30005
21.
Fyrirspurn frá Hönnu Birnu Kristjánsdóttur,
Hanna Birna Kristjánsdóttir óskaði eftir kynningu á svæðinu sem afmarkast af Suðurlandsbraut, Hallarmúla, Lágmúla og Háaleitisbraut.