Grjótaþorp,
Reitur 1.174.3,
Reitur 1.132.0, Norðurstígsreitur,
Lóuhólar 2-6,
Norðlingaholt,
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa,
Gvendargeisli 110,
Afgreiðslufundir Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur,
Frostaskjól 2-6,
Hverfaskipting Reykjavíkurborgar,
Laugavegur 40,
Norðlingaholt ,
Reitur 1.181.0,
Skipulags- og byggingarnefnd,
Tunguháls 1-3,
Fyrirspurn fulltrúa Reykjavíkurlista um flýtingu framkvæmda í Reykjavík,
Skipulags- og byggingarnefnd
103. fundur 2003
Ár 2003, miðvikudaginn 12. febrúar kl. 09:06, var haldinn 103. fundur skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3, 4. hæð. Viðstaddir voru: Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Anna Kristinsdóttir, Óskar Dýrmundur Ólafsson, Guðlaugur Þór Þórðarson, Kristján Guðmundsson og áheyrnarfulltrúinn Ólafur F. Magnússon.
Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Magnús Sædal Svavarsson, Helga Bragadóttir, Ágúst Jónsson, Ólafur Bjarnason, Bjarnfríður Vilhjálmsdóttir og Sigríður Kristín Þórisdóttir.
Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Nikulás Úlfar Másson, Jóhannes Kjarval, Margrét Þormar og Ágústa Sveinbjörnsdóttir.
Fundarritari var Ívar Pálsson.
Þetta gerðist:
Umsókn nr. 30034 (01.13.6)
500591-2189
Teiknistofan Skólavörðust 28 sf
Skólavörðustíg 28 101 Reykjavík
1. Grjótaþorp, breyting á deiliskipulagi, Aðalstræti 16
Lögð fram tillaga Teiknistofunnar Skólavörðustíg 28 sf, dags. 3. febrúar 2003, að breytingu á deiliskipulagi í Grjótaþorpi, varðandi Aðalstræti 16.
Hanna Birna Kristjánsdóttir tók sæti á fundinum kl. 9:14
Samþykkt að grenndarkynna tillöguna fyrir hagsmunaaðilum að Grjótagötu 4, 5 og 7, Túngötu 3, Kirkjustræti 2 og Suðurgötu 4.
Umsókn nr. 30015
501170-0119
Bílastæðasj Reykjavíkurborgar
Hverfisgötu 14 101 Reykjavík
580302-3510
Umhverfis- og tæknisvið Rvíkurb
Skúlatúni 2 105 Reykjavík
2. Reitur 1.174.3, Barónsstígur, Laugavegur, Snorrabraut og Grettisgata, bílakjallari
Lögð fram tillaga arkitekta Gunnars og Reynis ásamt greinargerð, dags. 06.02.03, að breytingu á deiliskipulagi Stjörnubíósreits vegna bílakjallara.
Björn Ingi Hrafnsson tók sæti á fundinum kl. 9:30
Frestað.
Umsókn nr. 30039 (01.13.20)
3. Reitur 1.132.0, Norðurstígsreitur, deiliskipulag
Lögð fram forsögn skipulagsfulltrúa að deiliskipulagi reits 1.132.0, Norðurstígsreits.
Samþykkt.
Kynna skal hagsmunaaðilum á reitnum að deiliskipulagsvinna sé að hefjast.
Umsókn nr. 30035 (04.64.27)
501193-2409
ALARK arkitektar ehf
Hamraborg 7 200 Kópavogur
4. Lóuhólar 2-6, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga ALARK arkiekta, dags. 30.01.03, að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 2-6 við Lóuhóla og bílastæðalóð.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.
Umsókn nr. 10057 (04.79)
441099-3129
Rauðhóll ehf
Ármúla 21 108 Reykjavík
710178-0119
Teiknistofan ehf
Brautarholti 6 105 Reykjavík
5. Norðlingaholt, deiliskipulag
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Teiknistofunnar ehf, Ármúla 6, að deiliskipulagi Norðlingaholts, dags. 06.05.02 ásamt greinargerð, dags. í júní 2002 og breytt tillaga, dags. 10.02.03, ásamt greinargerð, dags. í febrúar 2003. Málið var í auglýsingu frá 3. júlí til 28. ágúst, athugasemdafrestur var til 28. ágúst 2002. Athugasemdabréf bárust frá Vegagerðinni, dags. 01.08.02, Kópavogsbæ dags. 8.08.02, Hverfasamtökum Vatnsendahverfis "Sveit í borg" dags. 13.08.02, undirskriftalisti 111 íbúa í Suður-Selási mótt .14.08.02, Ellu Krístinu Karlsdóttur, Holtsbúð 41, dags. 25.07.02, Ólafi S. Andréssyni og Sigrúnu Helgadóttur, Þverási 21, dags. 30.07.02, Ólöfu Þorvarðsdóttur dags. 29.07.02 og 28.08.02, Páls Einarssonar dags. 14.08.02, Olís dags. 14.08.02, Ómars Einarssonar og Höllu Magnúsdóttur dags. 14.08.02, lögmannsstofunni Legalis f.h. Leifs Halldórssonar dags. 14.08.02, lögmannsstofunni Legalis f.h. Ólafíu Ólafsdóttur dags. 14.08.02, lögmannsstofunni Legalis f.h. Jóns Björnssonar o.fl. dags. 14.08.02, Sigurlaugu Jónsdóttur dags. 13.08.02, Berglindi Evu Ólafsdóttur og Ólafi Jónassyni, Selásbletti 11a, dags. 13.08.02, Ómari Jóhannssyni, Þingási 49, dags. 14.08.02, Ólafi Kr. Guðmundssyni, Viðarrima 45, dags. 14.08.02, Þorbjörgu Hólmgeirsdóttur og Reyni Arngrímssyni, Þverási 10, dags. 14.08.02, undirskriftalisti með 77 nöfnum, mótt. 27.08.02, Sigurlaugu Ásgeirsdóttur, Rauðahvammi, dags. 27.08.02, Hestamannafélaginu Fáki og reiðveganefnd í Kjalarnesþingi hinu forna, dags. 26.08.02, 6 hesthúsaeigendum í C-tröð í Víðidal, dags. 27.08.02, Birni Arnari Haukssyni, Grettisgötu 19B, dags. 28.08.02, Eggert Gunnarssyni, Þverási 31, dags. 23.08.02, Þorgerði S. Guðmundsdóttur, Grundarhvarfi 6, Vatnsenda, dags. 27.07.02, Magnúsi Magnússyni, Melstað, Vatnsendabletti 30, dags. 27.08.02, Náttúruverndasamtökum Íslands, dags. 28.08.02, listi 81 íbúa, mótt. 28.08.02, Ingu Sigríði Ingólfsdóttur, Hrafnistu, Das, mótt. 28.08.02, Erni Sigurðssyni f.h. stjórnar Höfuðborgarsamtakanna, dags. 26.08.02, Katrínu Þorsteinsdóttur, Laufengi 5, dags. 28.08.02, Fuglaverndarfélagi Íslands, dags. 28.08.02, Náttúruvernd ríkisins, dags. 28.08.02, Magnúsi Guðmundssyni og Þóru Hrönn Ólafsdóttur, Skyggni v/Vatnsenda, dags. 28.08.02.
Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa um athugasemdir, dags. 10.02.03 og bréf Olís, dags. 10.02.03.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu þegar gögn hafa verið lagfærð.
Vísað til borgarráðs.
Erfitt hefur verið að koma lóð bensínstöðvar Olís fyrir í skipulagi vegna nálægðar við vatnsverndarsvæði og lítillar fjarlægðar milli gatnamóta á Suðurlandsvegi. Fulltryggt verði að hringtorg við útkeyrslu frá stöðinni verði hannað fyrir stærstu bíla og þegar kemur að breikkun Suðurlandsvegar og gerð mislægra gatnamóta verði umferðartengingar frá stöðinni endurskoðaðar.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins fagna því að Reykjavíkurlistinn hefur nú breytt fyrri afstöðu sinni og ákveðið að auglýsa aftur fyrirliggjandi tillögu um deiliskipulag í Norðlingaholti. Sjálfstæðismenn hafa ítrekað óskað eftir þessari málsmeðferð, enda er það réttlætismál fyrir íbúa og aðra hagsmunaaðila að fá tækifæri til að kynna sér og koma með athugasemdir vegna þeirra breytinga sem gerðar hafa verið á fyrri deiliskipulagstillögu fyrir Norðlingaholt.
Að öðru leyti vísa fulltrúar Sjálfstæðisflokksins til fyrri bókana í málinu og áskilja sér, nú sem endranær, allan rétt til að koma fram með tillögur að breytingum við skipulagið.
Ólafur F. Magnússon áheyrnarfulltrúi Frjálslyndra- og óháðra óskaði bókað:
Ég fagna því að breytt deiliskipulag Norðlingaholts verði auglýst. Þær breytingar sem gerðar hafa verið á fyrra deiliskipulagi eru mjög til bóta og komið hefur verið á móts við athugasemdir í veigamiklum atriðum.
Engu að síður lýsi ég áhyggjum mínum af svo þéttri byggð í námunda við vatnasvið og lífríki Elliðavatns og Elliðáa, einkum nálægð byggðarinnar við vatna- og flóðasvæði Bugðu austan hverfisins.
Umsókn nr. 26659
6. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 237 frá 11. febrúar 2003.
Umsókn nr. 26631 (05.13.580.1)
220162-5679
Hilmar Sigurðsson
Brekkuhvarf 15 203 Kópavogur
7. Gvendargeisli 110, einbýlishús
Sótt er um leyfi til þess að byggja einnar hæðar einbýlishús með innbyggðri tvöfaldri bílageymslu steypt í einangrunarmót og klætt múrkerfi.
Stærð: Íbúð 251,8 ferm., bílageymsla 44,9 ferm. Samtals 296,7 ferm. og 1120,0 rúmm.
Gjald kr. 5.100 + 57.120
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Umsókn nr. 10070
8. Afgreiðslufundir Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð
Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda skipulagsfulltrúa Reykjavíkur frá 31. janúar og 7. febrúar 2003.
Umsókn nr. 20361 (01.51.69)
710178-0119
Teiknistofan ehf
Brautarholti 6 105 Reykjavík
9. Frostaskjól 2-6, deiliskipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 28. janúar s.l. á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 23. s.m. um auglýsingu deiliskipulags að Frostaskjóli 2-6.
Umsókn nr. 30048
10. Hverfaskipting Reykjavíkurborgar,
Lagt fram bréf stjórnkerfisnefndar, dags. 16. janúar 2003, varðandi tillögu um skiptingu Reykjavíkurborgar í þjónustusvæði, borgarhluta og starfsemi hverfaráða.
Kynnt.
Umsókn nr. 26194 (01.17.222.1)
250668-5389
Ragnar Árnason
Stóragerði 3 108 Reykjavík
11. Laugavegur 40, Endurbygging
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 4. febrúar 2003 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 29. f.m. varðandi endurbyggingu að Laugavegi 40.
Umsókn nr. 26571
12. Norðlingaholt , götuheiti
Kynnt tillaga að götunöfnum á Norðlingaholti.
Samþykkt að nefndin geri tillögu að röðun nafna á götur samkvæmt deiliskipulagstillögunni.
Frestað.
Umsókn nr. 20252 (01.18.10)
13. Reitur 1.181.0, Skólavörðustígur, Týsgata, Spítalastígur, Óðinsgata
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 4. febrúar 2003 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 29. f.m. um deiliskipulag reits nr. 1.181.0, sem markast af Skólavörðustíg, Týsgötu, Spítalastíg og Óðinsgötu.
Umsókn nr. 552
14. Skipulags- og byggingarnefnd,
Lagt fram bréf borgarritara f.h. borgarstjórnar um samþykkt borgarstjórnar 30. janúar 2003 á B- hluta fundargerðar skipulags- og byggingarnefndar frá 15. og 23. janúar 2003. Borgarstjórn samþykkti að fresta 31. lið B-hluta fundargerðar frá 15. janúar.
Umsókn nr. 10414 (04.32.75)
080657-7819
Gunnlaugur Johnson
Lágholtsvegur 10 107 Reykjavík
15. Tunguháls 1-3, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 4. febrúar 2003 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 29. f.m. um auglýsingu á breyttu deiliskipulagi að Tunguhálsi 1-3.
Umsókn nr. 30001
16. Fyrirspurn fulltrúa Reykjavíkurlista um flýtingu framkvæmda í Reykjavík,
Fulltrúar Reykjavíkurlista lögðu fram svohljóðandi fyrirspurn:
Vegna umræðu um flýtingu verkframkvæmda í Reykjavík vill meirihluti Reykjavíkurlistans í skipulags- og byggingarnefnd leggja áherslu á að farið verði í ýmsar mikilvægar vegaframkvæmdir í Reykjavík. Fyrirhugað er að borgaryfirvöld leggi fram í borgarráði í næstu viku áætlun um flýtingu framkvæmda. Óskað er því eftir upplýsingum um eftirfarandi:
1. Hver er staða skipulagsvinnu vegna framkvæmda við gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar ?
2. Í tillögum ríkisstjórnarinnar frá í gær um sértækar aðgerðir til atvinnusköpunnar er gert ráð fyrir að einum milljarði króna verði, auk þegar ákveðinna heimilda, varið til verkframkvæmda á höfuðborgarsvæðinu á næstu 18 mánuðum. Kom fram í máli oddvita stjórnarflokkana að mestur vilji stæði til að verja þeirri upphæð til framkvæmda á umræddum gatnamótum sem eru einhver þau fjölförnustu á landinu og mikil slysagildra eins og þekkt er. Hins vegar hamlaði vinna vegna skipulags- og umhverfismála því eins og fram kom í máli þeirra. Af þeim sökum er spurt hvort unnt sé og þá hvernig að flýta þessari vinnu borgarbúum og landsmönnum til heilla.
Ólafur F. Magnússon áheyrnarfulltrúi Frjálslyndra- og óháðra óskaði bókað:
Vegna fyrirspurnar um hin löngu tímabæru mislægu gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar fer ég þess á leit að í tengslum við tillögur um þessi gatnamót verði gerð framkvæmda- og kostnaðaráætlun sem geri ráð fyrir nægilegri umferðarrýmd til framtíðar á Miklubraut frá Kringlumýrarbraut að Bústaðarvegi. Vakin er athygli á því að aðeins hefur verið gert ráð fyrir tveimur akreinum í hvora átt á þessum hluta Miklubrautarinnar og vafasamt að það geti tryggt nægilega umferðarrýmd.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins óskuðu bókað:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lýsa yfir ánægju með að fulltrúar Reykjavíkurlistans hafi áttað sig á mikilvægi mislægra gatnamóta við Miklubraut og Kringlumýrarbraut. Þekkt er að núverandi meirihluti tók þessi gatnamót út af aðalskipulagi þvert á stefnu Sjálfstæðismanna og frestuðuð þar af leiðandi framkvæmdum um mörg ár.