Reitur 1.182.0,
Reitur 1.174.3,
Skuggahverfi, Eimskipafélagsreitir,
Borgartún 34-36,
Hringbraut,
Ingólfsstræti 1,
Lindargata 60,
Skúlagata 19,
Fylkisvegur, íþróttasvæði Fylkis,
Hádegismóar,
Suðurgötukirkjugarður,
Kristnibraut 55-59,
Kristnibraut 61-101,
Sóleyjarimi 1, lóð Landssímans,
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa,
Bergstaðastræti 19,
Efstasund 26,
Gljúfrasel 7,
Grettisgata 42,
Gvendargeisli 42,
Hádegismóar 3,
Holtsgata 9,
Jónsgeisli 29,
Kirkjustétt 15-21,
Kristnibraut 75,
Laugarnesvegur 68,
Rauðagerði 32,
Ránargata 8,
Sólvallagata 4,
Þórðarsveigur 32-36,
Spítalastígur 4B,
Engjavegur 8,
Aðalstræti 4,
Afgreiðslufundir Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur,
Barðavogur 21,
Bergstaðastræti 13,
Húsverndarsjóður Reykjavíkur,
Kjalarnes, Brautarholt,
Reitur 1.180.3,
Reitur 1.193, Heilsuverndarstöðvarreitur,
Skipulags- og byggingarnefnd,
Skipulags- og byggingarnefnd,
Skipulags- og byggingarsvið,
Skuggahverfi, Eimskipafélagsreitir,
Snorrabraut 37,
Suðurhlíð 38,
Skipulags- og byggingarnefnd
99. fundur 2003
Ár 2003, miðvikudaginn 15. janúar kl. 09:10, var haldinn 99. fundur skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3, 4. hæð. Viðstaddir voru: Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Anna Kristinsdóttir, Óskar Dýrmundur Ólafsson, Björn Ingi Hrafnsson, Guðlaugur Þór Þórðarson, Kristján Guðmundsson, Salvör Jónsdóttir, Helga Bragadóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Ágúst Jónsson, Ólafur Bjarnason, Bjarnfríður Vilhjálmsdóttir og Sigríður Kristín Þórisdóttir.
Fundarritari var Ívar Pálsson.
Þetta gerðist:
Umsókn nr. 20051 (01.18.20)
1. Reitur 1.182.0, Skólavörðustígur, Vegamótastígur, Grettisgata, Klapparstígur
Lögð fram tillaga ásamt greinargerð og skilmálum Teiknistofu arkitekta Gylfa Guðjónssonar og félaga, dags. 15.11.01, breytt 24.06.02 og 15.12.02, að deiliskipulagi fyrir staðgreinireit 1.182.0, sem afmarkast af Skólavörðustíg, Vegamótastíg, Grettisgötu og Klapparstíg.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.
Umsókn nr. 30015
2. Reitur 1.174.3, Barónsstígur, Laugavegur, Snorrabraut og Grettisgata, bílakjallari
Lagt fram bréf Bílastæðasjóðs, dags. 10. janúar 2003, ásamt tillögu Línuhönnunar að bílakjallara undir Stjörnubíóreit, dags. í nóvember 2002.
Stefán Haraldsson kynnti.
Samþykkt að fela skipulags- og byggingarsviði að útfæra og vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi svæðisins, í samráði við vinnuhóp um málið, á grundvelli framlagðra gagna.
Umsókn nr. 30007 (01.15.2)
470498-2699
Hornsteinar arkitektar ehf
Ingólfsstræti 5,5.hæð 101 Reykjavík
3. Skuggahverfi, Eimskipafélagsreitir, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga Hornsteina arkitekta ehf, dags. 18. desember 2002, mótt. 9. janúar 2003, að breytingu á deiliskipulagi í Skuggahverfi, nyrðri hluta.
Framlögð tillaga að breytingu samþykkt án kynningar þar sem breytingarnar varða ekki hagsmuni annarra en umsækjanda.
Vísað til borgarráðs.
Umsókn nr. 20201 (01.23.20)
471293-2109
Tekton ehf
Háteigsvegi 7 105 Reykjavík
4. Borgartún 34-36, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju bréf Teiknistofunnar Tekton, dags. 19.06.02, ásamt tillögu að breytingu á deiliskipulagi, dags. 19.06.02. Málið var í auglýsingu frá 25. október til 6. desember, athugasemdafrestur var til 6. desember 2002. Athugasemdabréf barst frá Vegagerðinni, dags. 04.12.02. Einnig lögð fram umsögn umhverfis- og tæknisviðs, dags. 7. janúar 2003.
Auglýst tillaga samþykkt.
Vísað til borgarráðs.
Umsókn nr. 20182
5. Hringbraut, deiliskipulag
Lögð fram tillaga Landmótunar, dags. 22.02.01, síðast breytt 8. janúar 2003, merkt A, að deiliskipulagi Hringbrautar.
Áheyrnarfulltrúinn Sveinn Aðalsteinsson tók sæti á fundinum kl. 9:50
Frestað.
Umsókn nr. 20353 (01.15.03)
501299-2279
EON arkitektar ehf
Brautarholti 1 105 Reykjavík
6. Ingólfsstræti 1, Fiskistofa
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 1 við Ingólfsstræti dags. 15.11.02. Málið var í kynningu frá 21. nóvember til 19. desember 2002. Engar athugasemdir bárust.
Kynnt tillaga samþykkt.
Vísað til borgarráðs.
Umsókn nr. 20414 (01.15.32)
7. Lindargata 60, breytt deiliskipulag
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga Teiknistofunnar Skólavörðustígur 28 sf dags. 18.11.02 að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar Lindargötu 60. Málið var í kynningu frá 5. desember 2002 til 2. janúar 2003. Engar athugasemdir bárust.
Kynnt tillaga samþykkt.
Vísað til borgarráðs.
Umsókn nr. 20424 (01.15.42)
581298-2269
Landark ehf
Stórhöfða 17 110 Reykjavík
8. Skúlagata 19, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga Landark, dags. 06.12.02, að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 19 við Skúlagötu.
Tillaga að breytingu samþykkt án kynningar þar sem breytingin varðar eingöngu hagsmuni umsækjanda.
Vísað til borgarráðs.
Umsókn nr. 361 (04.36.3)
481173-0359
Íþróttafélagið Fylkir,aðalstj
Fylkisvegi 6 110 Reykjavík
9. Fylkisvegur, íþróttasvæði Fylkis, deiliskipulag
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju bréf Íþróttafélagsins Fylkis, dags. 21.06.02. Einnig lögð fram ný tillaga Erlings G. Pedersen arkitekts, dags. 04.10.02, að deiliskipulagi Fylkissvæðis í Elliðaárdal. Málið var í auglýsingu frá 1. nóvember til 13. desember, athugsemdafrestur var til 13. desember 2002. Athugasemdabréf barst frá Kristínu Mjöll Kristinsdóttur, Klapparási 7 og Agnari Árnasyni, Klapparási 9, dags. 12.12.02. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 9. janúar 2003.
Auglýst tillaga samþykkt.
Vísað til borgarráðs.
Umsókn nr. 20390 (04.1)
10. Hádegismóar, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Einars Tryggvasonar að breytingu á deiliskipulagi í Hádegismóum, dags. í nóv. 2002. Einnig er lagt fram bréf Hallgríms Geirssonar framkv.stj. Árvakurs, dags. 17.09.02. Málið var í auglýsingu frá 15. nóvember 2002 til 5. janúar 2003, athugasemdafrestur var til 5. janúar 2003. Lagt fram bréf Halldórs H. Halldórssonar form. reiðveganefndar í Kjalarnesþingi hinu forna, dags. 28.12.02. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 9. janúar 2003.
Auglýst tillaga samþykkt.
Vísað til borgarráðs.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur áherslu á að nýr reiðvegur um svæðið verði lagður samkvæmt skipulagi áður en hætta þarf notkun núverandi reiðvegar.
Umsókn nr. 10483 (01.1)
560994-2069
Landmótun ehf
Nýbýlavegi 6 200 Kópavogur
11. Suðurgötukirkjugarður, deiliskipulag
Lagt fram að nýju bréf Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma, dags. 18.02.02 ásamt tillögu Landmótunar, dags. 02.04.02, að deiliskipulagi fyrir Suðurgötukirkjugarð. Einnig lagt fram bréf Menningarmálanefndar, dags. 03.07.02 ásamt umsögn Árbæjarsafns, dags. 02.07.02. Ennfremur bókun umhverfis- og heilbrigðisnefndar frá 30.05.02.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.
Umsókn nr. 30002 (04.11.46)
420502-2140
Teiknistofa Gunnars S.Ósk ehf
Laugavegi 8 101 Reykjavík
12. Kristnibraut 55-59, breyting á skilmálum
Lagt fram bréf Gunnars S. Óskarssonar arkitekts, dags. 27.12.02, varðandi frávik frá skilmálum á lóðinni nr. 55-59 við Kristnibraut, samkv. uppdr. dags. 27.12.02.
Nefndin er jákvæð fyrir því að umsækjandi láti vinna á eigin kostnað tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við umsókn.
Umsókn nr. 20417 (04.1)
631298-4439
Teiknistofan Archus ehf
Stórhöfða 17 110 Reykjavík
13. Kristnibraut 61-101, breytt deiliskipulag
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga Archús ehf. dags. í nóv. 2002 að breyttu deiliskipulagi fyrir Kristnibraut 61-101. Einnig lögð fram samþykki lóðarhafa Kristnibrautar 61-63, 69, 71-73, 75, 77-79, 81-83, 85-87 og 89, mótt. 22.11.02 og lóðarhafa Kristnibrautar 65-67, mótt. 25.11.02. Málið var í kynningu frá 5. desember 2002 til 2. janúar 2003. Engar athugasemdir bárust.
Kynnt breyting samþykkt.
Vísað til borgarráðs.
Umsókn nr. 10238
621097-2109
Zeppelin ehf
Garðatorgi 7 210 Garðabær
620692-2129
Íbúasamtök Grafarvogs
Logafold 1 112 Reykjavík
14. Sóleyjarimi 1, lóð Landssímans, lóð Landssímans í Rimahverfi
Lögð fram breytt tillaga Zeppelin arkitekta, dags. 18.12.02, 22.12.02 og 8.01.03, mótt. jan. 2003 að því svæði í deiliskipulagi Sóleyjarima 1, lóðar Landssímans í Rimahverfi sem frestað var þegar heildarskipulag svæðisins var samþykkt.
Kynnt.
Vísað til kynningar í hverfisráði Grafarvogs.
Umsókn nr. 26487
15. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerðir
Fylgiskjöl með fundargerð þessari eru fundargerðir nr. 232 frá 8. janúar 2003 og nr. 233 frá 14. janúar 2003, án liðar nr. 40.
Umsókn nr. 24218 (01.18.410.9)
650594-3049
Jörgen ehf
Ölduslóð 6 220 Hafnarfjörður
16. Bergstaðastræti 19, fjölbýlishús m 3 íb.
Sótt er um leyfi til þess að byggja þrílyft þriggja íbúða fjölbýlishús úr steinsteypu, einangrað að utan og klætt með múrkerfi með marmarasalla, leyfi til þess að koma fyrir tveimur bílastæðum á lóðinni og rífa núvernadi matshluta 01 á lóðinni nr. 19 við Bergstaðastræti.
Umsögn Borgarskipulags dags. 16. ágúst 2001 fylgir erindinu.
Umsögn Árbæjarsafns dags. 21. júní og 4. september 2001 ásamt bréfi hönnuðar dags. 7. janúar 2002 fylgja erindinu.
Jafnframt lagt fram bréf skipulags-arkitekta-og verkfræðistofunnar ehf. dags. 02.11.2002 og bréf kærunefndar fjöleignarhúsamála dags. 20. nóvember 2002.
Niðurrif: 195,1 ferm. og 381 rúmm.
Nýbygging: Kjallari 14,7 ferm., 1. hæð 105,5 ferm., 2. hæð 97,8 ferm., 3. hæð 95 ferm., samtals 313 ferm., 1039,1 rúmm.
Gjald kr. 4.100 + 49.877
Frestað.
Umsækjandi skal lagfæra útlit og skoða heildarbyggingarmagn að höfði samráði við embætti skipulagsfulltrúa.
Samþykkt að leita álits borgarlögmanns á áliti kærunefndar fjöleignarhúsa.
Umsókn nr. 26067 (01.35.702.1)
070964-5389
Helga Magnúsdóttir
Efstasund 26 104 Reykjavík
030970-5869
Erlendur Sæmundsson
Efstasund 26 104 Reykjavík
17. Efstasund 26, auka bílastæði
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 27. 11.02, þar sem sótt er um leyfi til þess að koma fyrir bílastæði fyrir tvo bíla í suðvesturhorni lóðarinnar nr. 26 við Efstasund, samkv. uppdr. Teiknistofunnar Háaleiti, ódags. Umsögn gatnamálastjóra dags. 8. maí 2002 (v. fyrirspurnar) og útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 17. maí 2002 fylgja erindinu. Jafnframt lagt fram samþykki eigenda að Efstasundi 28. Málið var í kynningu frá 5. desember 2002 til 2. janúar 2003. Engar athugasemdir bárust.
Gjald kr. 4.800
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Umsókn nr. 26033 (04.93.370.4)
160771-3139
Tómas Hermannsson
Langahlíð 9 105 Reykjavík
130869-3439
Ingunn Gylfadóttir
Grjótasel 8 109 Reykjavík
261273-4039
Sara Gylfadóttir
Grjótasel 8 109 Reykjavík
18. Gljúfrasel 7, tvær íbúðir
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 24.10.02, þar sem sótt er um leyfi til þess að gera íbúð á jarðhæð hússins Grjótasel 8 (matshl. 02) á lóðinni Gljúfrasel 7 - Grjótasel 8, samkv. uppdr. Loga M. Einarssonar arkitekts, dags. 13.10.02. Málið var í kynningu frá 4. nóvember til 3. desember 2002. Athugasemdabréf barst frá Ingibjörgu Jóhannsdóttur og Einari Fal Ingólfssyni, Gljúfraseli 7, dags. 01.12.02. Lögð fram samantekt skipulagsfulltrúa, dags. 09.12.02. Einnig lagt fram bréf eigenda Gljúfrasels 7, þar sem þau draga athugasemdir sínar frá 01.12.02, til baka.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Umsókn nr. 25817 (01.19.001.4)
081050-4069
Lúðvík Eiðsson
Grettisgata 42 101 Reykjavík
19. Grettisgata 42, bílskúr
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 25.09.02, þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja bílskúr úr steinsteypu og timbri á lóðinni nr. 42 við Grettisgötu, samkv. uppdr. Skúla Lýðssonar byggingafræðings, dags. 26.08.02. Einnig lagt fram skuggavarp mótt. 08.11.02. Málið var í kynningu frá 28. nóvember til 27. desember 2002. Engar athugasemdir bárust.
Stærð: Bílskúr 23,0 ferm. og 75,5 rúmm.
Gjald kr. 4.800 + 3.624
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Umsókn nr. 26442 (05.13.540.4)
290858-6749
Bjarni Geir Guðbjartsson
Tröllaborgir 6 112 Reykjavík
20. Gvendargeisli 42, Einb. m. innb. bílg.
Sótt er um leyfi til þess að byggja einbýlishús að hluta á tveimur hæðum ásamt innbyggðri bílgeymslu úr forsteyptum einingum á lóð nr. 42 við Gvendargeisla.
Stærð: Íbúð kjallari 64,6 ferm., 1. hæð 130,3 ferm., bílgeymsla 46,1 ferm., samtals 241 ferm., 832,7 rúmm.
Gjald kr. 4.800 + 39.970
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Umsókn nr. 26428
430169-1069
Árvakur hf
Kringlunni 1 103 Reykjavík
21. Hádegismóar 3, nýb. f. Morgunbl.
Sótt er um leyfi til þess að byggja einnar til þriggja hæða prentsmiðju fyrir Morgunblaðið að mestu úr stáli og steinsteypu klædda ljósgráum málmplötum og steyptum einingum með glersallayfirborði á lóð nr. 3 við Hádegismóa.
Stærð: Atvinnuhús 1. hæð 4021,3 ferm., 2. hæð 1819,4 ferm., 3. hæð 557 ferm., 4. hæð 78,7 ferm., samtals 6476,4 ferm., 48637,6 rúmm
Gjald kr. 4.800 + 2.334.605
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Skipulagsferli ólokið.
Umsókn nr. 25980 (01.13.460.5)
160553-3169
Guðrún Pálína Björnsdóttir
Holtsgata 9 101 Reykjavík
22. Holtsgata 9, Hækka ris og fl.
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 19.11.02. Sótt er um leyfi til þess að hækka rishæð, setja sex nýja kvisti á þak og fá samþykkta áður gerða íbúð í kjallara ásamt áður gerðum geymsluskúr á baklóð við íbúðarhúsið á lóð nr. 9 við Holtsgötu.
Málinu fylgir útskrift úr gerðabók skipulagsfulltrúa frá 14. október 2002.
Íbúðarskoðun byggingarfulltrú dags. 17. október 2002 fylgir erindinu. Málið var í kynningu frá 28. nóvember til 27. desember 2002. Engar athugasemdir bárust.
Stærð: Stækkun 2. hæðar 48,7 ferm., 78,4 rúmm. Áður gerður geymsluskúr xxx ferm., xxx rúmm.
Gjald kr. 4.800 + xxx
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Umsókn nr. 26469 (04.11.380.1)
201265-5179
Guðmundur H Bragason
Súluhöfði 23 270 Mosfellsbær
23. Jónsgeisli 29, einbýlishús m. innb. bílg.
Sótt er um leyfi til þess að byggja steinsteypt einbýlishús að hluta á tveimur hæðum og með innbyggðri bílgeymslu á lóð nr. 29 við Jónsgeisla.
Stærð: Íbúð 1. hæð 97,1 ferm., 2. hæð 72,3 ferm., bílgeymsla 28,7 ferm., samtals 198,1 ferm., 699,8 rúmm.
Gjald kr. 4.800 + 33.590
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Umsókn nr. 26372 (04.13.520.1)
681290-2309
Byggingarfélag Gylf/Gunnars ehf
Borgartúni 31 105 Reykjavík
24. Kirkjustétt 15-21, fjölbýlish. m. 22 íb.
Sótt er um leyfi til þess að byggja þriggja hæða steinsteypt fjölbýlishús einangrað og klætt utan með álklæðningu með samtals tuttugu og tveimur íbúðum og innbyggðri bílageymslu fyrir 14 bíla á lóðinni nr. 15-17 við Kirkjustétt.
Stærð: Kjallari, bílageymsla 478,0 ferm., geymslur o.fl. 605,9 ferm. 1. hæð íbúðir 762,7 ferm., 2. hæð íbúðir 765,1 ferm. 3. hæð íbúðir 590,7 ferm.
Samtals 3202,4 ferm. og 9464,8 rúmm.
Gjald kr. 4.800 + 454.310
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Umsókn nr. 26307 (04.11.520.5)
550399-2539
Íslenska byggingafélagið ehf
Holtagerði 32 200 Kópavogur
25. Kristnibraut 75, fjölbýlishús 6 íb.
Sótt er um leyfi til þess að byggja fjögurra hæða steinsteypt fjölbýlishús með sex íbúðum og innbyggðri bílageymslu fyrir þrjá bíla á lóðinni nr. 75 við Kristnibraut.
Bréf hönnuðar dags. 2. desember 2002 og 7. janúar 2003 fylgja erindinu.
Stærð: 1. hæð geymslur o.fl. 239,7 ferm., 2. hæð íbúðir 232,7 ferm., 3. hæð íbúðir 236,8 ferm., 4. hæð íbúðir 236,8 ferm. Samtals 946,0 ferm. og 2757,0 rúmm.
Gjald kr. 4.800 + 132.336
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Skipulagsferli ólokið.
Umsókn nr. 25751 (01.34.600.3)
571091-1279
Sérverk ehf
Askalind 5 201 Kópavogur
26. Laugarnesvegur 68, fjölbýlish., 3.h., 3 íb.
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 11.09.02, þar sem sótt er um leyfi til þess rífa einnar hæðar steinsteypt íbúðarhús og byggja í þess stað þrílyft steinsteypt íbúðarhús með þremur íbúðum.
Jafnframt er sótt um leyfi til þess að stytta og breyta bílskúr á lóðinni nr. 68 við Laugarnesveg, samkv. uppdr. ASK arkitekta Skógarhlíð, dags. 28.08.02.
Málið var í kynningu frá 14. október til 12. nóvember 2002. Athugasemdabréf bárust frá íbúum að Laugarnesvegi 70, dags. 07.11.02 og íbúum að Laugarnesvegi 75, dags. 10.11.02. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa og uppdr. hönnuða dags. 19.11.02 þar sem húsið hefur verið dregið inn um 105 cm.
Stærð: Niðurrif íbúðarhús (fastanr. 201-6865) 86,4 ferm., 233 rúmm.
Fjölbýlishús kjallari 37,4 ferm., 1.-3. hæð 102,0 ferm. hver hæð, samtals 343,4 ferm., 986,1 rúmm.
Bílskúr var 40 ferm., verður 35,1 ferm.
Gjald kr. 4.800 + 47.333
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Umsókn nr. 26444 (01.82.300.4)
031267-4639
Kristján H Theodórsson
Danmörk
051169-5739
Gróa Sigurðardóttir
Danmörk
27. Rauðagerði 32, einbýlishús
Sótt er um leyfi til þess að byggja steinsteypt stallað einbýlishús að hluta á tveimur hæðum með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 32 við Rauðagerði.
Stærð: Íbúð 1. hæð 144,3 ferm., 2. hæð 67,9 ferm., bílgeymsla 34,3 ferm. Samtals 246,5 ferm. og 774,7 rúmm.
Gjald kr. 4.800 + 37.186
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar skráning hefur verið lagfærð.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Umsókn nr. 25969 (01.13.601.7)
040852-3879
Kristján Már Kárason
Ránargata 8 101 Reykjavík
28. Ránargata 8, kvistur,svalir
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 07.11.02, þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja kvist og svalir á norðurþekju rishæðar og sameina rými hússins í eina eign á lóð nr. 8 við Ránargötu, samkv. uppdr. Luigi Bartolozzi arkitekts, dags. 04.11.02 og skuggavarpi dags. 21.11.02. Bréf eiganda dags. 4. nóvember 2002 og samþykki nágranna ódags. fylgja erindinu. Málið var í kynningu frá 28. nóvember til 27. desember 2002. Athugasemdabréf barst frá eigendum Vesturgötu 19, dags. 20.12.02. Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8.01.03.
Stærð: Stækkun 3. hæðar 10,1 ferm., 25,2 rúmm.
Gjald kr. 4.800 + 1.210
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Umsókn nr. 26363 (01.16.031.5)
561002-2070
Sólvöllur ehf
Stórhöfða 23 110 Reykjavík
29. Sólvallagata 4, breyting úti og inni
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 18.12.02, þar sem sótt er um leyfi til þess að breyta gluggum til upprunalegs horfs, byggja steinsteypt anddyri og stækka kjallara að austurhlið, lækka kjallaragólf og breyta kjallaragluggum á suðurhlið hússins á lóðinni nr. 4 við Sólvallagötu, samkv. uppdr. Teiknistofunnar Skólavörðustíg 28 sf, dags. 10.12.02. Bréf burðarvirkishönnuðar dags. 10. desember 2002 fylgir erindinu. Lagt fram samþykki eiganda Sólvallagötu 2, áritað á uppdrætti, dags. 10. des. 2002 og umsögn Árbæjarsafns, dags. 8. janúar 2003.
Stærð: Stækkun anddzyri og kjallari, samtals 7,8 ferm. og 50,1rúmm.
Gjald kr. 4.800 + 2.405
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Umsókn nr. 26416 (05.13.340.2)
490998-2179
Bjarkar ehf
Stigahlíð 59 105 Reykjavík
30. Þórðarsveigur 32-36, fjölbýlish. m. 33 íb.
Sótt er um leyfi til þess að byggja þriggja og fimm hæða steinsteypt fjölbýlishús með þrjátíu og þremur íbúðum einangrað utan og klætt bárujárni og múrkerfi á lóðinni nr. 32-36 við Þórðarsveig.
Stærð: xx
Gjald kr. 4.800 + xx
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Umsókn nr. 26485 (01.18.400.8)
31. Spítalastígur 4B,
Lögð fram að nýju bréf eiganda frammhúss að Spítalastíg nr. 4, dags. 17. apríl. 2000, 11. september 2000 ásamt bréfi sömu dags. 24. október 2002. Einnig lögð fram að nýju bréf Þorvaldar Jóhannessonar hdl, lögmanns eigenda frammhússins, dags. 31. janúar 2001, 5. mars 2001 og 3. apríl 2001 en í famangreindum bréfum lögmannsins og eigenda framhússins eru gerðar kröfur um niðurrif tengibyggingar milli frammhúss og bakhúss, niðurrif meints ólögmæts milliveggjar og þess að hlutast verði til um að brunavörnum hússins verði komið í lag. Þá eru lagðar fram bókanir skipulags- og byggignarnefndar frá 25. október 2000 og 30. maí 2001 ásamt afriti af afgreiðslu byggingarfulltrúa frá 27. mars 2001, skýrsla um vettvangsskoðun dags, 26. mars 2001, ásamt skýringaruppdrætti, afrit brunavirðinga ásamt samantekt (byggingarsaga) frá árunum 1947, 1960, 1972 og 1977 og umsögn skrifstofustjóra byggingarfulltrúa dags. 9. apríl 2001.Ennfremur lagt fram bréf lögmanns Fugls og fiskjar, dags. 16. maí 2001 vegna samþykktar skipulags- og byggingarnefndar frá 2. maí 2001umsögn skrifstofustjóra byggingarfulltrúa dags. 20. október 2000. Þá eru lögð fram bréf byggingarfulltrúa dags. 2. janúar 2003, umsögn Forvarnasviðs SHS dags. 7. janúar 2003, tveir úrskurðir úrskurðarnefndar í málum nr. 73/2000 og 32/2001, ásamt bréfi byggingarfulltrúa dags. 13. janúar 2003.
Með vísan til bréfs byggingarfulltrúa dags. 13. janúar 2003 synjar nefndin kröfu eigenda framhúss um niðurrif tengibyggingar milli bakhúss og íbúðarhúss. Þá er málsaðilum, í samræmi við fyrirliggjandi úrskurði úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, bent á að það er ekki á valdsviði skipulags- og byggingarnefndar að kveða upp úr um staðsetningu hins umdeilda veggjar og þeim leiðbeint um að leita með þann ágreining til dómstóla náist ekki sátt um staðsetningu hans. Á meðan ekki hefur verið leyst úr ágreiningi varðandi staðsetningu milliveggjarins telur nefndin sér ekki fært að svo stöddu, m.a. m.t.t. meðalhófsreglu stjórnsýslulaga, að gera kröfur um lagfæringar á brunavörnum hússins að því leyti sem þær tengjast staðsetningu hans og afmörkun eignarhluta enda hefði það í för með sér verulegan kostnað fyrir málsaðila sem óvíst er að nýtist þegar niðurstaða liggur fyrir um staðsetningu hins umdeilda veggjar. Þá er niðurstaða skipulags- og byggingarnefndar um synjun á niðurrifi tengibyggingarinnar kæranleg auk þess sem hægt er að leita með þá niðurstöðu til dómstóla. Málsaðilum er hins vegar bent á þær úrbætur sem fram koma í bréfi Forvarnasviðs SHS dags. 7. janúar 2003 og leiðbeint um að á meðan ágreiningurinn hafi ekki verið leystur láti þeir a.m.k. koma fyrir í húsinu sjálfvirku brunaviðvörunarkerfi tengdu vaktstöð til tryggingar öryggi sínu. Byggingarfulltrúa er falið að leiðbeina aðilum enn frekar um úrbætur sem gera má til bráðabirgða til að tryggja öryggi íbúa hússins.
Umsókn nr. 26276 (00.00.000.0)
530269-7609
Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
32. Engjavegur 8, (fsp) íþrótta- og sýningarhöll
Lögð fram tillaga Teiknistofunnar ehf, Brautarholti 6, dags. 16.12.02, að nýrri íþrótta- og sýningarhöll við austurhlið Laugardalshallarinna á lóðinni nr. 8 við Engjaveg. Einnig lagðar fram teikningar, dags. í janúar 2003 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14.01.03.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum.
Umsókn nr. 20430 (01.13.65)
33. Aðalstræti 4, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 17. desember 2002 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 11. s.m. um breytt deiliskipulag að Aðalstræti 4.
Umsókn nr. 10070
34. Afgreiðslufundir Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð
Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda skipulagsfulltrúa Reykjavíkur frá 13. og 20. desember 2002.
Umsókn nr. 20447 (01.44.30)
35. Barðavogur 21, úrskurður
Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 19. desember 2002.
Úrskurðarorð: Synjun setts byggingarfulltrúa í Reykjavík frá 18. apríl 2001, um endurupptöku ákvörðunar skipulags- og byggingarnefndar frá 29. nóvember 2000 að hafna umsókn íbúa hússins að Barðavogi 21 í Reykjavík um staðfestingu á skiptingu fasteignarinnar í þrjár íbúðir, er staðfest.
Umsókn nr. 20448 (01.18.13)
36. Bergstaðastræti 13, úrskurður
Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 19. desember 2002.
Úrskurðarorð: Hafnað er kröfum kærenda um ógildingu á ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 10. júlí 2002 um að veita byggingarleyfi fyrir inndreginni þakhæð að Bergstaðastræti 13 í Reykjavík.
Umsókn nr. 20014
37. Húsverndarsjóður Reykjavíkur,
Tilnefning fulltrúa í húsverndarsjóð.
Tilnefndir af hálfu skipulags- og byggingarnefndar eru Anna Kristinsdóttir og Kristján Guðmundsson.
Umsókn nr. 30013
38. Kjalarnes, Brautarholt,
Lagt fram bréf Logos lögmannsþjónustu, dags. 19.06.02, varðandi skiptingu jarðarinnar Brautarholts. Einnig lagt fram bréf Guðjóns Ó. Jónssonar hdl. f.h. umbjóðanda síns Páls Ólafssonar, Brautarholti, dags. 10.01.03, varðandi málshöfðun til að fá gerðardóm uppkveðinn 4. apríl 2002 um skiptingu á jörðinni Brautarholt, Kjalarnesi, ógildan, bréf Guðjóns Ó. Jónssonar hdl til Jóns Ólafssonar, dags. 15.04.02 og bréf forstöðumanns lögfræði- og stjórnsýslu til Páls Ólafssonar, dags. 11.12.02.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar borgarlögmanns.
Umsókn nr. 20449 (11.80.3)
39. Reitur 1.180.3, Bergstaðastræti/Skólavörðustígur/Óðinsgata/Spítalastígur
Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 19. desember 2002.
Úrskurðarorð: Hafnað er kröfum kærenda um ógildingu ákvörðunar skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur frá 8. maí 2002 um að samþykkja deiliskipulag að reit 1.180.3, sem staðfest var í borgarráði hinn 14. maí 2002.
Umsókn nr. 10232 (01.19.3)
40. Reitur 1.193, Heilsuverndarstöðvarreitur, deiliskipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 17. desember 2002 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 11. s.m. um auglýsingu deiliskipulags reits 1.193, Heilsuverndarstöðvarreitur.
Umsókn nr. 552
41. Skipulags- og byggingarnefnd,
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarstjórnar um samþykkt borgarstjórnar 19. desember 2002 á B-hluta fundargerða skipulags- og byggingarnefndar frá 4. 11. og 18. desember 2002.
Umsókn nr. 26490
42. Skipulags- og byggingarnefnd,
Lagt fram yfirlit byggingarfulltrúa um afgreiðslur mála hjá skipulags- og byggingarnefnd og byggingarfulltrúa árið 2002.
Umsókn nr. 20289
43. Skipulags- og byggingarsvið, starfsáætlun/fjárhagsáætlun
Lögð fram tillaga að þriggja ára áætlun, dags. 10.01.03 ásamt greinargerð.
Samþykkt með 4 atkvæðum fulltrúa Reykjavíkurlista.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks sátu hjá við afgreiðslu málsins.
Umsókn nr. 30014 (01.15.2)
44. Skuggahverfi, Eimskipafélagsreitir, kærur til úrskurðarnefndar
Lögð fram 3 bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 31. júlí og 1. ágúst 2002, varðandi kærur vegna breytinga á deiliskipulagi Skuggahverfis sem samþykkt var í borgarráði 16. apríl 2002. Einnig lögð fram umsögn forstöðumanns lögfræði- og stjórnsýslu dags. 13.01.03.
Umsögn forstöðumanns lögfræði- og stjórnsýslu samþykkt.
Umsókn nr. 20064 (01.24.03)
530201-2280
Nexus Arkitektar ehf
Heiðargerði 33 108 Reykjavík
45. Snorrabraut 37, íbúðabygging
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs, dags. 10.12,02, varðandi umsögn sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 06.12.02, vegna umsóknar um byggingarrétt á lóðinni nr. 37 við Snorrabraut. Borgarráð vísaði málinu til umsagnar skipulags- og byggingarnefndar.
Frestað.
Umsókn nr. 20443 (01.78.6)
170749-3599
Kristbjörg Hjaltadóttir
Suðurhlíð 35 105 Reykjavík
46. Suðurhlíð 38,
Lagt fram athugasemdabréf Kristbjargar Hjaltadóttur, Suðurhlíð 35, dags. 23.09.02, varðandi byggingu fjölbýlishúss að Suðurhlíð 38. Einnig lagt fram bréf skipulags- og byggingarsviðs, ásamt minnisblaði, dags. 11. 11.02 og bréf borgarlögmanns, dags. 16.12.02.
Samþykkt að vísa erindi Kristbjargar Hjaltadóttur til meðferðar borgarlögmanns.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
Að beiðni sjálfstæðismanna, sem lögð var fram í skipulags- og byggingarnefnd 18. september s.l., hefur borgarlögmaður lagt fram álit sitt vegna byggingar fjöleignarhúss að Suðurhlíð 38. Álit borgarlögmanns er mjög afdráttarlaust og er staðfesting á þeim efasemdum sem sjálfstæðismenn hafa lýst vegna málsins. Byggingin verður um 2 metrum hærri en gera mátti ráð fyrir og er þannig ekki í samræmi við þau gögn sem skipulagsyfirvöld kynntu íbúum og hagsmunaaðilum. Orðrétt segir í áliti borgarlögmanns: "fjöleignarhúsið að Suðurhlíð 38 hefur verið byggt án þess að fylgt hafi verið deiliskipulagi, og skýringaruppdrætti og húsið er hærra en deiliskipulag heimilaði. Það er skoðun embættis borgarlögmanns að umfjöllun byggingaryfirvalda hafi ekki verið með þeim hætt sem gera verður kröfu um." Borgarlögmaður segir einnig: "Þar sem ekki var gætt lagaskilyrða við útgáfu hins umdeilda byggingarleyfis verður að líta svo á að leyfið hafi verið ógildanlegt."
Augljóst er að endurskoða þarf verkferla við ákvarðandir skipulags- og byggingarnefndar í ljósi þessa álits borgarlögmanns. Sérstaklega þarf að skoða hvort eðlilegt geti talist að sami aðili deiliskipuleggi svæði og hanni hús á viðkomandi stað eins og gerðist í þessu tilviki.
Niðurstaða liggur nú fyrir. Ekkert var gert með vilja íbúanna og ákvörðun um þetta stóra mál var tekin á grundvelli rangra og villandi upplýsinga, ekki var farið eftir skipulagi og umfjöllun borgaryfirvalda ekki í samræmi við þær kröfur sem gerðar eru til borgaryfirvalda. Pólitísk ábyrgð Reykjavíkurlistans er mikil í þessu máli. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir átti fund með íbúum Suðurhlíðar og lofaði vandaðri meðferð málsins og að komið yrði til móts við þeirra athugasemdir. Framganga Reykjavíkurlistans í þessu máli er enn ein staðfesting á því að ekki er tekið tillit til hagsmuna og óska hins almenna borgarbúaí skipulagsmálum.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í skipulags- og byggingarnefnd telja nauðsynlegt að íbúum og hagsmunaaðilum verði sem fyrst kynnt umrætt álit borgarlögmann og þeim gerð grein fyrir réttarstöðu sinni.
Fulltrúar Reykjavíkurlista óskuðu bókað:
Skipulags- og byggingarnefnd harmar þau mistök sem áttu sér stað við hönnun, byggingu og skipulag Suðurhlíðar 38. Rétt er að fara í saumana á málinu, yfirfara gögn og átta sig á hvað fór úrskeiðis við undirbúning málsins. Því er að sjálfsögðu vísað algerlega á bug að meirihluti skipulags- og byggingarnefndar hafi vísvitandi villt um fyrir íbúunum. Í málinu áttu sér stað röð mistaka bæði hönnuða og embættis skipulags- og byggingarfulltrúa. Það er miður að slíkt gerist og mikilvægt að læra af mistökum þannig að slíkt endurtaki sig ekki.