Laugavegur 180,
Heiðargerði,
Sóleyjarimi 1, lóð Landssímans,
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa,
Andrésbrunnur 12-18,
Laugavegur 70,
Bæjarflöt 10,
Maríubaugur 13-19,
Smiðshöfði 19,
Afgreiðslufundir Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur,
Grjótháls 8,
Grófin,
Guðríðarstígur 6-8,
Kjalarnes, Brautarholt,
Reitur 1.264 og 1.265,
Skipulags- og byggingarnefnd,
Staðbundin byggingarsamþykkt,
Skipulags- og byggingarnefnd
94. fundur 2002
Ár 2002, miðvikudaginn 20. nóvember kl. 09:05, var haldinn 94. fundur skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3, 4. hæð. Viðstaddir voru: Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Anna Kristinsdóttir, Óskar Dýrmundur Ólafsson, Björn Ingi Hrafnsson, Kristján Guðmundsson, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Salvör Jónsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Helga Bragadóttir, Ágúst Jónsson, Ólafur Bjarnason, Bjarnfríður Vilhjálmsdóttir og Sigríður Kristín Þórisdóttir.
Fundarritari var Ívar Pálsson.
Þetta gerðist:
Umsókn nr. 20031 (01.25.20)
471293-2109
Tekton ehf
Háteigsvegi 7 105 Reykjavík
1. Laugavegur 180, -182, hækkun
Lagt fram bréf Tekton ehf, dags. 21.09.02, varðandi einnar hæðar hækkun hússins að Laugavegi 182, samkv. uppdr. dags. 31.10.02. Einnig lagðar fram umsagnir skipulagsfulltrúa dags. 12.11.02, 5.03.02 og 02.02.02 ásamt umsögn Verkfræðistofu dags. 14.03.02.
Hækkun hússins synjað, með vísan til fyrirliggjandi umsagna, með fjórum atkvæðum fulltrúa Reykjavíkurlista.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks greiddu atkvæði gegn synjuninni.
Umsókn nr. 20096
2. Heiðargerði, deiliskipulag
Lögð fram drög að greinargerð skipulagshöfunda, dags. 12.11.02, með deiliskipulagi Heiðargerðisreits, sem afmarkast af Miklubraut til norðurs, Grensásvegi til austurs, Brekkugerði og lóð Hvassaleitisskóla til suðurs og húsum við Stóragerði til vesturs. Einnig lagt fram bréf Eggerts Guðmundssonar og Guðmundar Ó. Eggertssonar, dags. 15.09.02. Einnig lögð fram skipulagsforsögn og húsakönnun Árbæjarsafns frá 2002.
Samþykkt að kynna erindið fyrir hagsmunaðilum á svæðinu.
Umsókn nr. 10238
621097-2109
Zeppelin ehf
Garðatorgi 7 210 Garðabær
620692-2129
Íbúasamtök Grafarvogs
Logafold 1 112 Reykjavík
3. Sóleyjarimi 1, lóð Landssímans, lóð Landssímans í Rimahverfi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju auglýst tillaga Zeppelin arkitekta , ásamt skilmálum að deiliskipulagi Landssímalóðarinnar í Gufunesi. Einnig lögð fram breytt tillaga, dags. 15.10.02., ásamt greinargerð. Málið var í auglýsingu frá 6. mars til 17. apríl, athugasemdafrestur var til 17. apríl 2002. Eftirfarandi aðilar sendu athugasemdir: María Kristbjörg Ingvarsdóttir, Vættaborgum 8-B, dags. 07.03.02 og dags. 24.10.02, undirskriftalistar með nöfnum 402 íbúa frá fundi í Rimaskóla 09.04.02, Íbúasamtök Grafarvogs, dags. 12.04.02, Þórdís T. Þórarinsdóttir, Laufrima 34, dags. 14.04.02, 8 íbúar við Laufrima 34, dags. 15.04.02, 6 íbúar við Mosarima 32, 34 og 36, dags. 15.04.02, undirskriftalistar með nöfnum 543 íbúa við Lauf-, Mosa-, Smára, Stara- og Viðarrima, dags. 16.04.02, Birna K. Sigurðardóttir, Smárarima 16, mótt. 17.04.02, Emil Örn Kristjánsson, Smárarima 6, dags. 17.04.02, undirskriftalistar með nöfnum 14 íbúa í Rimahverfi, dags. 17.04.02. Einnig lagt fram bréf skólastjóra Tónskóla Hörpunnar, dags. 28.02.02, varðandi lóð fyrir tónlistarskóla á lóð Landssímans í Rimahverfi og umsögn Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur, dags. 17.04.02. Ennfremur lögð fram fundargerð frá almennum kynningarfundi fyrir íbúa Rimahverfis, sem haldinn var 09.04.02, fundargerð frá almennum kynningarfundi með íbúum þann 22.10.02 auk fundargerðar frá sama fundi skrifað af fulltrúa íbúa.
Lagt fram bréf Landssíma Íslands hf, dags. 30.10.02, varðandi athugasemdir vegna breytinga á lóðamörkum lóða Landssíma Íslands hf og nýtingu þeirra. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18.11.02.
Breyttt tillaga að deiliskipulagi svæðisins, dags. 15.10.02, samþykkt með 4 atkvæðum fulltrúa Reykjavíkurlista með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa og minnisblaðs forstm. lögfræði- og stjórnsýslu, með þeirri breytingu að skipulagi norðurhluta svæðisins, sem afmarkast til suðurs af norðurhlið nyrstu botnlangagötu austan Sóleyjarrima, Sóleyjarrima til vesturs, Borgarvegi til norðurs og mörkum skipulagssvæðisins til austurs er frestað.
Visað til borgarráðs.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks greiddu atkvæði gegn tillögunni og óskuðu bókað:
Þessi samþykkt staðfestir að ekkert stóð á bak við yfirlýsingar og fyrirheit sem pólitískir fulltrúar Reykjavíkurlistans gáfu íbúum hverfisins fyrir kosningar. Það liggur nú fyrir að Reykjavíkurlistinn ætlar að afgreiða skipulagið í andstöðu við íbúa þvert á fyrri fyrirheit.
Að halda því fram að einungis hafi staðið deilur um hluta svæðisins er útúrsnúningur. Deilurnar hafa líka staðið um byggingarmagn á svæðinu, auk þess sem fram hefur komið að í Rimahverfi er minna um græn svæði en í öðrum hverfum Grafarvogs og fyrirhuguð byggð er ekki í samræmi við aðra byggð í hverfinu.
Það er skoðun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins að ef pólitískur vilji væri til staðar hjá Reykjavíkurlistanum væri hægt að leysa þetta mál þannig að allir gætu gengið sáttir frá borði. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa ítrekað skorað á Reykjavíkurlistann að beita sér fyrir slíkri lausn og gera það enn.
Fulltrúar Reykjavíkurlista óskuðu bókað:
Það er af og frá að halda því fram að ekki hafi verið staðið við fyrirheit um samráð og samvinnu við íbúa.
Skipulags- og byggingarnefnd hefur margoft fjallað um skipulag á Sóleyjarrima 1 (fyrrum lóð Landssímans). Þrír opnir kynningarfundir hafa verið haldnir með íbúum, samráðshópar íbúa og starfsmanna skipulags- og byggingarsviðs hafa farið yfir tillögurnar og komið hefur verið verulega til móts við athugasemdir og óskir íbúa. Þar má m.a. nefna að hæð húsa á nyrsta hluta svæðisins hefur verið lækkuð, umferðaraðkomu breytt þar sem tvenn T gatnamót koma í stað hringtorgs sem samráðshópur íbúa gerði m.a. athugasemdir við og leiksvæði hafa verið stækkuð. Vegna verulegra athugasemda við nyrsta hluta svæðisins er sá hluti auglýstur aftur en stærsti hluti svæðisins er nánast óbreyttur og engin ástæða til að auglýsa þann hluta aftur, enda lítið sem ekkert verið um hann deilt. Að okkar mati er fullkomlega eðlilegt að afgreiða málið á þennan hátt til að uppbygging á svæðinu geti hafist sem fyrst.
Það er yfirlýst stefna núverandi borgaryfirvalda að þétta byggð og því eðlilegt að á nýjum svæðim innan hverfa sem og á öðrum nýbyggingarsvæðum verði byggð þéttari en menn hafa átt að venjast hingað til. Kjörnir fulltrúar í borgarstjórn Reykjavíkur eru til þess kosnir af íbúum að fara með ákveðið skipulagsvald og axla að sjálfsögðu fulla ábyrgð á þeim ákvörðunum sem teknar eru. Það skal þó ítrekað af marggefnu tilefni að mikið samráð hefur verið haft við íbúa um uppbyggingu á svæðinu en samráð felur að sjálfsögðu ekki í sér að íbúar ráði öllu um skipulag á svæðinu. Þá ábyrgð axlar hinn pólitíski meirihluti í borginni.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
Það er augljóst að samráð í huga Reykjavíkurlistans felur einungis í sér að hitta íbúa en taka ekki tillit til viðhorfa þeirra og óska.
Áheyrnarfulltrúi Frjálslyndra- og óháðra, Ólafur F. Magnússon óskaði bókað:
Með vísan til bókunar minnar á fundi skipulags- og byggingarnefndar 30. október s.l. og þeirra fjölmörgu athugasemda, sem borist hafa frá íbúum í Rimahverfi, lýsi ég mig andvígan deiliskipulagstillögunni og málsmeðferð meirihlutans á henni.
Umsókn nr. 26221
4. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 227 frá 19. nóvember 2002.
Umsókn nr. 26184 (05.13.120.1)
691282-0829
Frjálsi fjárfestingarbankinn hf
Sóltúni 26 105 Reykjavík
500490-1369
Byggingafélagið Kambur ehf
Strandgötu 11, 2.hæð 220 Hafnarfjörður
5. Andrésbrunnur 12-18, fjölbýlishús
Sótt er um leyfi til þess að byggja fjögurra hæða steinsteypt fjölbýlishús með samtals tuttugu og átta íbúðum í fjórum stigahúsum og 24 innbyggðum bílgeymslum á lóð nr. 12-18 við Andrésbrunn.
Stærð: Hús nr. 12 (matshluti 01), kjallari bílgeymslur 191,4 ferm. geymslur o.fl 87,0 ferm., 1. -3. hæð 256,6 ferm. hver hæð, samtals 1048,2 ferm., 3177,8 rúmm.
Hús nr. 14 (matshluti 02), kjallari bílgeymslur 172,6 ferm., geymslur o.fl. 105,4 ferm., 1.-3. hæð 255,6 ferm. hver hæð, samtals 1044,8 ferm., 3172,0 rúmm.
Hús nr. 16 (matshluti 03), kjallari bílgeymslur 172,6 ferm., geymslur o.fl. 105,4 ferm., 1.-3. hæð 255,6 ferm. hver hæð, samtals 1044,8 ferm., 3172,0 rúmm.
Hús nr. 18 (matshluti 04) kjallari bílgeymslur 191,4 ferm. geymslur o.fl 87,0 ferm., 1. -3. hæð 256,6 ferm. hver hæð, samtals 1048,2 ferm., 3177,8 rúmm.
Alls samtals 4186,0 ferm. og 12699,6
Gjald kr. 4.800 + 609.581
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Umsókn nr. 26045 (01.17.420.4)
041148-4469
Sigurgeir Sigurjónsson
Bárugata 18 101 Reykjavík
630702-2320
Port City Java ehf
Smáralind 201 Kópavogur
6. Laugavegur 70, kaffi- og kökuhús
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 07.11.02, þar sem sótt er um leyfi til þess að reka kaffihús með sætum fyrir u.þ.b. fjörutíu gesti ásamt sölu á kaffi og kökum í verslunarhúsnæði á fyrstu hæð hússins nr. 70 við Laugaveg, samkv. uppdr. Valdísar Bjarnadóttur arkitekts, dags. í október 2002. Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 29. október 2002 fylgir erindinu. Umsóknin var grenndarkynnt fyrir hagsmunaaðilum að Laugavegi 66, 68, 69, 71, 72 og 73. Einnig lagður fram uppdráttur með samþykki allra aðila sem grenndarkynnt var fyrir.
Gjald kr. 4.800
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
Umsókn nr. 25472 (02.57.580.3)
621194-2329
Kar ehf
Bæjarflöt 10 112 Reykjavík
7. Bæjarflöt 10, viðbygging
Lagt fram bréf ARKÍS ehf, dags. 21.10.02, varðandi endurskoðun á synjun á erindi Kar ehf, um byggingu annars áfanga á lóð nr. 10 við Bæjarflöt, samkv. uppdr. dags. 16.07.02. Einnig lagðir fram minnispunktar skipulagsfulltrúa dags. 14.11.02.
Frestað.
Nefndin tekur jákvætt í að umsækjandi láti vinna, á eigin kostnað, tillögu að breytingu á deiliskipulagi svæðisins í samræmi við umsókn sem grenndarkynna þarf fyrir hagsmunaaðilum á svæðinu.
Umsókn nr. 26175 (04.12.530.1)
100846-2339
Pálmar Guðmundsson
Bleikjukvísl 12 110 Reykjavík
8. Maríubaugur 13-19, keðjuhús
Sótt er um leyfi til þess að byggja fjögur einlyft steinsteypt keðjuhús með innbyggðri bílgeymslu á lóð nr. 13-19 við Maríubaug.
Jafnframt er sótt um leyfi til þess að hækka gófkóta húsa vegna klappar um 30 sm og allt að 60 sm.
Stærð: Hús nr. 13 (matshluti 01) íbúð 157,9 ferm., bílgeymsla 32,2 ferm., samtals 190,1 ferm., 712,4 rúmm.
Hús nr. 15 (matshluti 02), hús nr. 17 (matshluti 03) og hús nr. 19 (matshluti 04) eru öll sömu stærðar og hús nr. 13 þ.e. samtals 190,1 ferm., 712,4 rúmm. hvert hús.
Gjald kr. 4.800 + 136.781
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Umsókn nr. 10367 (04.06.14)
671197-2919
Arkís ehf
Skólavörðustíg 11 101 Reykjavík
9. Smiðshöfði 19, nýbygging
Lagt fram bréf Arkís ehf dags. 22.10.02 ásamt uppdr. dags 21.10.02 að byggingu skrifstofu- og þjónustuhúsnæðis á lóð nr. 19 við Smiðshöfða. Einnig lögð fram umsögn skipulags- og byggingarsviðs dags. 22.10.02.
Nefndin tekur jákvætt í að umsækjandi láti vinna, á eigin kostnað, tillögu að breytingu á deiliskipulagi svæðisins í samræmi við fyrirspurn sem grenndarkynna þarf fyrir hagsmunaaðilum á svæðinu.
Umsókn nr. 10070
10. Afgreiðslufundir Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur frá 11. nóvember 2002.
Umsókn nr. 25716 (04.30.120.1)
590269-1749
Skeljungur hf
Suðurlandsbraut 4 108 Reykjavík
11. Grjótháls 8, vetnisstöð
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 5. nóvember 2002 á bókun skipulags og byggingarnefndar frá 23. f.m. um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi að Grjóthálsi 8, þar sem reisa á vetnisstöð.
Umsókn nr. 351 (01.11.8)
12. Grófin, breytt deiliskipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 5. nóvember 2002 á bókun skipulags og byggingarnefndar frá 30. f.m. um endurauglýsingu á breyttu deiliskipulagi í Grófinni.
Umsókn nr. 20281 (04.12)
13. Guðríðarstígur 6-8, aðkeyrsla
Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Margt smátt ehf dags. 8.08.02 varðandi aðkeyrslu frá götunni Þúsöld að lóðinni Guðríðarstígur 6-8.
Einnig lögð fram tillaga Verkfræðistofu umhverfis- og tæknisviðs, dags. 19.11.02, að aðkomu að lóðunum.
Nefndin tekur jákvætt í að umsækjandi láti vinna, á eigin kostnað, tillögu að breytingu á deiliskipulagi svæðisins í samræmi við tillögu verkfræðistofu sem grenndarkynna þarf fyrir hagsmunaaðilum á svæðinu.
Björn Ingi Hrafnsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Umsókn nr. 20413
14. Kjalarnes, Brautarholt, skipting jarðar
Lagt fram bréf Logos lögmannsþjónustu f.h. Jóns Ólafssonar, dags. 19.06.02, varðandi skiptingu jarðarinnar Brautarholts á Kjalarnesi.
Frestað, kynna skal erindið fyrir meðeigendum jarðarinnar.
Umsókn nr. 20391
15. Reitur 1.264 og 1.265, kæra
Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 13.11.02, varðandi kæru á ákvörðun skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur frá 11. október 2000 um endurskoðað deiliskipulag fyrir reitina 1.264 og 1.265 við Suðurlandsbraut og Ármúla.
Umsókn nr. 552
16. Skipulags- og byggingarnefnd,
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarstjórnar um samþykkt borgarstjórnar 7. nóvember 2002 á B-hluta fundargerða skipulags- og byggingarnefndar frá 16. 23. og 30. október 2002.
Umsókn nr. 26220
17. Staðbundin byggingarsamþykkt,
Lagt fram til kynningar bréf borgarráðs dags. 5. nóvember 2002, ásamt drögum að samþykkt um hávaðamörk í Reykjavík og drögum að samþykkt um hljóðvist og loftræsingu í atvinnuhúsnæði í Reykjavík.
Borgarráð óskar umsagnar um samþykktina.
Frestað.