Skipulags- og byggingarsvið,
Skipulags- og byggingarnefnd
90. fundur 2002
Ár 2002, föstudaginn 25. október kl. 09:07, var haldinn 90. fundur skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3, 4. hæð. Viðstaddir voru: Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Anna Kristinsdóttir, Björn Ingi Hrafnsson, Óskar Dýrmyndur Ólafsson, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson, Kristján Guðmundsson og áheyrnarfulltrúinn Sveinn Aðalsteinsson.
Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Salvör Jónsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Helga Bragadóttir, Bjarni Þór Jónsson og Ingibjörg R. Guðlaugsdóttir.
Fundarritari var Ívar Pálsson.
Þetta gerðist:
Umsókn nr. 20289
1. Skipulags- og byggingarsvið, starfsáætlun/fjárhagsáætlun
Lögð fram drög að starfs- og fjárhagsáætlun skipulags- og byggingarsviðs 2003.
Guðlaugur Þór Þórðarson vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Starfsáætlun samþykkt með 4 atkvæðum fulltrúa Reykjavíkurlista. Vísað til borgarráðs.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks sátu hjá við afgreiðslu málsins.