Reitur 1.171.2, Reitur 1.171.4, Hegningarhússreitur, Reitur 1.181.0, Hlíðarendi, Knattspyrnufélagið Valur, Vesturhöfnin, Þórsgötureitur, Skólavörðustígur, Teigagerði, Kjalarnes, Jörfagrund 23-39, Aðalskipulag Reykjavíkur, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Básendi 7, Búagrund 9, Efstasund 12, Freyjugata 27A, Grundarstígur 5, Jónsgeisli 25, Lækjarás 1, Seljugerði 1, Þorláksgeisli 116, Þorláksgeisli 49, Árvellir 125871, Afgreiðslufundir Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, Austurstræti 18, Borgartún 34-36, Laugavegur 3, Miðborgin, Miklatún, Reitur 1.171.0 , Reitur 1.171.3, Sigtún 38, Skipulags- og byggingarnefnd, Sóltún 2, Spítalastígur 4B, Spítalastígur 4B, Stigahlíð 93, Þórsgata 1, Þórsgata 1,

Skipulags- og byggingarnefnd

86. fundur 2002

Ár 2002, miðvikudaginn 2. október kl. 09:05, var haldinn 86. fundur skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3, 4. hæð. Viðstaddir voru: Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Anna Kristinsdóttir, Óskar Dýrmundur Ólafsson, Þorlákur Traustason, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson, Kristján Guðmundsson og áheyrnarfulltrúinn Ólafur F. Magnússon. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Salvör Jónsdóttir, Helga Bragadóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Ágúst Jónsson, Bjarnfríður Vilhjálmsdóttir, Stefán Finnsson og Sigríður K. Þórisdóttir. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Nikulás Úlfar Másson, Margrét Þormar, Ólafur Stefánsson, Sigurður Pálmi Ásbergsson, Vignir Albertsson og Ólöf Örvarsdóttir. Fundarritari var Ívar Pálsson.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 20335 (01.17.12)
531200-3140 Teiknistofa ark Gylfi G/fél ehf
Skólavörðustíg 3 101 Reykjavík
1.
Reitur 1.171.2, Skólav.stígur, Bergstaðastr.Hallveigarst. Ingólfsstr. Bankastr.
Lögð fram tillaga Teiknistofu arkitekta Gylfa Guðjónssyni og félaga ehf, dags. 07.03.02, ásamt greinargerð og skilmálum, dags. 03.07.02, að deiliskipulagi reits 1.171.2, sem afmarkast af Skólavörðustíg, Bergstaðastræti, Hallveigarstíg, Ingólfsstræti og Bankastræti.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 20154 (01.17.14)
2.
Reitur 1.171.4, Hegningarhússreitur, Laugav/Bergstaðastr./Skólav.st./Vegamótastígur
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Teiknistofu arkitekta, dags. 22.04.02, að deiliskipulagi Hegningarhússreitsins, sem afmarkast af Laugavegi, Bergstaðastræti, Skólavörðustíg og Vegamótastíg. Málið var í auglýsingu frá 21. júní til 2. ágúst, athugasemdafrestur var til 2. ágúst 2002. Athugasemdabréf barst frá Laugabergi, eigenda Laugavegs 12 og Bankastrætis 1, dags. 30.07.02. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa við athugasemdum dags. 29.08.02.
Auglýst tillaga samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 20252 (01.18.10)
3.
Reitur 1.181.0, Skólavörðustígur, Týsgata, Spítalastígur, Óðinsgata
Lögð fram tillaga ásamt greinargerð og skilmálum Teiknistofu arkitekta Gylfa Guðjónssonar og félaga, dags. 01.07.02, að deiliskipulagi fyrir staðgreinireit 1.181.0, sem afmarkast af Skólavörðustíg, Týsgötu, Spítalastíg og Óðinsgötu.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 980691 (01.6)
670269-2569 Knattspyrnufélagið Valur
Laufásvegi Hlíðarenda 101 Reykjavík
501193-2409 ALARK arkitektar ehf
Hamraborg 7 200 Kópavogur
4.
Hlíðarendi, Knattspyrnufélagið Valur, deiliskipulag
Lögð fram tillaga Alark arkitekta sf, að deiliskipulagi Hlíðarenda ásamt tillögu að greinargerð fyrir reiti 1.62, 1.628.8 sem markast af Hringbraut (eftir færslu), Bústaðavegi, Flugvallarvegi og Hlíðarfæti, dags. 01.10.02.
Frestað.

Skipulags- og byggingarnefnd óskaði bókað:
Forsenda fyrir uppbyggingu íþróttaaðstöðu við Hlíðarenda er að aðgengi gangandi, hjólandi og annarrar óvarinnar umferðar verði tryggt. Tengja ber Þingholt, Norðurmýri og Hlíðarhverfi með mislægum lausnum, t.d. göngubrú við Hlíðarendasvæðið samhliða uppbyggingu svæðisins.


Umsókn nr. 20320 (01.0)
530269-7529 Reykjavíkurhöfn
Tryggvag Hafnarhúsi 101 Reykjavík
5.
Vesturhöfnin, Norðurgarður
Lagt fram bréf Reykjavíkurhafnar, dags. 12.09.02, ásamt tillögu Arkitekta Gunnars og Reynis sf, að deiliskipulagi og stækkun lóðar Granda við Norðurgarð, dags. 02.09.02. Einnig lögð fram skýrsla "Framtíðarnot hafnarmannvirkja í Gömlu höfninni." dags. 12.04.02.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 20082 (01.18.11)
6.
Þórsgötureitur, deiliskipulag
Að lokinni kynningu fyrir hagsmunaaðilum er lögð fram tillaga að deiliskipulagi að Þórsgötureit, dags. 15.08.02, samkv. tillögu Dennisar og Hjördísar, sem markast af Þórsgötu, Týsgötu, Lokastíg og Baldursgötu. Athugasemdabréf barst frá Teiknistofunnu Óðinstorgi, dags. 24.05.02, Kristínu Guðbjartsdóttur, Baldursgötu 37, dags. 28.05.02, Hermanni Þorsteinssyni f.h. íbúa Þórsgötu og gatnanna í kring, dags. 28.05.02. Einnig lögð fram ný tillaga Dennisar og Hjördísar dags. 15.08.02 ásamt greinargerð.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu með þeirri breytingu að áfram verði gert ráð fyrir garði að Þórsgötu nr. 11.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 20034 (01.17.1)
7.
Skólavörðustígur, endurhönnun götu
Lögð fram tillaga Kjartans Mogensen, dags. 16.09.02, að endurhönnun Skólavörðustígs.
Kynnt.

Umsókn nr. 10115
041061-3409 Lárus Sumarliði Marinusson
Teigagerði 3 108 Reykjavík
8.
Teigagerði, deiliskipulag
Að lokinni kynningu fyrir hagsmunaðilum er lögð fram tillaga að deiliskipulagi reits sem afmarkast af Breiðagerði, lóð Breiðagerðisskóla, Hæðargarði að hluta og Grensásvegi að hluta, dags. í sept. 2002. Athugasemdabréf bárust frá Logos lögmannsþjónustu, dags. 07.02.02, Lögmannsstofunni Skeifunni, dags. 06.02.02, eigendum að Steinagerði 15, dags. 06.02.02, íbúum og eigendum að Teigagerði 2, dags. 08.02.02, Rúnari Halldórssyni, Teigagerði 3, dags. 07.02.02, Guðjóni Sívertsen, Steinagerði 14, dags. 08.02.02, Herdísar Sigurjónsdóttur, Jóni S. Péturssyni og Ólínu V. Hansdóttur, dags. 11.02.02. Ennfremur lögð fram samantekt skipulagsfulltrúa og viðbrögð við þeim, dags. 14.02.02.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 20187
190253-5389 Eyjólfur Einar Bragason
Melhæð 2 210 Garðabær
480199-2439 Akkorð ehf
Garðsstöðum 62 112 Reykjavík
9.
Kjalarnes, Jörfagrund 23-39, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga AN2 arkitekta, dags. 22.03.02, mótt. 08.05.02, að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 25-39 við Jörfagrund á Kjalarnesi. Málið var í auglýsingu frá 12. júní til 24. júlí, athugasemdafrestur var til 24. júlí 2002. Athugasemdabréf barst frá Brynju Kristjánsdóttur f.h. Hleðsluhúss ehf, dags. 18.06.02. Einnig lögð fram umsögn forst.m. lögfr. og stjórnsýslu, dags. 30.09.02.
Auglýst tillaga samþykkt með 4 atkvæðum fulltrúa Reykjavíkurlista.
Vísað til borgarráðs.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks sátu hjá við afgreiðslu málsins.


Umsókn nr. 523
10.
Aðalskipulag Reykjavíkur, Aðalskipulag Reykjavíkur 2001-2024
Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar, dags. 20.09.02, varðandi afstöðu Skipulagsstofnunar til umsagnar Reykjavíkurborgar, dags. 30. ágúst 2002.
Kynnt.

Umsókn nr. 25927
11.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjöl með fundargerð þessari eru fundargerðir nr. 219 frá frá 24. september 2002 og nr. 220 frá 1. október 2002.
Jafnframt lagður fram liður nr. 20 frá 27. ágúst 2002 og liðir nr. 114 og 121 frá 10. september 2002.


Umsókn nr. 25592 (01.82.420.4)
140956-4309 Kristján Ásgeirsson
Básendi 7 108 Reykjavík
12.
Básendi 7, Útigeymsla og bílskýli
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 11.09.02, þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja opið bílskýli ásamt áfastri áhaldageymslu úr timbri norðan við húsið á lóðinni nr. 7 við Básenda, samkv. uppdr. ALARK arkitekta sf, dags. 21.08.02. Jafnframt er sótt um leyfi til þess að fella grenitré á lóðinni. Samþykki nágranna Básenda 5 (á teikn.) fylgir erindinu. Einnig lagt fram samþykki eigenda húseignanna nr. 5 og 10 við Básenda, dags. 22.09.02, áritað á uppdr.
Stærð: Útigeymsla 16.0 ferm. og 48,7 rúmm., bílskýli (B-rými) 25,4 ferm. og 72,8 rúmm.
Gjald kr. 4.800 + 5.832
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.


Umsókn nr. 25521 (32.47.440.2)
191245-4589 Gísli Þorsteinsson
Búagrund 9 116 Reykjavík
13.
Búagrund 9, garðskúr
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 13.08.02. Sótt er um samþykki fyrir garðskúr við suðurhlið einbýlishúss á lóð nr. 9 við Búagrund. Samþykki aðlægra lóðarhafa nr. 7 og 11 fylgir erindinu. Málið var í kynningu frá 22. ágúst til 20. september 2002. Engar athugasemdir bárust.
Stærð: stækkun samtals 21 ferm., 54,9 rúmm.
Gjald kr. 4.800 + 2.635
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 25312 (01.35.521.3)
090964-3219 Aðalheiður Björk Olgudóttir
Efstasund 12 104 Reykjavík
210166-5999 Magnús Ingi Magnússon
Efstasund 12 104 Reykjavík
14.
Efstasund 12, Viðbygging og bílskúr
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 23.08.02, þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja viðbyggingu úr timbri að suður- og vesturhlið húss og byggja steinsteyptan bílskúr á lóðinni nr. 12 við Efstasund, samkv. uppdr. Lofts G. Þorsteinssonar byggingarfræðings, dags. 19.08.02.
Samþykki nágranna dags. 20. júní og 5. júlí 2002 fylgir erindinu. Málið var í kynningu frá 26. ágúst til 24. september 2002. Engar athugasemdir bárust.
Stærð: Stækkun húss 72,3 ferm. og 300,3 rúmm. Bílskúr 42,0 ferm. og 121,8 rúmm.
Gjald kr. 4.800 + 20.261
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.


Umsókn nr. 25513 (01.18.631.1)
250537-3799 Steinþór Þorsteinsson
Þórsgata 26 101 Reykjavík
15.
Freyjugata 27A, Stækkun gistiheim.
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 31.07.02, þar sem sótt er um leyfi til þess að stækka gistiheimili við Þórsgötu 24-26 yfir í húsið nr. 27A við Freyjugötu, byggja við það stigahús, og hækka upp í fjögurra hæða byggingu úr steinsteypu klædda með steniplötum, samkv.uppdr. Nýju Teiknistofunnar ehf, dags. 04.07.02. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16.08.02. Málið var í kynningu frá 29. ágúst til 27. september 2002. Engar athugasemdir bárust.
Stærð: Stækkun 149,6 ferm., 387,2 rúmm.
Gjald kr. 4.800 + 18.586
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.


Umsókn nr. 25615 (01.18.400.4)
240761-2469 Sigurður Örn Sigurðsson
Hlíðartún 11 270 Mosfellsbær
16.
Grundarstígur 5, reyndarteikningar
Sótt er um samþykki fyrir reyndarteikningum af framhúsi (matshl. 01) á lóðinni nr. 5 við Grundarstíg.
Sýnt er innra skipulag á öllum hæðum hússins.
Skoðunarskýrsla byggingarfulltrúa dags. 24. ágúst 2002 og bréf hönnuðar dags. 24. ágúst 2002 fylgja erindinu. Virðingargjörð dags. 1. febrúar 1943 fylgir erindinu.
Gjald kr. 4.800
Frestað.
Umsækjandi rökstyðji umsókn sína um endurupptöku.


Umsókn nr. 25684 (04.11.350.8)
210158-4489 Garðar Smári Vestfjörð
Kjarrás 6 210 Garðabær
17.
Jónsgeisli 25, einbýlishús á tveimur hæðum.
Sótt er um leyfi til þess að byggja steinsteypt einbýlishús á tveimur hæðum með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 25 við Jónsgeisla.
Stærð: Íbúð 1. hæð 92,4 ferm., 2. hæð 92,4 ferm., bílgeymsla 31,4 ferm. Samtals 216,2 ferm. og 812,7 rúmm.
Gjald kr. 4.800 + 39010
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 25712 (04.37.550.5)
060138-2069 Júlíus Egilson
Lækjarás 1 110 Reykjavík
18.
Lækjarás 1, Sólstofa
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 11.09.02, þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja sólstofu á svölum á vesturhlið hússins á lóðinni nr. 1 við Lækjarás, samkv. uppdr. Hauks Viktorssonar arkitekts, dags. 26.08.02. Samþykki nágranna, Kleifarási 2, Lækjarási 3 og Vesturási 53 (ódags.) fylgir erindinu. Samþykki eigenda að Kleifarási 2 og Lækjarási 3, dags. 20.09.02, áritað á uppdr. fylgir erindinu.
Stærð: Stækkun, sólstofa 17,7 ferm. og 42,9 rúmm.
Gjald kr. 4.800 + 2.059
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.


Umsókn nr. 25663 (01.80.620.1)
180636-2859 Hjörleifur Ólafsson
Seljugerði 1 108 Reykjavík
19.
Seljugerði 1, skipta eign.
Sótt er um leyfi til þess að stækka fyrstu hæð yfir í óuppfyllt sökkulrými, setja tvo glugga á austurhlið fyrstu hæðar, fjölga bílastæðum úr tveimur í fjögur og leyfi til þess að breyta einbýlishúsi í tvíbýlishús á lóðinni nr. 1 við Seljugerði.
Bréf umsækjanda dags. 18. september 2002 fylgir erindinu. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 9. ágúst 2002 fylgir erindinu.
Stærð: Stækkun samtals 33,1 ferm., 89,4 rúmm.
Gjald kr. 4.800 + 4.291
Frestað.

Umsókn nr. 25709 (04.13.580.2)
281258-5409 Brynjólfur Jón Garðarsson
Kjarrás 2 210 Garðabær
20.
Þorláksgeisli 116, einbýlishús
Sótt er um leyfi til þess að byggja tvílyft steinsteypt einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 116 við Þorláksgeisla.
Stærð: Íbúð 1. hæð 92,3 ferm., 2. hæð 87,8 ferm., bílgeymsla (2.hæð) 39,9 ferm. Samtals 220,0 ferm. og 844,4 rúmm.
Gjald kr. 4.800 + 40.531
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 25720 (05.13.640.2)
500501-2350 Rúmmeter ehf
Krókhálsi 10 110 Reykjavík
21.
Þorláksgeisli 49, Fjölb. 3. h., 8.íb., 8.bílg.
Sótt er um leyfi til þess að byggja þriggja hæða steinsteypt fjölbýlishús með átta íbúðum og átta innbyggðum bílgeymslum á lóð nr. 49 við Þorláksgeisla.
Béf borgarstjóra varðandi úthlutun byggingarréttar dags. 5. september 2002 og bréf hönnuðar dags. 16. september 2002 fylgja erindinu.
Stærð: Íbúð 1. hæð 125,1 ferm., 2. hæð 358,6 ferm., 3. hæð 358,6 ferm., bílgeymslur 212,8 ferm., samtals 1055,1 ferm., 3062,9 rúmm.
Gjald kr. 4.800 + 147.019
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 25897 (70.00.005.0)
700497-2249 Götusmiðjan ehf
Borgartúni 29 105 Reykjavík
22.
>Árvellir 125871, (fsp) flutningshús
Spurt er hvort leyft yrði að flytja timburhús sem nú stendur í Skorradal og reisa það á lóð meðferðarheimilisins að Árvöllum á Kjalarnesi.
Húsið yrði notað sem verkstæði vistmanna.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum.


Umsókn nr. 10070
23.
Afgreiðslufundir Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð
Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda skipulagsfulltrúa Reykjavíkur frá 13., 23. og 27. september 2002.


Umsókn nr. 23803 (01.14.050.2)
24.
Austurstræti 18, Bréf úrskurðarnefndar v kæru
Lögð fram greinargerð forst.m. lögfr. og stjórnsýslu, dags. 25.09.02, varðandi kæru vegna ákvörðunar skipulags- og byggingarnefndar frá 13.12.2000 um veitingu byggingarleyfis varðandi Austurstræti 18.


Umsókn nr. 20201 (01.23.20)
471293-2109 Tekton ehf
Háteigsvegi 7 105 Reykjavík
25.
Borgartún 34-36, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarlögmanns f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 24. september 2002 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 18. s.m. um breytt deiliskipulag að Borgartúni 34-36.


Umsókn nr. 20240 (01.17.00)
26.
Laugavegur 3, kæra
Lögð fram umsögn forst.m. lögfræði- og stjórnsýslu, dags. 11.09.02, varðandi kærur vegna byggingarleyfis að Laugavegi 3.


Umsókn nr. 20310
27.
Miðborgin, Aðalskipulagsbreyting
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 17. september 2002 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 11. s.m. um auglýsingu breytingar á aðalskipulagi í miðborg, ásamt minnisblaði skipulags- og byggingarsviðs, dags. 17.09.02.
Borgarráð féllst í megin atriðum á tillögu skipulags- og byggingarnefndar um aðalskipulagsbreytingu á Hverfisgötu með þeirri breytingu að afmörkun nái frá Lækjargötu að Smiðjustíg en ekki að Klapparstíg. Í deiliskipulagi af reitnum frá Smiðjustíg að Klapparstíg er gert ráð fyrir uppbyggingu sem eðlilegt er að taki mið af því að þar geti komið tiltekið hlutfall verslunar. Á reitnum frá Lækargötu að Smiðjustíg er hins vegar eldra húsnæði og starfsemi og aðstæður þannig að erfitt er að vera þar með ákvæði um tiltekið hlutfall verslunar.


Umsókn nr. 20263 (01.24.8)
660397-2729 Tal hf
Síðumúla 28 108 Reykjavík
28.
Miklatún, Tal h.f.
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 17. september 2002 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 11. s.m. um aðstöðu fyrir farsímasendistöð Tals hf, á Miklatúni.
Borgarráð samþykkti að fela skipulags- og byggingarsviði að vinna að lausn málsins í samráði við umsækjanda. Þá er borgarverkfræðingi og sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs falið að móta tillögu að heildstæðri stefnu og vinnureglum varðandi staðsetningu, samnýtingu og gerð sendistöðva fjarskiptafyrirtækja og sambærilegra mannvirkja.


Umsókn nr. 20250 (01.17.10)
29.
Reitur 1.171.0 , Laugavegur, Ingólfsstræti, Hverfisgata, Smiðjustígur
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 17. september 2002 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 11. s.m. um auglýsingu deiliskipulags reits 1.171.0, sem afmarkast af Laugavegi, Ingólfsstræti, Hverfisgötu og Smiðjustíg.


Umsókn nr. 10400 (01.17.13)
30.
Reitur 1.171.3, Laugavegur/Bergstaðastræti/Skólavörðust.
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 17. september 2002 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 11. s.m. um deiliskipulag reits 1.171.3, sem afmarkast af Laugavegi, Bergstaðastræti og Skólavörðustíg.


Umsókn nr. 562 (01.36.60)
460886-1399 AM PRAXIS sf
Sigtúni 42 105 Reykjavík
430986-1479 TGM ráðgjöf ehf
Skúlagötu 63 105 Reykjavík
630169-2919 Grand Hótel Reykjavík hf
Sigtúni 38 105 Reykjavík
31.
Sigtún 38, Grand Hótel, stækkun
Lagt fram bréf borgarlögmanns f.h. borgarstjórnar um samþykkt borgarstjórnar 19. september 2002 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 11. s.m. um breytingu á deiliskipulagi vegna fyrirhugaðrar stækkunar Grand Hótels að Sigtúni 38.


Umsókn nr. 552
32.
Skipulags- og byggingarnefnd,
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarstjórnar um samþykkt borgarstjórnar 19. september 2002 á B-hluta fundargerðar skipulags- og byggingarnefndar frá 11. september 2002.


Umsókn nr. 20339
33.
Sóltún 2, breyting á lóðarmörkum
Lögð fram tillaga að breytingu að lóðarmörkum á lóðinni nr. 2 við Sóltún. Einnig lögð fram yfirlýsing Íslenskra aðalverktaka hf.
Breyting á lóðarmörkum samþykkt.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 25923 (01.18.400.8)
34.
Spítalastígur 4B, úrskurður
Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 26. september 2002, vegna máls nr. 73/2000, þar sem kærð er afgreiðsla skipulags- og byggingarnefndar frá 25. október 2000, um að veggur í forstofu íbúðarhússins og tengibygging skúrs við húsið verði fjarlægð og skúrinn staðsettur unnan byggingarreits.
Úrskurðarorð:
Afgreiðsla skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur frá 25. október 2000 á erindi kærenda, dags. 11. september 2000, er felld úr gildi.


Umsókn nr. 25922 (01.18.400.8)
35.
Spítalastígur 4B, úrskurður
Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 26. september 2002, vegna máls nr. 32/2001, þar sem kærð er ákvörðun skipulags- og byggingarnefndar frá 30. maí 2001 um niðurrif og nýja staðsetningu milliveggjar í forstofu hússins að Spítalastíg 4b.
Úrskurðarorð:
Hin kærða samþykkt skipulags- og byggingarnefndar frá 30. maí 2001 er felld úr gildi.


Umsókn nr. 25906 (01.73.220.9)
36.
Stigahlíð 93, kæra
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 16. september 2002 í máli nr. 59/2001 vegna kæru frá 15. desember 2001 þar sem kærð er samþykkt byggingarfulltrúa frá 6. nóvember 2001 á ýmsum breytingum á húsi og lóð í Stigahlíð 93.

Málinu vísað til umsagnar forst.m. lögfræði- og stjórnsýslu.

Umsókn nr. 25920 (01.18.111.6)
38.
Þórsgata 1, úrskurður
Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 26. september 2002, vegna máls nr. 44/2001, þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúa frá 28. ágúst 2001 um að samþykkja umsókn um leyfi til þess að reisa viðbyggingu við Þórsgötu 1.
Úrskurðarorð:
Máli þessu er vísað frá úrskurðarnefndinni.


Umsókn nr. 25921 (01.18.111.6)
39.
Þórsgata 1, úrskurður
Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 26. september 2002, vegna máls nr. 43/2001, þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúa um að samþykkja umsókn um leyfi til að reisa viðbyggingu að Þórsgötu 1.
Úrskurðarorð:
Máli þessu er vísað frá úrskurðarnefndinni.