Reitur 1.170.1 og 1.170.2,
Reitur 1.180,2,
Elliðaárdalur, settjarnir,
Hólmsheiði/Fjárborg,
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa,
Borgartún 31,
Bústaðavegur 65,
Bústaðavegur 67,
Hvammsgerði 13,
Kristnibraut 91-93,
Melhagi 20-22,
Ægisíða 82,
Afgreiðslufundir Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur,
Ártúnshöfði, austurhluti,
Grafarholt,
Hólmaslóð 4,
Skipulags- og byggingarnefnd,
Suðurlandsv Sbl 20A ,
Teigahverfi, deiliskipulag,
Garðsstaðir 47,
Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. reglugerð nr. 661/2000
78. fundur 2002
Ár 2002, miðvikudaginn 10. júlí kl. 09:00, var haldinn 78. fundur skipulags- og byggingarnefnd Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3, 4. hæð. Viðstaddir voru: Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Anna Kristinsdóttir, Óskar Dýrmundur Ólafsson, Alfreð Þorsteinsson, Guðlaugur Þór Þórðarson, Kristján Guðmundsson og Halldór Guðmundsson.
Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Salvör Jónsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Ágúst Jónsson, Magdalena M. Hermannsdóttir.
Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Ólafur Bjarnason, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Margrét Þormar, Þórarinn Þórarinsson, Sigurður Pálmi Ásbergsson.
Fundarritari var Bjarni Þór Jónsson.
Þetta gerðist:
Umsókn nr. 20017 (01.17.01)
521291-1259
Batteríið ehf
Trönuhrauni 1 220 Hafnarfjörður
1. Reitur 1.170.1 og 1.170.2, Lækjargata/Bankastr./Þingholtsstr./Amtmannsst.
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Batterísins ehf arkitekta, að deiliskipulagi fyrir staðgreinireiti 1.170.1 og 1.170.2, sem afmarkast af Lækjargötu, Bankastræti, Þingholtsstræti og Amtmannsstíg, dags. 08.01.02, breytt 03.04.02, lagfærður 09.07.02 ásamt drögum að greinargerð og skilmálum, dags. 16.01.02. Einnig lagt fram bréf menningarmálanefndar, dags. 21.02.02 og umsögn Árbæjarsafns, dags. 20.02.02. Málið var í auglýsingu frá 10. maí til 21. júní, athugsemdafrestur var til 21. júní 2002. Athugasemdabréf bárust frá Herbertsprent ehf, dags. 18.06.02 og Gylfa Gíslasyni, dags. 21.06.02. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa um athugasemdir, dags. 1. júlí 2002.
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa.
Vísað til borgarráðs.
Umsókn nr. 20251 (01.18.02)
2. Reitur 1.180,2, Hallveigarstígur, Bergstaðastr., Spítalastígur, Ingólfsstræti
Lögð fram tillaga ásamt greinargerð og skilmálum Teiknistofu arkitekta Gylfa Guðjónssonar og félaga, dags. 27.06.02, að deiliskipulagi fyrir staðgreinireit 1.180.2, sem afmarkast af Hallveigarstíg, Bergstaðastræti, Spítalastíg og Ingólfsstræti.
Frestað.
Umsókn nr. 20012
3. Elliðaárdalur, settjarnir, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Landslags ehf, dags. 26.03.02, að breytingu á deiliskipulagi vegna settjarna í Elliðaárdal. Einnig lagt fram bréf Árbæjarsafns, dags. 07.01.02. Jafnframt lagðar fram bókanir umhverfis- og heilbrigðisnefndar frá 14.03.2002 og 14.12.2000 ásamt umsögn garðyrkjustjóra dags. 21.01.02. Málið var í auglýsingu frá 22. maí til 3. júlí, athugasemdafrestur var til 3. júlí 2002. Athugasemdabréf barst frá Ágústi Ú. Sigurðssyni, Lágabergi 3, f.h. samtaka íbúa við Lágaberg, dags. 06.06.02. Einnig lagt fram bréf gatnamálastjóra, dags. 24.06.02.
Samþykkt með vísan til umsagnar gatnamálastjóra.
Vísað til borgarráðs.
Fulltrúar D- lista óskuðu eftirfarandi bókunar:
Fulltrúar sjálfstæðismanna taka undir meginsjónarmið samtaka íbúa við Lágaberg og telja mikilvægt að fulltrúar íbúasamtakanna sem og aðrir fái tækifæri til að fylgjast með framgangi málsins.
Umsókn nr. 10176 (04.1)
520169-2969
Hestamannafélagið Fákur
Vatnsendav Víðivöllum 110 Reykjavík
4. Hólmsheiði/Fjárborg, Hestamannafélagið Fákur, deiliskipulag
Lögð fram drög skipulagsfulltrúa, dags. 25.06.02, að forsögn að deiliskipulagi athafnasvæðis Hestamannafélagsins Fáks í Hólmsheiði.
Samþykkt að vinna málið áfram á grundvelli framlagðrar forsagnar.
Umsókn nr. 25418
5. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 210 frá 9. júlí 2002, án liða nr. 8 og 21.
Umsókn nr. 25348 (01.21.900.1)
681290-2309
Byggingarfélag Gylf/Gunnars ehf
Borgartúni 31 105 Reykjavík
6. Borgartún 31, Nýbygging
Sótt er um leyfi til þess að byggja átta hæða skrifstofuhúsnæði með bílageymslu fyrir 54 bíla í kjallara. Húsið er steinsteypt, einangrað utan og klætt með náttúrusteini.
Stærð: xx
Gjald kr. 4.800 + xx
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Umsókn nr. 25135 (01.81.822.1)
071266-4869
Gunnar Þ Steingrímsson
Bústaðavegur 65 108 Reykjavík
7. Bústaðavegur 65, áður gerðar breytingar
Sótt er um samþykki fyrir reyndarteikningum og áður gerðum breytingum á húsinu á lóðinni nr. 65 við Bústaðaveg.
Húsið hefur verið klætt með bárustáli, byggt hefur verið anddyri að norðurhlið og útigeymslur á lóð.
Samþykki meðeigenda dags. 14. maí 2002 fylgir erindinu. Bréf f.h. eigenda húsanna nr. 65 og 67 dags. 10. júní 2002 fylgir erindinu.
Stærð: Stækkun 20,7 ferm. og 50,6 rúmm.
Gjald kr. 4.800 + 2429
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
Umsókn nr. 25136 (01.81.822.2)
200761-5029
Jón Ragnar Jónsson
Bústaðavegur 67 108 Reykjavík
8. Bústaðavegur 67, áður gerðar breytingar
Sótt er um samþykki fyrir reyndarteikningum og áður gerðum breytingum á húsinu á lóðinni nr. 67 við Bústaðaveg.
Húsið hefur verið klætt með bárustáli, byggt hefur verið anddyri að norðurhlið og útigeymslur á lóð.
Samþykki meðeigenda dags. 14. maí 2002 fylgir erindinu. Bréf f.h. eigenda húsanna nr. 65 og 67 dags. 10. júní 2002 fylgir erindinu.
Stærð: Stækkun 17,0 ferm. og 42,2 rúmm.
Gjald kr. 4.800 + 2026
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
Umsókn nr. 23948 (01.80.250.7 01)
301157-7549
Kristján Ingi Jónsson
Hvammsgerði 13 108 Reykjavík
9. Hvammsgerði 13, glerskáli og fl.
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 4.06.02. Sótt er um leyfi til þess að byggja sólstofu við suðvesturhlið, færa blómaglugga frá suðurhlið á bílskúr og sameina matshluta 70 íbúðarhúsi á lóð nr. 13 við Hvammsgerði, samkv. uppdr. Batterísins, dags. 06.11.02, breytt 14.05.02.
Lagt fram samþykki eigenda að Hvammsgerði 11 og 16, mótt. 21. júní 2002.
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Umsókn nr. 25391 (04.11.610.1)
631190-1469
Byggingafélag námsmanna
Hverfisgötu 105 101 Reykjavík
10. Kristnibraut 91-93, 33 námsmannaíbúðir
Sótt er um leyfi til þess að byggja fjögurra hæða steinsteypt fjölbýlishús með 33 íbúðum fyrir námsmenn allt einangrað að utan og klætt með múr að hluta og báraðri álklæðningu á lóð nr. 91-93 við Kristnibraut.
Bréf Byggingarfélags námsmanna dags. 3. júlí 2002 og bréf byggingarfullttrúa dags. 8. júlí 2002 fylgja erindinu.
Stærð: Íbúðir 1.-4. hæð 612,6 ferm. hver hæð, samtals 2450,4 ferm., 7830,4 rúmm.
Gjald kr. 4.800 + 375.859
Nefndin samþykkir að mæla með heimild til undanþágu sbr. bréf byggingarfulltrúa dags. 8. júlí 2002.
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Umsókn nr. 22573 (01.54.221.0)
420299-2579
Þarabakki ehf
Bakkagerði 17 108 Reykjavík
11. Melhagi 20-22, Hækkun og breytingar.
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 08.05.02, þar sem sótt er um leyfi til þess að sameina matshluta, byggja hæð ofan á austurálmu og innrétta fjórar íbúðir í húsinu á lóðinni nr. 20-22 við Melhaga, samkv. uppdr. Rýmu, arkitekta, dags. 30.01.01, breytt 30.04.02. Ofanábygging er úr stáli og timbursperrum, klædd með plötum að utan.
Gert er ráð fyrir innbyggðri bílageymslu fyrir sex bíla á fyrstu hæð hússins. Áfram verður atvinnustarfsemi í þeim hluta hússins sem snýr að Hofsvallagötu.
Málið var í kynningu frá 27. maí til 26. júní 2002. Athugasemdabréf bárust frá Guðrúnu I. Jónsdóttur og Ásgeiri Karlssyni, Hofsvallagötu 49, mótt. 25.06.02, Magnúsi B. Sveinssyni, Hofsvallagötu 49, mótt. 25.06.02, Sigríði Ól. Haraldsdóttur og Hannesi Hrafnkelssyni, Hofsvallagötu 49, mótt. 26.06.02, Ágústu Pálsdóttur og Árna J. Regissyni, Melhaga 16, dags. 24.06.02, Læknastöð Vesturbæjar, dags. 24.06.02, undirskritalistar með nöfnum 34 íbúa, mótt. 25.06.02 og 26.06.02, Auði Þorbergsdóttur, dags. 19.06.02 og Pétri H Ármannssyni, f.h. Húsadeildar Árbæjarsafns, dags. 18.06.02. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa um athugasemdir, dags. 04.07.02.
Stærð: Stækkun ofanábygging 192,7 ferm. og 760,3 rúmm.
Gjald kr. 4.100 + 36.494
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknarblaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Umsókn nr. 24880 (01.54.330.1)
260955-7219
Pétur Gunnar Thorsteinsson
Fastanefnd Genf 150 Reykjavík
12. Ægisíða 82, Glerskáli
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 02.05.02, þar sem sótt er um leyfi til þessi að byggja glerskála að austurhlið hússins nr. 82 við Ægisíðu, samkv. uppdr. Hornsteina arkitekta, dags. 07.04.02. Málið var í kynningu frá 13. maí til 10. júní 2002. Athugasemdarbréf barst frá Lögmannsþjónustu Logos f.h. eigenda Ægisíðu 80 dags. 7.06.02. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 21. júní 2002.
Jafnframt lagt fram bréf sendiherra Kanada dags. 27. maí og bréf umsækjanda dags. 24. júní 2002.
Stærð: Glerskáli 14,0 ferm. og 40,0 rúmm.
Gjald kr. 4.800 + 1920
Synjað.
Með vísan til 75. gr. byggingarreglugerðar nr. 441/1998.
Umsókn nr. 10070
13. Afgreiðslufundir Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð
Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur frá 28. júní og 5. júlí 2002.
Lögð fram.
Umsókn nr. 337 (04.07.1)
671197-2919
Arkís ehf
Klapparstíg 16 101 Reykjavík
14. Ártúnshöfði, austurhluti, deiliskipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 2. júlí 2002 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 24. f.m. um deiliskipulag austurhluta Ártúnshöfða. Jafnframt var lögð fram greinargerð Arkís ehf, varðandi skilmála o.fl.
Umsókn nr. 990382 (04.1)
681194-2749
Kanon arkitektar ehf
Laugavegi 28 101 Reykjavík
15. Grafarholt, deiliskipulag austurhluti
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 2. júlí 2002 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 24. f.m. um breytingu á deiliskipulagi austurhluta Grafarvogs og fjölgun íbúða við Andrésbrunn, Katrínarlind, Marteinslaug og Þorláksgeisla.
Borgarráð samþykkti að fresta breytingu varðandi Þorláksgeisla. Erindið var að öðru leyti samþykkt.
Umsókn nr. 25402 (01.11.140.1)
16. Hólmaslóð 4,
Lagt fram bréf Nuddskóla Guðmundar dags. 12. apríl 2002, bréf Þormóðs Sveinssonar, arkitekts, dags. 2. júlí 2002 og bréf byggingarfulltrúa dags. 8. júlí 2002.
Tillaga byggingarfulltrúa sbr. bréf dags. 8. júlí 2002 samþykkt.
Salvör Jónsdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Umsókn nr. 552
17. Skipulags- og byggingarnefnd,
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 2. júlí 2002 á B-hluta fundargerðar skipulags- og byggingarnefndar frá 24. júní 2002.
Umsókn nr. 25002 (04.77.--9.2)
060159-4409
Ómar Jóhannsson
Þingás 49 110 Reykjavík
060674-5239
Sara Ástþórsdóttir
Álfhólar 861 Hvolsvöllur
18. Suðurlandsv Sbl 20A , reyndarteikningar - hesthús
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 2. júlí 2002 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 24. f.m. um reyndarteikningar hestshúss við Selásblett og frestun á afgreiðslu erindis vegna gerðar skipulags.
Umsókn nr. 990628 (01.3)
420269-2189
Laugarneskirkja
Kirkjuteigi 105 Reykjavík
141155-4159
Ivon Stefán Cilia
Silfurteigur 1 105 Reykjavík
421089-1919
Lögmannsstofa Ásg B/Jóh Sig sf
Borgartúni 33 105 Reykjavík
19. Teigahverfi, deiliskipulag,
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 2. júlí 2002 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 24. f.m. um deiliskipulag Teigahverfis. Jafnframt var lögð fram greinargerð og skilmálar, síðast breytt 21. þ.m.
Borgarráð samþykkti að fela umhverfis- og heilbrigðissviði að taka upp viðræður við eigendur lóðar nr. 6 við Hrísateig.
Umsókn nr. 25427 (02.42.740.1)
20. Garðsstaðir 47, óleyfisframkvæmdir
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 9. júlí 2002 v/ óleyfisframkvæmda.
Nefndin staðfestir stöðvun framkvæmda sbr. bréf byggingarfulltrúa.