Teigahverfi, deiliskipulag, Neskirkja, Ártúnshöfði, austurhluti, Skógarsel 11-15, Smiðshöfði 14, Geldinganes, Fylkisvegur, íþróttasvæði Fylkis, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Efstasund 29, Fjólugata 1, Flókagata 1, Frostaskjól 2 , Gvendargeisli 32, Hamravík 12, Hamravík 70, Jónsgeisli 17, Jónsgeisli 53, Langagerði 98, Laugardalur 104-719, Seljavegur 3A, Skúlagata 32-34, Sogavegur 112 , Suðurlandsv Sbl 20A , Vættaborgir 9, Þorláksgeisli 8, Ármúli 1, Þingholtsstræti 25, Skipulags- og byggingarnefnd,, Afgreiðslufundir Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, Bleikjukvísl 10, Fjörgyn, Grafarvogskirkja, Grettisgata 39, Gylfaflöt 16, Laugavegur 3, Lyngháls 1, Norðlingaholt,

Skipulags- og byggingarnefnd

76. fundur 2002

Ár 2002, mánudaginn 24. júní kl. 12:04, var haldinn 76. fundur skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3, 4. hæð. Viðstaddir voru: Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Anna Kristinsdóttir, Óskar Dýrmundur Ólafsson, Björn Ingi Hrafnsson, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Kristján Guðmundsson, Halldór Guðmundsson, Salvör Jónsdóttir, Helga Bragadóttir, Bjarnfríður Vilhjálmsdóttir og Sigríður Kristín Þórisdóttir. Fundarritari var Ívar Pálsson.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 990628 (01.3)
420269-2189 Laugarneskirkja
Kirkjuteigi 105 Reykjavík
141155-4159 Ivon Stefán Cilia
Silfurteigur 1 105 Reykjavík
421089-1919 Lögmannsstofa Ásg B/Jóh Sig sf
Borgartúni 33 105 Reykjavík
1.
Teigahverfi, deiliskipulag,
Að lokinni auglýsingu og kynningu fyrir hagsmunaaðilum er lögð fram að nýju tillaga Borgarskipulags ásamt greinargerð, dags. 1. okt.. 2001, breytt 10. okt. 2001, að deiliskipulagi í Teigahverfi með síðari breytingum. Málið var í auglýsingu frá 14. nóv. til 12. des., athugasemdafrestur var til 31. des. 2001. Athugasemdabréf bárust frá Sigurbirni Þorkelssyni framkv.stj. Laugarneskirkju, dags. 11.12.01, Lögmönnum f.h. Elísabetar Magnúsdóttur, dags. 14.12.01, Ivon Stefán Cilia, Silfurteigi 1, dags. 31.12.01, Hildi Bjarnadóttur, dags. 04.01.02, íbúðareigendum að Kirkjuteigi 25, dags. 14.01.02, Laugarneskirkju, dags. 07.03.02 og bréf byggingarfulltrúa, dags. 20.12.01. Að lokinni auglýsingu var tillaga að breytingum á húsum við Hrísateig og Hraunteig kynnt fyrir hagsmunaaðilum. Athugasemdabréf barst frá Lögmönnum Borgartúni 33, dags. 11.06.02 vegna lóðarinnar við Hrísateig 6. Einnig lögð fram svör skipulagsfulltrúa við athugasemdum, dags. 14.03.02, breytt 15. apríl og 21. júní 2002.
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa.
Vísað til borgarráðs.
Skipulags- og byggingarnefnd telur nauðsynlegt til þess að tryggja umhirðu og viðhald og ná þannig fram markmiðum hverfisverndar, að leitað verði eftir samkomulagi við eigendur Hrísateigar 6, um aðkomu borgarinnar að umhirðu lóðarinnar, samkvæmt nánara samkomulagi.


Umsókn nr. 20118 (01.54.41)
450400-3510 VA arkitektar ehf
Skólavörðustíg 12 101 Reykjavík
2.
Neskirkja, viðbygging
Lögð fram tillaga VA arkitekta, dags. 06.06.02, að deiliskipulagi við Neskirkju. Einnig lögð fram bréf VA arkitekta f.h. sóknarnefndar Nessóknar dags. 21.03.02, bréf Húsafriðunarnefndar ríkisins, dags. 13.03.02 og bréf Árbæjarsafns, dags. 08.04.02.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 337 (04.07.1)
671197-2919 Arkís ehf
Klapparstíg 16 101 Reykjavík
3.
Ártúnshöfði, austurhluti, deiliskipulag
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga ARKÍS ehf, dags. 18.03.02 að deiliskipulagi Ártúnshöfða, austurhluta. Málið var í auglýsingu frá 12. apríl til 24. maí, athugasemdafrestur var til 24. maí 2002. Athugasemdabréf barst frá Landsafli hf, dags. 24.05.02.
Auglýst tillaga að breytingu á deiliskipulagi samþykkt óbreytt.
Tekið er jákvætt í að skoða breytingar á skipulagi lóðarinnar að Höfðabakka 9 en ekki er ástæða til að fresta afgreiðslu heildarskipulagsins vegna þess. Skipulagsfulltrúa falið að ræða við lóðarhafa.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 537 (04.93.00)
710178-0119 Teiknistofan ehf
Ármúla 6 108 Reykjavík
4.
Skógarsel 11-15, deiliskipulag/aðalskipulag
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Teiknistofunnar ehf, dags. 15.01.02, að deiliskipulagi á lóðinni nr. 11-15 við Skógarsel ásamt tillögu Borgarskipulags, dags. 08.02.02, að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur. Málið var í auglýsingu frá 24. apríl til 5. júní, athugasemdafrestur var ti 5. júní 2002. Athugasemdabréf bárust frá Árna Auðuns Árnasyni, Skógarseli 15, dags. 05.04.02, Skógræktarfélagi Reykjavíkur, dags. 08.05.02, Valdimar Má Péturssyni, Ljárskógum 7, dags. 22.05.02, Fornleifavernd ríkisins, dags. 27.05.02, Guðjóni Á. Jónssyni, Ljárskógum 29, dags. 04.06.02, undirskriftarlisti með 84 nöfnum dags. 5.06.02, Sigurði Thoroddsen ark. dags. 5.06.02, Sveinbjörns Kristjánssonar dags. 1.06.02. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa um athugasemdir.
Frestað. Athugasemdir kynntar.

Umsókn nr. 20228 (04.06.13)
310846-3769 Trausti Leósson
Leirutangi 16 270 Mosfellsbær
5.
Smiðshöfði 14, lóðarstækkun
Lagt fram bréf eigenda Smiðshöfða 14 ásamt uppdr. Trausta Leóssonar dags. 3.04.02 varðandi lóðarstækkun um 1,0 m til austurs. Einnig lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 16.04.02.
Lóðarstækkun samþykkt.

Salvör Jónsdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins.


Umsókn nr. 10202 (02.1)
410493-2099 Kajak-klúbburinn
Álfhólsvegi 106 200 Kópavogur
6.
Geldinganes, kajak- og kænusiglingar
Lagt fram bréf Kajakklúbbsins dags. 25.01.02 varðandi framtíðaraðstöðu fyrir félagið á Geldinganesi. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 19.06.02, um fjölgun geymslugáma við Geldinganes.
Samþykkt.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 361 (04.36.3)
481173-0359 Íþróttafélagið Fylkir,aðalstj
Fylkisvegi 6 110 Reykjavík
8.
Fylkisvegur, íþróttasvæði Fylkis,
Lagt fram bréf Íþróttafélagsins Fylkis, dags. 21.06.02. Einnig lögð fram tillaga Erlings G. Pedersen arkitekts, dags. 03.06.02, að deiliskipulagi Fylkissvæðis í Elliðaárdal vegna stækkunar lóðar og gervigrasvallar.
Frestað.

Umsókn nr. 25298
9.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjöl með fundargerð þessari eru fundargerðir nr. 206 frá 11. júní 2002 og nr. 207 frá 19. júní 2002.


Umsókn nr. 24589 (01.35.710.7)
290752-3969 Sigurbjörn Ingi Sigurðsson
Efstasund 29 104 Reykjavík
10.
Efstasund 29, bílskúr, skjólgirðing og heitur pottur
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 27.03.02, þar sem sótt er um leyfi til að byggja bílgeymslu steypta í einangrunarmót, reisa skjólgirðingu og koma fyrir heitum potti á lóðinni nr. 29 við Efstasund, samkv. uppdr. Alark arkitekta, dags. 19.02.02, breytt 19.03.02. Meðfylgjandi er sameignarsamningur dags. í okt. 1971 og samþykki meðlóðarhafa og næstu nágranna. Einnig er lagt fram skuggavarp. Málið var í kynningu frá 16. apríl til 15. maí 2002. Athugasemdabréf barst frá eigendum og íbúum að Efstasundi 27, dags. 22.04.02. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa um athugasemdina, dags. 14.05.02. Ennfremur lagt fram samkomulag eigenda og íbúa að Efstasundi 27 og Sigurbjörns Inga Sigurðssonar, Efstasundi 29, dags. 23.05.02.
Stærð: Bílgeymsla 42,5 ferm., 125,8 rúmm.
Gjald kr. 4.800 + 6.038
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.


Umsókn nr. 24936 (01.18.511.6)
170421-2489 Björn Hallgrímsson
Fjólugata 1 101 Reykjavík
11.
Fjólugata 1, viðbygging ofl.
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 02.05.02, þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja viðbyggingu að austurhlið (bakhlið) húss, breyta innra fyrirkomulagi á öllum hæðum, breyta tröppum við hús, stækka bílskúr og koma fyrir setlaug í suðausturhorni lóðar hússins á lóðinni nr. 1 við Fjólugötu, samkv. uppdr. Teiknistofunnar Tekton, dags. 22.04.02. Einnig lagt fram bréf Árbæjarsafns, dags. 09.05.02. Málið var í kynningu frá 21. maí til 18. júní. Engar athugasemdir bárust.
Stærð: Stækkun, viðbygging við hús samtals 11,1 ferm. og 30,0 rúmm. viðbygging bílskúr 23,7 ferm. og 110,1 rúmm.
Gjald kr. 4.800 + 6.725
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.


Umsókn nr. 24281 (01.24.360.5)
500392-2239 Þráinn ehf
Laugavegi 34a 101 Reykjavík
12.
Flókagata 1, viðbygging
Sótt er um leyfi til þess að byggja kvist á suðurhlið, byggja brunasvalir á norðurhlið þakhæðar og fjarlægja svalir af fyrstu og annarri hæð og byggja í þess stað viðbyggingu með baðherbergjum í kjallara og á fyrstu og annarri hæð gistiheimilisins á lóðinni nr. 1 við Flókagötu.
Umsögn Borgarskipulags dags. 7. maí 2001 fylgir erindinu.
Stærð: Stækkun, viðbygging 27,2 ferm. og 63,5 rúmm.
Gjald kr. 4.800 + 3.048
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 20913 (01.51.6-9.9 07)
700169-3919 Knattspyrnufélag Reykjavíkur
Frostaskjóli 2 107 Reykjavík
13.
Frostaskjól 2 , Br á frkl á lóð og mannvirkjum
Að lokinni grenndarkynningu eru lagðir fram að nýju uppdrættir Teiknistofunar Ármúla dags. 05.10.01. Málið var í grenndarkynningu frá 26. okt. til 23. nóv. 2001. Engar athugasemdir bárust utan þess að Rósu Crozier, Frostaskjóli 4, ítrekaði athugasemdir sem gerðar voru með bréfi, dags. 05.07.00. Einnig lagt fram minnisblað lögfræðings skipulags- og byggingarsviðs, dags. 22.03.02, frá vettvangsferð að félagssvæði KR að beiðni eiganda Frostaskjóls 4. Ennfremur lagt fram bréf Knattspyrnufélags Reykjavíkur, dags. 03.06.02, ásamt nýjum uppdr. Teiknistofunnar Ármúla dags. 26.05.2002.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.


Umsókn nr. 25279 (05.13.540.4)
051265-5219 Auðunn Kjartansson
Sæviðarsund 53 104 Reykjavík
14.
Gvendargeisli 32, Einbýlishús m. innb. bílg.
Sótt er um leyfi til þess að byggja einlyft steinsteypt einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóð nr. 32 við Gvendargeisla.
Stærð: Íbúð 165,7 ferm., bílgeymsla 42,5 ferm., samtals 208,2 ferm., 781,4 rúmm.
Gjald kr. 4.800 + 37.507
Synjað.
Samræmist ekki skipulagi.


Umsókn nr. 25077 (02.35.330.3)
530278-0189 Leikskólar Reykjavíkur
Tryggvag Hafnarhúsi 101 Reykjavík
15.
Hamravík 12, færanl. kennslust, við leikskóla
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 30.05.02, þar sem sótt er um leyfi til þess að koma fyrir færanlegri kennslustofu úr timbri á leikskólalóð nr. 12 við Hamravík, samkv. uppdr. Arkþings, dags. 14.05.02.
Stærð: Færanleg kennslust. 55,7 ferm., 174,5 rúmm.
Gjald kr. 4.800 + 8.376
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 25280 (02.35.240.4)
560589-1159 Gissur og Pálmi ehf
Staðarseli 6 109 Reykjavík
16.
Hamravík 70, Einbýli m. innb. bílg.
Sótt er um leyfi til þess að byggja einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu að hluta á tveim hæðum á lóð nr. 70 við Hamravík.
Stærð: Íbúð 1. hæð 132 ferm., 2. hæð 80,9 ferm., bílgeymsla 24,5 ferm., samtals 237,4 ferm., 806,3 rúmm.
Gjald kr. 4.800 + 38.702
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 25274 (04.11.350.4)
081261-4829 Jón Björn Eysteinsson
Frostafold 25 112 Reykjavík
17.
Jónsgeisli 17, einbýlish. m. innb. bílg.
Sótt er um leyfi til þess að byggja tvílyft steinsteypt einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóð nr. 17 við Jónsgeisla.
Stærð: Íbúð 1. hæð 103,6 ferm., 2. hæð 129,2 ferm., bílgeymsla 29,5 ferm., samtals 262,3 ferm., 888,2 rúmm.
Gjald kr. 4.800 + 42.634
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 25244 (04.11.340.3)
260244-3539 Hannes Ólafsson
Giljasel 6 109 Reykjavík
18.
Jónsgeisli 53, Einb. m. innb. bílg.
Sótt er um leyfi til þess að byggja tvílyft steinsteypt einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóð nr. 53 við Jónsgeisla.
Stærð: Íbúð 1. hæð 136,9 ferm., 2. hæð 105,1 ferm., bílgeymsla 27,4 ferm., samtals 269,4 ferm., 881 rúmm.
Gjald kr. 4.800 + 42.288
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 24493 (01.83.300.8)
280759-3689 Guðmundur Einarsson
Langagerði 98 108 Reykjavík
19.
Langagerði 98, kvistir o.fl.áðurg bílskúr og fl
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 10.04.02, þar sem sótt er um samþykki fyrir áður gerðum kjallara, áður gerðri hækkun þaks, leyfi til þess að setja þrjá nýja kvisti í viðbót við fjóra áður gerða kvisti, samþykki fyrir núverandi innra skipulagi allra hæða ásamt samþykki fyrir áður gerðum bílskúr á norðurhorni lóðar nr. 98 við Langagerði, samkv. uppdr. Teiknistofunnar A.V.J., dags. 30.01.02, breytt 21.02.02. Málið var í kynningu frá 24. apríl til 25. maí 2002. Athugasemdabréf barst frá Ólafi Birni Guðmundssyni, Langagerði 96, dags. 21.05.02. Annað bréf barst frá sama aðila 11.06.02, þar sem fallið er frá athugasemdum í fyrra bréfi.
Stærð: Áður gerður kjallari 85,5 ferm., stækkun rishæðar 77,4 ferm., samtals 162,9 ferm., 260,7 rúmm., bílgeymsla 38,5 ferm., 109,7 rúmm.
Gjald kr. 4.800 + 17.779
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.


Umsókn nr. 23709 (01.37.--9.3)
660397-2729 Tal hf
Síðumúla 28 108 Reykjavík
20.
Laugardalur 104-719, tækjaskýli v/GSM
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 23.05.02, þar sem sótt er um leyfi til þess að setja upp færanlegt tækjaskýli fyrir GSM farsímakerfi Tals hf. úr timbri og stáli á steyptri punktundirstöðu norðaustan við gerfigrasvöllin í Laugardal, samkv. uppdr. PK-hönnunar, dags. 08.10.01.
Umboð Knattspyrnufélagsins Þróttar og samþykki ÍTR dags. 7. maí 2002 fylgja erindinu.
Stærð: Tækjaskýli 9 ferm., 27,9 rúmm.
Gjald kr. 4.100 + 1.339
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.


Umsókn nr. 24920 (01.13.321.6)
031054-2499 Guðjón Steinsson
Brautarás 19 110 Reykjavík
21.
Seljavegur 3A, kvistir á götuhlið
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 02.05.02, þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja tvo kvisti á norðurþekju (götuhlið) fjöleignarhúss á lóð nr. 3A við Seljaveg, samkv. uppdr. Péturs Arnar Björnssonar arkitekts, dags. 18.10.00, síðast breytt 16.04.02. Samþykki meðeigenda og eigenda Seljavegar 3 dags. 19. apríl 2002 fylgir erindinu. Málið var í kynningu frá 22. maí til 19. júní 2002. Engar athugasemdir bárust.
Stærð: Stækkun vegna kvista 20,2 ferm., 38,6 rúmm.
Gjald kr. 4.800 + 1.853
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.


Umsókn nr. 20241 (01.15.43)
22.
Skúlagata 32-34, lokúttekt
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa, dags. 24. júní 2002, vegna lokúttektar á húsinu Skúlagata 32-34, þar sem lagt er til að Byggingarfélaginu Klöpp ehf., verði gefinn 21 dags frestur, frá birtingu tilkynningar þar að lútandi, til þess að ljúka við þau atriði sem fram komu við stöðuúttekt þann 26. nóvember 2001 og verði tímfrestur ekki virtur verði beitt dagsektum kr. 50.000 á hvern dag sem það dregst að ljúka framkvæmdum.
Tillaga byggingarfulltrúa samþykkt.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 23114 (01.83.000.2)
550254-0189 Faber ehf
Suðurlandsbraut 48 108 Reykjavík
23.
Sogavegur 112 , fjölbýlishús m. 4. íb.
Sótt er um leyfi til þess að rífa timburhús (fastanr. 203-5766) og byggja steinsteypt tvílyft fjölbýlishús með fjórum íbúðum á lóð nr. 112 við Sogaveg.
Erindið var í kynningu frá 17. desember 2001 til 14. janúar 2002. Athugasemdir bárust.
Samþykki Húsfélags Réttarholtsvegar 1-3 og Sogavegar 108 (v. breytinga á lóðarmörkum) dags. 11. maí 2001, ljósrit af þinglesnum lóðaleigusamningi innfærðum 13. maí 2002 fylgja erindinu.
Stærð: Hús sem verður rifið: 77,4 ferm og 209,0 rúmm.
Nýbygging: 1. hæð, íbúðir 169,6 ferm. 2. hæð, íbúðir 169,6 ferm. Samtals 339,2 ferm. og 1134,6 rúmm.
Gjald kr. 4.100 + 54.461
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 25002 (04.77.--9.2)
060159-4409 Ómar Jóhannsson
Þingás 49 110 Reykjavík
060674-5239 Sara Ástþórsdóttir
Álfhólar 861 Hvolsvöllur
24.
Suðurlandsv Sbl 20A , reyndarteikningar - hesthús
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 30.05.02, þar sem sótt er um samþykki fyrir reyndarteikningum af hesthúsi á lóðinni nr. 20A við Selásblett, samkv. uppdr. Hallgríms Axelssonar, dags. 01.05.02.
Greinargerð Umhverfis- og heilbrigðisstofu dags. í janúar 2002 fylgir erindinu.
Stærð: Hesthús 196,9 ferm. og 730,0 rúmm.
Gjald kr. 4.800 + 35.040
Frestað með vísan til 6. mgr. 43. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 þar sem samþykkt hefur verið að auglýsa deiliskipulagstillögu af svæðinu.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 25273 (02.34.5--.1)
480190-1069 Fasteignastofa Reykjavíkurborg
Skúlatúni 2 105 Reykjavík
25.
Vættaborgir 9, 4 færanlegar kennslust.
Sótt er um leyfi til þess að koma fyrir fjórum færanlegum kennslustofum sunnan við Borgaskóla, aðrar færanlegar kennslustofur hafa verið fjarlægðar á lóð nr. 9 við Vættaborgir.
Stærð: Þrjár kennslustofur með tengigöngum samtals 220,8 ferm., 737,2 rúmm., ásamt einni kennslustofu 64,7 ferm., 217,8 rúmm.
Gjald kr. 4.800 + 45.840
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 25211 (04.13.340.1)
700584-1359 Húsafl sf
Nethyl 2 (hús 3) 110 Reykjavík
26.
Þorláksgeisli 8, Fjölb. 3.h og 16 íb.
Sótt er um leyfi til þess að byggja þriggja hæða steinsteypt fjölbýlishús (matshluti 02) með sextán íbúðum að mestu einangrað að utan og klætt með múr með steindum mulningi og að hluta með báraðri málmklæðningu á lóð nr. 6-12 við Þorláksgeisla.
Stærð: Kjallari 56,5 ferm., 1. hæð 403,5 ferm., 2. hæð 385,5 ferm., 3. hæð 385,5 ferm., samtals 1231 ferm., 3890,9 rúmm.
Gjald kr. 4.800 + 186.763
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 20164 (01.26.14)
500191-1049 Arkþing ehf
Bolholti 8 105 Reykjavík
27.
Ármúli 1, stækkun
Lög fram tillaga Arkþings ehf, dags. í apríl 2002, að stækkun hússins á lóðinni nr. 1 við Ármúla. Einnig lagt fram bréf Sigurðar Hallgrímssonar arkitekts f.h. Sveinbjörns Sigurðssonar ehf, dags. 30.04.02 og umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 11.06.02.
Jákvætt að uppfylltum skilyðum.

Umsókn nr. 20227 (01.18.33)
061267-3959 Friðrik W Jónsson
Klapparstígur 13 101 Reykjavík
29.
Þingholtsstræti 25, flutningshús
Lagt fram að nýju bréf Friðriks Weisshappels dags. 5.06.02 ásamt uppdr. Haralds Ingvarssonar ark. dags. 5.06.02 varðandi flutning á húsi nr. 10 við Sölvhólsgötu á lóðina Þingholtsstræti 25. Einnig lögð fram samþykki íbúa við Þingholtsstræti 24, 26 og 28 ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14.06.02.
Jákvætt.

Umsókn nr. 20007
30.
Skipulags- og byggingarnefnd,, kosning varaformanns
Steinunn V. Óskarsdóttir gerði grein fyrir hverjir kosnir hefðu verið í skipulags- og byggingarnefnd kjörtímabilið 2002-2006:
Af R-lista
Steinunn V. Óskarsdóttir, formaður
Anna Kristinsdóttir
Björn Ingi Hafnsson
Óskar Dýrmundur Ólafsson

Af D-lista
Hanna Birna Kristánsdóttir
Guðlaugur Þór Þórðarson
Kristján Guðmundsson

Varamenn:
Af R-lista
Guðmundur Haraldsson
Þorlákur Traustason
Alfreð Þorsteinsson
Katrín Jakobsdóttir

Af D-lista
Halldór Guðmundsson
Tinna Traustadóttir
Benedikt Geirsson

Formaður lagði fram tillögu um að Anna Kristinsdóttir yður kjörinn varaformaður
Samþykkt.

Umsókn nr. 10070
31.
Afgreiðslufundir Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð
Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur frá 7. og 14. júní 2002.


Umsókn nr. 20237 (04.23.54)
281064-5179 Ásdís Þórðardóttir
Birtingakvísl 15 110 Reykjavík
32.
Bleikjukvísl 10,
Lagt fram bréf Ásdísar Þórðardóttur, dags. 14.06.02, ásamt afrit af bréfi til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, varðandi lóðina nr. 10 við Bleikjukvísl.


Umsókn nr. 10209 (02.87.60)
430389-1149 Logafold 22,húsfélag
Logafold 22 112 Reykjavík
33.
Fjörgyn, Grafarvogskirkja, bílastæði
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 3. júní 2002 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 29. f.m. varðandi bílastæði við Grafarvogskirkju og Fjörgyn.


Umsókn nr. 24751 (01.17.312.5)
200364-7919 Valgerður Auður Andrésdóttir
Grettisgata 39 101 Reykjavík
34.
Grettisgata 39, fsp. viðbygging
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 28. maí 2002 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 22. s.m. um frestun á afgreiðslu erindis um viðbyggingu að Grettisgötu 39.


Umsókn nr. 24331 (02.57.630.1)
050455-5139 Ásmundur Þór Kristinsson
Steinagerði 7 108 Reykjavík
35.
Gylfaflöt 16, (fsp) Sameina lóðir 16-18, atvinnuhús
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 4. júní 2002 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 29. f.m. um sameiningu lóðanna að Gylfaflöt 16 og 18.


Umsókn nr. 20240 (01.17.00)
36.
Laugavegur 3, kæra
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 18.06.02, um kæru Félagsíbúða iðnnema, dags. 24.04.02.
Málinu vísað til umsagnar forstm. lögfræði - og stjórnsýslu.

Umsókn nr. 23743 (04.32.600.1)
37.
Lyngháls 1, Lagt fram bréf úrskurðarnefndar
Lagt fram að nýju bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 11. september 2001 þar sem kærð er ákvörðun byggingarnefndar frá 10. ágúst 2000 um lóðarbreytingu að Lynghálsi 1 vegna dreifistöðvar Orkuveitu Reykjavíkur, sem vísað var til umsagnar lögfræðings Borgarskipulags. Einnig lögð fram drög að umsögn um kæruna, dags. 06.06.02.
Umsögn dags. 06.06.02 samþykkt.

Umsókn nr. 10057 (04.79)
441099-3129 Rauðhóll ehf
Ármúla 21 108 Reykjavík
710178-0119 Teiknistofan ehf
Ármúla 6 108 Reykjavík
38.
Norðlingaholt, deiliskipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 4. júní 2002 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 15. f.m. um auglýsingu deiliskipulags Norðlingaholts. Borgarráð samþykkti erindið, en gerði fyrirvara um legu og stærð fjölbýlishúss á svæðinu sunnan við útivistarsvæði.