Höfuðborgarsvæðið, svæðisskipulag, Einarsnes 21, Háskóli Íslands, Vísindagarðar, Laugavegur 180, Þórsgötureitur, Kristnibraut 91-93, Laugardalur, íþrótta- og sýningarhöll, Reitur 1.170.1 og 1.170.2, Reitur 1.170.3, Reitur 1.171.3, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Gvendargeisli 76, Hverfisgata 123, Jónsgeisli 39, Suðurhlíð 38, Afgreiðslufundir Skipulagsstjóra Reykjavíkur, Skipulagsfulltrúi, Bæjarháls, Hraunbær, Fjörgyn, Grafarvogskirkja, Grafarlækur-Stekkjarmóar-Djúpidalur, Gufunes, Hverfisgata 73, Laugavegur 3, Laugavegur 59, Njálsgötureitur, Skipulags- og byggingarnefnd, Sóleyjarimi 1, lóð Landssímans, Spítalastígur 4B, Suðurhlíð 38, Sætún 8, Gylfaflöt 5,

Skipulags- og byggingarnefnd

65. fundur 2002

Ár 2002, miðvikudaginn 6. mars kl. 09:10, var haldinn 65. fundur skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3, 4. hæð. Viðstaddir voru: Óskar Bergsson, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Guðmundur Haraldsson, Einar Daníel Bragason, Inga Jóna Þórðardóttir, Kristján Guðmundsson, Gunnar L. Gissurarson og áheyrnarfulltrúinn Ásgeir Harðarson. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Salvör Jónsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Helga Bragadóttir, Þórhildur Lilja Ólafsdóttir, Ólafur Bjarnason, Sigríður Kristín Þórisdóttir. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Bjarni Reynarsson, Ívar Pálsson, Haraldur Sigurðsson, Margrét Þormar, Jóhannes Kjarval og Ólöf Örvarsdóttir. Fundarritari var Bjarni Þór Jónsson.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 99
1.
Höfuðborgarsvæðið, svæðisskipulag,
Að lokinni auglýsingu er lögð fram tillaga að svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2001-2024 með breytingum svæðisskipulagsnefndar, dags. 13. febrúar 2002. Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs, dags. 19.02.02, ásamt bréfi borgarverkfræðings og formanni samvinnunefndar frá 15. þ.m. varðandi svæðisskipulag. Jafnframt lögð fram drög að viðbrögðum samvinnunefndar við innsendum athugasemdum ódags. ásamt drögum að greinargerð vegna athugasemda við auglýsta tillögu dags. 13. febrúar 2002.
Frestað.

Umsókn nr. 10381 (01.67.05)
170641-7799 Sverrir Norðfjörð
Hrefnugata 8 105 Reykjavík
2.
Einarsnes 21, skipting lóðar, nýbygging
Lagt fram bréf eigenda Einarsness 21, dags. 08.02.02, varðandi skiptingu lóðarinnar Einarsness 21. Einnig lagt fram bréf Borgarskipulags, dags. 05.11.01 og umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 22.02.02.
Synjað með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 22.02.02.
Inga Jóna Þórðardóttir sat hjá við afgreiðslu málsins.


Umsókn nr. 10351
420299-2069 Arkitektar Skógarhlíð ehf
Skógarhlíð 18 105 Reykjavík
3.
Háskóli Íslands, Vísindagarðar,
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga ASK arkitekta, dags. 30. nóv. 2001, að breytingu á deiliskipulagi lóðar Háskóla Íslands, vegna þekkingarþorps. Tillagan var í auglýsingu frá 11. janúar til 8. febrúar, athugasemdafrestur var til 22. febrúar 2002. Athugasemdabréf bárust frá Norræna húsinu, dags. 14.02.02, íbúum Oddagötu 4, dags. 10.02.02, Baldri Símonarsyni, f.h. 44 íbúa við Oddagötu og Aragötu, dags. 22.02.02, Náttúruvernd ríkisins, dags. 22.02.02 og Kjartani Bollasyni, Fálkagötu 14, dags. 22.02.02. Einnig lögð fram samantekt Borgarskipulags um athugasemdir, dags. 25.02.02 og bréf umferðardeildar, dags. 01.03.02.
Frestað.

Umsókn nr. 20031 (01.25.20)
471293-2109 Tekton ehf
Háteigsvegi 7 105 Reykjavík
4.
Laugavegur 180, hækkun
Lagt fram bréf Tekton ehf, dags. 13.02.02, varðandi hækkun hússins á lóðinni nr. 180 við Laugaveg. Einnig lagður fram 6. liður fundargerðar embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 08.02.02 og umsögn Borgarskipulags, dags. 01.02.02.
Frestað.

Umsókn nr. 20082 (01.18.11)
5.
Þórsgötureitur, deiliskipulag
Lögð fram forsögn skipulagsfulltrúa, dags. 28.02.02, að Þórsgötureit, sem markast af Þórsgötu, Týsgötu, Lokastíg og Baldursgötu.
Forsögn skipulagsfulltrúa samþykkt.

Umsókn nr. 20061 (04.11)
631190-1469 Byggingafélag námsmanna
Hverfisgötu 105 101 Reykjavík
6.
Kristnibraut 91-93,
Lagt fram bréf Byggingafélags námsmanna, dags. 14.02.02 ásamt tillögu Arkís, dags. 13.02.02 að nýjum námsmannaíbúðum að Kristnibraut 91-93 í Grafarholti.
Jákvætt að unnin verði tillaga að breytingu á deiliskipulagi í samæmi við framlagða tillögu Arkís.
Guðmundur Haraldsson sat hjá við afgreiðslu málsins.


Umsókn nr. 20062 (01.37)
521286-1569 Íþrótta- og tómstundaráð Rvíkur
Fríkirkjuvegi 11 101 Reykjavík
7.
Laugardalur, íþrótta- og sýningarhöll,
Lagt fram bréf Íþrótta- og tómstundaráðs, dags. 15.02.02, ásamt tillögum og greinargerð, dags. 10.01.02, að íþrótta- og sýningarhöll við Laugardalshöll. Einnig lagðir fram minnispunktar hverfisstjóra og umhverfisstjóra.
Kynnt.

Umsókn nr. 20017 (01.17.01)
8.
Reitur 1.170.1 og 1.170.2, Lækjargata/Bankastr./Þingholtsstr./Amtmannsst.
Lögð fram að nýju tillaga Batterísins ehf arkitekta, að deiliskipulagi fyrir staðgreinireiti 1.170.1 og 1.170.2, sem afmarkast af Lækjargötu, Bankastræti, Þingholtsstræti og Amtmannsstíg, dags. 08.01.02, ásamt drögum að greinargerð og skilmálum, dags. 16.01.02. Einnig lagt fram bréf menningarmálanefndar, dags. 21.02.02 og umsögn Árbæjarsafns, dags. 20.02.02.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu að deiliskipulagi.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 20016 (01.17.03)
9.
Reitur 1.170.3, Bankastræti/Ingólfsstr./Amtmannsst./Þingholtsstr.
Lögð fram að nýju tillaga Batterísins ehf arkitekta, að deiliskipulagi fyrir staðgreinireit 1.170.3, sem afmarkast af Bankastræti, Ingólfsstræti, Amtmannsstíg og Þingholtsstræti, dags. 08.01.02, ásamt drögum að greinargerð og skilmálum, dags. 16.01.02. Einnig lagt fram bréf menningarmálanefndar, dags. 21.02.02 og umsögn Árbæjarsafns, dags. 20.02.02
Samþykkt með þremur atkvæðum að auglýsa framlagða tillögu að deiliskipulagi.
Vísað til borgarráðs.
Steinunn V. Óskarsdóttir, Kristján Guðmundsson og Gunnar L. Gissurarson sátu hjá við afgreiðslu málsins.
Steinunn V. Óskarsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun:
Ég er þeirrar skoðunar að æskilegra væri að halda lóðinni nr. 9 við Þingholtsstræti auðri. Full þörf er á andrými í þessari þéttu byggð en litlir garðar og græn svæði eru mjög mikilvæg á þessu svæði.


Umsókn nr. 10400 (01.17.13)
10.
Reitur 1.171.3, Laugavegur/Bergstaðastræti/Skólavörðust.
Lögð fram að nýju tillaga Teiknistofu Arkitekta að deiliskipulagi reits 1.171.3, sem afmarkast af Laugavegi, Bergstaðastræti og Skólavörðustíg, dags. 12.12.01, ásamt skilmálum dags. 9. janúar 2002. Einnig lagt fram bréf menningarmálanefndar, dags. 21.02.02 og umsögn Árbæjarsafns, dags. 20.02.02.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu að deiliskipulagi.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 24629
11.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 193 frá 5. mars 2002.
Jafnframt lagður fram liður nr. 24 frá 19. febrúar 2002.


Umsókn nr. 24597 (05.13.440.1)
270864-3259 Viðar Marinósson
Laufrimi 35 112 Reykjavík
12.
Gvendargeisli 76, Einbýli m. bílg.
Sótt er um leyfi til að byggja einlyft, steinsteypt íbúðarhús, slétthúðað og kvarsað að utan, með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 76 við Gvendargeisla.
Stærð: Íbúð 190,7 ferm., bílgeymsla 50,6 ferm., samtals 241,3 ferm., 902,9 rúmm.
Gjald kr. 4.800 + 44.491
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 24163 (01.22.211.7)
260551-4189 Ragnar Hauksson
Hverfisgata 123 105 Reykjavík
13.
Hverfisgata 123, breyting inni og úti
Sótt er um leyfi til að breyta íbúð á annarri og þriðju hæð (þakhæð) hússins nr. 123 við Hverfisgötu í tvær sjálfstæðar íbúðir eins og var fyrir samþykkt byggingarnefndar frá 11. júlí 1996. Jafnframt verði undirgangi breytt í anddyri og geymslu og komið fyrir sjálfstæðri íbúð á fyrstu hæð.
Samþykki meðeigenda ódags. og umsögn skipulagsfulltrúi dags. 8. janúar 2001 og umsögn forstöðumanns stjórnsýslu- og lögfræðisviðs fylgja erindinu.
Gjald kr. 4.100
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Fyrirvari er gerður um lagnir Orkuveitunnar.


Umsókn nr. 24598 (04.11.370.2)
260442-4579 Guðmundur Ó Þórðarson
Seiðakvísl 32 110 Reykjavík
14.
8">Jónsgeisli 39, einbýlishús
Sótt er um leyfi til að byggja tvílyft steinsteypt einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 39 við Jónsgeisla.
Stærð: Íbúð 210,2 ferm., bílgeymsla 25,3 ferm., samtals 235,5 ferm., 760 rúmm.
Gjald kr. 4.800 + 37.872
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 24254 (01.78.860.1)
601299-4889 Gígant ehf
Suðurhlíð 38 105 Reykjavík
15.
Suðurhlíð 38, Fjölbýlishús m. 46 íb.
Sótt er um leyfi til þess að byggja stallað fjögurra hæða steinsteypt fjölbýlishús með 46 íbúðum og bílageymslukjallara fyrir 79 bíla á lóðinni nr. 38 við Suðurhlíð.
Skýrsla um brunahönnun dags. 27. nóvember 2001 fylgir erindinu.
Stærð xx
Gjald kr. 4.800 + xx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 10070
16.
Afgreiðslufundir Skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar Skipulagsstjóra Reykjavíkur frá 22. febrúar 2002.


Umsókn nr. 20090
17.
Skipulagsfulltrúi,
Sviðsstjóri greindi frá því að borgarráð hefði á fundi sínum þann 5. mars s.l., staðfest tillögu skipulags- og byggingarnefndar um ráðningu Helgu Bragadóttur í starf skipulagsfulltrúa.
Kynnt.

Umsókn nr. 10283 (04.3)
450599-3529 Fasteignafélagið Stoðir hf
Ármúla 13 108 Reykjavík
060457-4769 Sigmar A Steingrímsson
Hraunbær 120 110 Reykjavík
460886-1399 AM PRAXIS sf
Sigtúni 42 105 Reykjavík
18.
Bæjarháls, Hraunbær, miðsvæði
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 19. febrúar 2002 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 13. s.m. um breytt deiliskipulag lóða við Hraunbæ.


Umsókn nr. 10209 (02.87.60)
430389-1149 Logafold 22,húsfélag
Logafold 22 112 Reykjavík
19.
Fjörgyn, Grafarvogskirkja, bílastæði
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 26. febrúar 2002 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 20. s.m. um auglýsingu deiliskipulags vegna gerðar bílastæða við Grafarvogskirkju.


Umsókn nr. 10132 (04.1)
20.
Grafarlækur-Stekkjarmóar-Djúpidalur, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 12. febrúar 2002 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 6. þ.m. um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi við Grafarlæk, Stekkjarmóa og Djúpadal.


Umsókn nr. 55 (02.0)
21.
Gufunes, dælustöð
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 26. febrúar 2002 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 16. f.m. um dælustöð í Gufunesi.


Umsókn nr. 20050 (01.15.32)
22.
Hverfisgata 73, niðurfelling á kvöð um gangrétt
Lagt fram bréf Sigurðar G. Tómassonar, dags. 08.02.02, varðandi ósk um niðurfellingu á kvöð um gangrétt. Einnig lögð fram tillaga Teiknistofunnar Skólavörðustíg 28 að breytingu á deiliskipulagi Skúlagötusvæðis.
Frestað.

Umsókn nr. 10416 (01.17.00)
23.
Laugavegur 3, notkun
Lagt fram að nýju bréf AM Praxis f.h. Félagsíbúða iðnnema, dags. 10.01.02, þar sem krafist er að byggingarleyfi vegna breyttrar starfsemi að Laugavegi 3 verði fellt úr gildi. Einnig lagt fram bréf Friðriks Weisshappel, dags. 08.02.02 og bréf AM Praxis, dags. 12.02.02 og 18.02.02.
Frestað.

Umsókn nr. 20037 (01.17.30)
701265-0339 Teiknistofan Óðinstorgi sf
Óðinsgötu 7 101 Reykjavík
501170-0119 Bílastæðasj Reykjavíkurborgar
Hverfisgötu 14 101 Reykjavík
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
24.
Laugavegur 59, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 19. febrúar 2002 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 13. s.m. um auglýsingu tillögu að breytingu á deiliskipulagi vegna lóðar nr. 59 við Laugaveg.


Umsókn nr. 10228 (01.19.01)
660298-2319 Teiknistofan Tröð ehf
Hávallagötu 21 101 Reykjavík
25.
">Njálsgötureitur, deiliskipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 19. febrúar 2002 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 13. s.m. um auglýsingu tillögu að deiliskipulagi vegna Njálsgötureits, sem afmarkast af Njálsgötu, Vitastíg, Grettisgötu og Njálsgötu.


Umsókn nr. 552
26.
Skipulags- og byggingarnefnd,
Lögð fram bréf borgarstjóra f.h. borgarstjórnar um samþykkt borgarstjórnar 21. febrúar 2002 á B-hluta fundargerðar skipulags- og byggingarnefndar frá 6. og 13. febrúar 2002.


Umsókn nr. 10238
621097-2109 Zeppelin ehf
Síðumúla 20 108 Reykjavík
620692-2129 Íbúasamtök Grafarvogs
Logafold 1 112 Reykjavík
27.
Sóleyjarimi 1, lóð Landssímans, lóð Landssímans í Rimahverfi
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 19. febrúar 2002 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 13. s.m. um auglýsingu tillögu að deiliskipulagi lóðar Landssímans í Gufunesi ásamt tillögu að breytingu á aðalskipulagi.


Umsókn nr. 24633 (01.18.400.8)
28.
Spítalastígur 4B, Kæra
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 7. nóvember 2001, móttekið hjá embætti byggingarfulltrúa þann 25. febrúar 2002, þar sem fyrirtækið Fugl og fiskur ehf., kærir ákvörðun skipulags- og byggingarnefndar frá 30. maí 2001 um staðsetningu skilveggjar milli séreignar Fugls og fiskjar ehf., og sameignar í húsinu nr. 4B við Spítalastíg.
Jafnframt lögð fram greinargerð forstöðumanns fjármála- og rekstradeildar dags. 4. mars 2002.
Greinargerð forstöðumanns fjármála- og rekstrar dags. 4. mars 2002 samþykkt.

Umsókn nr. 481 (01.78.6)
590187-1359 JVS ehf
Suðurhlíð 38 105 Reykjavík
430289-1529 Úti og inni sf
Þingholtsstræti 27 101 Reykjavík
451295-2099 Íbúasamtök Suðurhlíða
Birkihlíð 30 105 Reykjavík
29.
Suðurhlíð 38, deiliskipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 19. febrúar 2002 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 16. janúar s.l. um breytingu á aðalskipulagi vegna lóðar nr. 38 við Suðurhlíð. Jafnframt var samþykkt bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 30. s.m. um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar og lagt fram minnisblað fundarritara frá fundi 11. þ.m. í Öskjuhlíðarskóla með íbúum vegna málsins.


Umsókn nr. 23715 (01.21.630.3)
490269-3479 Esjuberg hf
Sætúni 8 105 Reykjavík
30.
Sætún 8, áður gerðar byggingar
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 26. febrúar 2002 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 20. s.m. um byggingarleyfi vegna áður gerðra bygginga við Sætún.


Umsókn nr. 24640 (02.57.510.3)
31.
Gylfaflöt 5, Stöðvun framkvæmda
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 4. mars 2002 þar sem stöðvaðar eru óleyfisframkvæmdir í húsinu á lóðinni nr. 5 við Gylfaflöt.
Stöðvun byggingarfulltrúa staðfest.