Hlíðarendi, Knattspyrnufélagið Valur, Fjörgyn, Grafarvogskirkja, Kjalarnes, Klébergsskóli, Kjalarnes, Skógarás, Grafarholt, Höfuðborgarsvæðið, svæðisskipulag, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Gvendargeisli 36, Laugateigur 58, Sætún 8, Álfheimar 74, Gvendargeisli 38, Afgreiðslufundir Skipulagsstjóra Reykjavíkur, Fyrirspurn , Hverfa- og gatnaheiti, Hönnunarviðurkenningar 2002, Landspítali Háskólasjúkrahús, Skipulags- og byggingarnefnd, Skipulags- og byggingarnefnd, Staðbundin byggingarsamþykkt,

Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. reglugerð nr. 661/2000

63. fundur 2002

Ár 2002, miðvikudaginn 20. febrúar kl. 09:00, var haldinn 63. fundur skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3, 4. hæð. Viðstaddir voru: Árni Þór Sigurðsson, Óskar Bergsson, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Tómas Waage, Inga Jóna Þórðardóttir, Kristján Guðmundsson og áheyrnarfulltrúinn Ásgeir Harðarson. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Salvör Jónsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Þórhildur Lilja Ólafsdóttir, Þórarinn Þórarinsson og Sigríður K. Þórisdóttir. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Helga Guðmundsdóttir, Ingibjörg R. Guðlaugsdóttir, Stefán Hermannsson og Helga Bragadóttir. Fundarritari var Ívar Pálsson.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 980691 (01.6)
670269-2569 Knattspyrnufélagið Valur
Laufásvegi Hlíðarenda 101 Reykjavík
1.
Hlíðarendi, Knattspyrnufélagið Valur, skipulag
Lögð fram forsögn að deiliskipulagi Hlíðarenda, dags. febrúar 2002.

Gunnar L. Gissurarson tók sæti á fundinum kl. 9:15

Samþykkt að unnin verði tillaga að deiliskipulagi á grundvelli forsagnarinnar með þeim breytingum sem fram komu á fundinum varðandi bílastæði og landnotkun.
Vísað til borgrráðs.


Umsókn nr. 10209 (02.87.60)
430389-1149 Logafold 22,húsfélag
Logafold 22 112 Reykjavík
2.
Fjörgyn, Grafarvogskirkja, bílastæði
Lagt fram að nýju bréf íbúa við Logafold 20-22, dags. 04.04.01, varðandi bílastæði við Grafarvogskirkju ásamt tillögu Landmótunar að breytingu á deiliskipulagi, dags. 17.12.01. Einnig lagt fram bréf hverfisnefndar Grafarvogs, dags. 06.02.02.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu að deiliskipulagi.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 10407
3.
Kjalarnes, Klébergsskóli, leikskólalóð
Lögð fram tillaga, dags. 08.02.02, að deiliskipulagi leikskólalóðar í Grundahverfi, Kjalarnesi, ásamt tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Kjalarness 1990-2010.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu að deiliskipulagi og breytingu á Aðalskipulagi Kjalarness 1990-2010.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 20036
210651-3819 Einar Ingimarsson
Heiðargerði 38 108 Reykjavík
4.
Kjalarnes, Skógarás, vélageymsla
Lögð fram tillaga Einars Ingimarssonar arkitekts, dags. 22.01.02, að afmörkun spildu úr Saurbæjarlandi fyrir vélageymslu.
Frestað.

Umsókn nr. 990382 (04.1)
5.
Grafarholt, deiliskipulag austurhluti
Lögð fram tillaga Borgarskipulags, dags. 15.02.02, að fjölgun íbúða á austurhluta Grafarholts.
Samþykkt að unnin verði tillaga að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við framlagða tillögu. Jafnframt verði skoðað með lóðir fyrir ódýrari íbúðir og fyrirkomulag húsa nyrst á svæðinu með tilliti til fjölda íbúða á hverja lyftu.

Umsókn nr. 99
6.
Höfuðborgarsvæðið, svæðisskipulag,
Lögð fram drög að viðbrögðum samvinnunefndar við innsendum athugasemdum ódags. ásamt drögum að greinargerð vegna athugasemda við auglýsta tillögu að svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins dags. 13. febrúar 2002.
Kynnt.

Umsókn nr. 24594
7.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 191 frá 19. febrúar 2002 án liðar 24.
Jafnframt lagðir fram liðir nr. 37 og 38 frá 22. janúar 2002.


Umsókn nr. 24536 (05.13.540.8)
260747-2909 Hafsteinn M Guðmundsson
Stekkjarberg 2 221 Hafnarfjörður
8.
Gvendargeisli 36, Einbýlishús m. bílg.
Sótt er um leyfi til þess að byggja einlyft steinsteypt einbýlishús með innbyggðri tvöfaldri bílgeymslu á lóð nr. 36 við Gvendargeisla.
Stærð: Íbúð 174 ferm., bílgeymsla 38,7 ferm., samtals 212,7 ferm., 824,3 rúmm.
Gjald 4.800 +39.566
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 23447 (01.36.520.8)
170945-4259 Hávarður Emilsson
Danmörk
9.
Laugateigur 58, Nýr kvistur og stækkun annarra
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 10. 01.02, þar sem sótt er um leyfi til að byggja nýjan kvist á norðurþaki og stækka þrjá kvisti sem fyrir eru á þaki hússins nr. 58 við Laugateig, samkv. uppdr. Brynjars Daníelssonar bygg.fr., dags. í apríl 2001, síðast br. 15.08.01. Umsögn Borgarskipulags vegna fyrirspurnar dags. 29. maí 2001, útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 1. júní 2001, samþykki meðlóðarhafa dags. 17. des. 2001, fax meðeiganda dags. 18. des. 2001 fylgir erindinu. Málið var í grenndarkynningu frá 16. janúar til 14. febrúar 2002. Engar athugasemdir bárust.
Stærðaraukning: 42.4 rúmm.
Gjald kr. 4.100 + 1.734
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 23715 (01.21.630.3)
490269-3479 Esjuberg hf
Sætúni 8 105 Reykjavík
10.
Sætún 8, áður gerðar byggingar
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 30.01.02, þar sem sótt er um leyfi fyrir ósamþykktum byggingarhlutum, matshluta 05 og matshluta 06, sem byggðir voru í kringum 1962 á lóðinni nr. 8 við Sætún., samkv. uppdr. Gunnlaugs Ó. Johnson arkitekts, dags. 18.04.01, síðast breytt 22.01.02.
Yfirlýsing Sætúns hf dags. 1. nóv. 2001 fylgir erindinu.
Stærðir mathl. 05: 142,2 ferm. og 595,9 rúmm.
Stærðir marshl. 06: 73,4 ferm. og 305,5 rúmm.
Samtals 215,6 ferm. og 901,4 rúmm.
Gjald kr. 4.100 + 36.957
Afgreiðslu málsins frestað með vísan til 6. mgr. 43. gr. skipulags-og byggingarlaga þar sem verið er að vinna deiliskipulag af svæðinu. Skoða skal erindið við þá vinnu.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 24534 (01.43.430.1)
430487-2139 Húsfélagið Glæsibæ
Skipholti 50d 105 Reykjavík
11.
Álfheimar 74, nýbygging og breytingar
Sótt er um leyfi til þess að breyta og byggja við 1. hæð verslunar- og þjónustumiðstöðvarinnar Glæsibæjar í norður og vestur, byggja léttbyggða inndregna hæð ofan á núverandi 2. hæð, þriggja hæða opna bifreiðageymslu fyrir 365 bíla við vesturhlið og þriggja til átta hæða nýbyggingu úr steinsteypu einnangraða að utan og klædda með álplötum og sedrusvið vestast á lóðinni nr. 74 við Álfheima.
Bréf hönnuðar dags. 12. febrúar 2002, brunahönnun VSI dags. 7. febrúar 2002 ásamt byggingarlýsingu hönnuðar og lagnahönnuðar (VGK) fylgja erindinu.
Stærð: Stækkun 1. hæðar núverandi húss 644 ferm., 3. hæðin 699 ferm., samtals 1343 ferm., 5807 rúmm. Nýbygging kjallari 301 ferm., 2. hæð 1033,8 ferm. 2. hæð 979,5 ferm., 3. hæð 1477,5 ferm., 4. hæð 1212,5 ferm., 5. hæð 1196,6 ferm., 6. hæð 892,3 ferm., 7. hæð 876,4 ferm., 8. hæð 586,1 ferm., samtals 8555,7 ferm., 29728,2 rúmm. Bifreiðageymsla, tæknirými 40,2 ferm., 146,1 rúmm., (bílastæði 11000 ferm., 22841 rúmm.)
Gjald kr. 4.800 + 2.809.070
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Óskar Bergsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.


Umsókn nr. 24511 (05.13.620.1)
241262-5109 Þórður Antonsson
Mosarimi 39 112 Reykjavík
12.
Gvendargeisli 38, (fsp) einbýlishús
Spurt er hvort leyft yrði að byggja tvílyft einbýlishús með steinsteyptri 1. hæð og léttbyggðri 2. hæð í líkingu við fyrirliggjandi uppdrætti.
Neikvætt.
Með vísan til athugasemda á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 10070
13.
Afgreiðslufundir Skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar Skipulagsstjóra Reykjavíkur frá 15. febrúar 2002.


Umsókn nr. 20003
14.
Fyrirspurn , Inga Jóna Þórðardóttir
Á fundi skipulags- og byggingarnefndar 13.02.02 óskaði Inga Jóna Þórðardóttir eftir því að nefndinni yrði gerð grein fyrir kynningu og auglýsingu á tillögu að Aðalskipulagi Reykjavíkur. Lagt fram yfirlit yfir kynningu og auglýsingu á tillögu að Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024.
Kynnt. Embættinu falið að birta auglýsingu þar sem minnt skal á athugasemdafrest vegna kynningar á aðalskipulagi.

Umsókn nr. 24561
15.
Hverfa- og gatnaheiti,
Kynnt drög að nafngiftum hverfa og gatna á nýbyggingarsvæðum dags. 19.02.2002.


Umsókn nr. 24560
16.
Hönnunarviðurkenningar 2002,
Lögð fram svohljóðandi tillaga formanns skipulags- og byggingarnefndar um skipun vinnuhóps vegna hönnunarviðurkenninga nefndarinnar vorið 2002.
Nefndina skipi: Formaður, Óskar Bergsson, Einar Daníel Bragason og Gunnar L. Gissurarson, óskað verði eftir tilnefningu frá AÍ um einn fulltrúa í nefndina. Ráðgjafar nefndarinnar verði tveir, borgararkitekt og einn tilnefndur af byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 10478 (01.19.8)
17.
Landspítali Háskólasjúkrahús, framtíðarskipulag og uppbygging
Lagt fram til kynningar nefndarálit starfsnefndar heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra vegna framtíðarskipulags Landspítala - háskólasjúkrahúss, dags. í janúar 2002.
Magnús Pétursson og Ingólfur Þórisson kynntu.

Umsókn nr. 552
18.
Skipulags- og byggingarnefnd,
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarstjórnar um samþykkt borgarstjórnar 7. febrúar 2002 á B-hluta fundargerðar skipulags- og byggingarnefndar frá 16. janúar s.l. Borgarstjórn samþykkti að fresta 16. lið afgreiðslufundar byggingarfulltrúa frá 15. janúar s.l. varðandi Laugaveg 7.


Umsókn nr. 552
19.
Skipulags- og byggingarnefnd,
Lögð fram bréf borgarstjóra f.h. borgarstjórnar um samþykkt borgarstjórnar 7. febrúar 2002 á B-hluta fundargerðar skipulags- og byggingarnefndar frá 23. og 30. janúar s.l.



Umsókn nr. 24562
20.
Staðbundin byggingarsamþykkt,
Kynnt drög að staðbundinni byggingarsamþykkt um hljóðvist og loftræsingu í atvinnuhúsnæði í Reykjavík.