Aðalskipulag Reykjavíkur, Höfuðborgarsvæðið, svæðisskipulag, Kjalarnes, vistvæn íbúðabyggð, Teigagerði, Grjótaþorp, Lindargata 60, Suðurhlíð, dreifistöð, Suðurhlíð 38, Fjörgyn, Grafarvogskirkja, Gufunes, Þorláksgeisli 6-22, Elliðaárdalur, settjarnir, Reitur 1.170.3, Reitur 1.170.1 og 1.170.2, Skuggahverfi, Eimskipafélagsreitir, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Gvendargeisli 20-28, Gvendargeisli 44-52, Klettháls 11, Prestastígur 7, Gvendargeisli 56, Gylfaflöt 16, Afdrif mála árið 2001, Afgreiðslufundir Skipulagsstjóra Reykjavíkur, Húsverndarsjóður Reykjavíkur, Húsverndarsjóður Reykjavíkur, Krókur - Kjalarnesi, Laugavegur 3, Ráðning sviðsstjóra skipulags-og byggingarsviðs, Skildinganes 49, Skipasund 9 , Verslun á höfuðborgarsvæðinu, Tónlistarhús/Ráðstefnumiðstöð/Hótel, Skipulags- og byggingarsvið,

Skipulags- og byggingarnefnd

58. fundur 2002

Ár 2002, miðvikudaginn 16. janúar kl. 09:05, var haldinn 58. fundur skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3, 4. hæð. Viðstaddir voru: Árni Þór Sigurðsson, Óskar Bergsson, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Tómas Waage, Júlíus Vífill Ingvarsson, Gunnar L Gissurarson og Kristján Guðmundsson. Fundarritari var Ívar Pálsson.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 523
1.
Aðalskipulag Reykjavíkur, Aðalskipulag Reykjavíkur 2001-2024
Lögð fram tillaga að Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024 með breytingum samkv. samþykkt borgarstjórnar 20.12.01. Einnig lögð fram umsögn Skipulagsstofnunar, dags. 8.01.02 við tillögu að Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024. Jafnframt lagðar fram athugasemdir skipulags- og byggingarsviðs við umsögnina, dags. 14.01.02.
Kynnt.

Umsókn nr. 99
2.
Höfuðborgarsvæðið, svæðisskipulag,
Lagðar fram athugasemdir skipulags- og byggingarsviðs dags. 14.01.02 við tillögu að svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins.
Samþykkt.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 525
3.
Kjalarnes, vistvæn íbúðabyggð,
Kynntar hugmyndir um opið þing um vistvæna byggð á Kjalarnesi sem haldið verður þann 26. janúar 2002.


Umsókn nr. 10115
041061-3409 Lárus Sumarliði Marinusson
Teigagerði 3 108 Reykjavík
4.
Teigagerði, deiliskipulag
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi reits sem afmarkast af Breiðagerði, lóð Breiðagerðisskóla, Hæðargarði að hluta og Grensásvegi að hluta, dags. í janúar 2002
Samþykkt að kynna tillögunar fyrir hagsmunaaðilum á svæðinu.

Umsókn nr. 154
500591-2189 Teiknistofan Skólavörðust 28 sf
Skólavörðustíg 28 101 Reykjavík
5.
Grjótaþorp, deiliskipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 15.11.01, frá fundi borgarstjórnar sama dag, varðandi verndun fornminja á horni Aðalstrætis og Túngötu. Einnig lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 19. júní 2001 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 13. s.m. um auglýsingu breytingar deiliskipulags Grjótaþorps, sbr. samþykkt nefndarinnar frá 16. f.m. Einnig lagt fram minnisblað Borgarskipulags, dags. 19. þ.m., varðandi breytingar á tillögunni. Borgarráð samþykkti að auglýsa skipulagið með nokkrum breytingum, sbr. minnisblað Borgarskipulags. Jafnframt lögð fram greinargerð og uppdr. Teiknistofunnar Skólavörðustíg 28 sf, dags. 1. júlí 2001. Málið var í auglýsingu frá 6. júlí til 3. ágúst, athugasemdafrestur var til 17. ágúst 2001. Athugasemdabréf bárust frá 12 aðilum. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags 28.08.01, ný tillaga Teiknistofunnar Skólavörðustíg 28, að breyttu deiliskipulagi Grjótaþorps, ásamt bréfi dags. 15.01.02.
Frestað.

Umsókn nr. 10472 (01.15.32)
691100-2940 Innréttingarnar ehf
Kringlunni 8-12 103 Reykjavík
6.
Lindargata 60, flutningshús
Lagt fram bréf Ragnars Atla Guðmundssonar f.h. Innréttinganna ehf, dags. 19.12.01, varðandi flutning húss af lóðinni Aðalstræti 14 á lóðina nr. 60 við Lindargötu.
Jákvætt. Umsækjanda bent á að vinna þarf tillögu að breytingu á deiliskipulagi.

Umsókn nr. 10455 (01.78)
551298-3029 Orkuveita Reykjavíkur
Suðurlandsbraut 34 108 Reykjavík
7.
Suðurhlíð, dreifistöð, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga Arkitekta, Ægisgötu 4, dags. 14.12.01, að breytingu á deiliskiplagi á lóð í Suðurhlíðum austan við Fossvogskirkjugarð vegna smádreifistöðvar Orkuveitu Reykjavíkur.
Framlögð deiliskipulagstillaga samþykkt.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 481 (01.78.6)
590187-1359 JVS ehf
Suðurhlíð 38 105 Reykjavík
430289-1529 Úti og inni sf
Þingholtsstræti 27 101 Reykjavík
451295-2099 Íbúasamtök Suðurhlíða
Birkihlíð 30 105 Reykjavík
8.
Suðurhlíð 38, deiliskipulag
Að loknum framlengdum athugasemdafresti frá 12. til 17. des. 2001, er lögð fram að nýju tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 1996-2016 varðandi lóðina nr. 38 við Suðurhlíð dags. Athugasemdabréf bárust frá Steinþóri Pálssyni, Birkihlíð 9, dags. 13.12.01, Skarphéðni P. Óskarssyni, Víðihlíð 1, dags. 13.12.01, Maríu B. Johnson, Víðihlíð 30, dags. 14.12.01, Torfa H. Ágústssyni, Suðurhlíð 35, dags. 15.12.01, Eiríki Steingrímssyni, Víðihlíð 31, dags. 16.12.01, Jórunni Erlu Eyfjörð, Víðihlíð 14, dags. 16.12.01, Þorsteini Karlssyni, Birkihlíð 11, dags. 17.12.01, Kristínu H. Traustadóttur og Jóni Ingimarssyni, Reynihlíð 8, dags. 17.12.01, Albínu Thordarson, Víðihlíð 45, mótt. 17.12.01. Torfa H. Ágústssyni f.h Gesthús Dúna, dags. 16.12.01, Torfa H. Ágústssyni, Suðurhlíð 35, dags. 15.12.01, Margréti Jónsdóttur, Suðurhlíð 35, dags. 17.12.01, undirskriftalisti með nöfnum 107 íbúa í Suðurhlíðum, dags. 16.12.01, Lilju Oddsdóttur, Birkihlíð 38, dags. 16.12.01, Stefáni H. Brynjólfssyni, Víðihlíð 2, dags. 18.12.01, Svövu Þorsteinsdóttur, Víðihlíð 2, dags. 18.12.01. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags um athugasemdir, dags. 24.09.01, breytt 7. janúar 2002. Ennfremur lagt fram bréf Frjálsa fjárfestingabankans hf, dags. 27.12.01.
Auglýst breyting á aðalskipulagi samþykkt.
Vísað til borgarráðs.

Júlíus Vífill Ingvarsson lagði fram svohljóðandi tillögu:
Lagt er til að umhverfis- og tæknisvið skoði mögulega loftmengun við gangnamunna fyrirhugaðra gangna, sunnan lóðarinnar.
Samþykkt.


Umsókn nr. 10209 (02.87.60)
430389-1149 Logafold 22,húsfélag
Logafold 22 112 Reykjavík
9.
Fjörgyn, Grafarvogskirkja, bílastæði
Lagt fram íbúa við Logafold 20-22, dags. 04.04.01, varðandi bílastæði við Grafarvogskirkju ásamt tillögu Landmótunar að breytingu á deiliskipulagi, dags. 17.12.01.
Vísað til umsagnar hverfisnefndar Grafarvogs.

Umsókn nr. 55 (02.0)
10.
Gufunes, dælustöð
Lagt fram að nýju bréf gatnamálastjóra dags. 20.12.01 varðandi staðsetningu og afmörkun lóðar skolpdælustöðvar sunnan og vestan lóðar Sorpu í Gufunesi skv. uppdr.VST dags. 20.12.01
Samþykkt.
Vísað til borgarráðs að undangenginni umsögn umhverfis- og heilbrigðisnefndar, einkum hvað varðar mögulega lyktarmengun.


Umsókn nr. 10493 (04.1)
420299-2069 Arkitektar Skógarhlíð ehf
Skógarhlíð 18 105 Reykjavík
11.
Þorláksgeisli 6-22,
Lögð fram tillaga Páls Gunnlaugssonar arkitekts að breytingu á deiliskipulagi við Þorláksgeisla 6-22, dags. 08.01.02.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 20012
12.
Elliðaárdalur, settjarnir, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga Landslags ehf, dags. 04.01.02, að breytingu á deiliskipulagi vegna settjarna í Elliðaárdal. Einnig lagt fram bréf Árbæjarsafns, dags. 07.01.02.
Frestað.

Umsókn nr. 20016 (01.17.03)
13.
Reitur 1.170.3, Bankastræti/Ingólfsstr./Amtmannsst./Þingholtsstr.
Lögð fram tillaga Batterísins ehf arkitekta, að deiliskipulagi fyrir staðgreinireit 1.170.3, sem afmarkast af Bankastræti, Ingólfsstræti, Amtmannsstíg og Þingholtsstræti, dags. 08.01.02, ásamt drögum að greinargerð og skilmálum, dags. 10.01.02.
Frestað. Vísað til umsagnar menningarmálanefndar.

Umsókn nr. 20017 (01.17.01)
14.
Reitur 1.170.1 og 1.170.2, Lækjargata/Bankastr./Þingholtsstr./Amtmannsst.
Lögð fram tillaga Batterísins ehf arkitekta, að deiliskipulagi fyrir staðgreinireiti 1.170.1 og 1.170.2, sem afmarkast af Lækjargötu, Bankastræti, Þingholtsstræti og Amtmannsstíg, dags. 08.01.02, ásamt drögum að greinargerð og skilmálum, dags. 10.01.02.
Frestað. Vísað til umsagnar menningarmálanefndar.

Umsókn nr. 109 (01.15.2)
510169-1829 Eimskipafélag Íslands hf
Pósthússtræti 2 101 Reykjavík
681272-0979 VSÓ Ráðgjöf ehf
Borgartúni 20 105 Reykjavík
15.
Skuggahverfi, Eimskipafélagsreitir, deiliskipulag
Leiðrétt bókun frá fundi skipulags- og byggingarnefndar 17.12.01. Bókað var að kynna ætti tillöguna fyrir hagsmunaaðilum, en bóka átti að samþykkt væri að auglýsa tillöguna til kynningar.
Samþykkt.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 24356
16.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 186 frá 15. janúar 2002.


Umsókn nr. 24339 (05.13.510.1)
490996-2499 ÁF-hús ehf
Hæðasmára 6 200 Kópavogur
17.
Gvendargeisli 20-28, Fjölbýlishús m. 15 íb. og 15 bílg.
Sótt er um leyfi til þess að byggja þriggja hæða steinsteypt fjölbýlishús með 15 íbúðum ásamt bílgeymslukjallara fyrir 15 bíla , hluti útveggja hússins verður úr timbri á lóð nr. 20-28 við Gvendargeisla.
Stærð: Bílgeymslukjallari xxx ferm., Íbúð.
Gjald kr. 4.800 +
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 24144 (05.13.430.1)
490996-2499 ÁF-hús ehf
Hæðasmára 6 200 Kópavogur
18.
Gvendargeisli 44-52, fjölbýlishús m. 15 íb.
Sótt er um leyfi til þess að byggja þriggja hæða steinsteypt fjölbýlishús með 15 íbúðum ásamt bílgeymslukjallara fyrir 15 bíla, hluti útveggja hússins verður úr timbri á lóð nr. 44-52 við Gvendargeisla.
Stærð: Bílgeymslukjallari 736,5 ferm., íbúð 1. hæð 582,2 ferm., 2. hæð 627 ferm., 3. hæð 627 ferm., samtals 2572,7 ferm., 7191,6 rúmm.
Gjald kr. 4.100 + 294.856
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 23904 (04.34.640.1)
450194-2399 Bílfang ehf
Malarhöfða 2 110 Reykjavík
19.
Klettháls 11, nýtt atv.húsn. og bráðabirgðahús
Með vísun til bréfs umsækjanda dags. 7. jan. 2002 er að nýju sótt um leyfi til að byggja bráðabirgðahús úr timbri á lóðinni nr. 11 við Klettháls. Húsið verði byggt á undirstöðum sem auðvelt er að fjarlægja og verði fjarlægt innan þriggja ára.
Bréf lóðarhafa dags. 5. okt. 2001 fylgir erindinu. Jafnframt lagt fram afrit af bráðabirgðaleigusamning og minnisblað borgarverkfræðings dags. 15. janúar 2002.
Stærðir: 51,8 ferm. og 160,1 rúmm.
Gjald kr. 4.100 + 6.564
Frestað.
Bráðabirgðaleigusamningi vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 24316 (04.13.310.5)
580489-1259 Mótás hf
Stangarhyl 5 110 Reykjavík
20.
Prestastígur 7, sameignahús
Sótt er um leyfi til þess að byggja steinsteypt sameignahús með geymslukjallara undir hluta og samkomusal á hæðinni allt einangrað að utan og klætt meðljósgrárri álklæðningu á lóð nr. 7 við Prestastíg.
Stærð: Kjallari 50 ferm., 2. hæð 100 ferm., samtals 150 ferm., 475 rúmm.
Gjald kr. 4.800 + 22.800
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 24338 (05.13.520.6)
220767-3299 Ásgeir Pétursson
Langahlíð 19 105 Reykjavík
21.
Gvendargeisli 56, (fsp) Út fyrir byggingarreit.
Spurt er hvort leyft yrði að byggja einlyft einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu út fyrir byggingarreit til vesturs og suðurs í líkingu við fyrirliggjandi teikningar á lóð nr. 56 við Gvendargeisla.
Bréf hönnuðar dags. 8. janúar 2002 fylgir erindinu.
Jákvætt, að uppfylltum skilyrðum.

Umsókn nr. 24331 (02.57.630.1)
050455-5139 Ásmundur Þór Kristinsson
Steinagerði 7 108 Reykjavík
22.
Gylfaflöt 16, (fsp) Sameina lóðir 16-18, atvinnuhús
Spurt er hvort leyft yrði að byggja tvílyft atvinnuhús (um 1150 ferm., rúmir 4000 rúmm.) í líkingu við fyrirliggjandi uppdrætti og sameina lóðirnar nr. 16 og 18 við Gylfaflöt.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum.


Umsókn nr. 24361
23.
Afdrif mála árið 2001,
Lögð fram samantekt byggingarfulltrúa um afdrif mála árið 2001.


Umsókn nr. 10070
24.
Afgreiðslufundir Skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar Skipulagsstjóra Reykjavíkur, frá 4. janúar 2002.


Umsókn nr. 20014
25.
Húsverndarsjóður Reykjavíkur, auglýsing
Lögð fram tillaga að auglýsingu um styrki úr Húsverndarsjóði til viðgerða og endurgerðar á byggingum í Reykjavík.
Samþykkt.

Umsókn nr. 20007
26.
Húsverndarsjóður Reykjavíkur, vinnuhópur
Skipan í vinnuhóp vegna úthlutunar úr Húsverndarsjóði Reykjavíkur.
Samþykkt að skipa eftirtalda aðila í ofangreindan vinnuhóp: Steinunn V. Óskarsdóttir, Júlíus V. Ingvarsson, Nikulás Úlfar Másson, Helga Guðmundsdóttir og Páll V. Bjarnason.

Umsókn nr. 23805 (00.04.200.0)
27.
Krókur - Kjalarnesi, umsögn
Lögð fram umsögn skrifstofustjóra byggingarfulltrúa dags. 15. janúar 2002, varðandi kæru til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 19. mars 2001, þar sem kærð er ákvörðun byggingarnefndar frá 14. febrúar 2001 um að fella úr gildi ákvörðun hreppsnefndar Kjalarneshrepps um niðurrif íbúðarhússins Litli Krókur á jörðinni Króki og að ekki verði krafist niðurrifs meðan eignaskiptum að Króki er ólokið.
Umsögn skrifstofustjóra byggingarfulltrúa samþykkt.

Umsókn nr. 10416 (01.17.00)
28.
Laugavegur 3, notkun
Lagt fram bréf AM Praxis f.h. Félagsíbúða iðnnema, dags. 10.01.02, þar sem krafist er að byggingarleyfi vegna breyttrar starfsemi að Laugavegi 3 verði fellt úr gildi.
Málinu vísað til umsagnar skrifstofustjóra byggingarfulltrúa og lögfræðings Borgarskipulags.

Umsókn nr. 10504
29.
Ráðning sviðsstjóra skipulags-og byggingarsviðs,
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarstjórnar um samþykkt borgarstjórnar 3. janúar 2002 að ráða Salvöru Jónsdóttur í starf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs, sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar frá 28. des. 2001.


Umsókn nr. 10503 (01.67.42)
30.
Skildinganes 49, úrskurður
Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 10. janúar 2002, varðandi kæru vegna Skildinganess 49.


Umsókn nr. 22507 (01.35.600.1)
31.
Skipasund 9 , óleyfisbygging
Lögð fram tillaga byggingarfulltrúa, dags. 14. janúar 2002, um niðurrif á óleyfisstækkun á bílgeymslu á lóðinni nr. 9 við Skipasund.
Tillaga byggingarfulltrúa samþykkt.

Umsókn nr. 20018
32.
Verslun á höfuðborgarsvæðinu,
Lögð fram skýrsla Þróunarsviðs Reykjavíkurborgar, dags. í desember 2001 um verslun á höfuðborgarsvæðinu.
Bjarni Reynarsson kynnti.

Umsókn nr. 990005
33.
Tónlistarhús/Ráðstefnumiðstöð/Hótel,
Lagður fram samningur ríkis og borgar um tónlistarhús, ráðstefnumiðstöð og hótel.
Kynnt.

Umsókn nr. 20001
34.
Skipulags- og byggingarsvið, skipurit
Lagt fram skipurit fyrir skipulags- og byggingarsvið.
Samþykkt.
Vísað til borgarráðs.