Húsverndarsjóður Reykjavíkur, Eyjar á Sundum í Reykjavík, Brúnavegur 8, Háskóli Íslands, Vísindagarðar, Sólvallagata 80, Norðlingaholt, Mjódd, Elliðaárdalur, Rafstöðvarsvæði, Öskjuhlíð, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Goðheimar 8, Klettháls 11, Mávahlíð 35, Miðtún 4, Naustabryggja 13-15, Sogavegur 112 , Sogavegur 152, Stóragerði - Álmgerði, Rauðalækur 26, Afgreiðslufundir Skipulagsstjóra Reykjavíkur, Grjótaþorp, Húsasmíðameistari, Skipulags- og byggingarnefnd, Skólavörðustígur 6, Skólavörðustígur 4,

Skipulags- og byggingarnefnd

52. fundur 2001

Ár 2001, miðvikudaginn 28. nóvember kl. 09:07, var haldinn 52. fundur skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3, 4. hæð. Viðstaddir voru: Árni Þór Sigurðsson, Óskar Bergsson, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Guðmundur Haraldsson, Inga Jóna Þórðardóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson og Gunnar L. Gissurarson. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Magnús Sædal Svavarsson, Þórarinn Þórarinsson, Ólafur Bjarnason, Þórhildur Lilja Ólafsdóttir og Sigríður Kristín Þórisdóttir. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Þorvaldur S. Þorvaldsson, Helga Bragadóttir, Ingibjörg R. Guðlaugsdóttir, Nikulás Úlfar Másson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Sigurður Pálmi Ásbergsson og Björn Axelsson. Fundarritari var Ívar Pálsson.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 10446
1.
Húsverndarsjóður Reykjavíkur, reglur
Lögð fram drög að reglum fyrir Húsverndarsjóð Reykjavíkur. Einnig lagt fram bréf borgarstjóra dags. 28.06.01.
Frestað.

Umsókn nr. 10420
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
2.
Eyjar á Sundum í Reykjavík,
Kynntar niðurstöður stýrihóps um eyjarnar við Sundin, dags. 21.11.01.


Umsókn nr. 122 (01.38.01)
570480-0149 Borgarverkfræðingsembættið
Skúlatúni 2 105 Reykjavík
3.
Brúnavegur 8, Kleifarvegur 4, sameining lóða
Lagt fram bréf skrifstofustj. borgarverkfræðings dags. 21.11.01 varðandi sameiningu lóðanna Brúnavegur 8 og Kleifarvegur 4.
Sameining lóðanna samþykkt með þeim skilyrðum sem fram koma í bréfi skrifstofustjórans um umferðarkvöð til handa Kleifarvegi 6 og að stækkunin feli ekki í sér frekari byggingarrétt.

Umsókn nr. 10351
420299-2069 Arkitektar Skógarhlíð ehf
Skógarhlíð 18 105 Reykjavík
4.
Háskóli Íslands, Vísindagarðar,
Lögð fram að nýju tillaga ASK arkitekta, dags. 31. okt. 2001, breytt 23.11.01, að þekkingarþorpi á lóð Háskóla Íslands.
Nefndin er jákvæð gagnvart því að unnin verði formleg tillaga að deiliskipulagsbreytingu á grundvelli framlagðra gagna.

Umsókn nr. 23501 (01.13.340.1)
560589-1159 Gissur og Pálmi ehf
Staðarseli 6 109 Reykjavík
310551-3259 Jón Guðmundsson
Látraströnd 12 170 Seltjarnarnes
5.
Sólvallagata 80, Fsp. Nýtt fjölbýli.
Lagt fram bréf Jóns Guðmundssonar ark. dags. 22.11.01 ásamt uppdr. dags. 1.09.01 og greinargerð, dags. 15.10.01. Spurt er hvort leyft yrði að byggja steinsteypt fjögurra hæða fjölbýlishús með fjörutíu og einni íbúð á lóðinni nr. 80 við Sólvallagötu. Á fyrstu hæð í norðvesturenda hússins er gert ráð fyrir verslunarrými.Umsögn Borgarskipulags dags. 3. ágúst 2001 fylgir erindinu ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 2. ágúst 2001. Ennfremur lagt fram bréf byggingarfulltrúa, dags. 06.11.01.
Nefndin samþykkir að taka málið til skoðunar að nýju. Óskað er eftir umsögn Borgarskipulags og byggingarfulltrúa um málið.

Umsókn nr. 10057 (04.79)
560192-2319 Eykt ehf
Skeifunni 7,2.hæð 108 Reykjavík
710178-0119 Teiknistofan ehf
Ármúla 6 108 Reykjavík
6.
Norðlingaholt, deiliskipulag
Kynnt staða deiliskipulagsvinnu. Ennfremur lögð fram umsögn umhverfis- og heilbrigðisnefndar frá 23. ágúst 2001.


Umsókn nr. 10045 (04.60)
7.
Mjódd, miðhverfi, endurskoðun deiliskipulags
Lögð fram áfangagreinargerð Arkforms ásamt tillögu að deiliskipulagi dags. 16.11.01 að miðhverfi í Mjódd. Svæðið afmarkast af Reykjanesbraut, Breiðholtsbraut, Stekkjarbakka og Álfabakka.
Samþykkt að kynna tillöguna fyrir hagsmunaaðilum á svæðinu.

Umsókn nr. 593 (04.25)
500299-2319 Landslag ehf
Þingholtsstræti 27 101 Reykjavík
8.
Elliðaárdalur, Rafstöðvarsvæði, deiliskipulag
Lögð fram deiliskipulagstillaga Landslags ehf. dags. 20.11.01 að Rafstöðvarsvæði í Elliðaárdal.
Frestað.

Umsókn nr. 10464 (01.76)
9.
Öskjuhlíð, Leynimýri
Lögð fram deiliskipulagstillaga ásamt greinargerð frá Landmótun dags. 26.11.01, að breytingu á deiliskipulagi Öskjuhlíðar varðandi Leynimýri.
Frestað.

Umsókn nr. 24159
10.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 181 frá 27. nóvember 2001, án liðar 22.


Umsókn nr. 23762 (01.43.201.1 01)
040731-7099 Pétur M Páll Urbancic
Goðheimar 8 104 Reykjavík
11.
Goðheimar 8, sólstofa
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 17.10.01, þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja sólstofu á hluta bílskúrsþaks og nýta hinn hlutann sem svalir á lóðinni nr. 8 við Goðheima, samkv. uppdr. O.K. arkitekta, dags. 30.08.01. Samþykki meðeigenda og samþykki nágranna, Goðheimum 6 (ódags.) fylgir erindinu. Málið var í grenndarkynningu frá 23. okt. til 21. nóv. 2001. Engar athugasemdir bárust.
Stærð: Stækkun sólstofa 32,0 ferm. og 78,4 rúmm.
Gjald kr. 4.100 + 3.214
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.


Umsókn nr. 23904 (04.34.640.1)
450194-2399 Bílfang ehf
Malarhöfða 2 110 Reykjavík
12.
Klettháls 11, nýtt atv.húsn. og bráðabirgðahús
Sótt er um leyfi til að byggja bráðabirgðahús úr timbri á lóðinni nr. 11 við Klettháls. Húsið verði byggt á undirstöðum sem auðvelt er að fjarlægja og verði fjarlægt innan þriggja ára.
Bréf lóðarhafa dags. 5. okt. 2001 fylgir erindinu.
Stærðir: 51,8 ferm. og 160,1 rúmm.
Gjald kr. 4.100 + 6.564
Synjað.
Samræmist ekki skilmálum.
Júlíus Vífill Ingvarsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.


Umsókn nr. 23678 (01.71.011.8)
160471-3879 Sigríður Ragna Sverrisdóttir
Mávahlíð 35 105 Reykjavík
141218-2479 Ólafur Finnbogason
Eiðismýri 30 170 Seltjarnarnes
13.
Mávahlíð 35, Reyndarteikn. áður g. íb.
Sótt er um samþykki fyrir reyndarteikningum og áður gerðum íbúðum í kjallara og á rishæð hússins á lóðinni nr. 35 við Mávahlíð.
Virðingargjörð dags. 20. janúar 1948 fylgir erindinu. Samþykki meðeigenda dags. 3. september 2001 fylgir erindinu. Skoðunarskýrslur byggingarfulltrúa (v. kjallara og rishæðar) dags. 10. september 2001 fylgir erindinu.
Gjald kr. 4.100
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skrifstofustjóra byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 23610 (01.22.300.2)
271258-4459 Jónas Stefánsson
Miðtún 4 105 Reykjavík
14.
Miðtún 4, Sólstofa-bílsk. o.fl.
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 17.10.01, þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja tvöfaldann bílskúr á suðvesturlóðamörkum, byggja sólstofu á suðursvalir 1. hæðar og síkka glugga á vesturhlið kjallara einbýlishússins á lóð nr. 4 við Miðtún, samkv. uppdr. Rýmu, arkitekta, dags. 21.08.01. Bréf umsækjanda dags. 2. september 2001, samþykki lóðarhafa aðlægra lóða dags. 10. september, 17. september og 19. september 2001 og umsögn Borgarskipulags dags. 23. september 2001. Málið var í grenndarkynningu frá 23. okt. til 21. nóv. 2001. Engar athugasemdir bárust.
Stærð: Bílskúr 56,7 ferm., 150,3 rúmm., sólstofa 9,4 ferm., 22,6 rúmm.
Gjald kr. 4.100 + 7.089
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 24142 (04.02.360.3)
511198-2089 Naglar ehf
Vættaborgum 110 112 Reykjavík
15.
Naustabryggja 13-15, fjölbýlishús með 20 íb.
Sótt er um leyfi til að byggja fjölbýlishús á fjórum hæðum (3. hæðir og rishæð) með bílageymslu fyrir 23 bíla í kjallara á lóðinni nr. 13-15 við Naustabryggju. Húsið verði byggt úr steinsteypu og einangrað að utan og klætt með lituðum málmplötum. Jafnframt verði 17 bílastæðum komið fyrir á lóðinni nr. 17 við Naustabryggju og byggingu bílastæðahúss frestað um óákveðinn tíma.
Stærðir: xx
Gjald kr. 4.100 + xx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 23114 (01.83.000.2)
550254-0189 Faber ehf
Suðurlandsbraut 48 108 Reykjavík
16.
Sogavegur 112 , fjölbýlishús
Sótt er um leyfi til þess að rífa húsið á lóðinni nr. 112 við Sogaveg (fastanr. 203-5766) og byggja steinsteypt tvílyft fjölbýlishús með fjórum íbúðum á lóðinni. Jafnframt er sótt um breytingu á lóðarmörkum lóðanna nr. 108 og 112 við Sogaveg.
Samþykki Húsfélags Réttarholtsvegar 1-3 og Sogavegar 108 (v. breytinga á lóðarmörkum) dags. 11. maí 2001 fylgir erindinu.
Stærð: Hús sem verður rifið: 77,4 ferm og 209,0 rúmm.
Nýbygging: 1. hæð, íbúðir 169,6 ferm. 2. hæð, íbúðir 161,6 ferm. Samtals 331,2 ferm. og 1070,8 rúmm.
Gjald kr. 4.100 + 43.903
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til Borgarskipulags.


Umsókn nr. 23763 (01.83.011.1 01)
160749-2459 Valgerður Gunnarsdóttir
Sogavegur 152 108 Reykjavík
17.
Sogavegur 152, Rífa bílskúr og byggja nýjan
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 17.10.01, þar sem sótt er um leyfi til að byggja bílgeymslu úr steinsteypu í norðvesturshorni lóðarinnar nr. 152 við Sogaveg, samkv. uppdr. O.K. arkitekta, dags. 03.10.01. Jafnframt er sótt um leyfi til að rífa eldri bílgeymslu og koma fyrir tveimur bílastæðum á lóðinni. Erindinu fylgir umsögn Borgarskipulags dags. 13. ágúst 2001 vegna fyrirspurnar, samþykki nágranna að Sogavegi 150, 160 og 166 áritað á teikningu og yfirlýsinga nágranna að Sogavegi 154 vegna þakskeggs. Málið var í grenndarkynningu frá 23. okt. til 21. nóv. 2001. Engar athugasemdir bárust.
Stærð: Eldri bílskúr sem rifinn verður (fastanr. 203-5821) 26,4 ferm. og 63,0 rúmm.
Nýr bílskúr (matshl. 02) 40,5 ferm. og 112,8 rúmm.
Gjald kr. 4.100 + 4.625
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.


Umsókn nr. 23749
551298-3029 Orkuveita Reykjavíkur
Suðurlandsbraut 34 108 Reykjavík
18.
Stóragerði - Álmgerði, dælu- og dreifistöð
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 26.09.01, þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja dælu- og dreifistöð OR á óafmarkaðri lóð við Stóragerði, samkv. uppdr. Ferdinands Alfreðssonar, dags. í júlí 2001. Málið var í kynningu frá 16. okt. til 14. nóv. 2001. Athugasemdabréf barst frá íbúum að Viðjugerði 2, dags. 29.10.01 og eigendum Viðjugerðis 1, dags. 10.11.01.
Stærð: Dælu- og dreifistöð 36,4 ferm. og 132,1 rúmm.
Gjald kr. 4.100 + 5.416
Frestað.

Umsókn nr. 23968 (01.34.400.4)
260958-4969 Ómar Sigurbergsson
Þingholtsstræti 27 101 Reykjavík
19.
Rauðalækur 26, (fsp) bílastæði
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 31.10.01, þar sem spurt er hvort leyft yrði að koma fyrir tveimur bílastæðum á framlóð hússins nr. 26 við Rauðalæk. Einnig lagður fram uppdr. Ómars Sigurbergssonar ark. mótt. 22.11.01.
Frestað.

Umsókn nr. 10070
20.
Afgreiðslufundir Skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar Skipulagsstjóra Reykjavíkur dags. 16. nóvember 2001.


Umsókn nr. 154
500591-2189 Teiknistofan Skólavörðust 28 sf
Skólavörðustíg 28 101 Reykjavík
21.
Grjótaþorp, deiliskipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 15.11.01, frá fundi borgarstjórnar sama dag, þar sem eftirfarandi tillögu var vísað til skipulags- og byggingarnefndar:
Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkir að deiliskipulag suðausturhluta Grjótaþorps verði endurskoðað með sérstöku tilliti til einstæðra fornminja á horni Aðalstrætis og Túngötu, sem taldar eru landnámsbær Reykjavíkur og íslensku þjóðarinnar.
Tryggja þarf að varðveisla fornminjanna og aðgengi að þeim séu aðalatriði þessa skipulags og að ekki verði þrengt að þeim vegna fyrri skipulagsáforma á svæðinu.
Greinargerð með tillögunni fylgir í ljósriti.
Frestað.

Umsókn nr. 23804
22.
Húsasmíðameistari, umsögn vegna kæru
Lögð fram umsögn skrifstofustjóra byggingarfulltrúa dags. 23. nóvember 2001 vegna kæru á ákvörðun skipulags- og byggingarnefndar frá 6. desember 2000 um synjun á viðurkenningu sem húsasmíðameistara í lögsagnarumdæmi Reykjavíkur.
Umsögn skrifstofustjóra byggingarfulltrúa samþykkt.

Umsókn nr. 552
23.
Skipulags- og byggingarnefnd,
Lögð fram bréf borgarstjóra f.h. borgarstjórnar um samþykkt borgarstjórnar 15. nóvember 2001 á B-hluta fundargerða skipulags- og byggingarnefndar frá 31. október og 7. nóvember 2001.


Umsókn nr. 23742 (01.17.120.5 04)
24.
Skólavörðustígur 6, Umsögn vegna kæru
Lögð fram umsögn skrifstofustjóra byggingarfulltrúa dags. 26. nóvember 2001 vegna kæru á samþykkt byggingarnefndar frá 25. febrúar 2000 um að samþykkja umsókn um ljósaskilti á þaki hússins nr. 6 við Skólavörðustíg.
Frestað.

Umsókn nr. 23917 (01.17.120.5)
020565-3659 Hlédís Sveinsdóttir
Kvisthagi 12 107 Reykjavík
25.
7">Skólavörðustígur 4, breyta í kaffihús
Lagt fram bréf EON arkitekta, dags. 21. nóvember 2001, þar sem óskað er eftir framlengingu á fresti til málskots vegna synjunar byggingarfulltrúa frá 6. nóvember 2001 þar sem synjað var umsókn um leyfi til þess að innrétta veitingahús í verslunarhúsi á lóðinni nr. 4 við Skólavörðustíg.
Nefndin samþykkir að framlengja málskotsfrest til 12. desember n.k.