Hamrahlíð 17, Skipholtsreitur stgr. 1.250.1, Suðurhlíð 38, Bæjarháls, Hraunbær, Spöngin, kvikmyndahús, Vesturlandsvegur, Háskóli Íslands, Vísindagarðar, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Ármúli 30 , Fluggarðar 23, Framnesvegur 31B, Gvendargeisli 58, Heiðargerði 116, Keilugrandi 12, Ólafsgeisli 67, Ólafsgeisli 69, Skildinganes 49, Skógarhlíð 14, Aðalskipulag Reykjavíkur, Afgreiðslufundir Skipulagsstjóra Reykjavíkur, Austurstræti 18, Barðastaðir 1-5, Laugarnestangi 65, Lyngháls 1, Njálsgata 44, Ofanleiti 1 og 2, Reitur 1.15, Stjórnarráðsreitur, Reitur 1.15, Stjórnarráðsreitur, Reitur 1.154.3, Barónsreitur, Síðumúli 17, Skipulags- og byggingarnefnd, Skólavörðustígur 6, Stjórnskipulag á sviði skipulags- og byggingarmála, Útilistaverk, Vatnagarðar 20,

Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. reglugerð nr. 661/2000

43. fundur 2001

Ár 2001, miðvikudaginn 19. september kl. 09:00, var haldinn 43. fundur skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3, 4. hæð. Viðstaddir voru: Árni Þór Sigurðsson, Tómas Waage, Guðmundur Haraldsson, Júlíus Vífill Ingvarsson og Snorri Hjaltason. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Þorvaldur S. Þorvaldsson, Magnús Sædal Svavarsson, Helga Bragadóttir, Ólafur Bjarnason, Þórhildur Lilja Ólafsdóttir, Þórarinn Þórarinnsson og Sigríður Kristín Þórisdóttir. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Margrét Þormar og Sigurður Pálmi Ásbergsson. Fundarritari var Ívar Pálsson.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 10264 (01.71.41)
470169-2149 Blindrafélagið
Hamrahlíð 17 105 Reykjavík
1.
Hamrahlíð 17, stækkun lóðar
Lagt fram að nýju bréf skrifst.stj. borgarverkfræðings, dags. 28.06.01 ásamt erindi Blindrafélagsins frá 18. þ.m. þar sem sótt er um viðbótarlóð við núverandi lóð félagsins að Hamrahlíð 17 vegna framtíðaruppbyggingu félagsins. Einnig lagt fram bréf Leikskólaráðs, dags. 05.09.01.
Umsókn um lóðarstækkun synjað.
Nefndin er jákvæð gangvart því að skoða uppbyggingu innan lóðar Blindrafélagsins.


Umsókn nr. 10234 (01.25.01)
2.
Skipholtsreitur stgr. 1.250.1, deiliskipulag
Lögð fram tillaga Arkitektastofunnar OÖ, að deiliskipulagi reits 1.250.1, Skipholtsreits, dags. í sept. 2001.
Skipulagshöfundur kynnti.
Samþykkt að kynna fyrir hagsmunaaðilum á svæðinu.


Umsókn nr. 481 (01.78.6)
590187-1359 JVS ehf
Suðurhlíð 38 105 Reykjavík
430289-1529 Úti og inni sf
Þingholtsstræti 27 101 Reykjavík
451295-2099 Íbúasamtök Suðurhlíða
Birkihlíð 8 105 Reykjavík
3.
Suðurhlíð 38, deiliskipulag
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju bréf Teiknistofunnar Úti og inni, dags. 28.05.01, ásamt tillögu, dags. 28.05.01, að deiliskipulagi lóðarinnar nr. 38 við Suðurhlíð. Einnig lögð fram hugmynd Borgarskipulags og byggingadeildar borgarverkfræðings að uppbyggingu dags. 28.05.01. Ennfremur lagt fram bréf borgarverkfræðings, dags. 11.05.01, minnisblað Línuhönnunar, dags. 06.05.01 ásamt útreikningum, dags. 15.05.01, varðandi athugun á hljóðstigi við Suðurhlíð. Málið var í kynningu frá 20. júlí til 17. ágúst, athugasemdafrestur var til 31. ágúst, en var framlengdur til 7. sept. 2001. Athugasemdabréf bárust frá Kristbjörgu Hjaltadóttur Suðurhlíð 35, dags. 31.08.01, Ólafi R. Eggertssyni, Birkihlíð 36, dags. 06.09.01, Hjálmari Árnasyni, Birkihlíð 30, dags. 05.09.01. Einnig lögð fram samantekt Borgarskipulags, dags. 12.09.01 og umsögn umferðardeildar, dags. 14.09.01.
Frestað.

Þorvaldur S. Þorvaldsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.


Umsókn nr. 10283 (04.3)
450599-3529 Fasteignafélagið Stoðir hf
Ármúla 13 108 Reykjavík
060457-4769 Sigmar A Steingrímsson
Hraunbær 120 110 Reykjavík
460886-1399 AM PRAXIS sf
Sigtúni 42 105 Reykjavík
4.
Bæjarháls, Hraunbær, miðsvæði
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Borgarskipulags, dags. 22.06.01, að breyttu deiliskipulagi lóða við Hraunbæ. Málið var í auglýsingu frá 8. ágúst til 5. sept., athugasemdafrestur var til 12. sept. 2001. Athugasemdabréf barst frá Sigmari A. Steingrímssyni f.h. íbúa í Hraunbæ 116-120, dags. 09.09.01, AM Praxis sf, f.h. Kaupáss hf, dags. 11.09.01 og AM Praxis sf, f.h. Saxhóls ehf, dags. 11.09.01.
Frestað.

Umsókn nr. 10038 (02.37.6)
700994-2449 Teiknistofan H.G. ehf
Skúlatúni 6 105 Reykjavík
5.
Spöngin, kvikmyndahús, breytt deiliskipulag
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju bréf Teiknistofu Halldórs Guðmundssonar, dags. 25.06.01 ásamt tillögu, dags. 25.06.01, að kvikmyndahúsi Sambíóanna á lóðinni nr. 3-5 við Spöngina. Málið var í auglýsingu frá 27. júlí til 24. ágúst, athugasemdafrestur var til 7. sept. 2001. Athugasemdabréf barst frá Eyþóri Gunnarssyni f.h. 54 íbúa, dags. 06.09.01.
Frestað.

Umsókn nr. 561 (04.30.12)
580169-7409 Golfklúbbur Reykjavíkur
Vesturlandsv Grafarho 110 Reykjavík
6.
Vesturlandsvegur, auglýsingaskilti
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 14.09.01, um samþykkt borgarráðs s.d., bréf borgarlögmanns, dags. 10.09.01, varðandi auglýsingaskilti Golfklúbbs Reykjavíkur við Vesturlandsveg ásamt tillögu Borgarskipulags, dags. 30.08.01. Jafnframt lögð fram tillaga Borgarskipulags að staðsetningu og skilmálum dags. 19.09.01, sem er nánari útfærsla á tillögunni frá 30.08.01.
Samþykkt með 5 atkvæðum að grenndarkynna tillögu Borgarskipulags sem breytingu á deiliskipulagi fyrir hagsmunaaðilum að Laxalóni og húsi við Vesturlandsveg.
Árni Þór Sigurðsson og Tómas Waage voru á móti.
Vísað til borgarráðs.

Árni Þór Sigurðsson óskaði bókað:
Þann 11. apríl s.l., lagðist skipulags- og byggingarnefnd gegn staðsetningu umrædds skiltis á þeim stað sem óskað var eftir.
Nefndin bókaði samhljóða að farið yrði að ákvæðum samþykktar um skilti í lögsögu Reykjavíkur við staðsetningu skiltisins. Ennfremur hefur nefndin sett af stað vinnu við endurskoðun samþykktarinnar sem m.a. á að leiða til skýrari reglna sem og að draga úr fjölda skilta sem hafa neikvæð áhrif í umhverfi sínu.
Núverandi tillaga fer í bága við gildandi samþykkt um skilti með því að skiltið er staðsett á opnu útivistarsvæði. Það hlýtur að orka mjög tvímælis að samþykkja stærstu gerð auglýsingaskilta á grundvelli undanþáguákvæðis samþykktarinnar auk þess sem það skapar óæskileg fordæmi. Af þeim sökum leggst ég alfarið gegn samþykkt erindisins.


Umsókn nr. 10351
7.
Háskóli Íslands, Vísindagarðar,
Þekkingarþorp. Kynnt hugmyndafræði er býr að baki.
Stefán Ólafsson kynnti.

Umsókn nr. 23752
8.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerðir
Fylgiskjöl með fundargerð þessari eru fundargerð nr. 170 án liða nr. 58 og 59 frá 11. september 2001 og fundargerð nr. 171 frá 18. september 2001.


Umsókn nr. 22534 (01.29.210.4)
440686-1259 Kreditkort hf
Ármúla 28 108 Reykjavík
9.
Ármúli 30 , Breytingar - díeselrafstöð.
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 19.07.01, þar sem sótt er um leyfi til að breyta útliti suður-, vestur- og austurhliðar fyrstu hæðar og innra fyrirkomulagi sömu hæðar í húsinu (matshl. 01) nr. 30 við Ármúla. Einnig er sótt um leyfi til þess að byggja steinsteypt skýli (matshl. 02) fyrir díselvararafstöð við lóðarmörk til suðvesturs. Ofan á skýlið er byggð 2,43m há girðing og innan hennar er komið fyrir gervihnattadiski, samkv. uppdr. Arkitekta Skógarhlíð, dags. 15.01.01, síðast breytt 28.06.01. Jafnframt er erindi nr. 21189 dregið til baka. Samþykki meðeigenda og eigenda Síðumúla 13 (á teikn) fylgir erindinu. Málið var í kynningu frá 14. ágúst til 12. sept. 2001. Engar athugasemdir bárust.
Stærð: Vélarskýli 25,9 ferm. og 71,5 rúmm.
Gjald kr. 4.100 + 2.932
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 23681 (00.00.000.0 28)
681276-0259 Eignarhaldsfélagið Jöfur hf
Suðurlandsbraut 30 108 Reykjavík
10.
Fluggarðar 23, Nýbygging
Sótt er um leyfi til að byggja flugskýli úr stáli á lóðinni Fluggarðar 23 á Reykjavíkurflugvelli. Hliðstæðu erindi var synjað á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 22. maí 2001.
Umsögn Borgarskipulags dags. 8. maí 2001 frá fyrri umsókn fylgir erindinu, bréf Borgarskipulags, dags. 17.07.01 og bréf Teiknistofunnar Torgsins, dags. 04.06.01.
Stærð: ca. 960 ferm.
Gjald kr. 4.100 + xx
Synjað, samræmist ekki skipulagi.

Umsókn nr. 23607 (00.00.000.0)
200455-2669 Steinunn Þórarinsdóttir
Framnesvegur 68 101 Reykjavík
11.
Framnesvegur 31B, tengibygging
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 12.09.01. þar sem sótt er um leyfi til að byggja tengibyggingu milli hússins nr. 31B á lóðinni nr. 31 við Framnesveg (matshl. 03) og bakhúss (matshl. 02) á lóðinni nr. 70 við Sólvallagötu. Jafnframt verði innra fyrirkomulagi beggja húsa breytt, opnað milli matshlutanna yfir lóðarmörk.
Erindinu fylgir bréf umsækjanda dags. 20. ágúst 2001 samþykki meðlóðarhafa og lóðarhafa að Sólvallagötu 68 og Sólvallagötu 70 dags. 30. jan. 2001, umsögn Borgarskipulags dags. 15. feb. 2001, bréf Steindórs Einarssonar dags. 30. des. 1925, bréf byggingarnefndar og bæjarstjórnar dags. 6. jan. 1926, bréf byggingarnefndar og bæjarstjórnar dags. 10. mars 1927 ásamt uppdrætti. Jafnframt er lagður fram uppdráttur sá er kynntur var fyrir hagsmunaaðilum með undirritun þeirra.
Stækkun: 10.5 ferm. og 32,3 rúmm
Gjald kr. 4.100 + 1.324
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.


Umsókn nr. 23691 (05.13.560.3)
040656-7749 Gunnar Stígsson
Leiðhamrar 38 112 Reykjavík
12.
Gvendargeisli 58, einbýlishús
Sótt er um leyfi til þess að byggja einnar hæðar einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 58 við Gvendargeisla. Norðurhlið hússins er steinsteypt og klædd láréttri báruklæðningu en aðrar hliðar eru úr timburgrind sem klædd er utan ýmist með bárujárni eða timburklæðningu.
Stærð: Íbúð 157,4 ferm., sólstofa 18,0 ferm., bílgeymsla 30,9 ferm. Samtals 206,3 ferm. og 674,0 rúmm.
Gjald kr. 4.100 + 27.634
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.


Umsókn nr. 23473 (01.80.230.2)
110459-6299 Jónas Garðar Jónasson
Heiðargerði 116 108 Reykjavík
280362-7869 Jóhanna Vélaug Gísladóttir
Heiðargerði 116 108 Reykjavík
13.
Heiðargerði 116, viðbygging og bílageymsla
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 01.08.01, þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja viðbyggingu úr timbri klædda báruáli við suðvesturhlið húss og einnig að byggja bílskúr úr sömu efnum á lóðinni nr. 116 við Heiðargerði, samkv. uppdr. Hjördísar Sigurgísladóttur arkitekts, dags. 12.07.01. Umsögn Borgarskipulags dags. 30. apríl 2001 fylgir erindinu. Samþykki eigenda Heiðargerðis 118 o.fl. (á teikn.) fylgir erindinu. Málið var í kynningu frá 14. ágúst til 12. sept. 2001. Engar athugasemdir bárust.
Stærð: Viðbygging 9,4 ferm. og xx rúmm. Bílskúr 40,0 ferm. og 118,0 rúmm.
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 23741 (01.51.260.2)
14.
Keilugrandi 12, lagt fram bréf
Lagt fram bréf yfirverkfræðings borgarverkfræðings dags. 7. september s.l., 2001 vegna byggingarleyfis fyrir færanlegum kennslustofum frá 14. ágúst 2001.
Í bréfinu er óskað eftir því að byggingarleyfinu verði breytt þannig að samþykktin innifeli kvöð um að kennslustofurnar verði fluttar brott eigi síðar en 10. júní 2002.
Samþykkt.

Umsókn nr. 23717 (04.12.610.5)
180264-2649 Jónatan Þórðarson
Sæviðarsund 45 104 Reykjavík
15.
Ólafsgeisli 67, Einbýlishús m. innb. bílg.
Sótt er um leyfi til þess að byggja tvílyft steinsteypt einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu allt einangrað að utan og pússað á lóð nr. 67 við Ólafsgeisla.
Stærð: Íbúð 1. hæð 75,3 ferm., 2. hæð 103,2 ferm., bílgeymsla 29,4 ferm., samtals 214, 9 ferm., 674,4 rúmm.
Gjald kr. 4.100 + 27.650
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 23718 (04.12.610.6)
211065-5839 Svavar Valur Svavarsson
Fannafold 118 112 Reykjavík
16.
Ólafsgeisli 69, Einbýlishús m. innb. bílg.
Sótt er um leyfi til þess að byggja tvílyft steinsteypt einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu allt einangrað að utan, pússað og klætt sedrusviði á lóð nr. 69 við Ólafsgeisla.
Stærð: Íbúð 1. hæð 75,3 ferm., 2. hæð 103,2 ferm., bílgeymsla 29,4 ferm., samtals 214,9 ferm., 639,5 rúmm.
Gjald kr. 4.100 + 26.220
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

Guðmundur Haraldsson sat hjá við afgreiðslu málsins.


Umsókn nr. 23634 (01.67.421.2)
100860-4499 Jón Valur Smárason
Kolbeinsmýri 3 170 Seltjarnarnes
17.
Skildinganes 49, einbýlishús
Sótt er um leyfi til þess að byggja tvílyft einbýlishús með innbyggðri tvöfaldri bílageymslu á lóðínni nr. 49 við Skildinganes. Húsið er steinsteypt og að hluta með hraunaðri yfirborðsáferð.
Bréf hönnuðar dags. 24. ágúst 2001 fylgir erindinu. Einnig lagt fram bréf íbúa, dags.
Stærð: Íbúð 1. hæð 188,9 ferm., 2. hæð 83,7 ferm. Bílgeymsla 39,9 ferm. Samtals 312,5 ferm. og 1059,4 rúmm.
Gjald kr. 4.100 + 43.435
Frestað.

Umsókn nr. 23724 (01.70.5-9.7)
690500-2130 Slökkvilið Höfuðborgarsvæðis bs
Skógarhlíð 14 105 Reykjavík
18.
Skógarhlíð 14, (fsp)Viðbygging
Spurt er hvort leyft yrði að byggja nýjan inngang, byggja við hús í norður og vestur og byggja stál og timbur ofanábyggingar á hús Slökkvisstöðvar Höfuðborgarsvæðisins samtals um 2500 ferm. í líkingu við fyrirliggjandi uppdrætti á lóð nr. 14 við Skógarhlíð.
Bréf fylgir með til skýringar
Jákvætt að uppfylltum skilyrðum.

Umsókn nr. 523
050254-3809 Bolli Héðinsson
Bjarmaland 4 108 Reykjavík
19.
Aðalskipulag Reykjavíkur, Aðalskipulag Reykjavíkur 2001-2024
Lagt fram bréf Bolla Héðinssonar, dags. 05.09.01, varðandi fyrirhugaða byggð í Vatnsmýrinni.


Umsókn nr. 10070
20.
Afgreiðslufundir Skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar Skipulagsstjóra Reykjavíkur dags. 07.09.01.


Umsókn nr. 480 (01.14.05)
21.
Austurstræti 18, kæra
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 12.09.01 ásamt afriti af kærum, dags. 2. og 5. október 2000, þar sem kærð er ákvörðun skipulags og umferðarnefndar Reykjavíkur um breytingu á deiliskipulagi varðandi Austurstræti 18.
Málinu vísað til umsagnar lögfræðings Borgarskipulags.

Umsókn nr. 10022 (02.42.25)
700189-2369 Trésmiðja Snorra Hjaltason ehf
Vagnhöfða 7b 110 Reykjavík
22.
Barðastaðir 1-5, breyting á landnotkun
Í fundargerð nefndarinnar frá 29.08.01 láðist að bóka að Snorri Hjaltason hafi vikið af fundi við umfjöllun um málið. Leiðréttist það hér með.
Samþykkt.

Snorri Hjaltason vék af fundi við afgreiðslu málsins.


Umsókn nr. 10350 (01.31.44)
621299-4179 Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
23.
Laugarnestangi 65, kæra
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 17.08.01, varðandi kæru vegna samþykktar borgarráðs Reykjavíkur frá 12. sept. 2000 um breytingu á deiliskipulagi er varðar Laugarnestanga 65. Einnig lögð fram kæra Jóns Steinars Gunnlaugssonar hrl. dags. 12.10.00.
Málinu vísað til umsagnar lögfræðings Borgarskipulags.

Umsókn nr. 23743 (04.32.600.1)
24.
Lyngháls 1, Lagt fram bréf úrskurðarnefndar
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 11. september 2001 þar sem kærð er ákvörðun byggingarnefndar frá 10. ágúst 2000 um lóðarbreytingu að Lynghálsi 1 vegna dreifistöðvar Orkuveitu Reykjavíkur.
Málinu vísað til umsagnar lögfræðings Borgarskipulags.

Umsókn nr. 23744 (01.19.021.3)
25.
Njálsgata 44, lagt fram bréf úrskurðarnefndar
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 12. september 2001 þar sem kærð er samþykkt byggingarnefndar frá 26. janúar 1995 um leyfi til byggingar svala á húsinu nr. 44 við Njálsgötu.
Málinu vísað til umsagnar skrifstofustjóra byggingarfulltrúa.

Umsókn nr. 345 (01.74.31)
690269-1399 Verslunarskóli Íslands
Ofanleiti 1 103 Reykjavík
26.
Ofanleiti 1 og 2, Leiðrétt bókun
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 28. ágúst 2001 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 20. júní s.l., um deiliskipulag að Ofanleiti 1 og 2, leiðrétta bókun.


Umsókn nr. 990575 (01.15)
550169-1269 Forsætisráðuneyti
Lækjartorgi Stjórnarr 150 Reykjavík
500191-1049 Arkþing ehf
Bolholti 8 105 Reykjavík
550169-3129 Fiskifélag Íslands
Skipholti 17,3h 105 Reykjavík
27.
Reitur 1.15, Stjórnarráðsreitur, deiliskipulag
Lagt fram bréf Arkþings ehf, dags. 04.09.01, varðandi bókun frá fundi skipulags- og byggingarnefndar 29. ágúst 2001.


Umsókn nr. 990575 (01.15)
550169-1269 Forsætisráðuneyti
Lækjartorgi Stjórnarr 150 Reykjavík
500191-1049 Arkþing ehf
Bolholti 8 105 Reykjavík
550169-3129 Fiskifélag Íslands
Skipholti 17,3h 105 Reykjavík
28.
Reitur 1.15, Stjórnarráðsreitur, deiliskipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 4. sept. 2001 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 29. f.m. um auglýsingu deiliskipulags stjórnarráðsreits. Jafnframt lagt fram minnisblað Borgarskipulags, dags. 4. sept. um breytingar á texta greinargerðar varðandi Ingólfsstræti 1. Borgarráð samþykkti tillögu skipulags- og byggingarnefndar, með breytingu, sbr. minnisblað Borgarskipulags.


Umsókn nr. 10181 (01.15.43)
430289-1529 Úti og inni sf
Þingholtsstræti 27 101 Reykjavík
29.
Reitur 1.154.3, Barónsreitur, deiliskipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 28. ágúst 2001 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 22. s.m. um deiliskipulag á Barónsreit.


Umsókn nr. 23756 (01.29.320.5)
30.
Síðumúli 17, lagt fram bréf úrskurðarnefndar
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 13. september 2001 þar sem kærð er ákvörðun byggingarnefndar frá 26. maí 1995 um lokun opinnar bílageymslu og breytingar á bílstæðum í Síðumúla 17.
Málinu vísað til umsagnar skrifstofustjóra byggingarfulltrúa.

Umsókn nr. 552
31.
Skipulags- og byggingarnefnd,
Lögð fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarstjórnar frá 6. september 2001 á B-hluta fundargerða skipulags- og byggingarnefndar frá 22. og 29. ágúst s.l.


Umsókn nr. 23742 (01.17.120.5 04)
32.
Skólavörðustígur 6, Lagt fram bréf úrskuðarnefndar
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 10. september 2001 vegna kæru á samþykkt byggingarnefndar frá 25. febrúar 2000 um að samþykkja umsókn um ljósaskilti á þaki hússins nr. 6 við Skólavörðustíg.
Málinu vísað til umsagnar skrifstofustjóra byggingarfulltrúa.

Umsókn nr. 23745
33.
Stjórnskipulag á sviði skipulags- og byggingarmála,
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 6. september 2001 vegna samþykktar borgarstjórnar 6. september 2001 um stjórnskipulag á sviði umhverfis- og tæknimála og skipulags- og byggingarmála.


Umsókn nr. 10331
521280-0269 Listasafn Reykjavíkur
Flókagötu 24 105 Reykjavík
34.
Útilistaverk, Vatnaflautan
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 28. ágúst 2001 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 15. s.m. um staðsetningu útilistaverksins "Vatnaflautan" eftir Hafstein Austmann við Fjölbrautarskólann í Ármúla.


Umsókn nr. 23705 (01.33.890.3)
35.
Vatnagarðar 20, Sameining lóða
Ólafur Sigurðsson, arkitekt f.h., ofangreinds sækir um leyfi til þess að sameina lóðirnar Vatnagarða 20 og 22 í eina lóð.
Málinu fylgir bréf dags. 29. ágúst 2001.
Frestað.