Grjótaþorp, Reitur 1.15, Stjórnarráðsreitur, Suðurhlíð 38, Barðastaðir 1-5, Gufunes, Hólmsheiði, fangelsislóð, Skógarsel 11-15, Kópavogur, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Ármúli 4, Lágholtsvegur 13 , Skildinganes 49, Afgreiðslufundir Skipulagsstjóra Reykjavíkur, Grafarholt, Hamrahlíð 17, Háskóli Íslands, Vísindagarðar, Leirubakki 36, Skildinganes 43, Skipulags- og byggingarnefnd, Spöngin 33-37, heilsugæslustöð, Suðurlandsbraut 18-28, Ármúli 15-27,

Byggingarnefnd

41. fundur 2001

Ár 2001, miðvikudaginn 29. ágúst kl. 09:00, var haldinn 41. fundur skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3, 4. hæð. Viðstaddir voru: Óskar Bergsson, Guðmundur Haraldsson, Einar Daníel Bragason, Kristín Blöndal, Júlíus Vífill Ingvarsson, Snorri Hjaltason og Kristján Guðmundsson. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Magnús Sædal Svavarsson, Ágúst Jónsson, Sigríður Kristín Þórisdóttir. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Þorvaldur S. Þorvaldsson, Stefán Finnsson, Guðlaugur Gauti Jónsson, Helga Bragadóttir, Margrét Þormar og Ólafur Bjarnason. Fundarritari var Ívar Pálsson.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 154
500591-2189 Teiknistofan Skólavörðust 28 sf
Skólavörðustíg 28 101 Reykjavík
1.
Grjótaþorp, deiliskipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 19. júní 2001 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 13. s.m. um auglýsingu breytingar deiliskipulags Grjótaþorps, sbr. einnig samþykkt nefndarinnar frá 16. f.m. Einnig lagt fram minnisblað Borgarskipulags, dags. 19. þ.m., varðandi breytingar á tillögunni. Borgarráð samþykkti að auglýsa skipulagið með nokkrum breytingum, sbr. minnisblað Borgarskipulags. Jafnframt lögð fram greinargerð og uppdr. Teiknistofunnar Skólavörðustíg 28 sf, dags. 1. júlí 2001. Málið var í auglýsingu frá 6. júlí til 3. ágúst, athugasemdafrestur var til 17. ágúst 2001. Athugasemdabréf bárust frá: Tryggingamiðstöðinni hf, dags. 31.07.01, eigendum Grjótagötu 5, dags. 09.08.01, Herði Einarssyni hrl. f.h. eigenda Suðurgötu 4, dags. 15.08.01, íbúum Suðurgötu 8, dags. 12.08.01, eigendum Grjótagötu 5, dags. 16.08.01, Hilmari Þór Björnssyni arkitekt, f.h. eiganda Mjóstrætis 2, dags. 17.08.01, Kristjáni Jósteinssyni, Ystaseli 28, svo og f.h. Keikó ehf, Aðalstræti 4, dags. 17.08.01, Vésteini Gauta Haukssyni eiganda Aðalstrætis 4, dags. 16.08.01, stjórn Íbúasamtaka Grjótaþorps, dags. 16.08.01, eiganda Mjóstrætis 2, dags. 18.08.01, eiganda Mjóstrætis 6, dags. 18.08.01, Stefáns Arnar Stefánssonar (í umboði lóðarhafa), dags. 15.08.01. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 28.08.01.
Frestað.
Nefndin tekur jákvætt í þær breytingar sem fram koma í umsögn Borgarskipulags og er embættinu falið að ræða við hagsmunaaðila um þær.


Umsókn nr. 990575 (01.15)
550169-1269 Forsætisráðuneyti
Lækjartorgi Stjórnarr 150 Reykjavík
500191-1049 Arkþing ehf
Bolholti 8 105 Reykjavík
550169-3129 Fiskifélag Íslands
Skipholti 17,3h 105 Reykjavík
2.
Reitur 1.15, Stjórnarráðsreitur, deiliskipulag
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju bréf Forsætisráðuneytisins, dags. 4. nóvember 1999, varðandi tillögur að deiliskipulagi stjórnarráðsreitsins. Einnig lagt fram bréf Arkþings, dags. 15.02.00, varðandi sameiningu lóða á stjórnarráðsreit, samkv. meðfylgjandi uppdr. nr. 43 ásamt uppdr. Arkþings, dags. 04.12.00 og greinargerð dags. í desember 2000. Ennfremur lagt fram bréf Fiskifélags Íslands, dags. 14.06.00, umsögn Árbæjarsafns, dags. í des.´00, umsögn Borgarskipulags, dags. 04.12.00 og bréf SVR, dags. 07.12.99. Málið var í auglýsingu frá 12. jan. til 9. febr., athugasemdafrestur var til 23. febrúar 2001. Athugasemdabréf bárust frá : Páli V. Bjarnasyni f.h. Torfusamtakanna, dags. 30.01.01, eigendum húseignarinnar að Klapparstíg 10, dags. 14.02.01 og Fiskifélagi Íslands, dags. 22.02.01. Einnig lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 16.02.01.
Lagt fram bréf Arkþings, dags. 20.07.01 ásamt deiliskipulagi og greinargerð, dags. í júlí 2001, með breytingum vegna innsendra athugasemda í kjölfar kynningar frá 12. janúar til 9. febrúar s.l. á deiliskipulagi Stjórnarráðsreits. Jafnframt lögð fram umsögn Borgarskipulags um athugasemdir, dags. 15.08.01, ásamt bréfi Arkþings dags. 28.08.01.
Auglýst tillaga að breytingu á deiliskipulagi samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í umsögn Borgarskipulags og framlögðum uppdrætti. Auk þess verði tillögunni breytt á þann veg að annað hvort verði heimilt að byggja eina eða fjórar hæðir ofan á hús Fiskifélagsins á lóðinni nr. 1 við Ingólfsstræti.
Nefndin óskaði jafnframt bókað: Samkvæmt upplýsingum skipulagshöfunda eru uppi áform af hálfu umsækjanda um að falla frá niðurrifi húss Hæstaréttar. Skipulags- og byggingarnefnd er jákvæð fyrir þeim hugmyndum.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 481 (01.78.6)
590187-1359 JVS ehf
Suðurhlíð 38 105 Reykjavík
430289-1529 Úti og inni sf
Þingholtsstræti 27 101 Reykjavík
451295-2099 Íbúasamtök Suðurhlíða
Birkihlíð 8 105 Reykjavík
3.
Suðurhlíð 38, deiliskipulag
Lagt fram bréf Hjálmars Árnasonar, form. Íbúasamtaka Suðurhlíða, dags. 23.08.01, varðandi ósk um að framlengja frestinn til að leggja fram athugasemdir við breytingu á deiliskipulagi Suðurhlíða til 30.09.01.
Samþykkt að framlengja frest til að leggja fram athugasemdir til 07.09.01.

Umsókn nr. 10022 (02.42.25)
700189-2369 Trésmiðja Snorra Hjaltason ehf
Vagnhöfða 7b 110 Reykjavík
4.
Barðastaðir 1-5, breyting á landnotkun
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju bréf Snorra Hjaltasonar, dags. 19.01.01. varðandi breytingu á landnotkun á lóðinni nr. 1-5 við Barðastaði. Málið var í auglýsingu frá 1. til 29. júní, athugasemdafrestur var til 13. júlí 2001. Athugasemdabréf bárust frá: Undirskriftalisti með nöfnum 474 íbúa Staðahverfis, dags. 06.07.01, Stefáns E. Guðjónssonar f.h. Ottós ehf, dags. 12.07.01 og Olíuverslun Íslands hf, dags. 13.07.01. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags dags. 14.08.01, fundargerð af fundi með athugasemdaaðilum dags. 28.08.01 og bréf íbúa dags. 28.08.01.
Frestað.
Snorri Hjaltason vék af fundi við umfjöllun málsins.


Umsókn nr. 10238 (02.0)
621097-2109 Zeppelin ehf
Síðumúla 20 108 Reykjavík
5.
Gufunes, lóð Landssímans í Rimahverfi
Lögð fram til kynningar tillaga Zeppelin arkitekta ásamt greinargerð, dags. 22.08.01 að deiliskipulagi Landssímalóðarinnar í Gufunesi.
Skipulagshöfundar kynntu.
Nefndin er jákvæð gagnvart því að unnin verði deiliskipulagstillaga, að höfðu samráði við Borgarskipulag, á grundvelli þeirrar tillögu sem kynnt var með hliðsjón af athugasemdum sem fram komu á fundinum.


Umsókn nr. 290
660589-1399 Arkitektastofa Finns/Hilmar ehf
Bergstaðastræti 10 101 Reykjavík
6.
Hólmsheiði, fangelsislóð,
Lagt fram bréf borgarritara f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 6. febrúar 2000 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 31. jan. s.l. varðandi lóð fyrir fangelsi norðan Suðurlandsvegar, austan Rauðavatns.
Einnig lagt fram bréf Hilmars Þórs Björnssonar arkitekts, dags. 20.08.01 ásamt tillögu að deiliskipulagi fangelsislóðar á Hólmsheiði, dags. 14.07.01.
Samþykkt að kynna tillöguna fyrir Mosfellsbæ.
Borgarskipulagi falið að auglýsa tillöguna komi ekki athugasemdir frá Mosfellsbæ.
Vísað til borgarráðs að lokinni kynningu fyrir Mosfellsbæ.


Umsókn nr. 537 (04.93.00)
710178-0119 Teiknistofan ehf
Ármúla 6 108 Reykjavík
7.
Skógarsel 11-15, uppbygging á lóð
Lögð fram tillaga Borgarskipulags að forsögn vegna uppbyggingar á svæðinu, dags. 20.08.01, breytt 27.08.01 ásamt uppdr. dags. 27.08.01. Einnig lagt fram bréf Þórólfs Jónssonar f.h. garðyrkjustjóra, dags. 17.07.01 og bréf varðandi minjar frá Árbæjarsafni, dags. 21.08.01.

Guðmundur Haraldsson vék af fundi kl. 10:15, Árni Þór Sigurðsson tók sæti hans, þá var eftir að afgreiða mál nr. 1, 2, 4, 6, 7 og 8.

Forsögn Borgarskipulags samþykkt.

Umsókn nr. 415
8.
Kópavogur, breyting á aðal- og deiliskipulagi í Vatnsendahvarfi
Lagt fram að nýju bréf skipulagsstjóra Kópavogs, dags. 12.07.01, varðandi breytingu á Aðalskipulagi Kópavogs 1992-2012 í Vatnsendahvarfi, samkv. uppdr. dags. í júní 2001 og tillaga að deiliskipulagi sama svæðis, uppdr. dags. í maí 2001. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra, dags. 29.08.01. Ennfremur lögð fram bókun umhverfis- og heilbrigðisnefndar frá 23. ágúst s.l.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir umsögn skipulagsstjóra.

Umsókn nr. 23631
9.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, funargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 168 frá 28. ágúst 2001.


Umsókn nr. 23342 (01.29.000.1)
490677-0549 VIST ehf
Ármúla 4 108 Reykjavík
681200-3120 Horf ehf
Ármúla 4 108 Reykjavík
10.
Ármúli 4, Tengibygg, lóðasameining
Sótt er um leyfi til að sameina lóðirnar Ármúla 4 og Ármúla 6. Jafnframt er sótt um leyfi til að byggja tengibyggingu úr steinsteypu á hinni sameinuðu lóð.
Umsögn Borgarskipulags dags. 10. júlí 2001, bréf hönnuðar dags. 17. júlí 2001 fylgir erindinu.
Stærðir: xx
Gjald kr. 4.100 + xx
Samþykkt að sameina lóðir.
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 23140 (01.52.030.4)
150355-4199 Ásmundur Jónsson
Lágholtsvegur 13 107 Reykjavík
110459-4679 Guðrún Bjarnadóttir
Lágholtsvegur 13 107 Reykjavík
11.
Lágholtsvegur 13 , Viðbygging
Að lokinni grenndarkynningu deiliskipulagsbreytingar er lögð fram að nýju tillaga Gunnlaugs Ó. Johnson arkitekts, dags. 02.07.01, að breytingu á deiliskipulagi Bráðræðisholts. Einnig lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 23.05.01, þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja vinnustofu að suðausturgafli fyrstu hæðar, byggja kvist á norðausturhlið, setja svalahurð á hjónaherbergi og breyta herbergi á fyrstu hæð í geymslu í húsinu á lóðinni nr. 13 við Lágholtsveg. Einnig er sótt um leyfi til þess að koma fyrir bílastæði framan við norðausturhlið hússins, samkv. uppdr. Gunnlaugs Ó. Johnson arkitekts, dags. 02.04.01. Málið var í kynningu frá 25. júlí til 23. ágúst 2001. Engar athugasemdir bárust.
Stærð: Stækkun 25,9 ferm. og 57,3 rúmm.
Gjald kr. 4.100 + 2.349
Breyting á deiliskipulagi samþykkt, sbr. 4. gr. samþykktar fyrir skipulags- og byggingarnefnd.
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 23634 (01.67.421.2)
100860-4499 Jón Valur Smárason
Kolbeinsmýri 3 170 Seltjarnarnes
12.
Skildinganes 49, einbýlishús
Sótt er um leyfi til þess að byggja tvílyft einbýlishús með innbyggðri tvöfaldri bílageymslu á lóðínni nr. 49 við Skildinganes. Húsið er steinsteypt og að hluta með hraunaðri yfirborðsáferð.
Bréf hönnuðar dags. 24. ágúst 2001 fylgir erindinu.
Stærð: xx
Gjald kr. 4.100 + xx
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar Borgarskipulags.


Umsókn nr. 10070
13.
Afgreiðslufundir Skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar Skipulagsstjóra Reykjavíkur dags. 17.08.01.


Umsókn nr. 10335 (04.1)
14.
Grafarholt, svæði 1, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 21. ágúst 2001 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 15. s.m. um breytingar á deiliskipulagi í Grafarholti, svæði 1.


Umsókn nr. 10264 (01.71.41)
470169-2149 Blindrafélagið
Hamrahlíð 17 105 Reykjavík
15.
Hamrahlíð 17, stækkun lóðar
Lagt fram bréf skrifst.stj. borgarverkfræðings, dags. 28.06.01 ásamt erindi Blindrafélagsins frá 18. þ.m. þar sem sótt er um viðbótarlóð við núverandi lóð félagsins að Hamrahlíð 17 vegna framtíðaruppbyggingu félagsins.
Málinu vísað til umsagnar leikskólaráðs.

Umsókn nr. 10351
16.
Háskóli Íslands, Vísindagarðar,
Lögð fram tillaga ASK arkitekta, dags. í ágúst 2001, að þekkingarþorpi á lóð Háskóla Íslands.
Hönnuðir kynntu.

Umsókn nr. 23627 (04.63.320.3 01)
17.
Leirubakki 36, Lagt fram bréf
Lagt fram bréf Rúnars S. Gíslasonar hdl., dags. 17. ágúst 2001, f.h., Sóltúns 26, ehf., og Rár, ehf., þar sem sótt er um leyfi til þess að breyta landnotkun vegna lóðarinnar Leirubakki 34-36 með það fyrir augum að atvinnuhúsnæði verði breytt í íbúðir.
Málinu vísað til umsagnar Borgarskipulags.

Umsókn nr. 23628 (01.67.420.9)
18.
Skildinganes 43, Úrskurður
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 22. ágúst 2001 vegna úrskurðar um kæru eigenda fasteignanna nr. 41 við Skildinganes og nr. 24 við Bauganes þar sem kært var byggingarleyfi vegna íbúðarhúss á lóðinni nr. 43 við Skildinganes.
Úrskurðarorð:
Hafnað er kröfu kærenda um að framkvæmdir við byggingu hússins að Skildinganesi 43, Reykjavík, verði stöðvaðar.


Umsókn nr. 552
19.
Skipulags- og byggingarnefnd,
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs frá 21. ágúst 2001 á B-hluta fundargerðar skipulags- og byggingarnefndar frá 15. s.m.


Umsókn nr. 10161 (02.37.5)
220137-4069 Hrafnkell Thorlacius
Suðurgata 18 101 Reykjavík
20.
Spöngin 33-37, heilsugæslustöð, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 21. ágúst 2001 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 15. s.m. um breytingu á deiliskipulagi að Spönginni 33-37.


Umsókn nr. 581 (01.26.4)
450400-3510 VA arkitektar ehf
Skólavörðustíg 12 101 Reykjavík
21.
Suðurlandsbraut 18-28, Ármúli 15-27, endurskoðun deiliskipulags
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 21. ágúst 2001 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 15. s.m. um endurskoðun deiliskipulags að Suðurlandsbraut 18-28 og Ármúla 15-27.