Höfuðborgarsvæðið, svæðisskipulag,
Aðalskipulag Reykjavíkur,
Köllunarklettsvegur 4,
Laugarás, Hrafnista,
Skeifan/Fen,
Suðurlandsbraut 18-28, Ármúli 15-27,
Vatnagarðar 4-28,
Framnesvegur 23,
Hringbraut,
Njálsgötureitur,
Reitur 1.220.1 og 2, Vélamiðstöðvarreitur,
Skipholtsreitur stgr. 1.250.1,
Skólavörðuholt,
Bæjarháls, Hraunbær,
Gautavík,
Grænlandsleið 22-40, 29-49,
Kirkjustétt 1-3 og 5,
Naustabryggja 5-7,
Norðlingaholt,
Viðarás 12,
Skálafell,
Sólheimar 29-35,
Klettháls 1,
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa,
Afgreiðslufundir Skipulagsstjóra Reykjavíkur,
Borgarskipulag/Byggingarfulltrúi,
Langholtsvegur 89,
Víkurvegur/Reynisvatnsvegur,
Skipulags- og byggingarnefnd
37. fundur 2001
Ár 2001, miðvikudaginn 18. júlí kl. 09:00, var haldinn 37. fundur skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3, 4. hæð. Viðstaddir voru: Árni Þór Sigurðsson, Óskar Bergsson, Kristín Blöndal, Tómas Waage, Inga Jóna Þórðardóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Gunnar L. Gissurarson og áheyrnarfulltrúinn Ásgeir Harðarson.
Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Þorvaldur S. Þorvaldsson, Bjarni Þ. Jónsson, Ágúst Jónsson, Þórarinn Þórarinsson, Sigríður Kristín Þórisdóttir, Bjarni Reynarsson og Magdalena M. Hermannsdóttir.
Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Stefán Hermannsson, Ingbjörg R. Guðlaugsdóttir, Ragnhildur Ingólfsdóttir og Ágústa Sveinbjörnsdóttir.
Fundarritari var Ívar Pálsson.
Þetta gerðist:
Umsókn nr. 99
1. Höfuðborgarsvæðið, svæðisskipulag,
Ráðgjafar kynntu stöðu vinnu.
Ráðgjafar kynntu.
Umsókn nr. 523
2. Aðalskipulag Reykjavíkur, endurskoðun aðalskipulags
Kynnt staða vinnu.
Umsókn nr. 10292 (01.32.96)
530269-7529
Reykjavíkurhöfn
Tryggvag Hafnarhúsi 101 Reykjavík
3. Köllunarklettsvegur 4, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram að nýju bréf hafnarstjóra, dags. 28.06.01, varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 4 við Köllunarklettsveg, samkv. uppdr. arkitekta Gunnars og Reynis, dags. 18.05.01.
Breyting á deiliskipulagi samþykkt.
Vísað til borgarráðs.
Umsókn nr. 423 (01.35.1)
700994-2449
Teiknistofan H.G. ehf
Skúlatúni 6 105 Reykjavík
4. Laugarás, Hrafnista, deiliskipulag
Lagt fram að nýju bréf Halldórs Guðmundssonar ark. dags. 7.06.01 ásamt uppdr. Teiknistofu Halldórs Guðmundssonar, dags. 28.05.01, að deiliskipulagi lóðar Hrafnistu ásamt líkani.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.
Umsókn nr. 10078 (01.46)
711293-2139
Vinnustofan Þverá ehf
Laufásvegi 36 101 Reykjavík
5. Skeifan/Fen, umferðarskipulag og endurskoðun deiliskipulags
Lögð fram að nýju tillaga Vinnustofunnar Þverá af deiliskipulagi í Skeifan/Fen, dags. 15.02.01, breytt 9. júlí 2001 ásamt greinargerð, dags. 09.04.01, breytt 28.05.01 og 09.07.01 og tillögu af umferðarskipulagi, dags. 30.06.00, br. 31.10.00. Málið var kynnt fyrir hagsmunaðilum frá 18. apríl til 9. maí 2001. Athugasemdabréf bárust frá : Hönnun hf, dags. 24.04.01, Svövu Björnsdóttur, f.h. Grensásvegar 11 ehf, dags. 24.04.01, Birgi Ágústssyni ehf, dags. 04.05.01, Birgi Róbertssyni, mótt. 8.05.01, Guðna Pálssyni ark. f.h. eigenda Faxafeni 9, dags. 30.04.01, Pfaff Grensásvegi 13, dags. 8.05.01, Húsfélaginu Skeifunni 5, dags. 9.05.01, lóðarhafa Skeifunnar 2-4, dags. 09.05.01, fram.kv.stj. versl. Arnarins Skeifunni 11, dags. 7.05.01, Ágústi Valfells f.h. Skeifunnar 15 sf, mótt. 11.05.01, Hönnun hf., dags. 05.07.01. Einnig lögð fram húsakönnun Árbæjarsafns, dags. 10.05.01, umsögn Vinnustofunnar Þverá og Borgarskipulags um athugasemdir, dags. 09.07.01, athugasemdir eigenda Grensásvegar 13, dags. 20.06.01 og tillaga Arkís, dags. 06.07.01, að uppbyggingu að Grensásvegi 1.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.
Umsókn nr. 581 (01.26.4)
450400-3510
VA arkitektar ehf
Skólavörðustíg 12 101 Reykjavík
6. Suðurlandsbraut 18-28, Ármúli 15-27, endurskoðun deiliskipulags
Lögð fram að nýju eftir auglýsingu tillaga VA arkitekta, að endurskoðun deiliskipulags við Suðurlandsbraut 18-28 og Ármúla 15-27 ásamt greinargerð, dags. 11.12.00, síðast breytt 30.03.01. Málið var í auglýsingu frá 9.05.01 til 6.06.01 með athugasemdarfresti til 20.06.01. Athugasemdabréf barst frá: Vatnsvirkjanum hf, dags. 19.06.01. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 9. júlí 2001.
Frestað.
Umsókn nr. 554 (01.33.7)
7. Vatnagarðar 4-28, deiliskipulag
Lögð fram að nýju tillaga Arkitektastofu Finns Björgvinssonar og Hilmars Þórs Björnssonar, dags. 03.07.01 ásamt greinargerð, dags. 03.07.01, að endurskoðuðu deiliskipulagi við Vatnagarða 4-28. Einnig lögð fram húsakönnun Árbæjarsafns, dags. 10.05.01 og bréf Vegagerðarinnar, dags. 12.11.98. Við upphaf vinnu í desember 2000 var hagsmunaaðilum gefinn kostur á að koma á framfæri upplýsingum, óskum eða ábendingum um breytingar. Engar skriflegar óskir bárust.
Frestað.
Umsókn nr. 10015 (01.13.41)
150151-3339
Steingrímur Steinþórsson
Leifsgata 24 101 Reykjavík
560986-1309
Nýja teiknistofan ehf
Síðumúla 20 108 Reykjavík
8. Framnesvegur 23, niðurrif og nýbygging
Lagt fram að nýju bréf Þormóðs Sveinssonar arkitekts, dags. 11.01.01, varðandi niðurrif og nýbyggingu á lóðinni nr. 23 við Framnesveg, samkv. uppdr. sama, dags. 22.03.01. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags dags. 21.06.00 og bréf um samþykki nágranna um að byggt verði að göflum húsanna Öldugötu 54 og Framnesveg 54 og skuggavarpsteikningu hönnuðar dags. 22.03.01.
Frestað.
Umsókn nr. 491
9. Hringbraut, aðal- og deiliskipulag
Lögð fram að nýju tillaga Borgarskipulags að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 1996-2016, dags. 21. júní 2001. Einnig lagður fram deiliskipulagsuppdráttur Landmótunar, dags. 22.02.01, síðast breytt 08.07.01 ásamt greinargerð, dags. 09.07.01, að færslu Hringbrautar, milli Bjarkargötu og Rauðarárstígs, gögn frá Línuhönnun varðandi breytingu á hljóðstigi vegna framkvæmdanna og langsnið.
Frestað.
Umsókn nr. 10228 (01.19.01)
10. Njálsgötureitur, deiliskipulag, forsögn
Lögð fram að nýju drög Teiknistofunnar Traðar, dags. í mars 2001, breytt í júní 2001, að skipulagsforsögn fyrir reit 1.190.1, sem markast af Njálsgötu, Vitastíg, Grettisgötu og Barónsstíg.
Frestað.
Umsókn nr. 990446 (01.22.01)
691195-2369
PK-hönnun sf
Ingólfsstræti 1a 101 Reykjavík
11. Reitur 1.220.1 og 2, Vélamiðstöðvarreitur,
Lagt fram að nýju bréf PK-hönnunar, dags. 05.07.01 ásamt drögum að greinargerð að Skúlatúnsreit eystri, staðgreinireit 1.220.1 og 1.220.2, dags. í júní 2001, ásamt líkönum.
Samþykkt að unnin verði deiliskipulagstillaga fyrir reitinn á grundvelli framlagðra gagna.
Umsókn nr. 10234 (01.25.01)
12. Skipholtsreitur stgr. 1.250.1, deiliskipulag
Lögð fram að nýju drög að forsögn að deiliskipulagi reits 1.250.1, Skipholtsreits, dags. í júlí 2001. Málið var kynnt hagsmunaaðilum frá 18. maí til 11. júní 2001. Einnig lagt fram bréf Málmsteypu Ámunda Sigurðssonar ehf, dags. 27.06.01.
Frestað.
Umsókn nr. 10103 (01.19)
13. Skólavörðuholt, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram að nýju tillaga Hornsteina arkitekta ehf, dags. í júlí 2001, að breytingu á deiliskipulagi Skólavörðuholts.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.
Umsókn nr. 10283 (04.3)
450599-3529
Fasteignafélagið Stoðir hf
Ármúla 13 108 Reykjavík
14. Bæjarháls, Hraunbær, miðsvæði
Lögð fram að nýju tillaga Borgarskipulags, dags. 22.06.01, að breyttu deiliskipulagi lóða við Hraunbæ.
Samþykkt með fjórum atkvæðum að auglýsa breytingu á deiliskipulagi. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks sátu hjá.
Vísað til borgarráðs.
Umsókn nr. 10282 (02..3.5)
15. Gautavík, færsla gangstígs
Lagt fram að nýju bréf eigenda að Gautavík 16 og 18 varðandi færslu á göngustíg milli húsanna Gautavíkur 16 og 18 og Gautavíkur 20 og 22. Samþykki eigenda að Gautavík 20 og 22 fylgir.
Frestað.
Umsókn nr. 10281 (04.1)
550296-2339
Sveinn Ívarsson ehf
Grundarhvarfi 9 203 Kópavogur
16. Grænlandsleið 22-40, 29-49, raðhús
Lagt fram að nýju bréf Sveins Ívarssonar ark. dags. 19.06.01 ásamt uppdr. dags. 9.3.2001 að raðhúsum á lóðunum nr. 22-40 og 29-51 við Grænlandsleið.
Frestað.
Umsókn nr. 10287
660499-2299
Búmenn,húsnæðissamvinnufélag
Hverfisgötu 105 101 Reykjavík
17. Kirkjustétt 1-3 og 5, upphitun götu
Lagt fram að nýju bréf stjórnar Búmanna hsf, dags. 25.06.01, varðandi beiðni um upphitun götunnar Prestastígs (áður Kirkjustétt 1-3) í Grafarholti. Einnig lagt fram bréf gatnamálastjóra, dags. 06.07.01.
Frestað.
Umsókn nr. 10279 (04.02)
480196-2799
Þórhalli Einarsson ehf
Brúnastöðum 73 112 Reykjavík
18. Naustabryggja 5-7, námsmannaíbúðir
Lagt fram að nýju bréf Þórhalla Einarssonar dags. 18.06.01 ásamt bréfi framkvæmdastjóra byggingafélags námsmanna dags. 20.06.01 varðandi byggingu námsmannaíbúða á lóð nr. 5-7 við Naustabryggju skv. uppdr. Björns Jóhannessonar ark. dags. í júní 2001.
Samþykkt að unnin verði tillaga að deiliskipulagsbreytingu í samræmi við umsókn.
Umsókn nr. 10057 (04.79)
560192-2319
Eykt ehf
Skeifunni 7,2.hæð 108 Reykjavík
710178-0119
Teiknistofan ehf
Ármúla 6 108 Reykjavík
19. Norðlingaholt, deiliskipulag
Lögð fram að nýju tillaga Teiknistofunnar ehf, dags. 06.07.01, að deiliskipulagi Norðlingaholts. Svæðið sem um er að ræða afmarkast af Breiðholtsbraut í vestur, Suðurlandsvegi í norður, ánni Bugðu og Rauðhólum í austur og almennu útivistarsvæði við Elliðavatn í suður. Einnig lögð fram forsögn og rammaskilmálar Borgarskipulags, dags. 28.03.01, breytt 06.07.01.
Tillögu vísað til umsagnar heilbrigðis- og umhverfisnefndar einkum hvað varðar byggingar á austurhluta svæðisins.
Umsókn nr. 451 (04.38.82)
280958-4099
Helga Björg Helgadóttir
Viðarás 12 110 Reykjavík
20. Viðarás 12, lóð í fóstur
Lagt fram að nýju bréf Helgu B. Helgadóttur, dags. 29.08.00, varðandi ósk um að fá til afnota lóðarblett í eigu Reykjavíkurborgar fyrir framan lóðina nr. 12 við Viðarás.
Frestað.
Umsókn nr. 10211
521286-1569
Íþrótta- og tómstundaráð Rvíkur
Fríkirkjuvegi 11 101 Reykjavík
21. Skálafell, deiliskipulag skíðasvæðis
Lagt fram að nýju bréf Íþrótta- og tómstundaráðs, dags. 11.05.01, ásamt tillögu Landslags ehf, að deiliskipulagi skíðasvæðisins í Skálafelli, dags. 11.05. 2001 og greinargerð, dags. í maí 2001. Einnig lagt fram bréf Íþrótta- og tómstundaráðs, dags. 01.06.01 og bréf umhverfis- og heilbrigðisnefndar, dags. 21.06.01.
Frestað.
Umsókn nr. 10182 (01.43.35)
22. Sólheimar 29-35, ofanábygging
Lögð fram að nýju bréf Lögmanna við Austurvöll, dags. 10.04.01 og bréf Lögmanna Höfðabakka 9, dags. 18.04.01 og 20.04.01. Einnig lögð fram umsögn fulltrúa borgarlögmanns, dags. 11.07.01 og bréf Borgarskipulags, dags. 17.05.01.
Með vísan til umsagnar borgarlögmanns og greinargerðar lögfræðings Borgarskipulags og skrifstofustjóra borgarverkfræðings sér skipulags- og byggingarnefnd sér ekki fært að verða við erindinu.
Nefndin er þó jákvæð fyrir uppbyggingu á umræddri lóð, sbr. samþykkt nefndarinnar frá 12. janúar s.l., og leggur til að Borgarskipulag hefji hið fyrsta vinnu við gerð deiliskipulags af reitnum. Jafnframt harmar nefndin þann drátt sem orðið hefur á afgreiðslu erindisins.
Umsókn nr. 10298 (04.34)
23. Klettháls 1, lóðarskipting
Lagt fram að nýju bréf H. Haukssonar ehf og G. Skaptasonar ehf, dags. 06.07.01, varðandi skiptingu lóðarinnar nr. 1 við Klettháls, samkv. uppdr. Arkitektastofunnar Striksins, dags. 09.07.01.
Lóðarskipting samþykkt.
Umsókn nr. 23445
24. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 163 frá 17. júlí 2001.
Jafnframt lagður fram liður nr. 17 frá 3. júlí 2001.
Umsókn nr. 10070
25. Afgreiðslufundir Skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð
Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda Skipulagsstjóra Reykjavíkur dags. 29.06, 04.07, 06.07. og 16.07.2001.
Umsókn nr. 10306
26. Borgarskipulag/Byggingarfulltrúi, endurskoðun
Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Reykjavíkurlistans um endurskipulagningu Borgarskipulags og byggingarfulltrúaembættisins ásamt greinargerð, dags. 09.07.01. Einnig lögð fram umsögn Ráðgarðs dags. 10.07.01., um sameiningu byggingarnefndar og skipulags- og umferðarnefndar og umsögn sama aðila um sameiningu embættis byggingarfulltrúa og Borgarskipulags.
Tillaga fulltrúa R- lista samþykkt með fjórum atkvæðum fulltrúa listans sem óskuðu bókað: Á vegum borgarstjóra hefur farið fram vinna við skipurit fyrir umhverfis-, samgöngu- og skipulags - og byggingarsvið sem væntanlega verður kynnt í borgarráði fljótlega. Eðlilegt er að við vinnu að skipulagi hinnar nýju stofnunar verði einkanlega höfð hliðsjón af því skipuriti.
Fulltrúar D- lista greiddu atkvæði gegn tillögunni og óskuðu bókað: Tillaga fulltrúa R- listans um nýja stofnun skipulags- og byggingarmála felur í sér aukna yfirbyggingu í stjórnkerfinu og samþjöppun valds. Engin efnisleg rök, sem sýna hagræðingu eða stjórnunarlegan ávinning, hafa verið kynnt með þessari tillögu. Þvert á móti má ætla að stjórnsýslan verði óvirkari með þessari breytingu.
Engin lýsing á embætti nýs stjórnanda liggur fyrir eða á valdssviði og stöðu skipulagsstjóra og byggingarfulltrúa eftir breytinguna. Auk þess hafa ekki verið lagðir fram útreikningar vegna viðbótarkostnaðar sem af þessu hlýst.
Tillagan felur í sér að Borgarskipulag er sett undir nýja stjórnunareiningu og þar með er verið að gera faglegu sjálfstæði Borgarskipulags lægra undir höfði en verið hefur. Jafnframt lengjast boðleiðir, verkaskipting og valdsvið verður óljósari.
Vinnubrögð í þessu máli eru afar sérkennileg. Sérstökum stýrihópi var sl. haust falið að skoða kosti og galla hugsanlegrar sameiningar embætta Borgarskipulags og byggingarfulltrúa. Engin efnisleg niðurstaða liggur fyrir að hálfu stýrihópsins og staðfestir því tillöguflutningurinn að fulltrúar R- listans hafi ekki treyst sér til þess að rökstyðja sameiningu embættanna undir nýrri yfirbyggingu.
Tillaga R- listans virðist fyrst og fremst þjóna þeim tilgangi að búa til nýtt embætti, nýja silkihúfu í kerfið. Tillagan er óásættanleg og felur í sér stækkun báknsins. Fulltrúar sjálfstæðisflokksins greiddu því atkvæði gegn henni.
Fulltrúar R- lista óskuðu bókað: Við vísum því á bug að ekki liggi fyrir efnisleg rök um sameiningu Borgarskipulags og byggingarfulltrúa. Við sameiningu byggingarnefndar og skipulagsnefndar var samþykkt tillaga að kannaðir yrðu kostir þess og gallar að sameina embættin. Þeirri vinnu var vísað til stýrihóps sem metið hefur kostina og gallana og komist að niðurstöðu í samráði við starfsmenn beggja embætta. Þessu til viðbótar má benda á að sameining embættanna er rökrétt framhald af sameiningu nefndanna og skilgreiningu löggjafarvaldsins á skipulags- og byggingarmálum.
Fullrúar D- lista óskuðu bókað: Ekki hefur verið lögð fram nein niðurstaða stýrihópsins. Einungis hefur verið lögð fram fundargerð frá hugarflugsfundi 27. mars s.l. Ef niðurstaða er til óskast hún lögð fram í skipulags- og bygginganefnd.
Fulltrúar R-lista óskuðu bókað: Enn á ný fellur oddviti minnihlutans í þá gryfju að tala um umbúðir en ekki innihald. Tillaga meirihlutans er byggð á umsögn um sameiningu embætta byggingarfulltrúa og Borgarskipulags sem lögð var fram á síðasta fundi skipulags- og byggingarnefndar.
Fulltrúar D- lista óskuðu bókað: Svokölluð umsögn fól ekki í sér efnislega niðurstöðu eða rökstuðning. Tillaga R-listans er umbúðir án innihalds.
Umsókn nr. 10105 (01.41.00)
601200-3250
Eyfirskir aðalverktakar ehf
Hraunbæ 14 110 Reykjavík
27. Langholtsvegur 89, atvinnu- og íbúðarhúsnæði
Lagt fram að nýju bréf Ragnars Gunnarssonar, dags. 22.05.01, vegna atvinnu- og íbúðarhúsnæðisins að Langholtsvegi 89.
Frestað
Umsókn nr. 10188 (02.9)
28. Víkurvegur/Reynisvatnsvegur, framkvæmdaleyfi
Lagt fram að nýju bréf gatnamálastjóra, dags. 20.04.01, þar sem óskað er eftir framkvæmdaleyfi, samkvæmt 27. grein Skipulags- og byggingarlaga nr. 73 frá 1997, vegna gatnamóta Hringvegar og Víkurvegar og Reynisvatnsvegar að Reynisvatni. Einnig lagður fram úrskurður Skipulagsstofnunar frá 11. apríl s.l. um mat á umhverfisáhrifum vegna framkvæmdanna, matsskýrsla dags. des. 2000, umsögn Borgarskipulags dags. 10.07.01, bréf borgarverkfræðings dags. 10.07.01 ásamt uppdráttum Glámu/Kím dags. 20.03.01 og útboðsuppdrætti.
Samþykkt, með vísan til umsagnar Borgarskipulags.