Aðalskipulag Reykjavíkur, Ofanleiti 1 og 2, Laugarás, Hrafnista, Skeifan/Fen, Reitur 1.220.1 og 2, Vélamiðstöðvarreitur, Hringbraut, Vatnsendahvarf, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Baugatangi 4, Bjarnarstígur 1, Helgugrund 1, Hraunbær 121, Kirkjustétt 23, Kristnibraut 37-41, Laugarnesvegur 89 , Njálsgata 28 , Vogaland 11 , Þjóðhildarstígur 2-6, Húsverndarsjóður Reykjavíkur, Hönnunarleyfi, Skildinganes 49, Útivistarsvæði,

BYGGINGARNEFND

34. fundur 2001

Ár 2001, miðvikudaginn 20. júní kl. 09:05, var haldinn 34. fundur skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3, 4. hæð. Viðstaddir voru: Árni Þór Sigurðsson, Óskar Bergsson, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Guðmundur Haraldsson, Inga Jóna Þórðardóttir, Gunnar L Gissurarson, Kristján Guðmundsson, Ásgeir Harðarson, Þorvaldur S Þorvaldsson, Bjarni Þ Jónsson, Ágúst Jónsson, Ólafur Bjarnason, Sigríður Kristín Þórisdóttir, Stefán Hermannsson, Helga Guðmundsdóttir, Helga Bragadóttir og Ívar Pálsson. Fundarritari var Ívar Pálsson.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 523
1.
Aðalskipulag Reykjavíkur, endurskoðun aðalskipulags
Lögð fram svör Borgarskipulags við ábendingum og athugasemdum í nefndum dags. 18.06.01.


Umsókn nr. 345 (01.74.31)
690269-1399 Verslunarskóli Íslands
Ofanleiti 1 103 Reykjavík
2.
Ofanleiti 1 og 2, Leiðrétt bókun
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju bréf Verslunarskóla Íslands, dags. 23.01.01, varðandi breytingu á deiliskipulagi á lóðunum nr. 1 og 2 við Ofanleiti, samkv. uppdr. arkitektanna Hrafnkels Thorlacius og Ormars Þórs Guðmundssonar, dags. 18.01.01. Málið var í auglýsingu frá 14. mars til 11. apríl, athugasemdafrestur var til 25. apríl 2001. Athugasemdabréf bárust frá: Sigrúnu Þórðardóttur og Sigmundi Þ. Grétarssyni, dags. 22.07.00, Ágústi Jónatanssyni og Gunnari Ingimarssyni, Ofanleiti 19 og Gísla Elíasyni, Ofanleiti 21, dags. 24.04.01. Ennfremur lögð fram umsögn Borgarskipulags dags. 14.05.01, umsögn umferðardeildar dags. 19.06.01 og fundargerð frá borgarafundi 29.05.01.
Samþykkt breyting á deiliskipulagi.
Með vísan til almenns fundar með íbúum á svæðinu samþykkir nefndin að láta kanna möguleika á lokun Ofanleitis og að aðkoma að bílastæðum skólanna verði einungis frá Listabraut.
Óskað er umsagnar samgöngunefndar áður en málið fer til afgreiðslu borgarráðs.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 423 (01.35.1)
700994-2449 Teiknistofan H.G. ehf
Skúlatúni 6 105 Reykjavík
3.
Laugarás, Hrafnista, deiliskipulag
Lagt fram bréf Halldórs Guðmundssonar ark. dags. 7.06.01 ásamt uppdr. Teiknistofu Halldórs Guðmundssonar, dags. 28.05.01, að deiliskipulagi lóðar Hrafnistu ásamt líkani.
Frestað.

Umsókn nr. 10078 (01.46)
711293-2139 Vinnustofan Þverá ehf
Laufásvegi 36 101 Reykjavík
4.
Skeifan/Fen, umferðarskipulag og endurskoðun deiliskipulags
Lögð fram að nýju tillaga Vinnustofunnar Þverá af deiliskipulagi í Skeifan/Fen, dags. 15.02.01, ásamt greinargerð, dags. 09.04.01 og tillögu af umferðarskipulagi, dags. 30.06.00, br. 31.10.00. Málið var kynnt fyrir hagsmunaðilum frá 17. apríl til 9. maí 2001. Athugasemdabréf bárust frá : Hönnun hf, dags. 24.04.01, Svövu Björnsdóttur, f.h. Grensásvegar 11 ehf, dags. 24.04.01, Birgi Ágústssyni ehf, dags. 04.05.01, Birgi Róbertssyni, mótt. 8.05.01, Guðna Pálssyni ark. f.h. eigenda Faxafeni 9, dags. 30.04.01, Pfaff Grensásvegi 13, dags. 8.05.01, Húsfélaginu Skeifunni 5, dags. 9.05.01, lóðarhafa Skeifunnar 2-4, dags. 09.05.01, fram.kv.stj. versl. Arnarins Skeifunni 11, dags. 7.05.01, Ágústi Valfells f.h. Skeifunnar 15 sf, mótt. 11.05.01. Einnig lögð fram húsakönnun Árbæjarsafns, dags. 10.05.01, umsögn Vinnustofunnar Þverá um athugasemdir, dags. 28.05.01, drög að greinargerð, dags. 28.05.01, athugasemdir eigenda Grensásvegar 13 dags. 20.06.01 og tillaga Arkís, dags. 20.06.01, að uppbyggingu að Grensásvegi 1.
Kynnt.

Umsókn nr. 990446 (01.22.01)
691195-2369 PK-hönnun sf
Ingólfsstræti 1a 101 Reykjavík
5.
Reitur 1.220.1 og 2, Vélamiðstöðvarreitur,
Lagðar fram til kynningar hugmyndir P.K. hönnunar, A og B dags. 18.06.01, að deiliskipulagi Vélamiðstöðvarreits, ásamt líkönum.
Jákvætt að vinna áfram á grundvelli tillögu A.

Umsókn nr. 491
6.
Hringbraut, aðal- og deiliskipulag
Lagt fram að nýju bréf umferðardeildar borgarverkfræðings, dags. 09.10.00 ásamt tillögu, dags. 09.10.00 af umferðarskipulagi Hringbrautar, bæði í núverandi og breyttri legu. Skipulagið tekur til kafla frá Rauðarárstíg að Bjarkargötu. Einnig lagt fram bréf Árbæjarsafns, dags. 25.10.00, umsögn Árbæjarsafns, dags. 24.11.00, tölvumyndir er sýna ástand eftir breytingu og hugmyndir borgarverkfræðings um göng undir Skólavörðuholt dags. 27.02.01.
Kynnt.

Umsókn nr. 10159
7.
Vatnsendahvarf, umferðarskipulag
Lagt fram að nýju bréf borgarverkfræðings, dags. 04.04.01, ásamt skýrslu dags. mars 2001 sem unnin er af Verkfræðistofunni Línuhönnun í samvinnu Vegagerðarinnar, Reykjavíkurborgar og Kópavogsbæjar, varðandi umferðarskipulag við Vatnsendahvarf. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, umsögn umferðardeildar dags. 18.06.01 og bókun samgöngunefndar.
Kynnt.

Umsókn nr. 23324
8.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 160 frá 19. júní 2001, án liðar nr. 12.
Jafnframt lagður fram liður nr. 28 frá 29. maí 2001.


Umsókn nr. 23292 (01.67.400.2)
070750-2609 Jón Sveinsson
Heiðarás 8 110 Reykjavík
9.
Baugatangi 4, einbýlishús - breytt
Sótt er um leyfi til þess að byggja steinsteypt einbýlishús með innbyggðri tvöfaldri bílgeymslu þannig að austurhluti húss verði tveggja hæða og ekið er niður í bílgeymslu á lóð nr. 4 við Baugatanga.
Stærð: Íbúð 1. hæð 139,7 ferm., 2. hæð 84,4 ferm., bílgeymsla 47,5 ferm., samtals 271,6 ferm., 788,4 rúmm.
Gjald kr. 4.100 + 32.324
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar Borgarskipulags.


Umsókn nr. 22756 (01.18.222.5 01)
030577-3539 Halldór Gunnar Halldórsson
Stangarhylur 2 110 Reykjavík
10.
Bjarnarstígur 1, breyting úti og inni
Að lokinni kynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf frá 155. afgreiðslufundi byggingafulltrúa, dags. 8. maí 2001 þar sem vísað er til Borgarskipulags til ákvörðunar um grenndarkynningu leyfi til þess að byggja viðbyggingu við suðausturhlið hússins, rífa núverandi geymsluskúr á lóðamörkum að Kárastíg 4, lyfta þaki yfir núverandi íbúðarhúsi og byggja millipall, ásamt leyfi fyrir verönd og heitum potti á lóð nr. 1 við Bjarnarstíg skv. uppdr.Gunnars S. Óskarssonar ark. dags. 07.03.01. Samþykki aðlægra lóðarhafa (á teikningu) fylgir erindinu. Erindið var í grenndarkynningu frá 15. maí til 13. júní 2001. Engar athugasemdir bárust.
Stærð: Niðurrif geymsluskúr 11 ferm., 28 rúmm.
Viðbygging, millipallur og rúmmálsaukning 60,3 ferm., 188,9 rúmm.
Gjald kr. 4.100 + 7.745
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.


Umsókn nr. 23293 (32.47.420.1)
660696-2029 Bygg Ben ehf
Vesturlbr Fífilbrekku 110 Reykjavík
11.
Helgugrund 1, Einbýlishús m. bílg.
Sótt er um leyfi til þess að byggja einlyft steinsteypt einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóð nr. 1 við Helgugrund.
Stærð: Íbúð 156,9 ferm., bílgeymsla 25,8 ferm., samtals 182,7 ferm., 629,8 rúmm.
Gjald kr. 4.100 + 25.822
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 23310 (04.34.010.1)
450599-3529 Fasteignafélagið Stoðir hf
Ármúla 13 108 Reykjavík
12.
Hraunbær 121, Verslunarhúsnæði
Sótt er um leyfi til þess að byggja einlyft steinsteypt verslunarhúsnæði með fjórum misstórum verslunarrýmum allt einangrað að utan og klætt með bárujárni og ljósum leirflísum á lóð nr. 121 við Hraunbæ.
Sýndir eru tveir skiltafletir á uppdráttum, 7,5 ferm. á suðurhlið og 9,6 ferm. á norðurhlið.
Stærð: Verslunarhús 1448 ferm., 6086,7 rúmm.
Gjald kr. 4.100 + 249.555

Frestað.
Málinu vísað til umsagnar Borgarskipulags.


Umsókn nr. 23187 (04.13.520.2 01)
131061-4399 Ágúst Leifsson
Dalaland 3 108 Reykjavík
13.
Kirkjustétt 23, Einbýlishús m. bílg.
Sótt er um leyfi til þess að byggja tvílyft steinsteypt einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóð nr. 23 við Kirkjustétt.
Stærð: Íbúð 1. hæð 122,7 ferm., 2. hæð 80,9 ferm., bílgeymsla 35,3 ferm., samtals 238,9 ferm., 699,4 rúmm.
Gjald kr. 4.100 + 28.675
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.


Umsókn nr. 22864 (04.11.450.2 01)
530289-1339 Járnbending ehf
Bæjarlind 4 201 Kópavogur
14.
Kristnibraut 37-41, Fjölbýlishús -19 íb.
Sótt er um leyfi til þess að byggja þriggja og fjögurra hæða steinsteypt fjölbýlishús með þremur stigagöngum, nítján íbúðum og tíu innbyggðum bílageymslum á lóðinni nr. 37-41 við Kristnibraut. Á lóðinni er jafnframt komið fyrir bílskúr með þremur einkabílageymslum.
Stærðir: xx
Gjald kr. 4.100 + xx
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 23147 (01.34.059.4)
660169-2379 Íslenskir aðalverktakar hf
Keflavíkurflugvelli 235 Keflavíkurflugvöllu
15.
Laugarnesvegur 89 , Fjölbýlishús
Sótt er um leyfi til þess að byggja fimm og sex hæða steinsteypt fjölbýlishús með 60 íbúðum og bílageymslu fyrir 60 bíla neðanjarðar á lóðinni nr. 89 við Laugarnesveg.
Jafnframt er sótt um leyfi til þess að kalla lóðina nr. 87-89 við Laugarnesveg.
Stærðir xx
Gjald kr. 4.100 + xx
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 22679 (01.19.020.2)
211162-4819 Þráinn Jóhannsson
Njálsgata 28 101 Reykjavík
051262-2479 Erna Andreassen
Njálsgata 28 101 Reykjavík
16.
Njálsgata 28 , Viðbygging og fl.
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 07.03.01, þar sem sótt er um leyfi til að byggja til suðurs við húsið nr. 28 við Njálsgötu. Vesturhluti viðbyggingar (íbúð) verði ein hæð auk rishæðar og kjallara, gerð úr timbri og klædd að utan með bárujárni. Austurhluti viðbyggingar (bílgeymsla) verði ein hæð gerð úr steinsteypu, einangruð að innan og klædd bárujárni að utan. Jafnframt er sótt um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi í húsi sem fyrir er á lóð, samkv. uppdr. Jon Nordsteien arkitekts, dags. 20.02.01.
Erindinu fylgir bréf Húsafriðunarnefndar dags. 31. jan. 2001 og umsögn Árbæjarsafns dags. 27. febrúar 2001. Málið var í kynningu frá 20. mars til 18. apríl 2001 og endurtekin frá 3. maí til 1. júní 2001. Athugasemdabréf bárust frá: Eiganda Njálsgötu 30b, dags. 16.04.01 og húseigenda að Bergþórugötu 3, dags. 18.04.01. Lögð fram umsögn Borgarskipulags um athugasemdir, dags. 12.06.01.
Stækkun: xx
Gjald kr. 4.100 + xx
Fallist á umsögn Borgarskipulags.
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 22980 (01.88.001.1)
040342-2579 Ragnar Kjartansson
Vogaland 11 108 Reykjavík
17.
Vogaland 11 , íbúð á neðrihæð
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 23.05.01, þar sem sótt er um leyfi til þess að breyta einbýlishúsi í tvíbýlishús og breyta innra skipulagi neðri hæðar hússins á lóð nr. 11 við Vogatungu, samkv. uppdr. Arnar Sigurðssonar arkitekts, dags. 20.05.00, síðast breytt 21.05.01.
Jafnframt er erindi nr. 23189 dregið til baka. Samþykki nágranna á uppdrætti fylgir.
Gjald kr. 4.100
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 23287 (04.11.220.1)
431299-2759 Gullhamrar ehf
Beykihlíð 25 105 Reykjavík
18.
Þjóðhildarstígur 2-6, (fsp)Veitingahús
Spurt er hvort leyft yrði að byggja tveggja hæða veitingahús í líkingu við fyrirliggjandi uppdrætti allt úr steinsteypu ýmist einangrað að utan og klætt með timbri eða sjónsteypa og einangrað að innan á 1. hæð væru þrjú útleiguveitingasvæði, bar og bílskýli að lóðamörkum í suður og á 2. hæð tveir veitingasalir ásamt stóru eldhúsi og forrými á lóð nr. 2 við Þjóðhildarstíg.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum.

Árni Þór Sigurðsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.


Umsókn nr. 990055
19.
Húsverndarsjóður Reykjavíkur, úthlutun
Lögð fram tillaga um úthlutun úr Húsverndarsjóði Reykjavíkur árið 2001.
Samþykkt.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 10008
20.
>Hönnunarleyfi,
Lagt fram bréf Ólafar Örvarsdóttur arkitekts, starfsmanns Borgarskipulags, þar sem óskað er eftir leyfi til þess að skila inn uppdráttum af Stórholti 33, Freyjugötu 30 og Skildinganesi 19.
Jafnframt er óskað eftir leyfi til þess að leggja inn raunteikningar vegna eignaskiptasaminga sem gerðir eru af Örvari Ingólfssyni.
Samþykkt hönnunarleyfi fyrir Stórholt 33, Freyjugötu 30 og Skildinganes 19.
Ekki er hægt að fallast á almenna heimild til þess að skila inn raunteikningum, sækja þarf um slíkt leyfi í hverju tilviki fyrir sig.


Umsókn nr. 10187 (01.67.42)
260157-5079 Kristinn Bjarnason
Tómasarhagi 19 107 Reykjavík
21.
Skildinganes 49,
Lögð fram kæra eigenda Skildinganess 51, dags. 15.06.01, vegna byggingarleyfis á lóðinni nr. 49.
Málinu vísað til umsagnar lögfræðings Borgarskipulags.

Umsókn nr. 10263
22.
Útivistarsvæði, starfshópur
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 29. maí s.l.á tillögu um stefnumörkun varðandi útivistarsvæði borgarinnar og skipan þriggja manna starfshóps í því skyni.
Samþykkt að tilnefna Kristbjörn Egilsson og Guðlaug Þór Þórðarson.