Engjateigur,
Lágmúli,
Langholtsvegur 89,
Þverholt 17-19/Einholt 1,
Aflagrandi 20-34,
Reitur 1.154.3, Barónsreitur,
Eggertsgata 24,
Grjótaþorp,
Hljómskálagarður,
Skildinganes 49,
Suðurhlíð 38,
Túngata Kaþ. trúboðið ,
Gufunes,
Þjóðhildarstígur 3G,
Úlfarsfellsvegur, Svifdrekafélag Reykjavíkur,
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa ,
Bergstaðastræti 13,
Klyfjasel 2,
Kristnibraut 81-83,
Ólafsgeisli 93,
Smábýli 4-5,
Túngata 34 ,
Afgreiðslufundir Skipulagsstjóra Reykjavíkur,
Barðavogur 21 ,
Grandagarður 8 ,
BYGGINGARNEFND
29. fundur 2001
Ár 2001, miðvikudaginn 16. maí kl. 09:05, var haldinn 29. fundur skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3, 4. hæð. Viðstaddir voru: Árni Þór Sigurðsson, Óskar Bergsson, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Guðmundur Haraldsson, Júlíus Vífill Ingvarsson, Kristján Guðmundsson, Jóna Gróa Sigurðardóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Þorvaldur S Þorvaldsson, Þórarinn Þórarinsson, Ágúst Jónsson og Sigríður Kristín Þórisdóttir.
Fundarritari var Ívar Pálsson.
Þetta gerðist:
Umsókn nr. 566 (01.36)
691195-2369
PK-hönnun sf
Ingólfsstræti 1a 101 Reykjavík
1. Engjateigur, borholuhús, rg -35, rg -17
Lagt fram bréf PK-hönnunar arkitekta, dags. 27.11.00, varðandi afmörkun lóða undir borholuhús rg -35 og rg -17, við Engjateig, samkv. uppdr. sama,dags. 05.04.01.
Afmörkun lóðar samþykkt.
Umsókn nr. 565 (01.26)
691195-2369
PK-hönnun sf
Ingólfsstræti 1a 101 Reykjavík
2. Lágmúli, borholuhús, rg 11
Lagt fram bréf PK-hönnunar, dags. 27.11.00, varðandi afmörkun lóðar undir bolholuhús við Lágmúla, samkv. uppdr. sama, dags. í nóv. 2000.
Afmörkun lóðar samþykkt.
Umsókn nr. 10105 (01.41.00)
601200-3250
Eyfirskir aðalverktakar ehf
Hraunbæ 14 110 Reykjavík
3. Langholtsvegur 89,
Lögð fram bréf Ragnars Gunnarssonar, dags. 09.02.01 og 10.05.01, vegna atvinnu- og íbúðarhúsnæðisins að Langholtsvegi 89. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags dags. 9.05.01.
Nefndin getur ekki samþykkt að notkun hússins verði breytt úr verslunarhúsnæði í húsnæði fyrir veitingastað með vísan til eldri umsagna og kvartana frá nágrönnum. Ekki verður lagst gegn verslunarrekstri í húsinu eins og samþykktar teikningar gera ráð fyrir eða að notkun þess verði breytt í íbúðarhúsnæði.
Umsókn nr. 990316 (01.24.43)
4. Þverholt 17-19/Einholt 1, deiliskipulag
Lögð fram drög Borgarskipulags að forsögn að deiliskipulagi lóðanna að Þverholti 17-19 og Einholti 1.
Samþykkt að kynna drögin fyrir hagsmunaðilum á reitnum.
Umsókn nr. 10139
080657-7819
Gunnlaugur Johnson
Lágholtsvegur 10 107 Reykjavík
5. Aflagrandi 20-34, deiliskipulag
Lagt fram að nýju eftir grenndarkynningu bréf Gunnlaugs Ó. Johnson arkitekts, dags. 18.03.01, varðandi breytingu á deiliskipulagi raðhúsanna nr. 20-26 og 28-34, samkv. uppdr. sama, dags. 18.03.01. Málið var í kynningu frá 6.04.01 til 7.05.01. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt, sbr. 4. gr. samþykktar fyrir skipulags- og byggingarnefnd.
Umsókn nr. 10181 (01.15.43)
6. Reitur 1.154.3, Barónsreitur, deiliskipulag
Lögð fram tillaga arkitektastofunnar Úti og inni dags. 16.05.01.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu þegar uppdrættir hafa verið lagfærðir.
Vísað til borgarráðs.
Umsókn nr. 10173 (01.63.4)
540169-6249
Félagsstofnun stúdenta
Hringbraut 101 Reykjavík
7. Eggertsgata 24, endurupptaka erindisins
Lagt fram bréf Félagsstofnunar stúdenta, dags. 30.04.01, varðandi breytingu á áður samþykktu deiliskipulagi á lóðinni nr. 24 við Eggertsgötu. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 14.05.01.
Nefndin er jákvæð gagnvart því að umsótt breyting á deiliskipulagi verði kynnt.
Borgarskipulagi falið að skoða tillöguna á milli funda.
Steinunn V. Óskarsdóttir sat hjá.
Umsókn nr. 154
8. Grjótaþorp, deiliskipulag
Lögð fram að nýju tillaga Teiknistofunnar Skólavörðustíg 28, dags. 10.05.01 ásamt greinargerð, dags. 10.05.01. Málið var kynnt fyrir hagsmunaaðilum á svæðinu frá 19. febr. til 2. mars 2001.
Athugasemdabréf bárust frá: Tryggingamiðstöðinni hf, dags. 28.02.01, íbúum í Mjóstræti 3, Bröttugötu 6 og Mjóstræti 6, dags. 26.02.01, eigendum Grjótagötu 5, dags. 01.03.01, eigendum Mjóstrætis 3, dags. 02.03.01, SH, dags. 02.03.01, Torfa Hjartarsyni, dags. 02.03.01 og Halli A. Baldurssyni, dags. 06.03.01.
Einnig lagt fram bréf menningarmálanefndar, dags. 12.03.01, bréf Húsafriðunarnefndar, dags. 20.03.01 ásamt umsögn Borgarskipulags, dags.9.04.01.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu með þeirri breytingu að ekki skal gert ráð fyrir húsi á lóðinni nr. 5 við Mjóstræti.
Visað til borgarráðs.
Umsókn nr. 10221 (01.1)
9. Hljómskálagarður, umsögn um tillögur
Lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 11.05.01 um þær tillögur sem fram hafa komið vegna Hljómskálagarðsins.
Formaður lagði fram eftirfarandi tillögu:
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir umsögn skipulagsstjóra og felur Borgarskipulagi að útfæra einhvers konar hugmyndasamkeppni meðal borgarbúa um nýtingu Hljómskálagarðs sem yrði innlegg í forsögn að deiliskipulagi.
Samþykkt með fjórum atkvæðum fulltrúa Reykjavíkurlista.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks greiddu atkvæði gegn tillögunni og og óskuðu bókað:
Tillögu Sjálfstæðismanna um að auka á nýtingu og fjölbreytileika Hljómskálagarðsins með því að flytja þangað gömul hús, svo sem "ÍR húsið", ganga alls ekki út á það að breyta garðinum í byggingarsvæði eins og ýjað er að í umsögn skipulagsstjóra.
Nýting gamalla húsa, með því að kom þeim hagalega fyrir í garðinum mun tengja garðinn skemmtilega miðborginni og minna á sögu Reykjavíkur.
Húsin má nýta sem lítil veitingahús, fræðsluhús og fyrir þjónustu af ýmsu tagi fyrir þá sem garðinn sækja.
Fulltrúar Reykjavíkurlistans óskuðu bókað:
Fulltrúar Reykjavíkurlista í skipulags-og byggingarnefnd leggja áherslu á að Hljómskálagarðurinn verði áfram nýttur sem garður - lunga - í miðborginni og vilja í því sambandi leita eftir hugmyndum borgarbúa um nýtingu. Það er athyglisvert að borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins eru á móti því að leita álits borgarbúa og gefa þeim tækifæri á því að taka þátt í mótun borgarsamfélagsins.
Umsókn nr. 10187 (01.67.42)
260157-5079
Kristinn Bjarnason
Tómasarhagi 19 107 Reykjavík
10. Skildinganes 49,
Lagt fram að nýju bréf eigenda Skildinganess 51, dags. 23.04.01, varðandi afturköllun á byggingarleyfi fyrir lóðina nr. 49 við Skildinganes. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags dags. 08.05.01.
Hafnað er kröfu eigenda Skildinganess 51 um afturköllun byggingarleyfis á lóðinni nr. 49 í heild með vísan til umsagnar Borgarskipulags. Byggingarleyfi hvað varðar steyptan vegg suðaustan hússins, utan byggingarreits, er fellt úr gildi og lagt fyrir lóðarhafa á nr. 49 að skila inn nýjum teikningum þar sem veggnum hefur verið breytt í samræmi við umsögn Borgarskipulags.
Umsókn nr. 481 (01.78.6)
590187-1359
JVS ehf
Suðurhlíð 38 105 Reykjavík
430289-1529
Úti og inni sf
Þingholtsstræti 27 101 Reykjavík
11. Suðurhlíð 38, deiliskipulag
Lagt fram bréf Teiknistofunnar Úti og inni, dags. 23.04.01 ásamt tillögu, dags. 17.04.01, að nýju deiliskipulagi lóðarinnar nr. 38 við Suðurhlíð. Einnig lagt fram minnisblað borgarverkfræðings dags. 11.05.01 ásamt minnisblaði Línuhönnunar dags. 6.05.01 varðandi athugun á hljóðstigi við Suðurhlíð.
Frestað.
Þorvaldur S. Þorvaldsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Umsókn nr. 23042 (01.16.000.6 08)
610171-0369
Landakotsskóli
101 Reykjavík
12. Túngata Kaþ. trúboðið , fjórði áfangi.
Sótt er um leyfi til þess að byggja leikfimihús norðvestan við Landakotsskóla, salur og kjallari allt úr steinsteypu og að hluta klætt með standandi titan-zinkklæðningu á lóð Landakotskirkju við Túngötu.
Stærð: Kjalallari 256,8 ferm., 1. hæð 246,1 ferm., samtals 502,9 ferm., 2040 rúmm.
Gjald kr. 4.100 + 83.640
Samþykkt að grenndarkynna erindið fyrir hagsmunaaðilum að Hávallagötu 18, 20, 22, 24, Hofsvallagötu 1, Túngötu 30,33,31, Hrannarstíg 3 og Landakotsspítala.
Umsókn nr. 990436 (02.0)
500269-6779
Landssími Íslands hf
Thorvaldsensstræti 4 150 Reykjavík
621097-2109
Zeppelin ehf
Síðumúla 20 108 Reykjavík
13. Gufunes, lóð Landssímans
Lögð fram til kynningar tillaga zeppelin arkitekta dags. 8.05.01 að deiliskipulagi Landsímalóðarinnar í Gufunesi ásamt forsögn Borgarskipulags dags. 7.09.2000. Einnig lagt fram minnisblað fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur dags. 10.05.01 varðandi skólaskipan.
Umsókn nr. 479 (04.11)
431299-2759
Gullhamrar ehf
Beykihlíð 25 105 Reykjavík
14. Þjóðhildarstígur 3G, stækkun byggingarreits
Lagt fram að nýju eftir kynningu bréf Árna Þórólfssonar f.h. Gullhamra ehf, dags. 22.02.01, ásamt uppdr. Teiknist. Manfreðs Vilhjálmssonar, dags. 20.02.01 að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 3G við Þjóðhildarstíg. Málið var í kynningu frá 30.03.01 til 27.04.01 með aths.fresti til 11.05.01. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt, sbr. 4. gr. samþykktar fyrir skipulags- og byggingarnefnd.
Umsókn nr. 10226 (02.6)
15. Úlfarsfellsvegur, Svifdrekafélag Reykjavíkur, skipulag byggðar
Lögð fram forsögn að gerð rammaskipulags fyrir Halla, Hamrahlíðarlönd og suðurhlíðar Úlfarsfells.
Frestað.
Samþykkt að Ólafur Bjarnason taki sæti Þórarins Þórarinssonar í rýnihóp sem í stað þess verði ráðgjafi hópsins.
Umsókn nr. 23111
16. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa , fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 156 frá 15. maí 2001.
Umsókn nr. 22600 (01.18.030.9 03)
560996-2339
BS-eignir ehf
Vagnhöfða 7 110 Reykjavík
17. Bergstaðastræti 13, niðurrif
Ofanritað fyrirtæki sækir um leyfi til þess að rífa steinbæinn Bergstaðastræti 13 og bárujárnshlöðu á baklóð hússins. Málinu fylgja umsagnir Árbæjarsafns og Húsafriðunarnefndar ríkisins dags. 7. maí 2001.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Árni Þór Sigurðsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Umsókn nr. 21716 (04.99.760.1 01)
041254-5139
Magnús Valur Albertsson
Klyfjasel 2 109 Reykjavík
18. Klyfjasel 2, Einbýli m. aukaíbúð
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 31.01.01, þar sem sótt er um leyfi til þess að koma fyrir aukaíbúð á jarðhæð hússins nr. 2 við Klyfjasel, samkv. uppdr. Teiknistofu Gunnlaugs Jónassonar, Rýmu arkitekta, dags. 09.03.01. Útlit norðvesturhliðar breytist lítillega. Útskrift úr gerðabók skipulags- og umferðarnefndar frá 18. september 2000 fylgir erindinu. Skoðunarskýrsla byggingarfulltrúa dags. 18. desember 2000 fylgir erindinu ásamt umsögn gatnamálastjóra dags. 15. janúar 2001. Málið var í kynningu frá 6. apríl til 7. maí 2001. Athugasemdabréf barst frá: Jóni Inga Guðjónssyni, Klyfjaseli 6, dags. 23.04.01.
Gjald kr. 4.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Umsókn nr. 22669 (04.11.550.2)
681290-2309
Byggingarfélag Gylf/Gunnars ehf
Borgartúni 31 105 Reykjavík
19. Kristnibraut 81-83, Fjölbýlish.m. 18 íb., 8 bílg.
Sótt er um leyfi til þess að byggja fjögurra hæða steinsteypt fjölbýlishús með átján íbúðum og átta innbyggðum bílgeymslum á lóð nr. 81-83 við Kristnibraut.
Umsögn gatnamálastjóra dags. 4. apríl 2001 fylgir erindinu.
Stærð: Hús nr. 81 (matshluti 01) íbúð 1. hæð 184,3 ferm., 2. hæð 340,2 ferm., 3. hæð 340,2 ferm., 4. hæð 340,2 ferm., bílgeymslur 120,8 ferm., samtals 1325,7 ferm., 4105 rúmm.
Hús nr. 83 (matshluti 02) íbúð 1. hæð 218,2 ferm., 2. hæð 319,7 ferm., 3. hæð 319,7 ferm., 4. hæð 319,7 ferm., bílgeymslur 85,6 ferm., samtals 1262,9 ferm., 3905,4 rúmm.
Gjald kr. 4.100 + 328.426
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Umsókn nr. 23090 (04.12.620.9)
220664-3689
Anna Hjördís Ágústsdóttir
Sporhamrar 6 112 Reykjavík
120860-4459
Hreinn Ólafsson
Sporhamrar 6 112 Reykjavík
20. Ólafsgeisli 93, Einbýlishús m. bílg.
Sótt er um leyfi til þess að byggja tvílyft steinsteypt einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu allt einangrað að utan og klætt með viðarklæðningu og dökkum flísum á lóð nr. 93 við Ólafsgeisla.
Stærð: Íbúð 1. hæð xxx ferm., 2. hæð 116,5 ferm.,, bílgeymsla xxx ferm., samtals 215,1 ferm., 680,9 rúmm.
Gjald kr. 4.100 + 27.917
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Umsókn nr. 22809 (70.00.003.0)
240963-5159
Þorsteinn Kúld Björnsson
Silfurgata 20 340 Stykkishólmi
21. Smábýli 4-5, Breyting úti
Lagt fram að nýju eftir grenndarkynningu bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 29.03.01, þar sem sótt er um leyfi til þess að breyta staðsetningu einbýlishúss sem samþykkt var 29. júní 2000 á reit nr. 4 á smábýlalóð nr. 4-5 úr landi Skrauthóla á Kjalarnesi. Húsið er fært til norðurs á lóðinni, samkv. uppdr. Hús og Ráðgjöf ehf, dags. í júlí 1999, breytt 17.03.01. Samþykki aðliggjandi lóðarhafa liggur fyrir.
Gjald kr. 4.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Umsókn nr. 23079 (01.13.730.8)
22. Túngata 34 , lagt fram bréf
Lagt fram að nýju bréf Magnúsar Helga Árnasonar hdl., Marargötu 7, dags. 3.05.01 ásamt fylgiskjölum vegna málskots. Í bréfinu er samþykkt byggingarfulltrúa frá 13.02.01 um rekstur heimagistingar í húsinu nr. 34 við Túngötu kærð og þess krafist að skipulags- og byggingarnefnd felli hana úr gildi og að nefndin fresti réttaráhrifum hinnar kærðu ákvörðunar.
Jafnframt lögð fram afgreiðsla byggingarfulltrúa á afgreiðslufundi dags. 13.02.01 og umsögn skrifstofustjóra byggingarfulltrúa dags. 14. 05.01.
Afgreiðsla byggingarfulltrúa staðfest með vísan til umsagnar skrifstofustjóra byggingarfulltrúa dags. 14.05.01.
Jafnframt er byggingarfulltrúa falið að grípa til viðeigandi ráðstafana vegna þeirra upplýsinga er fram hafa komið um stöðu framkvæmda.
Orðalag í texta við afgreiðslu málsins, hvað heimagistingu varðar, er óþarft þar sem það er ekki á valdsviði byggingarfulltrúa eða skipulags- og byggingarnefndar að samþykkja heimagistingu.
Umsókn nr. 10070
23. Afgreiðslufundir Skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð
Lagðar fram fundargerðir Skipulagsstjóra Reykjavíkur dags. 4. maí og 11. maí 2001.
Umsókn nr. 23112 (01.44.300.5)
24. Barðavogur 21 , lagt fram bréf
Lagt fram bréf Lex ehf., lögmannsstofu, dags. 10. maí 2001, þar sem tilkynnt er um kæru til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála vegna byggingarleyfisumsóknar í Barðavogi 21.
Málinu vísað til umsagnar lögfræðings Borgarskipulags.
Magnús Sædal Svavarsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Umsókn nr. 23113 (01.11.510.1)
25. Grandagarður 8 , lagt fram bréf
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 11. maí 2001 vegna stöðvunar framkvæmda við endurbyggingu á útbyggingu á 2. hæð á lóð nr. 8 við Grandagarð.
Jafnframt lagt fram bréf verkfræðistofunnar Víðsjá vegna burðarvirkis dags. 11. maí 2001, bréf lögmanns Sæsmíðar ehf., dags. 14. maí 2001 og bréf Jónasar Þ. Sigurðssonar og Hauks Hjaltasonar f.h., Hörgs ehf., og Gripið og Greitt ehf.
Staðfest ákvörðun byggingarfulltrúa um stöðvun framkvæmda að svo stöddu.
Lagt fyrir umsækjanda að sækja um byggingarleyfi vegna framkvæmda og breytinga á útliti.