Aðalskipulag Reykjavíkur,
Langholtsvegur 89,
Bryggjuhverfi,
Kirkjustétt 1-3 og 5,
Reitur 1.154.3, Barónsreitur,
Barónsstígur 2-4,
Skildinganes 49,
Rofabær 37 ,
Stórhöfði 15,
Hringbraut,
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa,
Barðastaðir 25-35,
Barðavogur 21 ,
Borgartún 32,
Dalsmynni 3,
Dalsmynni 5,
Maríubaugur 69-75,
Mosgerði 1 ,
Ólafsgeisli 1-11,
Ólafsgeisli 63 ,
Túngata Kaþ. skólinn ,
Afgreiðslufundir Skipulagsstjóra Reykjavíkur,
Háaleitisbraut 2-4-6, Vatnagarðar 38,
Túngata 34 ,
BYGGINGARNEFND
28. fundur 2001
Ár 2001, miðvikudaginn 9. maí kl. 09:00, var haldinn 28. fundur skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3, 4. hæð. Viðstaddir voru: Ár 2001, miðvikudaginn 9. maí kl. 09:00, var haldinn 28. fundur skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3, 4. hæð. Viðstaddir voru: Árni Þór Sigurðsson, Óskar Bergsson, Kristín Blöndal, Júlíus Vífill Ingvarsson, Inga Jóna Þórðardóttir, Gunnar L. Gissurarson, Guðmundur Haraldsson og áheyrnarfulltrúinn Ásgeir Harðarson.
Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Þorvaldur S. Þorvaldsson, Magnús Sædal Svavarsson, Þórarinn Þórarinsson, Ólafur Bjarnason, Ágúst Jónsson, Ann María Andreasen og Sigríður Kristín Þórisdóttir.
Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Ingibjörg R. Guðlaugsdóttir, Haraldur Sigurðsson, Björn Axelsson, Ívar Pálsson, Helga Guðmundsdóttir, Margrét Þormar, Stefán Finnsson, Helga Bragadóttir og Bjarni Reynarsson.
Fundarritari var Bjarni Þór Jónsson.
Þetta gerðist:
Umsókn nr. 523
1. Aðalskipulag Reykjavíkur, endurskoðun aðalskipulags
Kynnt næstu skref vinnu við endurskoðun Aðalskipulags Reykjavíkur.
Umsókn nr. 10105 (01.41.00)
2. Langholtsvegur 89,
Lagt fram bréf Ragnars Gunnarssonar, dags. 09.02.01, vegna atvinnu- og íbúðarhúsnæðisins að Langholtsvegi 89. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags dags.
Frestað.
Umsókn nr. 250 (04.0)
460169-7399
Björgun ehf
Sævarhöfða 33 110 Reykjavík
3. Bryggjuhverfi, breyting á aðal- og deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju bréf skipulagshöfundar, mótt. 02.01.01 ásamt tillögu að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur dags. 9.05.01 og deiliskipulagi, dags. 09.05.01. Einnig lagt fram bréf Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur, dags. 22.11.00. Málið var í auglýsingu frá 21. mars til 18. apríl 2001, athugasemdafrestur var til 2. maí 2001. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt breyting á aðalskipulagi og deiliskipulagi.
Breytingu á aðalskipulagi vísað til Borgarráðs.
Umsókn nr. 10016
571284-0149
Teiknistofa Guðr/Kn J arkit sf
Tjarnargötu 4 101 Reykjavík
4. Kirkjustétt 1-3 og 5, deiliskipulag
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga og greinargerð Teiknistofu Guðrúnar Jónsdóttur að deiliskipulagi lóðarinnar nr. 1-3 og 5 við Kirkjustétt, dags. í janúar 2001. Málið var í auglýsingu frá 21. mars til 18. apríl, athugasemdafrestur var til 2. maí 2001. Engar athugasemdir bárust.
Breyting á deiliskipulagi samþykkt.
Umsókn nr. 10181 (01.15.43)
5. Reitur 1.154.3, Barónsreitur, bílgeymsla
Lögð fram til kynningar tillaga arkitektastofunnar Úti og inni dags. 9.05.01.
Frestað.
Umsókn nr. 22738 (01.15.430.7)
480269-2259
Neskjör ehf
Laugavegi 140 105 Reykjavík
6. Barónsstígur 2-4, Br. frá gildandi deiliskipulagi
Lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 07.03.01, þar sem spurt er hvort leyft yrði að breyta út frá deiliskipulagi frá 20. des. 1999 við uppbyggingu lóðarinnar nr. 2-4 við Barónsstíg, að mestu í samræmi við meðfylgjandi tvær fyrirspurnarteikn. Guðmundar Gunnarssonar arkitekts, og Andrúm arkitekta, dags. 20. feb. 2001.
Frestað.
Umsókn nr. 10187 (01.67.42)
7. Skildinganes 49,
Lagt fram bréf eigenda Skildinganess 51, dags. 23.04.01, varðandi afturköllun á byggingarleyfi fyrir lóðina nr. 49 við Skildinganes. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags dags. 08.05.01.
Frestað
Umsókn nr. 23075 (04.34.430.2)
8. Rofabær 37 , lóðamarkabreyting
Óskað er eftir samþykki skipulags- og byggingarnefndar til að breyta mörkum lóðanna Rofabær 37 og Rofabær 39 samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti mælingadeildar Reykjavíkurborgar dags. 24.4.01.
Jafnframt er óskað eftir að fella niður kvöð um trjágróður og girðingu á suðurmörkum lóðarinnar Rofabær 39.
Tillaga að breytingu lóðamarka:
Rofabær 37 lóðin er 1935 ferm., sbr. mæliblað útgefið 14.10.1966. Tekið af lóðinni og bætt við Rofabæ 39 1189 ferm. Lóðin verður 746 ferm.
Rofabær 39 lóðin er 2255 ferm., sbr. lóðarsamning litra X25 nr. 421 dags. 18.10.1972. Bætt við lóðina frá Rofabæ 37 1189 ferm. Lóðin verður 3444 ferm.
Sjá samþykkt borgarráðs 20.11.1990, á úthlutun u.þ.b. 1190 ferm., viðbótarlóðar til Rofabæjar 39 úr Rofabæ 37.
Sjá ennfremur samþykkt skipulagsnefndar frá 24.6.1991 um breytta aðkomu að lóðinni.
Samþykkt
Umsókn nr. 527 (04.03.88)
501193-2409
ALARK arkitektar sf
Hamraborg 7 200 Kópavogur
9. Stórhöfði 15, stækkun lóðar
Lagt fram bréf ALARK arkitekta sf, dags. 08.11.00, varðandi stækkun lóðar nr. 15 við Stórhöfða, samkv. uppdr. sama, dags. 23.08.00.
Nefndin fellst ekki á frekari stækkun lóðarinnar, en heimilar til bráðabirgða aðkomu að neðri hluta lóðar, austan lóðarinnar á borgarlandi, sbr., uppdrátt ALARK arkitekta dags. 23.08.00. Þinglýsa skal kvöð þessa efnis á lóðina nr. 15 við Stórhöfða, að aðkoma að neðri hluta lóðarinnar um borgarland sé til bráðabirgða og án bótaréttar þurfi borgin að nýta umrætt land síðar.
Umsókn nr. 10203 (01.62)
10. Hringbraut, færsla
Lagður fram deiliskipulagsuppdráttur Landmótunar, dags. í apríl 2001, ásamt greinargerð, dags. 30.04.01, að færslu Hringbrautar, milli Bjarkargötu og Rauðarárstígs. Einnig lögð fram tillaga Borgarskipulags dags. 9.05.01 að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur.
Kynnt.
Umsókn nr. 23076
11. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa,
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 155 frá 8. maí 2001, án liða nr. 17, 68, 70 og 74.
Jafnframt lagður fram liður 44 frá14. apríl 2001.
Umsókn nr. 23021 (02.40.450.2)
420369-6979
Hússjóður Öryrkjabandalagsins
Hátúni 10 105 Reykjavík
12. Barðastaðir 25-35, nr. 35 - sambýli
Sótt er um leyfi til þess að byggja sambýli fyrir fatlaða á lóðinni nr. 25-35 við Barðastaði.
Húsið er á einni hæð og steinsteypt, í því eru sýndar sex einstaklingsíbúðir.
Stærð: Sambýli 441,2 ferm. og 1385,3 rúmm.
Gjald kr. 4.100 + 56.797
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar Borgarskipulags.
Árni Þór Sigurðsson og Óskar Bergsson viku af fundi við afgreiðslu málsins.
Umsókn nr. 22988 (01.44.300.5)
13. Barðavogur 21 ,
Lagt fram afrit af bréfi staðgengils byggingarfulltrúa dags. 18.04.01, varðandi niðurstöðu vegna endurupptöku máls vegna Barðarvogs 21.
Jafnframt lögð fram umsögn skrifstofustjóra borgarverkfræðings dags. 30.03.01 og umsögn staðgengils byggingarfulltrúa dags. 26.03.01.
Umsókn nr. 20774 (01.23.200.1)
590169-6339
Lykilhótel hf
Suðurlandsbraut 4a 108 Reykjavík
14. Borgartún 32, Breyta rishæð
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 04.04.01, þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja kvist og hækka neyðarstiga á vesturhlið og breyta rishæð hússins á lóðinni nr. 32 við Borgartún úr geymslu í fundarsal fyrir 15-20 manns, samkv. uppdr. ES teiknistofunnar, dags. í janúar 1997, breytt í júní 2000. Einnig lagt fram bréf Haraldar Blöndal hrl. dags. 02.05.01.
Málinu fylgir greinagerð vegna brunavarna dags. 27. mars 2001.
Stærð: Stækkun, kvistur 4,84 ferm. og 13,35 rúmm.
Gjald kr. 4.100 +547
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Umsókn nr. 23007
170644-3799
Ásta Sigurðardóttir
Dalsmynni 116 Reykjavík
15. Dalsmynni 3, einbýlishús
Sótt er um leyfi til þess að byggja einlyft einbýlishús úr timbri á lóðinni nr. 3 við Dalsmynni. Með erindinu fylgir deiliskipulagstillaga að svæðinu.
Stærð: 1. hæð 80,3 ferm. og 258,6 rúmm.
Gjald kr. 4.100 + 10.603
Frestað.
Málinu vísað til skoðunar Borgarskipulags.
Umsókn nr. 23006
170674-2949
Sesselja Salóme Tómasdóttir
Dalsmynni 116 Reykjavík
16. Dalsmynni 5, einbýlishús
Sótt er um leyfi til þess að byggja einlyft einbýlishús úr timbri á lóðinni nr. 5 við Dalsmynni. Með erindinu fylgir deiliskipulagstillaga að svæðinu.
Stærð: 1. hæð 80,3 ferm. og 258,6 rúmm.
Gjald kr. 4.100 + 10.603
Frestað
Málinu vísað til skoðunar Borgarskipulags.
Umsókn nr. 23041 (04.12.330.2)
100846-2339
Pálmar Guðmundsson
Bleikjukvísl 12 110 Reykjavík
17. Maríubaugur 69-75, Keðjuhús m. bílg.
Sótt er um leyfi til þess að byggja fjögur einlyft steinsteypt keðjuhús með innbyggðum bílgeymslum á lóð nr. 69-75 við Maríubaug.
Stærð: Hús nr. 69 (matshluti 01) íbúð 157,9 ferm., bílgeymsla 32,2 ferm., samtals 190,1 ferm., 677,9 rúmm.
Hús nr. 71 (matshluti 02) íbúð 158,4 ferm., bílgeymsla 31,7 ferm., samtals 190,1 ferm., 678 rúmm.
Hús nr. 73 (matshluti 03) íbúð 163,2 ferm., bílgeymsla 26,9 ferm., samtals 190,1 ferm., 678 rúmm.
Hús nr. 75 (matshluti 04) íbúð 158,1 ferm., bílgeymsla 31,9 ferm., samtals 190 ferm., 677,6 rúmm.
Gjald kr. 4.100 + 111.172
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Umsókn nr. 22331 (01.81.550.7)
030252-4709
Eiríkur Ellertsson
Mosgerði 1 108 Reykjavík
18. Mosgerði 1 , breytingar úti og inni
Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 18.01.01, þar sem sótt er um leyfi fyrir breytingum á innra fyrirkomulagi og útliti hússins (matshl. 01) og bílskúrsins (matshl. 02) á lóðinni nr. 1 við Mosgerði. Suðurgafli húss er breytt og þar er komið fyrir eldstæði og reykháfi. Á austurhlið er þaki lyft og þar er einnig komið fyrir dyrum og palli á fyrstu hæð. Nýjum glugga er komið fyrir á norðurgafli. Á vesturhlið er anddyri stækkað og útitröppum breytt. Bílskúrshurð er breytt og nýjum dyrum er komið fyrir á suðurhlið bílskúrs, samkv. uppdr. AT4 arkitekta, dags. 05.12.00. Samþykki nágranna fylgja.
Stærð: Stækkun 7,3 ferm. og 20,3 rúmm.
Gjald kr. 4.100 + 832
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Umsókn nr. 23061 (04.12.340.1)
530289-1339
Járnbending ehf
Bæjarlind 4 201 Kópavogur
19. Ólafsgeisli 1-11, Raðhús m. 6 íb. og innb. bílg.
Sótt er um leyfi til þess að byggja tvílyft raðhús með sex íbúðum og sex innbyggðum bílgeymslum allt úr forsteyptum einingum á lóð nr. 1-11 við Ólafsgeisla.
Stærð: Hús nr. 1 (matshluti 01) íbúð 174,4 ferm., bílgeymsla 28,1 ferm., samtals 202,5 ferm., 628,6 rúmm.
Hús nr. 3 (matshluti 02) íbúð 179,8 ferm., bílgeymsla 28,9 ferm., samtals 208,7 ferm., 647,4 rúmm.
Hús nr. 5 (matshluti 03), nr. 7 (matshluti 04), nr. 9 (matshluti 05) eru öll sömu stærðar og hús nr. 3 eða samtals 208,7 ferm., 647,4 rúmm. hvert hús.
Hús nr. 11 (matshluti 06) íbúð 181,6 ferm., bílgeymsla 29,3 ferm., samtals 210,9 ferm., 654,1 rúmm.
Raðhús samtals 1248,2 ferm., 3872,3 rúmm.
Gjald kr. 4.100 + 158.764
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Umsókn nr. 23060 (04.12.610.3)
240647-3119
Sveinn Valgeirsson
Fellsmúli 11 108 Reykjavík
20. Ólafsgeisli 63 , Einbýlishús
Sótt er um leyfi til þess að byggja tvílyft steinsteypt einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóð nr. 63 við Ólafsgeisla.
Stærð: Íbúð 1. hæð 85,2 ferm., 2. hæð 101,5 ferm., bílgeymsla 30,9 ferm., samtals 217,6 ferm., 784,2 rúmm.
Gjald kr. 4.100 + 32.152
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Umsókn nr. 23042 (01.16.000.6)
610171-0369
Landakotsskóli
101 Reykjavík
21. Túngata Kaþ. skólinn , fjórði áfangi.
Sótt er um leyfi til þess að byggja leikfimihús norðvestan við Landakotsskóla, salur og kjallari allt úr steinsteypu og að hluta klætt með standandi titan-zinkklæðningu á lóð Landakotskirkju við Túngötu.
Stærð: Kjalallari 256,8 ferm., 1. hæð 246,1 ferm., samtals 502,9 ferm., 2040 rúmm.
Gjald kr. 4.100 + 83.640
Frestað.
Málinu vísað til Borgarskipulags vegna deiliskipulagsvinnu.
Umsókn nr. 10070
22. Afgreiðslufundir Skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð Skipulagsstjóra Reykjavíkur dags. 27. apríl 2001.
Umsókn nr. 23080
23. Háaleitisbraut 2-4-6, Vatnagarðar 38, lagt fram bréf
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 18. apríl 2001 vegna óleyfisskilta sjónvarpsstöðvarinnar Skjás Eins á lóðinni nr. 2-4-6 við Háaleitisbraut og á lóðinni nr. 38 við Vatnagarða.
Jafnframt er lagt fram bréf LEX, ehf., Lögmannsstofu f.h., Skjás Eins dags. 2. maí 2001.
Frestað.
Guðmundur Haraldsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Umsókn nr. 23079 (01.13.730.8)
24. Túngata 34 , lagt fram bréf
Lagt fram bréf íbúðareiganda á Marargötu 7, dags. 3. maí 2001. Í bréfinu er samþykkt byggingarfulltrúa frá 13. febrúar s.l., um rekstur heimagistingar í húsinu nr. 34 við Túngötu kærð og þess krafist að skipulags- og byggingarnefnd felli hana úr gildi og að nefndin fresti réttaráhrifum hinnar kærðu ákvörðunar.
Frestað.