Suðurlandsbraut 18-28, Ármúli 15-27, Barónsstígur 2-4, Grjótaþorp, Melhagi 20-22, Reitur 1.703/5, Skógarhlíð, Norðlingaholt, Grafarholt, Stórhöfði 32 , Fossvogsdalur, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Dofraborgir 9 , Hamravík 74 , Háteigsvegur , Saltvík , Guðríðarstígur 2-4, Laugarnesvegur 89 , Pósthússtræti 11 , Afgreiðslufundir Skipulagsstjóra Reykjavíkur, Mjölnisholt 12 , Stigahlíð 68, Þórsgata 2, Spítalastígur 4 , Halla og Hamrahlíðarlönd,

BYGGINGARNEFND

24. fundur 2001

Ár 2001, miðvikudaginn 4. apríl kl. 09:00, var haldinn 24. fundur skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3, 4. hæð. Viðstaddir voru: Óskar Bergsson, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Guðmundur Haraldsson, Tómas Waage, Inga Jóna Þórðardóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson og Hilmar Guðlaugsson. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Þorvaldur S. Þorvaldsson, Magnús Sædal Svavarsson, Ólafur Bjarnason, Ágúst Jónsson og Sigríður Kristín Þórisdóttir. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Stefán Hermannsson, Helga Bragadóttir, Ragnhildur Ingólfsdóttir, Margrét Þormar, Ívar Pálsson, Ingibjörg R. Guðlaugsdóttir, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Björn Axelsson og Sigurður Pálmi Ásbergsson. Fundarritari var Bjarni Þór Jónsson.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 581 (01.26.4)
450400-3510 VA arkitektar ehf
Skólavörðustíg 12 101 Reykjavík
1.
Suðurlandsbraut 18-28, Ármúli 15-27, endurskoðun deiliskipulags
Lögð fram til kynningar tillaga VA arkitekta, að endurskoðun deiliskipulags við Suðurlandsbraut 18-28 og Ármúla 15-27 ásamt greinargerð, dags. 11.12.00, síðast breytt 30.03.01.
Athugasemdabréf bárust frá: Ask arkitektum, dags. 08.01.00, Arkitektastofunni Austurvöllur, mótt. 16.01.01 og eigendum húsanna að Ármúla 19-21, dags. 18.01.01. Einnig lagt fram svar skipulagshöfunda við athugasemdum, dags. 01.02.01.
Samþykkt að auglýsa tillöguna.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 22738 (01.15.430.7)
480269-2259 Neskjör ehf
Laugavegi 140 105 Reykjavík
2.
Barónsstígur 2-4, Br. frá gildandi deiliskipulagi
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 07.03.01, þar sem spurt er hvort leyft yrði að breyta út frá deiliskipulagi frá 20. des. 1999 við uppbyggingu lóðarinnar nr. 2-4 við Barónsstíg, að mestu í samræmi við meðfylgjandi tvær fyrirspurnarteikn. Guðmundar Gunnarssonar arkitekts, og Andrúm arkitekta, dags. 20. feb. 2001.
Kynnt.

Umsókn nr. 154
3.
Grjótaþorp, deiliskipulag
Lögð fram að nýju tillaga Teiknistofunnar Skólavörðustíg 28, dags. 10.02.01 ásamt uppkasti að greinargerð, dags. 10.02.01. Málið var kynnt fyrir hagsmunaaðilum á svæðinu frá 19. febr. til 2. mars 2001.
Athugasemdabréf bárust frá: Tryggingamiðstöðinni hf, dags. 28.02.01, íbúum í Mjóstræti 3, Bröttugötu 6 og Mjóstræti 6, dags. 26.02.01, eigendum Grjótagötu 5, dags. 01.03.01, eigendum Mjóstrætis 3, dags. 02.03.01, SH, dags. 02.03.01, Torfa Hjartarsyni, dags. 02.03.01 og Halli A. Baldurssyni, dags. 06.03.01.
Einnig lagt fram bréf menningarmálanefndar, dags. 12.03.01, bréf Húsafriðunarnefndar, dags. 20.03.01 ásamt samantekt Borgarskipulags, dags. 16.03.01.
Kynnt.

Umsókn nr. 22573
420299-2579 Þarabakki ehf
Bakkagerði 17 108 Reykjavík
4.
Melhagi 20-22, Hækkun og breytingar.
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 21.03.01, þar sem sótt er um leyfi til þess að sameina matshluta, byggja hæð ofan á báðar álmur og innrétta sex íbúðir í húsinu á lóðinni nr. 20-22 við Melhaga, samkv. uppdr. Rýmu arkitekta, dags. 30.01.01, síðast breytt breytt 28.03.01. Gert er ráð fyrir innbyggðri bílageymslu á fyrstu hæð í vesturálmu. Áfram verður atvinnustarfsemi í hluta hússins.
Umsögn Borgarskipulags dags. 27. nóvember 2000 og
umsögn burðavirkishönnuðar dags. 7. febrúar 2001 fylgir erindinu.
Stærð: Stækkun xx
Gjald kr. 4.100 + xx
Samþykkt að grenndarkynna erindið fyrir hagsmunaaðilum að Hagamel 31, 33, 35, 37, 39, 41, 43 og 45, Hofsvallagötu 49, 51 og 53 og Melhaga 11, 12, 13, 14, 15, 16, 17, 18 og 19.

Umsókn nr. 470 (01.70.3)
5.
Reitur 1.703/5, Skógarhlíð, deiliskipulag
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Arkþings ehf, að deiliskipulagi á reit sem afmarkast af Bústaðavegi, Miklubraut, lóðum fjölb.húsa við Eskihlíð, Eskitorgi og Litluhlíð, dags. 6. janúar 2001, ásamt greinargerð og skuggavarpsteikningum, dags. 09.02.01.
Einnig lögð fram húsakönnun Árbæjarsafns, byggingarsaga dags. Reykjavík 2000, greinargerð Arkþings/Landslags, dags. 09.02.01 og umsögn umferðardeildar borgarverkfræðings, dags. 04.01.01. Málið var í auglýsingu frá 16. febr. til 16. mars, athugasemdafrestur var til 30. mars 2001. Athugasemdabréf bárust frá Fasteignum ríkissjóðs, dags. 14.02.01, Jóni Grétari Hafsteinssyni, dags. 16.03.01, Zóphóníasi Pálssyni, dags. 20.03.03, 18 íbúðareigendum í Eskihlíð 14, dags. 23.03.01, Þórarni Árna Eiríkssyni, Eskihlíð 12b, dags. 29.03.01, Jóni V. Jenssyni og Ólöfu Þorvarðsdóttur, dags. 02.04.01. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 4. apríl 2001.
Deiliskipulagið samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í umsögn Borgarskipulags.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 10057 (04.79)
6.
Norðlingaholt, deiliskipulag
Lögð fram drög Borgarskipulags að forsögn, dags. 28.03.01.
Samþykkt.

Umsókn nr. 10089 (04.1)
551298-3029 Orkuveita Reykjavíkur
Suðurlandsbraut 34 108 Reykjavík
7.
Grafarholt, Orkuveita Reykjavíkur
Lögð fram tillaga Borgarskipulags, samkv. uppdr. Kanon arkitekta ehf, að lóðarafmörkun og byggingarreit fyrir dreifistöð Orkuveitu Reykjavíkur við Jónsgeisla, dags. 30.03.01.
Samþykkt.

Umsókn nr. 22625 (04.07.120.1)
701296-6139 Íslandspóstur hf
Stórhöfða 29 110 Reykjavík
9.
Stórhöfði 32 , viðbygging póstmiðstöð
Lagt fram frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þann 20.03.01. erindi þar sem sótt er um leyfi til að byggja vöruhleðsluhús við suðurenda Póstmiðstöðvar á lóðinni nr. 32 við Stórhöfða. Útveggir verði ýmist steyptir eða úr stálvirki og efnismeðferð öll sú sama og í eldra húsi.
Erindinu fylgir skýrsla um eldvarnir dags. 13. feb. 2001.
Stækkun: 548,5 ferm. og 4227 rúmm.
Gjald kr. 4.100 + 173.307
Samþykkt að grenndarkynna erindið fyrir hagsmunaaðilum að Stórhöfða 22-30 og Stórhöfða 34-40.

Umsókn nr. 139 (01.85.5)
560994-2069 Landmótun ehf
Nýbýlavegi 6 200 Kópavogur
700169-3759 Kópavogsbær
Fannborg 2 200 Kópavogur
11.
Fossvogsdalur, miðlunartjarnir
Að lokinni auglýsingu er lagður fram að nýju uppdráttur Landmótunar, dags. 28.11.00 að miðlunartjörnum í Fossvogsdal. Málið var í auglýsingu frá 28. des. til 25. jan., athugasemdafrestur var til 8. febrúar 2000. Athugasemdabréf barst frá: Karli Þráinssyni og Helgu M. Óttarsdóttur, dags. 07.02.01. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 2. apríl 2001.
Samþykkt með vísan til umsagnar Borgarskipulags.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 22882
13.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessar er fundargerð nr. 152 frá 3. apríl 2001, án liða nr. 66 og 68.


Umsókn nr. 22872 (02.34.440.1)
600995-2009 Fagmúr ehf
Krókamýri 34 210 Garðabær
14.
Dofraborgir 9 , Einbýlishús m aukaíbúð
Sótt er um leyfi til að byggja einbýlishús með aukaíbúð á lóðinni nr. 9 við Dofraborgir. Húsið verði steinsteypt á tveimur hæðum með tveimur innbyggðum bílgeymslum á efri hæð. Aðalíbúð verði u.þ.b. 282 ferm. og aukaíbúð u.þ.b. 142 ferm. með bílgeymslum.
Erindinu fylgir bréf Sigurðar Björgúlfssonsar, VA arkitektum, dags. 12. nóv. 2000, bréf byggingarfulltrúa dags. 13. mars 2001 og bréf Hilmars Guðjónssonsar, VA arkitektum, dags. 27. mars 2001.
Stærðir: xx
Gjald kr. 4.100 + xx
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 22860 (02.35.240.6)
700584-1359 Húsafl sf
Nethyl 2 (hús 3) 110 Reykjavík
15.
Hamravík 74 , Einbýlishús
Sótt er um leyfi til þess að byggja tvílyft, steinsteypt einbýlishús, með innbyggðri tvöfaldri bílgeymslu á lóðinni nr. 74 við Hamravík.
Stærð: Íbúð 1. hæð 53,0 ferm., 2. hæð 143,2 ferm., bílgeymsla 51,1 ferm. Samtals 247,3 ferm. og 794,5 rúmm.
Gjald kr. 4.100 + 32.575
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 22869 (01.25.430.1)
631190-1469 Byggingafélag námsmanna
Hverfisgötu 105 101 Reykjavík
16.
Háteigsvegur , 9 námsmannaíbúðir
Sótt er um leyfi til að byggja níu námsmannaíbúðir í matshluta 02 á lóð Byggingarfélags námsmanna við Háteigsveg. Húsið verði tveggja hæða, einangrað að utan og klætt sléttum álplötum. Jafnframt er sótt um undanþágu vegna stærða á geymslum og baðherbergjum til samræmis við það sem áður hefur verið.
Erindinu fylgir bréf Byggingarfélags námsmanna dags. 26. mars 2001.
Stærðir: 1. hæð 300,5 ferm., 2. hæð 294,5 ferm., samtals 1992,1 rúmm.
Gjald kr. 4.100 + 81.676
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 22867 (00.06.400.0)
600667-0179 Stjörnugrís hf
Vallá 116 Reykjavík
17.
Saltvík , hænsnahús nr. 2
Sótt er um samþykki fyrir byggingu hænsnahúss við Vörðumel í Saltvík á Kjalarnesi. Húsið er einlyft, byggt úr steyptum samlokueiningum.
Stærð: Hænsnahús 2230 ferm. og 9142,4 rúmm.
Gjald kr. 4.100 + 374.838
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 22825 (04.12.130.1)
610269-2149 Sóló-húsgögn ehf
Ármúla 21 108 Reykjavík
620283-0299 Sportís ehf
Eikjuvogi 29 104 Reykjavík
19.
Guðríðarstígur 2-4, (fsp) nýtt atvinnuhúsnæði
Spurt er hvort leyft yrði að byggja atvinnuhúsnæði á þremur hæðum að mestu í samræmi við meðfylgjandi uppdrætti á lóðinni nr. 2-4 við Guðríðarstíg. Byggingarmagn yrði samtals um 2700 ferm. og nýtingarhlutfall lóðar um 0.48.
Jákvætt.
Vinna þarf tillögu að breytingu á deiliskipulagi.


Umsókn nr. 22865 (01.34.059.4)
660169-2379 Íslenskir aðalverktakar hf
Keflavíkurflugvelli 235 Keflavíkurflugvöllu
20.
Laugarnesvegur 89 , (fsp) Fjölbýlishús
Spurt er hvort leyft yrði að byggja fimm og sex hæða steinsteypt fjölbýlishús með 60 íbúðum og bílageymslu fyrir 60 bíla neðanjarðar á lóðinni nr. 89 við Laugarnesveg.
Jafnframt er spurt hvort leyft yrði að kalla lóðina nr. 87-89 við Laugarnesveg.
Bréf hönnuða dags. 27. mars 2001 fylgir erindinu.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum.
Þorvaldur S. Þorvaldsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.


Umsókn nr. 22541 (01.14.051.4)
620698-2889 Hótel Borg ehf
Pósthússtræti 11 101 Reykjavík
21.
Pósthússtræti 11 , (fsp) br. á þaki og fjölgun herb.
Lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 07.02.01, þar sem spurt er hvort leyft yrði að breyta þaki Hótels Borgar að Pósthússtræti 11 að mestu í samræmi við meðfylgjandi teikningar teiknistofunnar M3 arkitektar, dags. 23.01.01. Mænishæð yrði óbreytt sem og kvistir að framanverðu en kvistum yrði fjölgað að aftanverðu, herbergjum fjölgað um 5 og önnur stækkuð.
Erindinu fylgir bréf hönnuðar dags. 30. jan. 2001. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 07.02.01, umsögn deildarstjóra byggingalistadeildar Listasafns Reykjavíkur , dags. 20. 02.01, umsögn Árbæjarsafns , dags. 19.02.01, bókun menningarmálanefndar frá 21.03.01 og umsögn Húsafriðunarnefndar ríkisins dags. 28. mars 2001.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum.


Umsókn nr. 10070
22.
Afgreiðslufundir Skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð
Lagðar fram fundargerðir Skipulagsstjóra Reykjavíkur dags. 23. og 30. mars 2001.


Umsókn nr. 22880 (01.24.110.1)
23.
Mjölnisholt 12 , lögð fram álitsgerð
Lögð fram álitsgerð umboðsmanns Alþingis dags. 23. mars 2001 vegna kvartana um hávaða frá Mjölnisholti 12.


Umsókn nr. 10135 (01.73.3)
660169-4749 Ríkiskaup
Borgartúni 7 105 Reykjavík
24.
Stigahlíð 68, Efri-Hlíð
Lagt fram bréf Ríkiskaupa, dags. 19.03.01, varðandi afmörkun lóðarinnar nr. 68 við Stigahlíð, samkv. uppdr. Nýverks, dags. 14.02.01.
Lóðarafmörkun samþykkt.

Umsókn nr. 10151 (01.18.42)
25.
Þórsgata 2, Hæstaréttardómur
Lagður fram dómur Hæstaréttar frá 29. mars 2001, varðandi byggingarleyfisumsókn Þórsgötu 2.


Umsókn nr. 22914 (11.84.008 02)
26.
Spítalastígur 4 ,
Inga Jóna Þórðardóttir spurðist fyrir um afgreiðslu byggingarfulltrúa á erindum íbúða við Spítalastíg 4b.
Samþykkt að leggja erindin fyrir næsta fund nefndarinnar.

Umsókn nr. 22915
27.
Halla og Hamrahlíðarlönd, forval
Lagður fram 23. liður fundargerðar borgarráðs frá 3. apríl s.l., varðandi forval arkitektastofu í tengslum við skipulag Halla og Hamrahlíðalands, svohljóðandi:
"Borgarstjóri óskaði bókað:
Í umsögn borgarlögmanns er því haldið fram að fulltrúar Borgarskipulags í forvalsnefndinni hafi verið vanhæfir til að meta umsóknir tveggja umsækjenda. Borgarlögmaður kemst samt sem áður að þeirri niðurstöðu að ekki sé ástæða til að endurtaka forvalið. Til að taka af öll tvímæli um að þessir umsækjendur hafi setið við sama borð og aðrir, þrátt fyrir meint vanhæfi tveggja fulltrúa Borgarskipulags, hef ég ákveðið að þessir fulltrúar víki úr forvalsnefndinni og að tveir nýjir komi í þeirra stað, þ.e. arkitektarnir Sigbjörn Kjartansson og Rúnar Gunnarsson. Er þeim, ásamt öðrum fulltrúum í forvalsnefndinni, falið að dæma að nýju þessar tvær umsóknir ásamt þeim nítján umsóknum sem ekki voru valdar. Meint vanhæfi snertir ekki val fjögurra umsækjenda af sex og því ekki ástæða til að fara í frekara mat á þeim.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
Óskað er upplýsinga um stærð þess lands sem forval Halla og Hamrahlíðarlanda tók til upphaflega og þær breytingar sem gerðar hafa verið á stærð þess.
Við óskum eftir að fá afhentar niðurstöður forvalsnefndar sem skipulags- og byggingarnefnd byggir tillögu sína á.
Jafnframt áskiljum við okkur rétt til að taka málið upp á næsta fundi borgarráðs.

Auk þess óskaði Inga Jóna Þórðardóttir eftir að bóka:
Með hliðsjón af því að formaður skipulags- og byggingarnefndar synjaði beiðni um að leggja fram niðurstöður forvalsnefndar þ.e., einkunnarblað, hef ég óskað eftir því að skrifstofustjóri borgarstjórnar afhendi þau gögn og tryggi þar með eðlilegan aðgang borgarfulltrúa að skjölum.

Þorvaldur S. Þorvaldsson og Helga Bragadóttir véku af fundi við afgreiðslu málsins.