Reitur 1.193, Heilsuverndarstöðvarreitur, grafarlækur, Skildinganes 11, Skildinganes 17, Skúlagata 57, °1Sturlugata 8, Árkvörn 6, Ártúnsskóli, Kristnibraut 65-67, Elliðaárdalur, Rafstöðvarsvæði, Losunarstaðir fyrir jarðvegsefni, Dalbraut 12, Dalbraut 14, Afgreiðsfundur byggingarfulltrúa, Hamravík 66 , Kirkjustétt 26 , Kristnibraut 81-83, Pósthússtræti 11 , Kirkjustétt 1-3, Frostaskjól 35 , Skipasund 9 , Skipulags- og byggingarnefnd, Þjóðhildarstígur 3G,

BYGGINGARNEFND

23. fundur 2001

Ár 2001, miðvikudaginn 28. mars kl. 09:00, var haldinn 23. fundur skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3, 4. hæð. Viðstaddir voru: Árni Þór Sigurðsson, Óskar Bergsson, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Einar Daníel Bragason, Júlíus Vífill Ingvarsson, Hilmar Guðlaugsson, Þorvaldur S Þorvaldsson, Magnús Sædal Svavarsson, Ólafur Bjarnason, Ágúst Jónsson, Þórarinn Þórarinsson og Sigríður Kristín Þórisdóttir. Fundarritari var Ívar Pálsson.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 10127 (01.19.3)
1.
Reitur 1.193, Heilsuverndarstöðvarreitur,
Lagt til að endurskoðað verði deiliskipulag að reit 1.193, sem markast af Snorrabraut, Egilsgötu, Barónsstíg og Bergþórugötu.
Samþykkt.

Umsókn nr. 342 (01.67.52)
121247-3489 Hjörleifur Stefánsson
Fjölnisvegur 12 101 Reykjavík
2.
grafarlækur, breyting á deiliskipulagi lóðar
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju bréf Hjörleifs Stefánssonar arkitekts, dags. 06.07.00 ásamt nýrri tillögu að stækkun byggingarreits lóðarinnar nr. 9 við Skeljatanga, dags. 11.01.01 og bréf Hjörleifs Stefánssonar, dags. 06.11.00. Málið var í grenndarkynningu frá 14. febr. til 14. mars 2000. Athugasemdabréf bárust frá: Guðmundi Jónssyni, dags. 12.03.01, Sólveigu Jónsdóttur, dags. 13.03.01, Gísla Helgasyni og Herdísi Hallvarðsdóttur, mótt. 14.03.01, GÁJ lögfræðistofu ehf, f.h. eiganda Skeljatanga 7, dags. 14.03.01. Einnig lögð fram samantekt Borgarskipulags, dags. 19.03.01 og umsögn Borgarskipulags dags. 28.03.01.
Kynnt breyting á deiliskipulagi, það er stækkun á byggingarreit, samþykkt. Lagfæra þarf uppdrátt.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 10064 (01.67.14)
440900-2830 Garðarsson & Pitt ehf
Klapparstíg 16 101 Reykjavík
3.
Skildinganes 11, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga teiknistofunnar Andrúm arkitektar, dags. 08.02.01, varðandi breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 11 við Skildinganes. Málið var í kynningu frá 22. febrúar til 23. mars 2001. Engar athugasemdir bárust.
Kynnt breyting á deiliskipulagi samþykkt.

Umsókn nr. 10031 (01.67.14)
440900-2830 Garðarsson & Pitt ehf
Klapparstíg 16 101 Reykjavík
4.
Skildinganes 17, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga teiknistofunnar Andrúm arkitektar, dags. 26.01.01, að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 17 við Skildinganes. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 31.01.01. Málið var í kynningu frá 22. febrúar til 23. mars 2001. Engar athugasemdir bárust.
Kynnt breyting á deiliskipulagi samþykkt.

Umsókn nr. 10028 (01.22.00)
690981-0259 Fasteignir ríkissjóðs
Tryggvagötu 19 150 Reykjavík
5.
Skúlagata 57, Skúlatún 6, viðbygging
Lagðir fram uppdr. Kjartans Sigurðssonar arkitekts, dags. 25.01.01, að viðbyggingu við húsið nr. 57 við Skúlagötu.
Samþykkt að fresta afgreiðslu erindisins þar sem verið er að vinna deiliskipulag.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 10106 (01.60.97)
691295-3549 Íslensk erfðagreining ehf
Lynghálsi 1 110 Reykjavík
6.
°1Sturlugata 8, Íslensk erfðagreining
Lagt fram að nýju bréf skrifst.stj. borgarstjórnar f.h. borgarráðs, dags. 27.02.01, varðandi stækkun byggingar á lóðinni nr. 8 við Sturlugötu. Einnig lagt fram bréf Íslenskrar erfðagreiningar, dags. 21.02.01 og umsögn Borgarskipulags dags. 26.03.01.
Fallist á umsögn Borgarskipulags.

Umsókn nr. 10088 (04.23.75)
7.
Árkvörn 6, Ártúnsskóli, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram að nýju tillaga Arkitektastofunnar OÖ, dags. 26.02.01, að breytingu á deiliskipulagi á lóð Ártúnsskóla. Einnig lagt fram bréf menningarmálanefndar, dags. 12.03.01.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 10099 (04.11.54)
630191-1069 Búseti,landssamband húsnæðissvf
Skeifunni 19 108 Reykjavík
8.
Kristnibraut 65-67, bílgeymslur
Lagt fram bréf Búseta, dags. 27.02.01, varðandi fækkun á bílgeymslum í húsinu á lóðinni nr. 65-67 við Kristnibraut, samkv. uppdr. AN2 arkitekta, dags. 17.01, br. 12.03.01.
Samþykkt.

Umsókn nr. 593 (04.25)
500299-2319 Landslag ehf
Þingholtsstræti 27 101 Reykjavík
9.
Elliðaárdalur, Rafstöðvarsvæði, deiliskipulag
Lögð fram að nýju tillaga Landslags ehf, ásamt greinargerð, dags. 06.03.01, að deiliskipulagi á umhverfi Rafstöðvar og Ártúns.
Kynnt.

Umsókn nr. 10141
10.
Losunarstaðir fyrir jarðvegsefni, Hólmsheiði
Lagt fram bréf gatnamálastjóra, dags. 06.03.01, varðandi losunarstað á Hólmsheiði fyrir jarðvegsefni. Einnig lagt fram minnisblað garðyrkjudeildar, dags. 16.02.01.
Staðsetning losunarsvæðisins samþykkt.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 10129 (01.34.45)
500300-2130 Landspítali háskólasjúkrahús
Eiríksgötu 5 101 Reykjavík
11.
Dalbraut 12, leiðrétt bókun
Lagt fram bréf Landspítala, dags. 12.02.01, varðandi fyrirhugaða viðbyggingu við Barna- og unglingadeild Landspítala-háskólasjúkrahúss að Dalbraut 12. Einnig lögð fram greinargerð Birgis Breiðdal arkitekts.
Bókun nefndarinnar frá fundi 7. mars leiðréttist og verður þannig:
" Samþykkt að vinna deiliskipulag af reit sem afmarkast af Sundlaugavegi, Dalbraut og Leirulæk og fresta afgreiðslu erindisins meðan sú vinna stendur yfir".
Samþykkt.

Umsókn nr. 10130 (01.34)
580377-0339 Samtök aldraðra
Hafnarstræti 20 101 Reykjavík
12.
Dalbraut 14, leiðrétt bókun
Lögð fram á ný bréf skrifst.stj. borgarstjórnar f.h. borgarráðs, dags. 5.09.00, varðandi ósk Samtaka aldraðra um úthlutun lóðar að Dalbraut 14A og 14B dags. 29.08.00 og 14.03.00 ásamt tillögu Arkhússins, dags. 25.01.00, að nýbyggingum. Einnig lagt fram bréf skrifst.stj. borgarverkfræðings, dags. 09.05.00. Lagt fram bréf Arkhússins, mótt. 07.11.00, ásamt uppdr., dags. 8. nóv. 2000.
Bókun nefndarinnar frá fundi 7. mars leiðréttist og verður þannig:
" Samþykkt að vinna deiliskipulag af reit sem afmarkast af Sundlaugavegi, Dalbraut og Leirulæk og fresta afgreiðslu erindisins meðan sú vinna stendur yfir".
Samþykkt.

Umsókn nr. 22846
13.
Afgreiðsfundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 145 frá 27. mars 2001.
Jafnframt lagðir fram liðir nr. 9 og 62 frá 13. mars 2001.


Umsókn nr. 22761 (02.35.240.2)
270741-4959 Guðmundur Hervinsson
Ljárskógar 10 109 Reykjavík
14.
Hamravík 66 , einbýlishús
Sótt er um leyfi til þess að byggja tvílyft, steinsteypt einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 66 við Hamravík.
Stærð: Íbúð 1. hæð 168,9 ferm., 2.hæð 58,8 ferm., bílgeymsla 38,0 ferm. Samtals 264,9 ferm. og 892,2 rúmm.
Gjald kr. 4.100 + 36.580
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar skráningartafla hefur verið lagfærð.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 22757 (04.13.520.4)
280154-3779 Kristján Örn Jónsson
Spóahöfði 22 270 Mosfellsbær
15.
Kirkjustétt 26 , einbýlishús
Sótt er um leyfi til þess að byggja steinsteypt einbýlishús á tveimur hæðum og með innbyggðri, tvöfaldri bílageymslu á lóðinni nr. 26 við Kirkjustétt.
Stærð: Íbúð 1. hæð 99,2 ferm., 2. hæð 116,2 ferm., bílageymsla 47,0 ferm.
Samtals 262,4 ferm. og 878,3 rúmm.
Gjald kr. 4.100 + 36.010
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 22669 (04.11.550.2)
681290-2309 Byggingarfélag Gylf/Gunnars ehf
Borgartúni 31 105 Reykjavík
16.
Kristnibraut 81-83, Fjölbýlish.m. 18 íb., 8 bílg.
Sótt er um leyfi til þess að byggja fjögurra hæða steinsteypt fjölbýlishús með átján íbúðum og átta innbyggðum bílgeymslum á lóð nr. 81-83 við Kristnibraut.
Stærð: Hús nr. 81 (matshluti 01) íbúð 1. hæð 184,3 ferm., 2. hæð 340,2 ferm., 3. hæð 340,2 ferm., 4. hæð 340,2 ferm., bílgeymslur 120,8 ferm., samtals 1325,7 ferm., 4105 rúmm.
Hús nr. 83 (matshluti 02) íbúð 1. hæð 218,2 ferm., 2. hæð 319,7 ferm., 3. hæð 319,7 ferm., 4. hæð 319,7 ferm., bílgeymslur 85,6 ferm., samtals 1262,9 ferm., 3905,4 rúmm.
Gjald kr. 4.100 + 328.426
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 22541 (01.14.051.4)
620698-2889 Hótel Borg ehf
Pósthússtræti 11 101 Reykjavík
17.
Pósthússtræti 11 , (fsp) br. á þaki og fjölgun herb.
Lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 07.02.01, þar sem spurt er hvort leyft yrði að breyta þaki Hótels Borgar að Pósthússtræti 11 að mestu í samræmi við meðfylgjandi teikningar teiknistofunnar M3 arkitektar, dags. 23.01.01. Mænishæð yrði óbreytt sem og kvistir að framanverðu en kvistum yrði fjölgað að aftanverðu, herbergjum fjölgað um 5 og önnur stækkuð.
Erindinu fylgir bréf hönnuðar dags. 30. jan. 2001. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 07.02.01, umsögn deildarstjóra byggingalistadeildar Listasafns Reykjavíkur , dags. 20. 02.01, umsögn Árbæjarsafns , dags. 19.02.01, bókun menningarmálanefndar frá 21.03.01 og umsögn Húsafriðunarnefndar ríkisins dags. 28. mars 2001.
Frestað.

Umsókn nr. 22824 (04.13.31-.-)
580489-1259 Mótás hf
Stangarhyl 5 110 Reykjavík
18.
Kirkjustétt 1-3, (fsp) Ný fjölbýlishús B og C
Spurt er hvort leyft yrði að byggja tvö fjölbýlishús, annað fjögurra hæða en hitt fimm hæða, með samtals 36 íbúðum og að mestu í samræmi við meðfylgjandi uppdrætti á lóðinni nr. 1-3 við Kirkjustétt. Undir hvoru húsi um sig yrði bílastæðakjallari fyrir 14 bíla. Á lóðinni verði ennfremur gert ráð fyrir að byggt verði eitt hús af hvorri gerð til viðbótar.
Jákvætt.
Með vísan til athugasemda á umsóknarblaði.
Skipulagsferli ólokið.


Umsókn nr. 22551 (01.51.510.5)
19.
Frostaskjól 35 , Lagt fram bréf
Lagt fram bréf eigenda Frostaskjóls 35 dags. janúar 2001en í bréfinu er krafist endurskoðunar á samþykkt skipulags- og byggingarnefndar frá 25. október 2000.
Umsagnir garðyrkjustjóra og gatnamálastjóra dags. 23. mars 2001 og Borgarskipulags dags. 27. mars 2001 fylgja erindinu.
Fallist á umsögn Borgarskipulags. Lóðarstækkun synjað. Umsækjanda gert að fjarlægja girðingu og gróður, skal honum veittur 15 daga frestur frá og með móttöku bréfs þar um til að gera grein fyrir hvaða tíma hann telji sig þurfa til framkvæmda og hvenær heppilegast sé að fjarlægja gróður.

Umsókn nr. 22507 (01.35.600.1)
20.
Skipasund 9 , óleyfisbygging
Lagt fram að nýju bréf byggingarfulltrúa dags. 29. janúar 2001 vegna óleyfisbyggingar á lóð nr. 9 við Skipasund og jafnframt bréf Valgeirs Kristinssonar hrl., dags. 13. febrúar 2001. Bréf byggingarfulltrúa til V.K. dags. 1. mars. Umsögn skrifstofustjóra byggingarfulltrúa dags. 8. mars 2001 og minnisblað byggingarfulltrúa dags. 26. mars 2001.
Tillaga byggingarfulltrúa um aðgerðir á lóðinni, sem fram kemur í minnisblaði dags. 26.03.01, samþykkt.

Umsókn nr. 552
21.
Skipulags- og byggingarnefnd,
Lögð fram bréf borgarstjóra f.h. borgarstjórnar um samþykkt borgarstjórnar frá 15.03.01 á B-hluta fundargerða skipulags- og byggingarnefndar frá 28. febrúar og 7. mars 2001.


Umsókn nr. 479 (04.11)
431299-2759 Gullhamrar ehf
Beykihlíð 25 105 Reykjavík
22.
Þjóðhildarstígur 3G, stækkun byggingarreits
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 13. mars 2001 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 7. s.m. um auglýsingu stækkunar byggingarreits að Þjóðhildarstíg 3G.