Aðalskipulag Reykjavíkur,
Sægarðar 5,
Skeljatangi 7,
Skeljatangi 9,
Laugavegsreitir,
Rimahverfi/Langirimi,
Grafarlækur-Stekkjamóar-Djúpidalur ,
Hólmsheiði, fangelsislóð,
Hamravík 38-42,
Hamravík 72 ,
Kirkjustétt 5-13,
Sægarðar 5 ,
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa,
Borgartún 25-27 ,
Garðastræti 23 ,
Grafarholt,
Halla- og Hamrahlíðarlönd,
Hraunbær 69-83,
Laugavegur 166 ,
Rafstöðvarvegur 1A,
Skipasund 9 ,
Skipulags- og byggingarnefnd,
Skipulags- og byggingarnefnd
15. fundur 2001
Ár 2001, miðvikudaginn 31. janúar kl. 09:00, var haldinn 15. fundur skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3, 4. hæð. Viðstaddir voru: Óskar Bergsson, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Guðmundur Haraldsson, Hrannar Björn Arnarsson, Inga Jóna Þórðardóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson og Gunnar L. Gissurarson,
Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Þorvaldur S. Þorvaldsson, Magnús Sædal Svavarsson, Þórarinn Þórarinsson, Ólafur Bjarnason, Ágúst Jónsson, Guðný Irene Aðalsteinsdóttir og Sigríður Kristín Þórisdóttir.
Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Ingibjörg R. Guðlaugsdóttir, Ragnhildur Ingólfsdóttir, Margrét Þormar, Helga Bragadóttir, Jóhannes Kjarval og Guðlaugur Gauti Jónsson.
Fundarritari var Ívar Pálsson.
Þetta gerðist:
Umsókn nr. 523
1. Aðalskipulag Reykjavíkur, endurskoðun aðalskipulags
Kynnt næstu skref vinnu.
Umsókn nr. 621 (01.33.46)
620198-3159
Teiknistofa Garðars Halld ehf
Borgartúni 20 105 Reykjavík
2. Sægarðar 5, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf Garðars Halldórssonar, dags. 29.12.00, varðandi fyrirhugaða byggingu nýrrar kæligeymslu Eimskips á lóðinni nr. 5 við Sævargarða, samkv. uppdr. sama, dags. 23.01.01.
Samþykkt að grenndarkynna tillöguna fyrir hagsmunaaðilum á Kleppsskafti.
Umsókn nr. 524 (01.67.52)
250852-4449
Halldór Gíslason
Brekkuland 4a 270 Mosfellsbær
3. Skeljatangi 7, stækkun byggingarreits
Lagt fram að nýju bréf Halldórs Gíslasonar arkitekts, f.h. Óttars Halldórssonar, mótt. 14.11.00, varðandi stækkun á byggingarreit til suðurs, samkv. uppdr. sama, dags. í október 2000. Deiliskipulagstillagan var í grenndarkynningu frá 18. des. til 15. jan. 2001. Athugasemdabréf barst frá: Jóni Nordal, Skeljatanga 5, dags. 14.01.01. Lögð fram umsögn Borgarskipulags um athugasemdir, dags. 18.01.01.
Kynntri breytingu synjað með vísan til athugasemda og umsagnar Borgarskipulags.
Óskar Bergsson sat hjá við afgreiðslu málsins.
Umsókn nr. 342 (01.67.52)
121247-3489
Hjörleifur Stefánsson
Fjölnisvegur 12 101 Reykjavík
4. Skeljatangi 9, breyting á deiliskipulagi lóðar
Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju bréf Hjörleifs Stefánssonar arkitekts, dags. 06.07.00 ásamt nýrri tillögu að stækkun byggingarreits lóðarinnar nr. 9 við Skeljatanga, dags. 11.01.01 og bréf Hjörleifs Stefánssonar, dags. 06.11.00. Málið var í grenndarkynningu frá 3. ágúst til 1. sept. 2000. Lagt fram athugasemdarbréf 8 íbúa að Skildingatanga 6 og Fáfnisnesi 8 og 10 dags. 29.08.00. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 07.09.00.
Samþykkt að grenndarkynna erindið fyrir hagsmunaaðilum að Skeljatanga 1, 3, 5, 7, Skildingatanga 6 og Fáfnisnesi 4, 6, 8 og 10 þegar uppdrættir hafa verið lagfærðir.
Óskar Bergsson sat hjá við afgreiðslu málsins.
Umsókn nr. 10030
5. Laugavegsreitir, svæði 5
Lögð fram drög Teiknistofunnar Batterísins ehf, dags. 30.01.01, að deiliskipulagi á svæði 5 við Bankastræti.
Umsókn nr. 549 (02.54)
6. Rimahverfi/Langirimi, breyting á skipulagi
Að lokinni auglýsingu, sem stóð frá frá 15. des. til 12. janúar með athugasemdafresti til 26. janúar 2001, eru lögð fram athugasemdabréf frá íbúum að Hvannarima 2, dags. 12.01.01 og Gunnari Guðmundssyni, Mosarima 23, mótt. 24.01.01.
Frestað.
Umsókn nr. 15
7. Grafarlækur-Stekkjamóar-Djúpidalur , breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga að deiliskipulagi svæðisins ásamt greinargerð og skilmálum, dags. 17.05.00, breytt 10.11.00. Málið var í auglýsingu frá 15. des. til 12. jan., athugsemdafrestur var til 26. janúar 2001. Engar athugasemdir bárust.
Auglýst deiliskipulag samþykkt.
Umsókn nr. 290
8. Hólmsheiði, fangelsislóð,
Lagt fram bréf Björns Friðfinnssonar f.h. dómsmálaráðuneytisins dags. 14.06.00 varðandi lóð fyrir fangelsi norðan Suðurlandsvegar, austan Rauðavatns. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 24.01.01. og uppdráttur dags. í janúar 2001.
Framlögð tillaga Borgarskipulags af lóðarafmörkun og forsögn samþykkt.
Vísað til borgarráðs.
Umsókn nr. 22216 (02.35.160.2)
240640-7599
Örn I S Isebarn
Breiðavík 85 112 Reykjavík
9. Hamravík 38-42, fjölbýlishús m.16 íb.og 6 bílg.
Sótt er um leyfi til þess að byggja þrílyft steinsteypt fjölbýlishús með sextán íbúðum og sex innbyggðum bílgeymslum á lóð nr. 38-42.
Jafnframt er lagt til að framvegis verði hús nr. 38-40.
Stærð: Matshluti 01 íbúð 1. hæð 310,4 ferm., 2. hæð 360,1 ferm., 3. hæð 360,1 ferm., bílgeymslur 57,5 ferm., samtals 1088,1 ferm., 3.390,2 rúmm. Matshluti 02 íbúð 1. hæð 306,7 ferm., 2. hæð 355,9 ferm., 3. hæð 355,9 ferm., bílgeymslur 57,5 ferm., samtals 1076 ferm., 3346,8 rúmm. Hús er samtals 2164,1 ferm., 6737 rúmm.
Gjald kr. 4.100 + 276.217
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Umsókn nr. 22409 (02.35.240.5)
581281-0139
Húsvirki hf
Lágmúla 5 108 Reykjavík
10. Hamravík 72 , einb.h á 2 hæðum
Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt einbýlishús á tveimur hæðum á lóðinni nr. 72 við Hamravík. Á neðri hæð verði innbyggður tvöföld bílgeymsla, þak verði einhalla til suðurs og útveggir pússaðir og steindir með kvartssalla að utan.
Stærðir: Bílgeymsla 42,7 ferm. íbúðarrými á 1. hæð 92,6 ferm. íbúðarrými á 2. hæð 130,2 ferm., samtals 888,7 rúmm.
Gjald kr. 4.100 + 36.437
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Umsókn nr. 22410 (04.13.370.1)
580489-1259
Mótás hf
Stangarhyl 5 110 Reykjavík
11. Kirkjustétt 5-13, fjölbýlish með 6 íbúðum (nr. 5)
Sótt er um leyfi til að byggja fjölbýlishús nr. 5 (matshl. 01) með sex íbúðum á lóðinni nr. 5-13 við Kirkjustétt. Húsið verði byggt úr steinsteypu á fjórum hæðum og klætt að utan með ljósgrárri og að hluta koksgárri álklæðningu. Jafnframt er sótt um undanþágu frá gr. 104.5 í byggingarreglugerð nr. 441/1998 varðandi hönnun íbúðar fyrir fatlaða.
Bréf hönnuðar varðandi íbúð fyrir fatlaða dags. 9. jan. 2001 fylgir erindinu.
Stærðir: 1. hæð 198,4 ferm., 2. hæð 231,4 ferm., 3. hæð 231,4 ferm., 4. hæð 121,4 ferm., samtals 782,6 ferm. og 2182,7 rúmm.
Gjald kr. 4.100 + 89.490
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Umsókn nr. 22486 (01.33.460.1)
510169-1829
Eimskipafélag Íslands hf
Pósthússtræti 2 101 Reykjavík
12. Sægarðar 5 , Kæligeymsla.
Sótt er um leyfi til þess að byggja einnar hæðar stálgrindarhús fyrir kæligeymslu á lóð nr. 5 við Sægarða.
Stærð: 1. hæð 1041,3 ferm., 12755,9 rúmm.
Gjald kr. 4.100 + 522.992
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði og skipulagsferli lokið.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Umsókn nr. 22542
13. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 143 frá 30. janúar 2001, án liðar nr. 29.
Umsókn nr. 519 (01.21.81)
701285-0699
Arkitektar Skógarhlíð sf
Skógarhlíð 18 105 Reykjavík
15. Borgartún 25-27 , breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 16. þ.m. á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 20.12.00, varðandi Borgartún 25-27, breytingu á deiliskipulagi.
Umsókn nr. 22187 (01.13.652.2)
161236-7219
Alda C Bjarnadóttir
Látraströnd 5 170 Seltjarnarnes
16. Garðastræti 23 , (fsp) niðurrif
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 16. þ.m. á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 10.01.01, varðandi Garðastræti 23, niðurrif. Borgarráð staðfesti afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar um frestun erindisins.
Umsókn nr. 478 (04.1)
681194-2749
Kanon arkitektar ehf
Laugavegi 28 101 Reykjavík
470269-5969
Mosfellsbær
Þverholti 2 270 Mosfellsbær
17. Grafarholt, deiliskipulag og skilmálar austurhluta
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 16. þ.m. á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 10. s.m. varðandi Grafarholt, deiliskipulag og skilmála austurhluta.
Umsókn nr. 10035
18. Halla- og Hamrahlíðarlönd, forvalsnefnd
Lögð fram tillaga um skipun forvalsnefndar vegna deiliskipulags á Höllum og Hamrahlíðarlöndum.
Samþykkt að formaður skipulags- og byggingarnefndar, tveir fulltrúar Borgarskipulags einn fulltrúi borgarverkfræðings og einn fulltrúi frá Arkitektafélagi Íslands skipi forvalsnefnd.
Umsókn nr. 22506 (04.33.150.1)
19. Hraunbær 69-83, valmaþök
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 29. janúar 2001 vegna synjunar á byggingarleyfi fyrir gerð valmaþaka á hluta bílskúra við Hraunbæ 69-83.
Nefndin samþykkir bréf byggingarfulltrúa með 5 atkvæðum.
Inga Jóna Þórðardóttir og Júlíus Vífill Ingvarsson sátu hjá við afgreiðslu málsins.
Umsókn nr. 22504 (01.24.210.2)
20. Laugavegur 166 , bygging bílastæðapalls
Lagt fram bréf Fasteigna ríkissjóðs dags. 24. janúar 2001 ásamt svari fjármálaráðuneytisins dags. 21. s.m. vegna byggingar bílastæðapalls á baklóð Laugavegar 166.
Fasteignir ríkissjóðs hafa ekki staðið við kvöð frá árinu 1978 um gerð 46 bílastæða á baklóð Laugavegar 166.
Nú gefur Fjármálaráðuneytið fyrirheit í bréfi dags. 21. janúar 2001, um að lokið verði við gerð bílastæðanna eigi síðar en á árinu 2003.
Skipulags- og byggingarnefnd vekur athygli Fasteigna ríkissjóðs og Fjármálaráðuneytisins á ákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, sbr. einnig gr. 210 í byggingarreglugerð nr. 441/1998, verði ekki við þau fyrirheit staðið.
Umsókn nr. 22505
21. Rafstöðvarvegur 1A, stöðvun framkvæmda ofl.
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 25. janúar 2001 vegna stöðvunar framkvæmda og fleira í jarðhúsunum við Rafstöðvarveg 1A.
Jafnframt lagt fram bréf Desform ehf., dags. 26. janúar 2001.
Samþykkt að gefa eiganda jarðhúsanna 60 daga frest til þess að ganga frá fullnaðarumsókn vegna notkunar, fyrirkomulags og útlits jarðhúsanna.
Umsókn nr. 22507 (01.35.600.1)
22. Skipasund 9 , óleyfisbygging
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 29. janúar 2001 vegna óleyfisbyggingar á lóð nr. 9 við Skipasund.
Samþykkt að gefa eiganda Skipasunds 9 fjórtán daga frest frá birtingu tilkynningar þar að lútandi til þess að tjá sig um tillögu sem fram kemur í bréfi byggingarfulltrúa.
Umsókn nr. 552
23. Skipulags- og byggingarnefnd,
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarstjórnar um samþykkt borgarstjórnar frá 18.01.01 á B-hluta fundargerðar skipulags- og byggingarnefndar frá 10. janúar.