Miklabraut/Vesturlandsvegur

Skjalnúmer : 9660

9. fundur 1998
Miklabraut/Vesturlandsvegur, hækkuð hraðamörk
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 7.4. á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 6.s.m. um breytt hraðamörk á Miklubraut-Vesturlandsveg. Borgarráð sendi erindið til lögreglustjóra til staðfestingar, sbr. 81. gr. umferðarlaga.


8. fundur 1998
Miklabraut/Vesturlandsvegur, hækkuð hraðamörk
Lagt fram að nýju bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs, dags. 12.11.97, ásamt fylgibréfum, varðandi hækkuð hraðamörk á hluta Miklubrautar og Vesturlandsvegar, ásamt umsögn umferðardeildar dags. 19.11 ´97. Einnig lögð fram umsögn hverfisnefndar Grafarvogs, dags. 23.03.98.
Skipulags- og umferðarnefnd leggur til við borgarráð að það beini því til Vegagerðarinnar að hraðamörk, þ.e. breyttur hámarkshraði á Vesturlandsvegi og Miklubraut á milli lögsögumarka Mosfellsbæjar og Reykjavíkur og göngubrúar yfir Miklubraut austan Skeiðarvogs verði 70 km/klst.
Samþykkt samhljóða (Óskar D. Ólafsson og Guðrún Ágústsdóttir sátu hjá).


5. fundur 1998
Miklabraut/Vesturlandsvegur, hækkuð hraðamörk
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs, dags. 12.11.97, ásamt fylgibréfum, varðandi hækkuð hraðamörk á hluta Miklubrautar og Vesturlandsvegar. Einnig lögð fram umsögn umferðardeildar dags. 19.11 ´97.
Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum að vísa málinu til umsagnar Hverfismiðstöðvar í Grafarvogi.

4. fundur 1998
Miklabraut/Vesturlandsvegur, hækkuð hraðamörk
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs, dags. 12.11.97, ásamt fylgibréfum, varðandi hækkuð hraðamörk á hluta Miklubrautar og Vesturlandsvegar. Einnig lögð fram umsögn umferðardeildar dags. 19.11.97.
Frestað.

23. fundur 1997
Miklabraut/Vesturlandsvegur, hækkuð hraðamörk
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs, dags. 12.11.97, ásamt fylgibréfum, varðandi hækkuð hraðamörk á hluta Miklubrautar og Vesturlandsvegar.


7. fundur 1994
Miklabraut/Vesturlandsvegur, breikkun
Lögð fram tillaga gatnamálastjóra um breikkun Vesturlandsvegar í Ártúnsbrekku og breytingu á mislægum gatnamótum Miklubrautar, Sæbrautar og Reykjanesbrautar.

Guðrún Jónsdóttir óskaði bókað:
"Ég óska sérstaklega eftir því að við hönnun á umferðarmannvirkjunum verði gerð grein fyrir góðum göngu- og hjólreiðaleiðum annars vegar fyrir útivistarumferð um Elliðaárdal/Geirsnef og hins vegar í tengslum við breytingu á gatnamótum Höfðabakka og Vesturlandsvegar."