Vallarstræti og suðurhluti Ingólfstorgs
Skjalnúmer : 9039
19. fundur 1995
Vallarstræti, Fógetagarður
Lögð fram til kynningar tillaga Arkitekta, dags. 23.8.95, að frágangi stígs á milli Vallarstræti og Fógetagarðs. Gatnamálastjóri kom á fundinn og kynnti tillöguna.
Skipulagsnefnd samþykkti tillöguna fyrir sitt leyti.
19. fundur 1994
Vallarstræti, uppbygging
Lögð fram tillaga arkitektastofunnar Verkstæðis 3, Fjölnisvegi 3, varðandi nýbyggingu á lóðinni nr. 2 við Vallarstræti, dags. í mars 1994.
Þorvaldur S. Þorvaldsson kynnti málið.
15. fundur 1994
Vallarstræti, "arkade"
Kynntar hugmyndir Verkstæðis 3 að uppbyggingu/yfirbyggingu lóðarinnar Vallarstræti 2.
Frestað.
16. fundur 1994
Vallarstræti, akandi umferð
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 28.06.94 á bókun skipulagsnefndar frá 19.05.1994 varðandi tímabundna bílaumferð um Vallarstræti.
13. fundur 1994
Vallarstræti, akandi umferð
Lagt fram að nýju bréf borgarritara f.h. borgarráðs, dags. 4.5.94 ásamt erindi eigenda og starfsfólks fyrirtækja við Ingólfstorg og nágrenni, dags. 16.4.94, varðandi ósk um áframhaldandi akstur bifreiða um Vallarstræti frá Veltusundi í Aðalstræti. Einnig lögð fram að nýju tillaga formanns skipulagsnefndar að bókun, svohljóðandi:
"Skipulagsnefnd fellst á að umferð frá Austurstræti um Ingólfstorg verði leyfð óbreytt þar til frágangi torgsins við Hafnarstræti er lokið og reynsla komin á umferðina um Veltusund yfir í Hafnarstræti. Þá verði tekin endanleg afstaða til umferðar við Ingólfstorg. Einnig er lagt til að heimiluð verði hægri beygja úr Kirkjustræti norður Aðalstræti." Einnig lögð fram bókun umferðarnefndar frá 18.5. sl.
Tillaga formanns samþykkt með 4 atkv. gegn 1 (G.J. á móti).
Guðrún Jónsdóttir óskaði bókað: " Á síðasta fundi óskaði ég eftir umsögn tveggja embætta um þetta mál. Torgið er nýfrágengið og í hönnun þess er ekki gert ráð fyrir akstri á þessum stað. Því tel ég að betri hefði verið að fara í saumana á málinu og get ekki fallist á þá fljótfærni sem hér ríkir í meðferð þess".
11. fundur 1994
Vallarstræti, akandi umferð
Lagt fram bréf borgarritara f.h. borgarráðs, dags. 4.5.94 ásamt erindi eigenda og starfsfólks fyrirtækja við Ingólfstorg og nágrenni, dags. 16.4.94, varðandi ósk um áframhaldandi akstur bifreiða um Vallarstræti frá Veltusundi í Aðalstræti.
Formaður skipulagsnefndar lagði fram eftirfarandi tillögu að bókun:
"Skipulagsnefnd fellst á að umferða frá Austurstræti um Ingólfstorg verði leyfð óbreytt þar tl frágangi torgsins við Hafnarstræti er lokið og reynsla komin á umferðina um Veltusund yfir í Hafnarstræti. Þá verði tekin endanleg afstaða til umferðar við Ingólfstorg."
Frestað. Vísað til umferðarnefndar.
Guðrún Jónsdóttir óskaði bókað:
"Ég tel óeðlilegt að skipulagsnefnd sé að leggja fram afgerandi bókun um þetta mál án þess að frekari athugun og umræða um það hafi farið fram. T.d. þarf að fá upplýsingar frá tæknideildinni um það hvort torgið þolir þetta álag þar sem ekki var gert ráð fyrir akstri þarna þegar torgið var skipulagt. Því vil ég óska eftir slíkri umsögn frá embætti borgarverkfræðings og forstöðumanni Borgarskipulags áður en nefndin fær þetta mál til meðferðar að nýju."