Laugardalur, skautasvell

Skjalnúmer : 8495

4. fundur 1997
Laugardalur, skautasvell, yfirbygging
Lögð fram tillaga Borgarskipulags, dags. 31.1.´97 að skilmálum fyrir yfirbyggingu yfir skautasvell. Ennfremur lögð fram bókun umhverfismálaráðs frá 5.2.´97.

Skipulags- og umferðarnefnd tekur undir bókun umhverfismálaráðs frá 5.2.´97 og samþykkir jafnframt svofellda bókun:
"Vegna ákvörðunar um alútboð á yfirbyggingu yfir skautasvell í Laugardal vill skipulagsnefnd benda á markmið í greinargerð AR 96 varðandi byggingarlist:
"Byggingarlist hefur mikil áhrif á gæði byggðs umhverfis og endurspeglar menningu samfélagsins á hverjum tíma. Það er því mikilvægt að við uppbyggingu sé tekið mið af því byggðarmynstri sem fyrir er og hönnun mannvirkja sé vönduð, þannig að þær endurspegli byggingarlist í háum gæðaflokki og séu verðugur arfur til komandi kynslóða. Þetta á sérstaklega við um opinberar byggingar þar sem yfirvöldum ber að sýna gott fordæmi.""


2. fundur 1997
Laugardalur, skautasvell, yfirbygging
Lagt fram bréf Þormóðs Sveinssonar f.h. byggingarnefndar Íþróttabandalags Reykjavíkur, dags. 22.01.97, varðandi ósk um að kynna drög að forsögn v/yfirbyggingar skautasvells í Laugardal.

Þormóður Sveinsson kynnti.
Frestað og vísað til umhverfismálaráðs og Borgarskipulags til frekari skoðunar.