Suðurgata milli Túngötu og Kirkjugarðsstígs
Skjalnúmer : 6628
21. fundur 1999
Suðurgata, stöðvunarskylda á Starhaga
Lagt fram bréf borgarlögmanns f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 28. sept. 1999 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 20. s.m. um stöðvunarskyldu á Starhaga gagnvart Suðurgötu.
7. fundur 1998
Suðurgata, norðan Hringbrautar
Guðrún Jónsdóttir lagði fram svofellda tillögu:
"Legg til að því verði beint til umferðardeildar að athugaðir verði möguleikar á að setja 30 km samöldu á Suðurgötu skammt sunnan við Vonarstræti og annarri öldu sambærilegri norðan við Skothúsveg. Þá verði einnig athugað hvort setja mætti stoppskilti á Skothúsveg við Suðurgötu.
Vísað til athugunar umferðardeildar.
1. fundur 1998
Suðurgata, göngustígur
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir að óska eftir viðræðum við stjórn kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæmis um að göngustígur meðfram Suðurgötu frá Kirkjugarðsstíg að Hringbraut flytjist inn í kirkjugarðinn við Suðurgötu og verði aðalgönguleið á þessu svæði í stað þeirrar gangstéttar sem nú er meðfram götunni. Tillögunni fylgir greinargerð.
Samþykkt að vísa tillögunni til Borgarskipulags.