Miðbær/Kvosin
Skjalnúmer : 6223
35. fundur 2001
Miðbær/Kvosin, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram að nýju eftir auglýsingu tillaga Borgarskipulags að breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar dags. 9.04.01 ásamt bréfi borgarstjóra dags. 25.07.00 og minnisblaði fulltrúa borgarstjórnar dags. 24.07.00. Tillagan var í auglýsingu frá 9.05.01 til 6.06.01 með athugasemdarfresti til 20.06.01. Engar athugasemdir bárust.
Breyting á deiliskipulagi samþykkt.
27. fundur 2001
Miðbær/Kvosin, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 24. apríl 2001 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 11. s.m. um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar.
25. fundur 2001
Miðbær/Kvosin, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga Borgarskipulags að breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar dags. 9.04.01 ásamt bréfi borgarstjóra dags. 25.07.00 og minnisblaði fulltrúa borgarstjórnar dags. 24.07.00.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.
19. fundur 1999
Miðbær/Kvosin, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 31. ágúst 1999 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 30. s.m. um breytt deiliskipulag Kvosarinnar að því er varðar landnotkun á lóð nr. 4 við Aðalstræti.
18. fundur 1999
Miðbær/Kvosin, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga Borgarskipulags, dags. 13. júlí 1999, að breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar að því er varðar landnotkun á baklóð Aðalstrætis 4. Borgarráð samþykkti erindið 20.07.99 með þeirri breytingu að tillagan nái einnig til veitingastarfsemi jafnt sem veitingaleyfis. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 27. ágúst 1999. Málið var í kynningu frá 26. júlí til 23. ágúst 1999. Engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir óverulega breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar, samþykktu í borgarstjórn 1. október 1987, í samræmi við tillögu Borgarskipulags, dags. 13. júlí 1999, með þeirri breytingu sem gerð var á henni í borgarráði þann 20. júlí s.l., sbr. umsögn Borgarskipulags, dags. 27. ágúst 1999.
17. fundur 1999
Miðbær/Kvosin, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 20. júlí 1999 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 19. s.m. um breytingu á deiliskipulagi í Kvosinni, lóð Aðalstrætis 4 og grenndarkynningu í því sambandi. Borgarráð samþykkti erindið með þeirri breytingu að tillagan nái einnig til veitingastarfsemi jafnts sem veitingaleyfis.
Jafnframt samþykkti borgarráð að fela Borgarskipulagi að undirbúa tillögu um hverfisvernd í Grjótaþorpi. Skal tillagan unnin í samvinnu við Borgarminjavörð. Borgarráð leggu áherslu á að tillögugerðinni verði hraðað eins og kostur er.
16. fundur 1999
Miðbær/Kvosin, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga Borgarskipulags, dags. 13. júlí 1999, að breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar að því er varðar landnotkun á baklóð Aðalstrætis 4.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir, á grundvelli 2. mgr. 26. gr., sbr. 7. mgr. 43. gr. laga nr. 73/1997 með vísan til 2. mgr. greinar 3.1.4 gr. nr. 400/1998, að óska eftir því við borgarráð að það feli Borgarskipulagi að grenndarkynna tillögu, dags. 13. júlí 1999, að óverulegri breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar, samþykktu í borgarstjórn 1. október 1987, með síðari breytingu, fyrir hagsmunaaðilum að Aðalstræti 4.
13. fundur 1996
Miðbær/Kvosin, deiliskipulag
Skipulagsnefnd felur Borgarskipulagi að undirbúa endurskoðun á deiliskipulagi miðborgarinnar (Kvosarinnar) og að markmiðslýsing og forsögn verði lögð fyrir nefndina.
12. fundur 1996
Miðbær/Kvosin, götu- og torgsala
Lögð fram greinargerð forstöðumanns Borgarskipulags um reglur um götu- og torgsölu í miðbæ Reykjavíkur.
13. fundur 1996
Miðbær/Kvosin, umferðarflæði í Kvosinni
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 21.5.96 á bókun skipulagsnefndar frá 13.5.96 um umferðarflæði í Kvosinni.
11. fundur 1996
Miðbær/Kvosin, umferðarflæði í Kvosinni
Lögð fram að nýju tillaga Borgarskipulags og borgarverkfræðings, dags. 12.4.96, að umferðarflæði í Kvosinni vegna tilkomu nýrrar skiptistöðvar SVR. Einnig bókun umferðarnefndar frá 2.5.96.
Samþykkt.
8. fundur 1996
Miðbær/Kvosin, umferðarflæði í Kvosinni
Lögð fram tillaga Borgarskipulags og borgarverkfræðings, dags. 12.4.96, að umferðarflæði í Kvosinni vegna tilkomu nýrrar skiptistöðvar SVR.
Frestað. Vísað til umsagnar umferðarnefndar.
17. fundur 1994
Miðbær/Kvosin, greinargerð um umferð gangandi
Lögð fram til kynningar greinargerð um talningu á gangandi vegfarendum í miðbænum í maí sl.
Ingibjörg R. Guðlaugsdóttir kynnti.
12. fundur 1994
Miðbær/Kvosin, greinargerð um könnun á notkun húsnæðis
Lögð fram til kynningar greinargerð um könnun á notkun húsnæðis í miðbæ Reykjavíkur sumarið 1993.
9. fundur 1994
Miðbær/Kvosin, greinargerð um viðhorf til miðbæjarins
Lögð fram til kynningar greinargerð um könnun á viðhorfum vegfarenda í miðbæ Reykjavíkur til hans.
Ingibjörg R. Guðlaugsdóttir gerði grein fyrir efni skýrslunnar.
9. fundur 1994
Miðbær/Kvosin, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarritara f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 12.04.1994 á bókun skipulagsnefndar frá 11.04.1994 um breytingu á deiliskipulagi í miðbænum.
8. fundur 1994
Miðbær/Kvosin, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram að nýju bréf framkvæmdastj. lögfræði- og stjórnsýsludeildar, dags. 10.3.94, varðandi erindi Guðmundar Jóhannessonar um kaup borgarinnar á fasteigninni Vonarstræti 4B og breytingu á deiliskipulagi.
Skipulagsnefnd gerir að tillögu sinni að fallið verði frá möguleika á gönguleið um baklóðir milli Skólabrúar (Krikjutorgs) og Vonarstrætis, sem gert er ráð fyrir á staðfestu skipulagi miðbæjarins (Kvosin '86). Breytingin verði auglýst samkvæmt skipulagslögum.
8. fundur 1994
Miðbær/Kvosin, greinargerð um umferð gangandi
Lögð fram til kynningar greinargerð um könnun á umferð gangandi vegfarenda í miðbæ Reykjavíkur sumarið 1993.
Ingibjörg R. Guðlaugsdóttir kynnti greinargerðina.