Akrasel 3 , Austurstræti 17 , Bergþórugata 13 , Brautarholt, Kjalarnesi, Dalsel 1-17, Dalsel 12 , Dofraborgir 23 , Einarsnes 44A, Engjasel 52-68, Fiskislóð 10 , Fjallkonuvegur 1 , Frostafold 25 , Grjótasel 11 , Hafnarstræti 20 , Hagamelur 31, Hagamelur 33 , Heiðargerði 38 , Hjallavegur 42-44, Hverfisgata 119 , Klettagarðar 5 , Kristnibraut 25-29, Krókháls 5-5G, Langholtsvegur 76 , Laugavegur 41 , Lóuhólar 2-6, Mosgerði 1 , Naustabryggja 55-57, Njálsgata 83 , Njörvasund 8 , Reykjanesbraut - Breiðholtsbraut, Síðumúli 24-26, Skeifan 5 , Skúlagata 51 , Sóltún 26 , Sólvallagata 7 , Stakkholt 2-4 , Steinagerði 11 , Stórhöfði 33 , Sætún 1 , Vættaborgir 9 , Barðastaðir 75 , Brekkustígur 2 , Esjugrund 62 , Esjugrund 68 , Esjugrund 70 , Fuglaskoðunarskýli við Grafarvog, Hólmgarður 26 , Kjalarvogur 5 , Laugavegur 96 , Mörkin 8 , Suðurlandsv 11345 , Tunguháls 10 , Vagnhöfði 21 , Þórðarhöfði 1 , Einarsnes 33 , Leiðhamrar 1 , Skeifan 17 , Sogavegur 212 , Þórsgata 1 ,

Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. reglugerð nr. 661/2000

141. fundur 2001

Árið 2001, þriðjudaginn 16. janúar kl. 11:00 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 141. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulags- og byggingarnefndar. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 4. hæð Borgartúni 3. Þessi sátu fundinn: Magnús Sædal Svavarsson, Bjarni Þór Jónsson, Guðlaugur Gauti Jónsson, Sigurður Pálmi Ásbergsson, Helga Guðmundsdóttir og Sigríður Kristín Þórisdóttir Fundarritari var Bjarni Þór Jónsson.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 22376 (04.94.300.3)
250961-2009 Jákup á Dul Jacobsen
Bakkasel 31 109 Reykjavík
1.
Akrasel 3 , viðbygging
Sótt er um leyfi til þess að nýta óútfyllt rými á neðri hæð og byggja við báðar álmur hússins á lóðinni nr. 3 við Akrasel.
Stærð: Stækkun 149,6 ferm. og 276,3 rúmm.
Gjald kr. 4.100 + 11.328
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.


Umsókn nr. 22436 (01.14.030.8)
580483-0549 Sund ehf
Kringlunni 4 suðurt 103 Reykjavík
680300-2240 Íslandssími GSM ehf
Sóltúni 26 105 Reykjavík
2.
Austurstræti 17 , Loftnet, 2 stk.
Sótt er um leyfi til þess að setja upp loftnet á austur- og vesturhlið 6. hæðar hússins og koma fyrir tengistöðvarskápum vegna GSM fjarskipta efst í lyftuhúsi á lóð nr. 17 við Austurstræti.
Gjald kr. 4.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 22414 (01.19.022.2)
540194-2709 Jón og Salvar ehf
Dalvegi 26 200 Kópavogur
3.
Bergþórugata 13 , Stækkun
Sótt er um leyfi til þess að byggja hæð og ris úr steinsteypu ofan á húsið á lóðinni nr. 13 við Bergþórugötu, í húsinu verða þá alls fjórar íbúðir. Einnig er sótt um leyfi til þess að fjarlægja að hluta skúr á lóð hússins og koma þar fyrir tveimur bílastæðum.
Bréf Borgarskipulags dags. 20. júní 2000 fylgir erindinu.
Stærð: Stækkun, 3. hæð íbúð 95,0 ferm., 4. hæð (ris) 95,4 ferm. Samtals 190,4 ferm. og 495,7 rúmm.
Gjald kr. 4.100 + 20.324
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði að þeim uppfylltum verður málið sent til Borgarskipulags til ákvörðunar um grenndarkynningu.


Umsókn nr. 21770
670586-1389 Svínabúið Brautarholti ehf
Brautarholti 116 Reykjavík
4.
Brautarholt, Kjalarnesi, Eldra svínabú - breyting inni og úti
Sótt er um leyfi til þess að byggja nýtt anddyri og byggja yfir port milli álma eldra húss. Einnig er sótt um að innrétta þjónustusvæði fyrir starfsmenn í eldra húsi svínabúsins að Brautarholti á Kjalarnesi. Á teikningum er gerð grein fyrir áður gerðri fóðurstöð við norðurálmu hússins.
Greinargerð um brunavarnir fylgir erindinu.
Stærð: Stækkun 291,2 ferm. og 882,3 rúmm. Fóðurstöð 69,7 ferm. og 230,1 rúmm.
Samtals 360,9 ferm. og 1112,4 rúmm.
Gjald kr. 4.100 + 45.608
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 22246 (04.94.830.1)
050840-3449 Guðmundur B Guðbjarnason
Dalsel 5 109 Reykjavík
170750-2689 Jónas Antonsson
Dalsel 1 109 Reykjavík
280754-4479 Sonja María Sigurðardóttir
Dalsel 1 109 Reykjavík
070569-5669 Sigurður Freyr Jónatansson
Dalsel 7 109 Reykjavík
121045-2309 Jónsteinn Jónsson
Dalsel 9 109 Reykjavík
170163-7969 John Patrekur Toohey
Bretland
080865-5979 Guðlaug H Alexandersdóttir
Bretland
6.
Dalsel 1-17, reyndarteikn. f. nr. 1-9
Sótt er um samþykki fyrir áður gerðri stækkun kjallara allra raðhúsanna nr. 1-9 og fyrir gluggum á suðvesturhlið kjallara húss nr. 1, 3 og 7 á lóð nr. 1-17 við Dalsel.
Ljósrit af þinglesnu afsali eignar 0001 Dalseli nr. 1 dags. 2. apríl 1998 fylgir erindinu.
Stærð: Áður gerð stækkun kjallara (matshluti 01) 43,4 ferm., 109,4 rúmm., (matshluti 02) 42,3 ferm., 106,6 rúmm., (matshluti 03) 42,8 ferm., 107,9 rúmm., (matshluti 04) 38,5 ferm., 97 rúmm. og (matshluti 05) 39,6 ferm., 99,7 rúmm., samtals 206,6 ferm., 520,6 rúmm.
Gjald kr. 4.100 + 21.345
Samþykkt.
Með vísan til 15. gr. reglugerðar nr. 910/2000.


Umsókn nr. 22416 (49.48.701 04)
310762-4909 Ásthildur L Benediktsdóttir
Grjótasel 7 109 Reykjavík
040962-4419 Þorleifur Geir Sigurðsson
Grjótasel 7 109 Reykjavík
7.
Dalsel 12 , (12) endurnýjun á byggingarleyfi
Sótt er um endurnýjun á byggingarleyfi fyrir húsið nr. 12 við Dalsel (matshl. 04) á lóðinni nr. 6-22 við Dalsel varðandi notkun á rishæð fyrir íbúð 0402 í samræmi við samþykkt byggingarnefndar í 12. nóv. 1996.
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 22369 (02.34.400.4)
511198-2089 Naglar ehf
Vættaborgum 110 112 Reykjavík
8.
Dofraborgir 23 , Breytingar
Sótt er um samþykki fyrir leiðréttum teikningum af húsinu á lóðinni nr. 23 við Dofraborgir. Sýndur er hlaðinn veggur milli hjónaherbergis og óuppfyllts rýmis á neðri hæð, byggingarlýsing er leiðrétt. Skráning og útlit breytast ekki.
Gjald kr. 4.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.


Umsókn nr. 22205 (01.67.201.7)
290669-5889 Bryndís S Valdimarsdóttir
Álftamýri 34 108 Reykjavík
010469-4739 Andri Hrannar Einarsson
Álftamýri 34 108 Reykjavík
9.
Einarsnes 44A, einbýlishús
Sótt er um leyfi til þess að byggja einnar hæðar einbýlishús úr timbri með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 44A við Einarsnes.
Útskrift úr gerðabók skipulags- og byggingarnefndar frá 4. október 2000 fylgir erindinu. Málið var í kynningu frá 30. ágúst til 28. september 2000. Engar athugasemdir bárust.
Stærð: 1. hæð íbúð 115,5 ferm, bílgeymsla 43,9 ferm. Samtals 159,4 ferm. og 526,4 rúmm.
Gjald kr. 4.100 + 21.582
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.


Umsókn nr. 20622 (04.94.730.1)
670884-0319 Engjasel 52,húsfélag
Engjaseli 52 109 Reykjavík
10.
Engjasel 52-68, #52-54 -klæðning
Sótt er um leyfi til þess að klæða með sléttri, ljóslitaðri álklæðningu efsta hluta suðausturhliðar og gafla hússins nr. 52-54 á lóðinni nr. 52-68 við Engjasel.
Gjald kr. 4.100
Ástandsskýrsla dags. 25 apríl 1998 með viðbót dags. 5. apríl 2000 fylgir erindinu.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.


Umsókn nr. 22318 (01.11.523.0)
540684-0499 Vélorka hf
Grandagarði 3 101 Reykjavík
11.
Fiskislóð 10 , atvinnuhúsnæði
Sótt er um leyfi til þess að byggja tvílyft steinsteypt verslunar- og skrifstofuhúsnæði, einangrað að utan með steinull og klætt harðviði, bárujárni og dökkum steinflísum á lóðinni nr. 10 við Fiskislóð.
Stærð: 1. hæð verslun, þjónusta 589,7 ferm., 2. hæð skrifstofur 561,2 ferm.
Samtals 1150,9 ferm. og 4773,5 rúmm.
Gjald kr. 4.100 + 195.714
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 22254 (02.85.530.1)
500269-3249 Olíuverslun Íslands hf
Sundagörðum 2 104 Reykjavík
12.
Fjallkonuvegur 1 , viðbygging við olíuafgreiðslu
Sótt er um leyfi til að stækka þjónustubyggingu bensínstöðvarinnar á lóðinni nr. 1 við Gullinbrú. Stækkunin verði til meðfram endilangri suðurhlið og til austurs. Burðarvirki verið úr stáli.
Umsögn Borgarskipulags dags. 12. janúar 2001 fylgir erindinu.
Stækkun: 36,5 ferm. og xx rúmm.
Gjald kr. 4.100 + xx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 21471 (02.85.670.5)
180364-5289 Margrét Káradóttir
Frostafold 25 112 Reykjavík
081261-4829 Jón Björn Eysteinsson
Breiðavík 16 112 Reykjavík
13.
Frostafold 25 , endurnýjun á byggingaleyfi
Sótt er um endurnýjun á byggingarleyfi frá 13. apríl 1999 þar sem sótt er um leyfi til að gera geymslu í rými 0112 sem áður var uppfyllt rými og gera á það glugga og dyr og gera 6 svalaskýli á svölum hússins á lóðinni nr. 25 við Frostafold.
Skilyrt samþykki meðeigenda dags. 7. desember 2000 fylgir erindinu.
Stærðir: Svalaskýli samtals 70,8 ferm., 180,6 rúmm. Geymsla 34 ferm., 85 rúmm.
Gjald kr. 4.100 + 10.890

Frestað.
Umsækjandi hafi samband við embættið.


Umsókn nr. 22303 (04.93.371.0)
151244-2469 Ari Arnalds
Grjótasel 11 109 Reykjavík
14.
Grjótasel 11 , sólskáli -breytingar.
Sótt er um leyfi til þess að koma fyrir setlaug í garði, taka í notkun óútfyllt rými í kjallara og byggja sólstofu og pall að vesturhlið fyrstu hæðar hússins á lóðinni nr. 11 við Grjótasel.
Stærð: Sólstofa 21,6 ferm., stækkun kjallara 109,5 ferm.
Samtals 131,1 ferm. og 316,7 rúmm.
Gjald kr. 4.100 + 12.985
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.


Umsókn nr. 22371 (01.14.030.2)
490181-0249 Húsfélagið Hafnarstræti 20
Hafnarstræti 20 101 Reykjavík
15.
Hafnarstræti 20 , Br. innanhúss, skyggni
Sótt er um leyfi til þess að breyta innra skipulagi allra hæða , breyta útliti suður- og norðurhliðar, byggja skyggni yfir inngangi í suður, breyta stiga á 1. hæð, loka stigahúsi og bæta eldvarnir í húsinu á lóð nr. 20 við Hafnarstræti.
Jafnframt er erindi 21004 dregið til baka.
Ljósrit af fundargerð húsfélagsins Hafnarstræti 20 dags. 20. nóvember 2000, samþykki SVR vegna skyggnis dags. 21. desember 2000, umsögn gatnamálastjóra dags. 20. desember 2000 og umsögn Borgarskipulags dags. 12. janúar 2001 fylgja erindinu.
Gjald kr. 4.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði. Erindið þarfnast ekki grenndarkynningar.


Umsókn nr. 22177 (01.54.200.4)
580898-2039 Hagamelur 31-33,húsfélag
Hagamel 33 107 Reykjavík
16.
Hagamelur 31, v/eignaskiptasamnings
Sótt er um samþykki fyrir reyndarteikningum af matshluta 01 og 02 á lóðinni nr. 31 við Hagamel vegna gerðar eignaskiptayfirlýsingar. Fyrirkomulagi í kjallara er breytt og einnig herbergjaskipan á fyrstu og annarri hæð.
Gjald kr. 4.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.


Umsókn nr. 22389 (01.54.200.3)
580898-2039 Hagamelur 31-33,húsfélag
Hagamel 33 107 Reykjavík
17.
Hagamelur 33 , v/ eignaskiptasamnings
Sótt er um samþykki fyrir reyndarteikningum af matshluta 01 og 02 á lóðinni nr. 33 við Hagamel vegna gerðar eignaskiptayfirlýsingar. Fyrirkomulagi kjallaraíbúðar er breytt lítillega.
Gjald kr. 4.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.


Umsókn nr. 22401 (01.80.210.3)
480190-1069 Byggingadeild borgarverkfræð
Skúlatúni 2 105 Reykjavík
18.
Heiðargerði 38 , Skóladagh.br. í íbúðarhús
Sótt er um leyfi til þess að breyta núverandi skóladagheimili aftur í íbúðarhús á lóðinni nr. 38 við Heiðargerði.
Gjald kr. 4.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 22200 (01.35.421.4)
021172-4809 Gunnlaug Gissurardóttir
Hjallavegur 42 104 Reykjavík
19.
Hjallavegur 42-44, Þakhæð
Sótt er um leyfi til þess að breyta og hækka þakhæð hússins á lóðinni nr. 42-44 við Hjallaveg. Ofanábygging hússins verður léttbyggð og klædd lituðu bárustáli.
Umsögn Borgarskipulags dags. 16. október 2000 fylgir erindinu. Bréf eigenda dags. 9. janúar 2001 fylgir erindinu. Samþykki meðeigenda (vantar einn) dags. 21. nóvember 2000 fylgir erindinu.
Stærð: Ofanábygging 64,2 ferm. og 176,2 rúmm.
Gjald kr. 4.100 + 7224
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Að þeim uppfylltum verður erindið sent Borgarskipulagi til ákvörðunar um grenndarkynningu.


Umsókn nr. 22225 (01.22.211.5)
130364-2849 Jón Trausti Bjarnason
Hjallavegur 37 104 Reykjavík
190364-2599 Bjargey Guðmundsdóttir
Hjallavegur 37 104 Reykjavík
20.
Hverfisgata 119 , endurbætur á íbúð í kj.
Sótt er um leyfi til þess að breyta inngangi í íbúð í kjallara hússins á lóð nr. 119 við Hverfisgötu.
Bréf umsækjanda dags. 22. nóvember 2000 og samþykki meðeigenda og nágranna að Hverfisgötu 121 (á teikningu) fylgja erindinu.
Gjald kr. 4.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 22080 (01.33.090.1)
560776-0399 Stólpi ehf
Klettagörðum 7 104 Reykjavík
21.
Klettagarðar 5 , viðbygging
Sótt er um leyfi til þess að byggja gámaviðgerðarverkstæði sem er einnar hæðar viðbygging (matshl. 02) úr stálgrindareiningum að vesturhlið hússins á lóðinni nr. 5 við Klettagarða.
Stærð: Matshluti 02, 453 ferm. og 2986,0 rúmm.
Gjald kr. 4.100 + 122.426
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Vottun eininga skal liggja fyrir við úttekt á botnplötu.


Umsókn nr. 22386 (04.11.460.1)
530289-1339 Járnbending ehf
Bæjarlind 4 201 Kópavogur
22.
Kristnibraut 25-29, fjölbýlish. m. 18 íb. og 12 bíl.
Sótt er um leyfi til þess að byggja þrílyft steinsteypt fjölbýlishús með átján íbúðum og steinsteypta, opna og óupphitaða bílgeymslu fyrir tólf bíla á lóð nr. 25-29 við Kristnibraut.
Bréf hönnuðar dags. 2. janúar 2001 fylgir erindinu.
Stærð: hús nr. 25 (matshluti 01) kjallari 124,9 ferm., 1. hæð 260,4 ferm., 2. hæð 261,9 ferm., 3. hæð 261,9 ferm., samtals 909,1 ferm., 2897,1 rúmm.
Hús nr. 27 (matshluti 02) kjallari 132,2 ferm., 1. hæð 186,8 ferm., 2. hæð 184,7 ferm., 3. hæð 184,7 ferm., samtals 688,4 ferm., 2283,1 rúmm.
Hús nr. 29 (matshluti 03) kjallari 138,6 ferm., 1. hæð 193 ferm., 2. hæð 190,9 ferm., 3. hæð 190,9 ferm., samtals 713,4 ferm., 2342,1 rúmm.
(Opin bílgeymsla (matshluti 04) 273,8 ferm., 780,3 rúmm.)
Gjald kr. 4.100 + 308.414
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Vottun eininga skal skila fyrir úttekt á botnplötu.


Umsókn nr. 22382 (04.32.340.1)
691295-3549 Íslensk erfðagreining ehf
Lynghálsi 1 110 Reykjavík
23.
Krókháls 5-5G, (5D-E) br úti, inni og á lóð
Sótt er um leyfi til að gera milliloft í húsum nr. 5D og 5E (matshl. 05 og 06), breyta innra fyrirkomulagi og gluggum á suðurhlið sömu matshluta breyta fyrirkomuli á lóðinni nr. 5-5G við Krókháls. Jafnframt er sótt um leyfi fyrir ýmsum minniháttar breytingum sem átt hafa sér stað á byggingartíma, Ennfremur er sótt um leyfi til að fjölga matshlutum húsanna nr. 5C til 5G úr einum í sex. Með umsókn þessari eru erindi nr. 20829 og 21647 dregin til baka.
Samþykki meðlóðarhafa er áritað á teikningu fylgir erindinu.
Stækkun: 409,6 ferm.
Gjald kr. 4.100
Var samþykkt 12. janúar 2001.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.


Umsókn nr. 21743 (01.38.620.1)
070338-2389 Sigurgeir Kjartansson
Víðigrund 59 200 Kópavogur
24.
Langholtsvegur 76 , Skipt. úr einni í tvær íb.
Sótt er um samþykki fyrir áður gerðri stækkun kjallara, fyrir glugga á norðvesturhlið kjallara og skráningu fasteignar í tvær íbúðir á lóð nr. 76 við Langholtsveg.
Stærð: Áður gerð stækkun kjallara 91,6 ferm., 1. hæð 2,7 ferm., samtals stækkun 94,3 ferm., 389,6 rúmm.
Gjald kr. 4.100 + 15.974
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.


Umsókn nr. 22404 (01.17.211.3)
420195-2499 Emelía ehf,Reykjavík
Hátröð 4 200 Kópavogur
25.
Laugavegur 41 , br skrifstofum í íbúðir
Sótt er um leyfi til að breyta atvinnuhúsnæði á annarri og þriðju hæð hússins nr. 41 við Laugaveg í íbúð á tveimur hæðum.
Gjald kr. 4.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 22402 (04.64.270.1)
630888-1079 Hólagarður ehf
Nóatúni 17 105 Reykjavík
26.
Lóuhólar 2-6, Breytingar
Sótt er um samþykki fyrir leiðréttum og breyttum teikningum af matshluta 01 (hús nr. 2-4) og 02 (hús nr 6) á lóðinni nr. 2-6 við Lóuhóla.
Í matshluta 01 er útliti suðurhliðar breytt (gluggasetning) og skráning stærða og rýmisnúmer breytast.
Í matshluta 02 er útliti vesturhliðar breytt (gluggasetning) og innra skipulagi í rýmum 0101 og 0201 er breytt. Skráning stærða matshluta 02 er einnig leiðrétt.
Stærð: Matshluti 01 (hús nr. 2-4) er nú skráður 2884,4 ferm. og 12827,3 rúmm sem er stækkun um 11,7 ferm. en minnkun um 162,4 rúmm. miðað við síðustu skráningu.
Matshluti 02 (hús nr. 6) er nú skráður 1898,1 ferm. og 6570,7 rúmm. sem er stækkun um 125,0 ferm. og 424,9 rúmm. miðað við síðustu skráningu.
Stækkun v. leiðréttingar samtals 136,7 ferm. og 262,5 rúmm.
Gjald kr 4.100 + 10.763
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 22331 (01.81.550.7)
030252-4709 Eiríkur Ellertsson
Mosgerði 1 108 Reykjavík
27.
Mosgerði 1 , breytingar úti og inni
Sótt er um leyfi fyrir breytingum á innra fyrirkomulagi og útliti hússins (matshl. 01) og bílskúrsins (matshl. 02) á lóðinni nr. 1 við Mosgerði. Suðurgafli húss er breytt og þar er komið fyrir eldstæði og reykháfi. Á austurhlið er þaki lyft og þar er einnig komið fyrir dyrum og palli á fyrstu hæð. Nýjum glugga er komið fyrir á norðurgafli. Á vesturhlið er anddyri stækkað og útitröppum breytt. Bílskúrshurð er breytt og nýjum dyrum er komið fyrir á suðurhlið bílskúrs.
Stærð: Stækkun 7,3 ferm. og 20,3 rúmm.
Gjald kr. 4.100 + 832
Frestað.
Málinu vísað til Borgarskipulags til ákvörðunar um grenndarkynningu.


Umsókn nr. 22182 (04.02.320.4)
691293-3949 Byggðaverk ehf
Reykjavíkurvegi 60 220 Hafnarfjörður
28.
Naustabryggja 55-57, Reyndarteikningar v. eignaskipta
Sótt er um samþykki fyrir breytingu á geymslum í kjallara, breytingum á gólfkóta hluta 1. hæðar og tilheyrandi þrepum, breytingu á veggjum til samræmis við sérteikningar ásamt leiðréttingu skráningar hússins á lóð nr. 55-57 við Naustabryggju.
Bréf hönnuðar dags. 19. desember 2000 fylgir erindinu.
Gjald kr. 4.100 + xxx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 22398 (01.19.101.7)
530482-0309 Njálsgata 83,húsfélag
Njálsgötu 83 101 Reykjavík
29.
Njálsgata 83 , Reyndart. kj. (ós. íb.)
Sótt er um samþykki fyrir áður gerðum breytingum á kjallara vegna gerðar eignaskiptayfirlýsingar á lóð nr. 83 við Njálsgötu.
Gjald kr. 4.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 22405 (01.41.150.2)
240223-2449 Jón Guðmundsson
Skúlagata 20 101 Reykjavík
30.
Njörvasund 8 , Áður gerð íb. í kj.
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðri íbúð í kjallara og breyttri skráningu hússins nr. 8 við Njörvasund.
Teikning að raflögnum samþykkt af Rafmagnsveitu Reykjavíkur 30. júlí 1954, samþykki meðeiganda (á teikningu) og íbúðarskoðun byggingarfulltrúa dags. 24. nóvember 2000 fylgja erindinu.
Gjald kr. 4.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 22394
551298-3029 Orkuveita Reykjavíkur
Suðurlandsbraut 34 108 Reykjavík
31.
Reykjanesbraut - Breiðholtsbraut, Lokahús
Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt hús fyrir loka og tengivirki á hitaveitulögn. Húsið verði staðsett suðaustanvert í jarðvegsfyllingu, sem myndast á gatnamótum Reykjanesbrautar og Breiðholtsbrautar, þannig að þak og mestur hluti hússins verður niðurgrafinn. Staðsetning hússins var samþykkt í skipulags- og byggingarnefnd 22. nóv. 2000.
Erindinu fylgir útskrift úr gerðabók skipulags- og byggingarnefndar frá 22. nóv. 2000.
Stærðir: 31.2 ferm. og 119,3 rúmm.
Gjald kr. 4.100 + 4.891
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 21567 (01.29.500.1)
681290-2309 Byggingarfélag Gylf/Gunnars ehf
Borgartúni 31 105 Reykjavík
32.
Síðumúli 24-26, Br. á 1hæð og bílastæðum
Sótt er um leyfi til þess að breyta innra fyrirkomulagi á fyrstu hæð (rýmisnúmer breytast, öll hæðin verður eitt verslunarrými) og fjölga bílastæðum úr 66 í 77 við húsið á lóðinni nr. 24-26 við Síðumúla.
Gjald kr. 4. 100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 22281 (01.46.010.2)
310845-7019 Rafn Guðmundsson
Bárugata 30a 101 Reykjavík
33.
Skeifan 5 , br úti og inni, verslun
Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi og skráningu í suðurenda hússins nr. 5 við Skeifuna til að koma þar fyrir matvöruverslun. Jafnframt verði útliti hússins breytt komið fyrir soprpgámi við vesturhlið og sett upp skilti allt að 25 ferm.
Erindinu fylgir umboð eiganda til handa umsækjanda dags. 2. jan. 2001, yfirlýsing nokkurra meðeigenda vegna sorpgáms, leigusamningur dags. 25. okt. 2000, leigusamningur dags. 27. okt. 2000.
Gjald kr. 4.100
Frestað.
Vantar samþykki meðeigenda.
Sigurður Pálmi Ásbergsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.


Umsókn nr. 22046 (01.22.000.8)
670195-2799 Eignarhaldsfél Kirkjuhvoll ehf
Kirkjutorgi 4 101 Reykjavík
34.
Skúlagata 51 , nýr inngangur og innréttingar
Sótt er um leyfi til þess að stækka og breyta inngangi á suðurhlið og byggja við hann skyggni og tröppur. Einnig er sótt um leyfi til þess að innrétta skrifstofur, móttöku og aðstöðu fyrir blóðsýnatöku á fyrstu og annarri hæð hússins á lóðinni nr. 51 við Skúlagötu. Á afstöðumynd er sýndur áður gerður aðkeyrslurampi.
Bréf umsækjanda ásamt samþykki eiganda dags. 13. júlí 2000 og 24. október 2000 fylgja erindinu. Umsagnir gatnamálastjóra dags. 3. nóvember 2000, 27. nóvember 2000 og 5. desember 2000 fylgja erindinu. Bréf hönnuðar dags. 1. desember og 7. desember 2000 fylgja erindinu. Bréf Þormóðs Sveinssonar, arkitekts, dags. 2. janúar 2001 fylgir erindinu.
Stærð: Stækkun, anddyri 5,8 ferm., 18,7 rúmm.
Gjald kr. 4.100 + 767
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Við samþykkt þessa erindis er ekki tekin afstaða til áður gerðar stækkana eða fjölda bílastæða. Afstaða til þeirra mála verður tekin þegar umsókn um breytingar eða stækkanir á húsinu berst.


Umsókn nr. 22438
560699-2129 Sólarsýn ehf
Fjarðargötu 13-15 220 Hafnarfjörður
680300-2240 Íslandssími GSM ehf
Sóltúni 26 105 Reykjavík
35.
Sóltún 26 , Loftnet
Sótt er um leyfi til þess að setja þrjú loftnet öll fest á sama stálrör á mæni og tengd símstöð Íslandssíma á 4. hæð hússins á lóð nr. 26 við Sóltún.
Gjald kr. 4.100
Frestað.
Vanta samþykki meðeigenda.


Umsókn nr. 22333 (01.16.210.3)
100941-2449 Eggert Briem
Sólvallagata 7 101 Reykjavík
310815-4389 Baldvin H Einarsson
Sólvallagata 7 101 Reykjavík
36.
Sólvallagata 7 , Reyndarteikningar v/eignaskipta
Sótt er um samþykki fyrir reyndarteikningum af húsinu og geymsluskúrnum á lóðinni nr. 7 við Sólvallagötu. Innra skipulagi er breytt lítillega í kjallara og fellistiga er komið fyrir milli geymslulofts og annarrar hæðar.
Gjald kr. 4.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.


Umsókn nr. 21784 (01.24.110.3)
680993-2389 Fjárfestingafélagið Bjarg ehf
Þverholti 11 105 Reykjavík
37.
Stakkholt 2-4 , (Þverholt 9) Skýli, lóðarmörk.
Sótt er um leyfi til þess að koma fyrir hljóðeinangrandi skýli fyrir vélasamstæðu austan við húsið Þverholt nr. 9 á lóðinni nr. 2-4 við Stakkholt. Jafnframt er sótt um breytingu á lóðarmörkum, lóðin Stakkholt 2-4 stækkar um 338 ferm. en lóðin Stakkholt 3 minnkar að sama skapi.
Bréf fulltrúa þinglýsts eiganda dags. 16. ágúst 2000, bréf framkvæmdastjóra Ísafoldarprentsmiðju dags. 25. ágúst og 6. september 2000 og greinargerð frá verkfræðistofunni Önn dags. 22. ágúst 2000 fylgja erindinu. Umsókn til skipulagsnefndar vegna lóðarmarka dags. 21. september 2000 fylgir erindinu. Bréf hönnuða dags. 25. september 2000 þar sem óskað er eftir 40 daga skilafresti v. skráningartöflu (þ.e. til 6. nóvember 2000) og útskrift úr gerðabók skipulags- og umferðarnefndar frá 10. janúar 2001 fylgir erindinu.
Stærð: Hljóðeinangrunarskýli 76,1 ferm. og 426,8 rúmm.
Gjald: 4,100 + 17.498
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 22399 (01.81.620.6)
130539-2709 Þórir Halldór Óskarsson
Steinagerði 11 108 Reykjavík
38.
Steinagerði 11 , tímab. br. íb. í kj. og bílsk.
Sótt erum leyfi til þess að innrétta tímabundið aðstöðu fyrir ljósmyndastofu í kjallara íbúðahúss og í bílskúr á lóð nr. 11 við Steinagerði.
Gjald kr. 4.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 22175 (04.08.570.1)
590896-2339 Gullsmári ehf
Hæðasmára 4 200 Kópavogur
531094-2209 Selecta fyrirtækjaþjónusta ehf
Viðarhöfða 6 110 Reykjavík
39.
Stórhöfði 33 , breyting inni - breyting úti
Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi, útliti og afmörkun notaeininga í húsinu nr. 33 við Stórhöfða. Jafnframt er sótt um leyfi fyrir leiðréttingum á skráningu hússins.
Erindinu fylgir yfirlýsing Gullsmára ehf dags. 14. nóv. 2000.
Nýjar stærðir: 1. hæð 864 ferm. (-1,3), 2. hæð 712,4 ferm. (-7,6), 3. hæð 708,2 ferm. (óbr.), samtals 2284,6 ferm. -8,9 og 10535,5 rúmm. (-7,6)
Gjald kr. 4.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.


Umsókn nr. 22339 (01.21.610.1)
701298-2259 Efling stéttarfélag
Sætúni 1 105 Reykjavík
40.
Sætún 1 , Lagfæringar v/eignaskipta
Sótt er um leyfi til að sameina matshluta 01 (hús) og 02 (bílageymsla), leiðrétta skráningu rýma og breyta eignaafmörkun (séreignarrýmum fjölgar úr einu í sjö) og innra fyrirkomulagi í atvinnuhúsinu á lóðinni nr. 1 við Sætún.
Leiðrétt stærð hins sameinaða matshluta er 4945,2 ferm. og 16504,7 rúmm. (var áður 4926,4 ferm. og 16701,8 rúmm. fyrir matshl. 01 og 02), við leiðréttingu skráningar hefur fermetrafjöldi hússins því aukist um 18,8 ferm. en rúmmetrafjöldinn minnkað um 197,1 rúmm.
Gjald kr. 4.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 22437 (02.34.5--.1)
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
680300-2240 Íslandssími GSM ehf
Sóltúni 26 105 Reykjavík
43.
Vættaborgir 9 , Loftnet
Sótt er um leyfi til þess að setja upp þrjú loftnet fest á sama stálrörið á þakbrún norðvesturhorns Borgaskóla og koma fyrir tengistöðvaskápum vegna GSM fjarskipta í inntaksklefa í kjallara skólans á lóð nr. 9 við Vættaborgir.
Gjald kr. 4.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 22427 (02.40.410.4)
44.
Barðastaðir 75 , Leiðrétting á stærð
Á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þann 8. desember 1999 var samþykkt umsókn þar sem sótt var um leyfi til þess að lengja bílskúr, byggja garðsskála ofl. á lóðinni nr. 75 við Barðastaði.
Rúmmál var bókað 152,7 en á að vera 41,1rúmm.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.


Umsókn nr. 22422 (01.13.410.8)
45.
Brekkustígur 2 , Leiðrétting á stærð
Á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þann 21. mars 2000 var samþykkt að setja upp milliloft og stiga í húsinu á lóðinni nr. 2 við Brekkustíg.
Stærðir voru bókaðar 71,7 ferm., en á að vera 35,7 ferm.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.


Umsókn nr. 22423 (32.47.531.0)
46.
Esjugrund 62 , Leiðrétting á stærð
Á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þann 21. mars 2000 var samþykkt umsókn þar sem sótt var um leyfi til þess að byggja bílskúr á lóðinni nr. 62 við Esjugrund.
Stærðir voru bókaðar: 28 ferm., 77,8 rúmm., en eiga að vera 28,8 ferm., 92,7 rúmm.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.


Umsókn nr. 22424 (32.47.520.3)
47.
Esjugrund 68 , Leiðrétting á stærðum
Á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þann 21. mars 2000 var samþykkt umsókn þar sem sótt var um leyfi til þess að byggja bílskúr á lóðinni nr. 68 við Esjugrund.
Stærðir voru bókaðar: 28 ferm., 77,8 rúmm., en á að vera 28,8 ferm., 92,7 rúmm.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.


Umsókn nr. 22425 (32.47.520.4)
48.
Esjugrund 70 , Leiðrétting á stærðum
Á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þann 21. mars 2000 var samþykkt umsókn þar sem sótt var um leyfi til þess að byggja bílskúr á lóðinni nr. 70 við Esjugrund.
Stærðir voru bókaðar: 28 ferm., 77,8 rúmm., en á að vera 28,8 ferm., 92,7 rúmm.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.


Umsókn nr. 22421
49.
Fuglaskoðunarskýli við Grafarvog, Fuglaskoðunarskýli
Lagt fram bréf garðyrkjustjóra dags. 10. jan. 2001 ásamt teikningum, þar sem sótt er um heimild til að koma fyrir fuglaskoðunarskýli við göngubraut sunnan Grafarvogs í Síldarmannabrekku skammt austan við Litlatanga. Skýlið verði byggt úr timbri.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.


Umsókn nr. 22428 (01.81.830.3)
50.
Hólmgarður 26 , Sólstofa
Á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þann 8. desember 1999 var samþykkt umsókn þar sem sótt var um leyfi til þess að byggja sólstofu við húsið á lóðinni nr. 26 við Hólmgarð.
Stærðir voru bókaðar 12,6 ferm., 30,9 rúmm., en á að vera 13,1 ferm., 32,1 rúmm.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.


Umsókn nr. 22432 (01.42.440.1)
51.
Kjalarvogur 5 , Leiðrétting á stærð
Á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þann 8. febrúar 2000 var samþykkt umsókn þar sem sótt var um breytingu á áður samþykktum uppdráttum af húsinu á lóðinni nr. 5 við Kjalarvog.
Stærðir voru bókaðar 21,5 ferm., en á að vera 34,6 ferm.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.


Umsókn nr. 22433 (01.17.430.8)
52.
Laugavegur 96 , Leiðrétting á stærð
Á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þann 8. febrúar 2000 var samþykkt umsókn þar sem sótt var um leyfi til þess að innrétta hárgreiðslu / og snyrtistofu í húsinu á lóðinni nr. 96 við Laugaveg.
Jafnframt var sótt um endurnýjun á leyfi fyrir stækkun.
Engar stærðir voru bókaðar en áttu að vera 5,6 ferm., 23 rúmm.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.


Umsókn nr. 22413 (01.47.120.2)
53.
Mörkin 8 , Leiðrétting á bókun
Á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þann 19. desember s.l., var samþykkt umsókn Viðars Helga Guðjohnsen þar sem sótt er um leyfi til að byggja samtals átján íbúðarrými til útleigu til suðausturs við húsið á lóðinni nr. 8 við Mörkina. Nýja húsið (matshl. 02) verði byggt úr steinsteypu og einangrað og klætt á utan með steindum plötum til samræmis við matshl. 01. Jafnframt var sótt um leyfi fyrir áður gerðum breytingum á innra fyrirkomulagi í matshluta 01, sem m.a. fela í sér fjölgun íbúðareininga um tólf í samtals þrjátíu og tvær auk húsvarðaríbúðar, ásamt breyttri skráningu matshlutans. Ennfremur var umsókn nr. 19904 um áður gerðar breytingar í matshl. 01 dregin til baka. Breyting á deiliskipulagi var grenndarkynnt frá 5. júní til 4. júlí 2000.
Í fundargerð þann 19. desember s.l., var bókað að erindið hafi verið samþykkt þann 14. desember 2000, en á að vera samþykkt á fundi þann 19. desember 2000.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.


Umsókn nr. 22429 (05.8-.--9.9 02)
54.
Suðurlandsv 11345 , Leiðrétting á stærð
Á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þann 8. desember 1999 var samþykkt umsókn þar sem sótt var um leyfi til þess að byggja viðbyggingu við sumarbústað við Suðurlandsv.
Stærðir voru bókaðar: 17,8 ferm., 44,5 rúmm., en á að vera 17,9 ferm., 43,9 rúmm.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.


Umsókn nr. 22430 (04.32.920.1)
55.
Tunguháls 10 , Leiðrétting á stærðum
Á afgreiðslfundi byggingarfulltrúa þann 7. mars 2000 var sótt um breytingar á fyrri samþykktum vegna hússins á lóðinni nr. 10 við Tunguháls.
Stærðir voru bókaðar 82,6 ferm., 216,5 rúmm., en á að vera 78,1 ferm., 216,7 rúmm.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.


Umsókn nr. 22434 (04.06.310.3)
56.
Vagnhöfði 21 , Leiðrétting á stærð
Á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þann 8. febrúar 2000 var samþykkt umsókn þar sem sótt var um leyfi til þess að loka opnu skýli á lóðinni nr. 21 við Vagnhöfða.
Rúmmál var bókað 481 rúmm., en á að vera 514,9 rúmm.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.


Umsókn nr. 22426 (04.05.560.3)
57.
Þórðarhöfði 1 , Leiðrétting á stærð
Á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þann 21. mars 2000 var samþykkt umsókn þar sem sótt var um leyfi til þess að flytja timburhús á lóðina nr. 1 við Þórðarhöfða og byggja tengibyggingu á lóðinni.
Stærðir voru bókaðar: 223,6 ferm., en á að vera 220,8 ferm.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.


Umsókn nr. 22400 (01.67.050.7)
090362-3219 Hrafnhildur Garðarsdóttir
Einarsnes 33 101 Reykjavík
080363-3039 Sigurjón Þórðarson
Einarsnes 33 101 Reykjavík
58.
Einarsnes 33 , viðbygg., bílsk.
Spurt er hvort leyft yrði að byggja bílgeymslu við norðurlóðarmörk og byggja einlyfta timburviðbyggingu við suðurhlið hússins nr. 33 við Einarsnes.
Bréf frá Flugmálastjórn dags. 9. janúar 2001fylgir erindinu
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar Borgarskipulags.


Umsókn nr. 22262 (02.29.280.1)
300167-3739 Sæmundur Sævarsson
Leiðhamrar 1 112 Reykjavík
59.
Leiðhamrar 1 , Sólskáli og fl.
Spurt er hvort leyft yrði að byggja sólstofu við austurhlið, stækka anddyri og færa inngang á vesturhlið og byggja valmaþak yfir flatt þak bílgeymslu einbýlishússins á lóð nr. 1 við Leiðhamra.
Umsögn Borgarskipulags dags. 12. janúar 2001 fylgir erindinu.
Jákvætt.
Með vísan til umsagnar Borgarskipulags.


Umsókn nr. 22403 (14.62.001 12)
530276-0239 Tæknival hf
Skeifunni 17 108 Reykjavík
60.
Skeifan 17 , Br á innra frkl, útliti og notkun
Spurt er hvort leyft yrði að breyta innra fyrirkomulagi og notkun hluta lagerhúsnæðisins nr. 17 við Skeifuna (matshl 12 og 13), að mestu í samræmi við meðfylgjandi uppdrætti. Milligólfum verði breytt og í húsnæðinu verði rekin verslun.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum.


Umsókn nr. 22411 (01.83.111.0)
050269-3379 Júlía Margrét Jónsdóttir
Arnarsmári 30 200 Kópavogur
61.
Sogavegur 212 , (fsp) lyfta þaki og setja kvist og svalir á 2.hæð
Spurt er hvort leyft yrði að lyfta þaki og innrétta rishæð sem hluta af íbúðinni í húsinu á lóðinni nr. 212 við Sogaveg.
Jákvætt gagnvart hækkun á þaki.
Verður að leysa í samræmi við stíl hússins og þakform.


Umsókn nr. 22406 (01.18.111.6)
451297-2019 Hótel Óðinsvé hf
Þórsgötu 1 101 Reykjavík
62.
Þórsgata 1 , (fsp) Hækka mæni og bakbyggingu
Spurt er hvort leyft yrði að hækka mæni og koma fyrir þremur hótelherbergjum og fleiru á rishæðinni og byggja þrjár hæðir ofan á bakbyggingu og koma þar fyrir öðrum þremur herbergjum.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar Borgarskipulags.