Austurbrún 25,
Álfabakki 14B ,
Ásvallagata 17,
Baldursgata 9,
Bankastræti 8 ,
Bergstaðastræti 28A,
Bergstaðastræti 28A,
Breiðavík 6 ,
Brúnastaðir 46,
C-Tröð 10,
Einarsnes 40-42-42a,
Eirhöfði 2-4 ,
Fellsmúli 24-26,
Fiskislóð 115-119,
Flókagata 13,
Fossaleynir 2,
Fossháls 1,
Funahöfði 19,
Furugerði 1,
Grjótháls 5,
Hafnarstræti 17,
Hátún 1,
Hringbraut Landsp. - Eiríksgata ,
Kirkjuteigur 9,
Laufásvegur 11,
Laufengi 80-100,
Laugavegur 66-68,
Laugavegur 77,
Laugavegur 77,
Lágmúli 5,
Lokastígur 24A,
Lynghagi 6,
Ofanleiti 2,
Síðumúli 28,
Skipholt 29,
Skúlagata 20,
Skútuvogur 6,
Snorrabraut 48,
Sólvallagata 17,
Spítalastígur 1,
Suðurlandsbr. 30,
Sætún 8,
Vagnhöfði 13,
Vesturlandsv. Reynisv,
Vesturlandsvegur Jörfi,
Völvufell 13 ,
Þingholtsstræti 23 ,
Þórsgata 14,
Meistari - Blikksmíðameistari,
Meistari - Múrarameistari,
Flúðasel 60-76,
Grettisgata 53A,
Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. reglugerð nr. 614/1995
48. fundur 1997
Árið 1997, þriðjudaginn 28. október kl. 12:30 eftir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 48. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar byggingarnefndar. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 3. Þessi sátu fundinn: Magnús Sædal Svavarsson, Bjarni Þór Jónsson, Guðlaugur Gauti Jónsson, Helga Guðmundsdóttir og Sigríður Kristín Þórisdóttir.
Þetta gerðist:
Umsókn nr. 15890 (01.01.354.003)
Austurbrún 25, Vegna eignask.
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðri stækkun á bílgeymslu og breytingu á opum hússins á lóðinni nr. 25 við Austurbrún.
Stækkun: bílgeymsla 7,1 ferm., 19,9 rúmm.
Gjald kr. 2.387 + 475
Eignaskiptayfirlýsing með samþykki meðeigenda dags. október 1997 fylgir erindinu.
Frestað.
Lagfæra teikningar.
Umsókn nr. 15859 (01.04.603.402)
Álfabakki 14B , Breyting á fyrirkomulagi innanhúss.
Sótt er um leyfi fyrir breytingum á innra fyrirkomulagi (eignarhaldi og fleiru) í húsinu á lóðinni nr. 14B við Álfabakka.
Gjald kr. 2.387
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Umsókn nr. 15870 (01.01.162.301)
Ásvallagata 17, Breyting inni
Sótt er um leyfi til að gera smávægilegar breytingar í kjallara vegna eignaskipta í húsinu á lóðinni nr. 17 við Ásvallagötu.
Gjald kr. 2.387
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Umsókn nr. 15682 (01.01.184.442)
Baldursgata 9, Áður gerð íbúð
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðri íbúð á 2. hæð hússins matshluta 2 og fyrir nýju anddyri á lóðinni nr. 9 við Baldursgötu.
Stærð: anddyri 4 ferm., 11,4 rúmm.
Gjald kr. 2.387 + 272
Samþykki meðeigenda dags. 16. sept.1997, ljósrit af afsali dags. 13. apríl 1997, ljósrit af skiptayfirlýsingu dags. 4. okt. 1972, ljósrit v. eignaskipta dags. 8. júlí 1969 og ljósrit af afsali dags. 24. júlí 1973 fylgja erindinu.
Skoðunarskýrsla byggingarfulltrúa dags. 17. september 1997 fylgir erindinu.
Skoðunarskýrsla heilbrigðiseftirlits dags. 17. september 1997 og bréf hönnuðar dags. 29. september 1997 fylgja erindinu.
Jafnframt lagt fram bréf hönnuðar dags. 29. september 1997.
Samþykkt.
Umsókn nr. 15773 (01.01.180.105)
Bankastræti 8 , Breytt starfsemi
Sótt er um leyfi til þess að breyta fyrirkomulagi innanhúss og setja útkragandi skilti hæð 60 cm og breidd 80 cm, utan á húsið á lóðinni nr. 8 við Bankastræti.
Gjald kr. 2.387
Bréf umsækjenda dags. 30. september 1997 og samþykki húseigenda dags. 30. september 1997 fylgja erindinu.
Samþykkt.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Umsókn nr. 15668 (01.01.184.316)
Bergstaðastræti 28A, teikningar v/ eignaskipta
Sótt er um leyfi fyrir núverandi fyrirkomulagi í kjallara hússins á lóðinni nr. 28A við Bergstaðastræti vegna eignaskipta.
Gjald kr. 2.387
Erindið var kynnt fyrir eigenda 4. hæðar með bréfi dags. 26. september 1997. Mótmæli hafa borist með bréfi dags. 23. október 1997.
Frestað.
Umsókn nr. 15900 (01.01.184.316)
Bergstaðastræti 28A, Þakgluggi ofl.
Sótt er um leyfi til þess að setja þakglugga og fá samþykkta áður gerða íbúð á 4. hæð með fremri forstofu í húsinu á lóðinni nr. 28A við Bergstaðastræti eins og teikning sýnir og sérhita. Einnig er beðið um leyfi fyrir lúgu upp í þakrými í húsinu.
Gjald kr. 2.387
Frestað.
Kynna fyrir húsfélagi. Umsækjandi geri nánari grein fyrir umsókninni.
Umsókn nr. 15881 (01.02.355.501)
Breiðavík 6 , Lækka hæðarsetningu hússins
Sótt er um leyfi til þess að lækka hæðarafsetningu hússins á lóðinni nr. 6 við Breiðuvík um 50 cm og setja lúgu á þakrými frá norðurhlið.
Gjald kr. 2.387
Samþykkt.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Umsókn nr. 15873
Brúnastaðir 46, Breyting á uppbyggingu útveggja.
Sótt er um leyfi til þess að breyta byggingarlýsingu þannig að húsið á lóðinni nr. 46 við Brúnastaði verði einangrað að utan og innan steypt í einangrunarmót.
Gjald kr. 2.387
Samþykkt.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Umsókn nr. 15869 (01.04.765.508)
C-Tröð 10, Sótt er um leyfi fyrir nýjum skilvegg og fleira.
Sótt er um leyfi til að skipta eignahluta í tvær minni einingar og setja nýjar dyr í suðvestur á hesthúsinu C-Tröð 10 í Víðidal.
Gjald kr. 2.387
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Umsókn nr. 14586 (01.01.672.003)
Einarsnes 40-42-42a, stækka kvist, svalir
Sótt er um leyfi til þess að stækka núverandi og byggja nýjan kvist, stækka þakglugga og setja nýjan glugga á anddyri, allt á norðurhlið og koma fyrir svölum og verönd og breyta gluggum á suðurhlið hússins nr. 40 á lóðinni nr. 40-42a við Einarsnes.
Samþykki eigenda að Einarsnesi 42 dags. 20. október 1997 og tveggja eigenda af þremur að Einarsnesi 40 fylgir erindinu.
Stækkun 6 rúmm.
Gjald kr. 2.387 + 72
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Umsókn nr. 15838 (01.04.030.101)
Eirhöfði 2-4 , Sótt er um leyfi til að gera starfsmanna aðstöðu og skjalageymslu.
Sótt er um leyfi fyrir starfsmannaaðstöðu með gluggum í vestur og norður og skjalageymslu á millilofti í norðurhluta skemmu á lóðinni nr. 2-4 við Eirhöfða.
Stærð: milligólf 23 ferm.
Gjald kr. 2.387
Samþykkt.
Umsókn nr. 15931 (01.01.297.101)
Fellsmúli 24-26, Endurnýjun á byggingarleyfi
Sótt er um endurnýjun á byggingarleyfi frá 13. febrúar 1992.
Stærð: 52 ferm., 210 rúmm.
Gjald kr. 2.387 + 5.013
Samþykkt.
Umsókn nr. 15585 (01.01.087.401)
Fiskislóð 115-119, Brunavarnaruppdrættir
Sótt er um leyfi fyrir breytingum vegna brunavarna í húsinu á lóðinni nr. 115A við Fiskislóð.
Gjald kr. 2.387
Bréf frá Toppfisk dags. 20. ágúst 1997 og bréf frá skrifstofu borgarstjóra dags. 19. ágúst 1997 fylgja erindinu.
Frestað.
Eignaskipting ófullnægjandi.
Umsókn nr. 15857 (01.01.243.707)
Flókagata 13, Sótt er um samþykkt fyrir áður gerðri íbúð í kjallara.
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðri íbúð í kjallara hússins á lóðinni nr. 13 við Flókagötu.
Gjald kr. 2.387
Skoðunarskýrsla byggingarfulltrúa dags 29. ágúst 1997 fylgir erindinu.
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Umsókn nr. 15880
Fossaleynir 2, Breyting inni
Sótt er um leyfi til þess að koma fyrir skrifstofu og sýningarrými ásamt útidyrum í suðurhluta hússins á lóðinni nr. 2 við Fossaleynir.
Stærð milligólf 47 ferm.
Gjald kr. 2.387
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Umsókn nr. 15876 (01.04.302.601)
Fossháls 1, Reyndarteikningar og mannvirkjatafla.
Sótt er um samþykki fyrir fyrirliggjandi teikningum vegna eignaskipta í húsinu á lóðinni nr. 1 við Fossháls.
Stækkun milligólf í kjallara 267,1 ferm.
Gjald kr. 2.387
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Umsókn nr. 14054 (01.04.061.002)
Funahöfði 19, Brunavarnauppdrættir
Sótt er um leyfi fyrir núverandi innra fyrirkomulagi og breytingum m.t.t eldvarna í húsinu á lóðinni nr. 19 við Funahöfða.
Gjald kr. 2.387
Samþykkt.
Umsókn nr. 15753 (01.01.807.001)
Furugerði 1, Sótt er um leyfi til að stækka núverandi eldhús og fleira.
Sótt er um leyfi til þess að breyta fyrirkomulagi innanhúss á 1. hæð og í kjallara hússins á lóðinni nr. 1 við Furugerði.
Gjald kr. 2.387
Samþykkt.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Umsókn nr. 15710 (01.04.302.301)
Grjótháls 5, geymsluloft
Sótt er um leyfi til þess að breyta eignarhaldi, setja inn milliloft, geymsluloft á 2. hæð, breyta gluggum, fjölga innkeyrsluhurðum, auka lofthæð á 2. hæð, 3. hæð og 4. hæð og breyta klæðningu á húsinu á lóðinni nr. 5 við Grjótháls.
Stærð: 2. hæð 237 rúmm., 3. hæð 93 rúmm., 4. hæð 66,1 rúmm., 396,1 rúmm,-., milligólf 2. hæð 127,9 ferm.
Gjald kr. 2.387 + 9.455
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Umsókn nr. 15624 (01.01.118.502)
Hafnarstræti 17, Breytt notkun
Sótt er um leyfi til þess að breyta notkun 1. hæðar hússins á lóðinni nr. 17 við Hafnarstræti.
Gjald kr. 2.387
Samþykki eigenda dags. 1. júlí 1997 fylgir erindinu.
Málinu fylgja umsagnir Húsafriðunarnefndar ríkisins dags. 18. september og Árbæjarsafns dags. 17. september sl.
Samþykkt.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Umsókn nr. 15754 (01.01.223.011)
Hátún 1, Sótt er um leyfi til að setja dyr úr úr dagstofu og fleira.
Sótt er um leyfi til þess að setja dyr á austurhlið út í garð, nýjar tröppur á sama stað og lækka jarðveg í suður og austur samkvæmt meðfylgjandi teikningum af húsinu á lóðinni nr. 1 við Hátún.
Jafnframt er sótt um leyfi til þess að koma fyrir bílastæðum á lóðamörkum Hátúns 1 og 3.
Gjald kr. 2.387
Samþykkt.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Umsókn nr. 15766 (01.01.198.901)
Hringbraut Landsp. - Eiríksgata , Breytingar vegna aðgengis hreyfihamlaðra.
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum á fyrirkomulagi innanhúss og fyrir áætluðum breytingum vegna aðgengis hreyfihamlaðra í húsinu á lóðinni nr. 34 við Eiríksgötu.
Gjald kr. 2.387
Frestað.
Uppfæra afstöðumynd til nútímans.
Umsókn nr. 15675 (01.01.360.509)
Kirkjuteigur 9, Áður gerður sólpallur og skjólveggur
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum skjólvegg og sólpalli á lóðinni nr. 9 við Kirkjuteig.
Gjald kr. 2.387
Erindið var kynnt fyrir nágrönnum með bréfi dags. 26. september sl., engar athugasemdir hafa borist.
Samþykkt.
Umsókn nr. 15864 (01.01.183.102)
Laufásvegur 11, Breyta atvinnuhúsnæði í íbúðarhúsnæði.
Sótt er um leyfi til að breyta atvinnuhúsnæði í íbúð á 1. hæð og hluta kjallara, breyta gluggum á 1. hæð, byggja svalir á 1. hæð og þak yfir kjallaratröppur, ásamt innri breytingum á 1. hæð og í kjallara hússins á lóðinni nr. 11 við Laufásveg.
Gjald kr. 2.387
Bréf umsækjanda dags. 18.okt.1997, bréf frá embætti byggingarfulltrúa dags. 30.sept. 1997, bréf frá meðeig. dags. 14. okt. 1996, ljósrit af yfirl. dags. 24. apríl 1994 og afsal dags. 28. apríl 1997 fylgja erindnu.
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði. Kynna fyrir meðeiganda.
Umsókn nr. 15862 (01.02.389.801)
Laufengi 80-100, Sótt er um leyfi til að setja gerfihnattaskerma.
Sótt er um leyfi til að setja upp gerfihnattardisk á suðursvölum Laufengis 90 og 94 á lóðinni nr. 80-100 við Laufengi.
Gjald kr. 2.387
Samþykki meðeigenda (vantar einn), dags. 22.08 1997 fylgir erindinu.
Frestað.
Vantar samþykki meðeigenda. Athuga staðsetningu og fjölda gerfihnattadiska.
Umsókn nr. 15897 (01.01.174.202)
Laugavegur 66-68, Fjölga eignum
Sótt er um leyfi til þess að breyta rýmisnúmerum á 1. hæð hússins á lóðinni nr. 66-68 við Laugaveg.
Gjald kr. 2.387
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Umsókn nr. 15902 (01.01.174.021)
Laugavegur 77, Leiðréttir brunavarnauppdrættir
Sótt er um leyfi fyrir breyttum brunavarnaruppdráttum og að breyta gluggapóstum á 1. hæð í húsinu á lóðinni nr. 77 við Laugaveg.
Gjald kr. 2.387
Samþykkt.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Umsókn nr. 15613 (01.01.174.021)
Laugavegur 77, Sótt er um leyfi til að breyta innandyra á 2. 4. og 5. hæð.
Sótt er um leyfi fyrir breytingum innandyra á 2. 4. og 5. hæð í húsinu á lóðinni nr. 77 við Laugaveg.
Gjald kr. 2.387
Samþykkt.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Umsókn nr. 15645 (01.01.261.301)
Lágmúli 5, Breyting innanhúss
Sótt er um leyfi til þess að innrétta líkamsræktarstöð á 2. hæð í húsinu á lóðinni nr. 5 við Lágmúla.
Gjald kr. 2.387
Bréf Einars Jónssonar dags. 7. júlí 1997 fylgir erindinu.
Erindið var kynnt fyrir eigendum neðri hæðar hússins.
Engar athugasemdir hafa borist.
Frestað.
Erindið var kynnt fyrir eigendum neðri hæðar hússins. Engar athugasemdir hafa borist.
Ekki hefur orðið við athugasemdum vegna teikninga.
Umsókn nr. 15889 (01.01.181.307)
Lokastígur 24A, Fjölga íbúðum
Sótt er um leyfi til þess að nýta hluta af porti fyrir íbúð á 1. hæð, setja nýjan glugga út í garð á 1. hæð, setja svalir á suðurhlið 2. og 3. hæðar og tilheyrandi dyraop og fá samþykkta nýja íbúð á 3. hæð hússins á lóðinni nr. 24A við Lokastíg.
Gjald kr. 2.387
Bréf frá hönnuði dags. 20. október 1997, ljósrit vegna gangréttar Lokastígs 24, dags. 19. desember 1938 fylgir erindinu.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar Borgarskipulags.
Umsókn nr. 15714 (01.01.554.309)
Lynghagi 6, áður gerð íbúð á 3 hæð ris og reyndarteikn,
áður gerð íbúð
Sótt er um leyfi til þess að setja þakglugga í norð-austur og fá samþykkta áður gerða íbúð á þakhæð hússins á lóðinni nr. 6 við Lynghaga.
Gjald kr. 2.387
Skoðunarskýrslur byggingarfulltrúa dags. 6. ágúst 1997 og heilbrigðiseftirlitsins dags. 5. ágúst 1997, og ljósrit af virðingargjörð dags. 20. september 1958 fylgja erindinu.
Samþykki meðeigenda dags. 14. október 1997 fylgir erindinu.
Samþykkt.
Umsókn nr. 15819 (01.01.743.101)
Ofanleiti 2, Brunauppdrættir
Sótt er um að fá samþykkta brunavarnaruppdrætti af húsinu á lóðinni nr. 2 við Ofanleiti.
Gjald kr. 2.387
Samþykkt.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Umsókn nr. 15901 (01.01.295.002)
Síðumúli 28, Fjarskiptamastur
Sótt er um leyfi til að reisa fjarskiptamastur, 25 m. hátt, vestan við lóðina nr. 28 við Síðumúla.
Gjald kr. 2.387
Frestað.
Byggingarfulltrúi vekur athygli á því að engar auglýsingar verða leyfðar á mastrinu. Kynna fyrir nágrönnum.
Umsókn nr. 15882 (01.01.250.112)
Skipholt 29, Gluggar á norðurhlið
Sótt er um leyfi til þess að setja glugga að lóðamörkum á norðurhlið hússins á lóðinni nr. 29 við Skipholt.
Gjald kr. 2.387
Synjað.
Samræmist ekki ákvæðum byggingarreglugerðar.
Umsókn nr. 15894 (01.01.153.102)
Skúlagata 20, Breyting á áður samþykktu húsi
Sótt er um leyfi til þess að breyta fjórum íbúðum á 12. hæð í eina íbúð á 12. hæð og rishæð hússins á lóðinni nr. 20 við Skúlagötu.
Gjald kr. 2.387
Bréf hönnuðar dags. 22. október 1997 fylgir erindinu.
Frestað.
Hönnuður hafi samband við embætti byggingarfulltrúa.
Umsókn nr. 15892 (01.01.420.401)
Skútuvogur 6, Sótt er um leyfi til að setja glugga á austurhlið og fleira.
Sótt er um leyfi til þess að breyta innréttingum á 1. hæð, stækka milligólf í austurhluta og beyta útliti hússins á lóðinni nr. 6 við Skútuvog.
Gjald kr. 2.387
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði og gátlista.
Helga Guðmundsdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Umsókn nr. 15811 (01.01.191.110)
Snorrabraut 48, Afmörkun eignarhluta
Sótt er um leyfi fyrir afmörkun séreignar í kjallara hússins á lóðinni nr. 48 við Snorrabraut.
Gjald kr. 2.387
Samþykkt.
Umsókn nr. 15885 (01.01.162.005)
Sólvallagata 17, Áður gerð íbúð í kjallara
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðri íbúð í suðurhluta kjallara hússins á lóðinni nr. 17 við Sólvallagötu.
Gjald kr. 2.387
Samþykki meðeigenda dags. 27. september 1997, skoðunarskýrslur byggingarfulltrúa dags. 21. október 1997 og heilbrigðiseftirlitsins dags. 21. október 1997 fylgja erindinu.
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Umsókn nr. 15684 (01.01.180.217)
Spítalastígur 1, Áður gerðar breytingar í kjallara og gera íbúð á 2. og 3. hæð.
Sótt er um leyfi til að gera eina íbúð á 2. og 3. hæð og fyrir áður gerðum breytingum í kjallara og á 3. hæð hússins á lóðinni nr. 1 við Spítalastíg og fyrir litlum svölum undir kvisti á 3. hæð.
Gjald kr. 2.387
Samþykki meðeigenda dags. 19. sept. 1997 (eig. á 1.hæð) fylgir erindinu.
Frestað.
Vantar samþykki eiganda 1. hæðar fyrir svölum.
Umsókn nr. 15858 (01.01.265.003)
Suðurlandsbr. 30, viðbygging
Sótt er um leyfi til að byggja við anddyri sunnanmegin á húsinu á lóðinni nr. 30 við Suðurlandsbraut.
Stærð: 1. hæð 13,6 ferm., 42,2 rúmm.
Gjald kr. 2.387 + 1007
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Umsókn nr. 15785 (01.01.216.303)
Sætún 8, Breyting inni
Sótt er um leyfi til þess að breyta aðkomu, útliti og innra fyrirkomulagi í húsinu á lóðinni nr. 8 við Sætún.
Gjald kr. 2.387
Samþykkt.
Athygli umsækjanda er vakin á slæmu aðgengi fatlaðra.
Umsókn nr. 15282 (01.04.063.003)
Vagnhöfði 13, Ný starfsmannaaðstaða á 1. hæð og fleira.
Sótt er um leyfi fyrir breyttu fyrirkomulagi á innréttingum á 1. og 2. hæð, að færa móttökuhurð á vesturhlið, björgunarop á norðurhlið, milliloft, áðurgerðan útiklefa og breytt bílastæði á lóðinni nr. 13 við Vagnhöfða.
Gjald kr. 2.387
Samþykkt.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Umsókn nr. 15630 (01.05.11-.-80)
Vesturlandsv. Reynisv, Aðgerðar og þjónustuhús
Sótt er um leyfi til þess að byggja óeinangrað aðgerðar- og þjónustuhús úr timbri á lóð við Reynisvatn.
Stærð: 9,2 ferm., 27,3 rúmm.
Gjald kr. 2.387 + 652
Bréf dags. 3. september 1997 fylgir erindinu.
Bréf Borgarskipulags dags. 17. október 1997 og bréf umhverfismálaráðs dags. 16. október 1997 fylgja erindinu.
Samþykkt.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Þinglýsa skal kvöð um niðurrif borgarsjóði að kostnaðarlausu þegar krafist verður.
Umsókn nr. 15899
Vesturlandsvegur Jörfi, Breyting innanhúss
Sótt er um leyfi til að setja milliloft í hluta skála og nýja glugga og nýjar dyr á húsið Jörfa við Vesturlandsveg.
Stærð: milliloft (1. hæð) 162,9 ferm.
Gjald kr. 2.387
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Umsókn nr. 15886 (01.04.683.005)
Völvufell 13 , Sótt er um leyfi fyrir áðurgerðum breytingum.
Sótt er um leyfi til þess að nýta áður óútgrafið rými, opna milli hólfa í kjallara, fella niður stiga á milli 1. hæðar og kjallara og setja nýjar útgöngudyr frá kjallara hússins á lóðinni nr. 13-19 við Völvufell.
Stærð: kjallari 126,5 ferm., 379,5 rúmm.
Gjald kr. 2.387 + 9.059
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Umsókn nr. 15874 (01.01.180.101)
Þingholtsstræti 23 , Sótt er um leyfi fyrir viðbyggingu.
Sótt er um leyfi fyrir nýjum útgöngudyrum á 1. hæð og stækkunar á votrými undir svalir á 2. hæð hússins á lóðinni nr. 23 við Þingholtsstræti.
Stærð: 1. hæð 3,6 ferm., 10,1 rúmm.
Gjald kr. 2.387 + 241
Samþykki meðeigenda fylgir erindinu.
Frestað.
Vantar umsagnir Húsafriðunarnefndar og Árbæjarsafns. Vantar samþykki meðeiganda.
Umsókn nr. 15907 (01.01.186.301)
Þórsgata 14, Sótt er um að breyta húsnæði á 1. hæð í 2 einstaklingsíbúðir.
Sótt er um leyfi til þess að breyta atvinnuhúsnæði sem notað hefur verið sem íbúðarhúsnæði á 1. hæð þannig að þar verði tvær íbúðir í húsinu á lóðinni nr. 14 við Þórsgötu.
Jafnframt er sótt um leyfi til þess að rífa ósamþykkta skúra á baklóð.
Gjald kr. 2.387
Frestað.
Kynna fyrir meðeiganda. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Umsókn nr. 15928
Meistari - Blikksmíðameistari, Löggilding
Ofanritaður sækir um leyfi til að mega standa fyrir byggingum í lögsagnarumdæmi Reykjavíkur sem blikksmíðameistari.
Samþykkt.
Umsókn nr. 15929
Meistari - Múrarameistari, Löggilding
Ofanritaður sækir um leyfi til að mega standa fyrir byggingum í lögsagnarumdæmi Reykjavíkur sem múrarameistari.
Samþykkt.
Umsókn nr. 15891 (01.04.971.401)
Flúðasel 60-76, Spurt er hvort leyft yrði að klæða húsið með sléttri álklæðningu og loka svölum hús nr. 70-72.
Spurt er hvort leyft verði að klæða húsið með sléttri álkæðningu og loka svölum með gleri á húsi nr. 70-72 á lóðinni nr. 60-76 við Flúðasel.
Samþykki meðeigenda dags. október 1997 og bréf hönnuðar dags. 20. október fylgir erindinu.
Jákvætt
Að uppfylltum skilyrðum. Sérstök athygli er vakin á ákvæðum byggingarreglugerðar varðandi svalalokun.
Umsókn nr. 15872 (01.01.174.226)
Grettisgata 53A, Kvistur og aðrar útlitsbreytingar
Spurt er hvort leyft verði að setja kvist á þakhæð og nýjar dyr úr stofu á 1. hæð hússins á lóðinni nr. 53a við Grettisgötu.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar Borgarskipulags.