Ásgarður 1 , Ásgarður 22-24 , Baldursgata 9, Bergstaðastræti 28A, Blönduhlíð 25, Blönduhlíð 3, Borgartún 32, Dalbraut 1, Drafnarstígur 2, Flókagata 53, Framnesvegur 17, Freyjugata 42, Garðhús 1-33, Grjótháls Shell - Vesturlv skeljungur, Hafnarstræti 17, Hlaðhamrar 34-42, Hverfisgata 6, Háaleitisbraut 1, Háaleitisbraut 68, Hólaberg 76, Hólmaslóð 2, Höfðatún 4, Kelduland 5 , Kirkjuteigur 9, Kvisthagi 18, Laugarnesvegur 37, Laugavegur 44, Laugavegur 77, Miðtún 52, Miðtún 84, Mávahlíð 1, Mávahlíð 24, Nökkvavogur 9, Rauðagerði 18-20, Skarphéðinsgata 12, Skeifan 11, Skúlagata 13, Smiðjustígur 4A, Smiðshöfði 15, Smiðshöfði 17, Spítalastígur 1, Sundabakki 2, Sundabakki 6, Suðurlandsbr. 14 , Suðurlandsbr. 28, Sægarðar 7, Tangarhöfði 4, Urriðakvísl 26, Vagnhöfði 13, Vættaborgir 46-48, Vættaborgir 58-60, Víðihlíð 28-34 , Óðinsgata 11, Þönglabakki 1, Flókagata 53, Heiðargerði 96, Meistari - Húsasmíðameistar, Meistari/húsasmíðameistari, Múlavegur 1, Skúlagata 42, Sturlugata, Vættaborgir 14-16, Vættaborgir 38-40, Vættaborgir 42-44, Gautland 13, Miðhús 15, Suðurlandsbr. 30, Þórsgata 14,

Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. reglugerð nr. 614/1995

45. fundur 1997

Árið 1997, þriðjudaginn 23. september kl. 14:00 eftir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 45. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar byggingarnefndar. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 3. Þessi sátu fundinn: Magnús Sædal Svavarsson, Bjarni Þór Jónsson, Guðlaugur Gauti Jónsson, Helga Guðmundsdóttir og Sigríður Kristín Þórisdóttir.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 15671 (01.01.834.005)
Ásgarður 1 ,
Sótt er um útitröppur og inngang í kjallara.
Sótt er um leyfi til að setja inngang og útitröppur ásamt geymslurými í norður á kjallara hússins á lóðinni nr. 1 við Ásgarð.
Stærð útigeymsla: 6,4 ferm., 11,5 rúmm.
Gjald kr. 2.387 + 275
Samþykki meðeigenda í Ásgarði 1-17 dags. 16. sept. 1997 og samþykki eiganda í Ásgarði 3 fyrir sam. vegg dags. í sept. 1997 fylgir erindinu.
Samþykkt.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.


Umsókn nr. 15693 (01.01.834.206)
Ásgarður 22-24 ,
Fá samþykkta íbúð
Sótt er um leyfi til þess að gera íbúð á 1. hæð í húsinu á lóðinni nr. 24-24A við Ásgarð.
Gjald kr. 2.387
Frestað.
Gera grein fyrir samþykki meðeigenda vegna útlitsbreytinga.


Umsókn nr. 15682 (01.01.184.442)
Baldursgata 9,
Áður gerð íbúð
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðri íbúð á 2. hæð hússins matshluta 2 á lóðinni nr. 9 við Baldursgötu.
Gjald kr. 2.387
Samþykki meðeigenda dags. 16. sept.1997, ljósrit af afsali dags. 13. apríl 1997, ljósrit af skiptayfirlýsingu dags. 4. okt. 1972, ljósrit v. eignaskipta dags. 8. júlí 1969 og ljósrit af afsali dags. 24. júlí 1973 fylgja erindinu.
Skoðunarskýrsla byggingarfulltrúa dags. 17. september 1997 fylgir erindinu.

Frestað.
Með vísan til athugasemda eldvarnaeftirlits. Vantar skráningartöflu og skoðunarskýrslu heilbrigðiseftirlits.


Umsókn nr. 15668 (01.01.184.316)
Bergstaðastræti 28A,
teikningar v/ eignaskipta
Sótt er um leyfi fyrir núverandi fyrirkomulagi í kjallara hússins á lóðinni nr. 28A við Bergstaðastræti vegna eignaskipta.
Gjald kr. 2.387
Frestað.
Kynna fyrir eigenda 4. hæðar.


Umsókn nr. 13334 (01.01.713.017)
Blönduhlíð 25,
Reyndarteikn. v/eignaskipta.
Sótt er um leyfi fyrir núverandi fyrirkomulagi vegna eignaskipta í húsinu á lóðinni nr. 25 við Blönduhlíð.
Gjald kr 2.250

Frestað.
Vantar skráningartöflu.


Umsókn nr. 15694 (01.01.704.213)
Blönduhlíð 3,
innrétta rishæð
Sótt er um leyfi til þess að breyta innréttingu í rishæð hússins á lóðinni nr. 3 við Blönduhlíð og breyta þaki þ.e. gera kvist og þakglugga á húsið.
Gjald kr. 2.387
Samþykki eins meðeigenda dags. 30. ágúst 1997 og samþykki meðeigenda á teikningu dags. 17. september 1997 fylgja erindinu.
Frestað.
Lagfæra kvist.


Umsókn nr. 15662 (01.01.232.001)
Borgartún 32,
mjókka gangst, fyrir framan og austur vestur fjölga um 1 bílastæði
Sótt er um leyfi til að mjókka gangstétt og bæta við einu bílstæði á lóðinni nr. 32 við Borgartún.
Gjald kr. 2.387
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar gatnamálastjóra.


Umsókn nr. 15622 (01.01.350.006)
Dalbraut 1,
Breyting inni
Sótt er um leyfi til þess að færa Pizzahöllina í annan eignarhluta í húsinu á lóðinni nr. 1 við Dalbraut.
Gjald kr. 2.387
Mótmælabréf dags. 4. september 1997 og 11. september 1997 fylgja erindinu.
Greinagerð vegna loftræstingar ódagsett fylgir erindinu. Samþykki eigenda vegna loftræstibúnaðar í sorpgeymslu dags. 17. september 1997.
Samþykkt.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.


Umsókn nr. 15088 (01.01.134.209)
Drafnarstígur 2,
Reyndarteikningar vegna eignaskiptasamnings
Sótt er um samþykki á núverandi fyrirkomulagi í húsinu á lóðinni nr. 2 við Drafnarstíg sem felur í sér samþykkt á áður gerðri íbúð í risi.
Gjald kr. 2.387
Frestað.

Umsókn nr. 15610 (01.01.270.011)
Flókagata 53,
Endurbyggja bílskúr og líka breytingar.
Sótt er um leyfi til þess að endurbyggja bílskúr með smávægilegum breytingum á lóðinni nr. 53 við Flókagötu.
Jafnframt er sótt um niðurrif á eldri bílskúr sbr, bréf byggingardeildar dags. 18. september 1997.
Gjald kr. 2.387
Samþykkt.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Þinglýsa skal yfirlýsingu um að leyfi til notkunar á bílskúr sé bundið núverandi starfsemi.


Umsókn nr. 15651 (01.01.134.104)
Framnesvegur 17,
Ýmsar breytingar
Sótt er um leyfi til að loka af hluta kjallara og setja hringstiga milli kjallara og 1. hæðar ásamt innri breytingum á 1. hæð hússins á lóðinni nr. 17 við Framnesveg.
Gjald kr. 2.387
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 14993 (01.01.196.101)
Freyjugata 42,
samþ. íbúð í kjallara
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðri íbúð í kjallara hússins á lóðinni nr. 42 við Freyjugötu.
Gjald kr. 2.387
Skoðunarskýrslur heilbrigðiseftirlitsins dags. 15.05.1997 og byggingarfulltrúa dags. 13.05.1997 fylgja erindinu.
Málið samþykkt þann 19. september sl.
Samþykkt.

Umsókn nr. 15731 (01.02.840.301)
Garðhús 1-33,
endurnýjun á byggingaleyfi bg á 1-15
Sótt er um endurnýjun á byggingarleyfi á bílskúrum samþykkt frá 12. október 1989.
Samþykkt.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.


Umsókn nr. 15690 (01.04.301.201)
Grjótháls Shell - Vesturlv skeljungur,
Sótt er um leyfi til að reisa veltiskilti.
Sótt er um leyfi til að reisa veltiskilti á lóð Skeljungs við Vesturlandsveg.
Gjald kr. 2.387
Samþykkt.

Umsókn nr. 15624 (01.01.118.502)
Hafnarstræti 17,
Breytt notkun
Sótt er um leyfi til þess að breyta notkun 1. hæðar hússins á lóðinni nr. 17 við Hafnarstræti.
Gjald kr. 2.387
Samþykki eigenda dags. 1. júlí 1997 fylgir erindinu.
Málinu fylgja umsagnir Húsafriðunarnefndar ríkisins dags. 18. september og Árbæjarsafns dags. 17. september sl.
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Þar sem umsækjandi hyggur á veitingastarfsemi í húsnæðinu er honum bent á að sækja ber um leyfi fyrir slíkri starfsemi til Lögreglustjórans í Reykjavík. Embætti Lögreglustjóra fjallar um slíkar leyfisveitingar að fenginni umsögn borgarráðs. Rétt er að taka fram að samþykkt byggingarnefndar felur ekki í sér neinar skuldbindingar af hálfu Reykjavíkurborgar til veitingareksturs.


Umsókn nr. 15656 (01.02.295.710)
Hlaðhamrar 34-42,
hurðir í stað glugga á bg, nr 36 - 42.
Sótt er um leyfi til að breyta gluggum í hurðir á bílskúrum á lóðinni nr. 36-42 við Hlaðhamra.
Gjald kr. 2.387
Samþykki nágranna að Hlaðhömrum nr. 46, 48 og 50 ódagsett fyrir erindinu.
Frestað.
Ófullnægjandi gögn.


Umsókn nr. 15642 (01.01.170.003)
Hverfisgata 6,

Sótt er um leyfi fyrir núverandi fyrirkomulagi á 5. hæð hússins á lóðinni nr. 6 við Hverfisgötu.
Gjald kr. 2.387
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 15596
Háaleitisbraut 1,
Tannlæknastofur
Sótt er um leyfi til þess að breyta innra fyrirkomulagi á hluta 3. hæðar í húsinu á lóðinni nr. 1 við Háaleitisbraut.
Gjald kr. 2.387
Samþykki eiganda dags. 4. september 1997 fylgir erindinu.
Samþykkt.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.


Umsókn nr. 15649 (01.01.727.301)
Háaleitisbraut 68,
Hækkun á útsýnispalli og fleira.
Sótt er um leyfi til þess að hækka rishæð (9. hæð) um 60 cm á lóðinni nr. 68 við Háaleitisbraut.
Stækkun: ris 44,8 rúmm.
Gjald kr. 2.387 + 1.069
Samþykkt.


Umsókn nr. 15701 (01.04.673.408)
Hólaberg 76,
Breyting
Sótt er um leyfi til þess að breyta vinnustofu og bílskúr í íbúð á lóðinni nr. 76 við Hólaberg.
Gjald kr. 2.387
Synjað.
Með vísan til skipulagsskilmála.


Umsókn nr. 15526 (01.01.111.501)
Hólmaslóð 2,
Breyting á eignarhaldi.
Sótt er um leyfi til að breyta eignahlutum á lóðinni nr. 2 við Hólmaslóð.
Gjald kr. 2.387
Samþykkt.

Umsókn nr. 15255 (01.01.220.102)
Höfðatún 4,
Núverandi horf v/eignaskiptas,
Sótt er um leyfi fyrir núverandi fyrirkomulagi hússins vegna eignaskiptasamnings á lóðinni nr. 4 við Höfðatún.
Gjald kr. 2.387
Frestað.
Ófullnægjandi eignaskil. Höfundur hafi samband við embættið.


Umsókn nr. 15688 (01.01.861.002)
Kelduland 5 ,
Breyta anddyrisbyggingu
Sótt er um leyfi til að breyta þökum anddyra húsanna nr. 5 og 7 við Kelduland á lóðinni nr. 5-7 við Kelduland.
Stærð: 1,7 rúmm.
Gjald kr. 2.387 + 41
Samþykkt.


Umsókn nr. 15675 (01.01.360.509)
Kirkjuteigur 9,
Áður gerður sólpallur og skjólveggur
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum skjólvegg og sólpalli á lóðinni nr. 9 við Kirkjuteig.
Gjald kr. 2.387
Frestað.
Kynna fyrir eigenda Kirkjuteigs 7 og Hrísateigur 6.


Umsókn nr. 15677 (01.01.543.201)
Kvisthagi 18,
br.á gluggum
Sótt er um leyfi til að breyta gluggum á suðurhlið hússins á lóðinni nr. 18 við Kvisthaga.
Gjald kr. 2.387
Samþykkt.

Umsókn nr. 15646 (01.01.360.002)
Laugarnesvegur 37,
Sólskáli úr gleri.
Sótt er um leyfi til þess að byggja sólskála á svölum íbúðar 0302 í húsinu á lóðinni nr. 37 við Laugarnesveg.
Stærð: sólskáli 5 ferm., 12,3 rúmm.
Gjald kr. 2.387 + 292
Samþykki meðeigenda ódagsett fylgir erindinu.
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 15562 (01.01.173.101)
Laugavegur 44,
Sótt er um bílastæði.
Sótt er um leyfi til að koma fyrir tveimur bílastæðum á lóðinni nr. 44 við Laugaveg.
Gjald kr. 2.387
Samkomulag eigenda um bílastæði á lóðinni dags. 24. ágúst 1997 fylgir erindinu.
Umsögn gatnamálastjóra dags. 16. september sl., fylgir erindinu.
Samþykkt.

Umsókn nr. 15613 (01.01.174.021)
Laugavegur 77,
Sótt er um leyfi til að breyta innandyra á 2. 4. og 5. hæð.
Sótt er um leyfi fyrir breytingum innandyra á 2. 4. og 5. hæð í húsinu á lóðinni nr. 77 við Laugaveg.
Gjald kr. 2.387
Frestað.
Samræma aðalteikningar og brunavarnauppdrætti samþykkta 14. ágúst 1997.
Höfundur hafi samband við byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 15704 (01.01.235.008)
Miðtún 52,
Áðurgerð íbúð í kjallara.
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðri íbúð í kjallara hússins á lóðinni nr. 52 við Miðtún.
Gjald kr. 2.387
Virðingarskýrsla dags. 17. júlí 1944 fylgir erindinu.
Skoðunarskýrsla byggingarfulltrúa dags. 22. september 1997 fylgir erindinu.
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 15672 (01.01.235.111)
Miðtún 84,
áður gerð íbúð í risi
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðri íbúð í risi og flóttapalli á sömu hæð í húsinu á lóðnni nr. 84 við Miðtún.
Gjald kr. 2.387
Skoðunarskýrslur byggingarfulltrúa dags. 10.júní 1996 og heilbrigðiseftirlitsins dags. 4. júní 1997 fylgja erindinu.
Samþykki meðeigenda (vatnar einn) dags. júní 1997 fylgir erindinu.
Jafnframt fylgir bréf byggingarfulltrúa dags. 18. júní 1997.
Frestað.
Kynna fyrir eigenda 1. hæðar.
Bjarni Þór Jónsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.


Umsókn nr. 13353 (01.01.702.113)
Mávahlíð 1,
Nýr inngangur o.fl.
Sótt er um leyfi fyrir núverandi fyrirkomulagi (eignaskipti) og gera nýjan inngang í húsinu á lóðinni nr. 1 við Mávahlíð.
Gjald kr. 2.250

Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 15660 (01.01.702.212)
Mávahlíð 24,
Breytingar
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðri breytingu á notkun á þakrými og tengingu við þakhæð í húsinu á lóðinni nr. 24 við Mávahlíð.
Gjald kr. 2.387
Samþykki meðeigenda á teikn. dags. í júlí 1997 fylgir erindinu.
Samþykkt.

Umsókn nr. 15670 (01.01.441.114)
Nökkvavogur 9,
Sótt er um samþykki fyrir áorðnum breytingum í kjallara vegna eignaskiptasamings.
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum í kjallara hússins á lóðinni nr. 9 við Nökkvavog vegna eignaskipta.
Gjald kr. 2.387
Frestað.
Gera grein fyrir staðsetningu inntaka veitukerfa. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 15716 (01.01.820.204)
Rauðagerði 18-20,
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum í kjallara.
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum í kjallara hússins á lóðinni nr. 18 við Rauðagerði vegna eignaskipta.
Gjald kr. 2.387
Samþykki meðeigenda dags. 22. september 1997 fylgir erindinu.
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 15661 (01.01.243.205)
Skarphéðinsgata 12,
br. á rýmum í kjallara og 1 hæð
Sótt er um leyfi til að breyta rýmisnr. vegna eignaskipta í húsinu á lóðinni nr. 12 við Skarphéðinsgötu..
Gjald kr. 2.387
Samþykkt.


Umsókn nr. 15568 (01.01.462.001)
Skeifan 11,
Sótt erum breytingu á gluggaútvegg og setja milligólf.
Sótt er um leyfi til þess að breyta gluggum, hurðum og setja milligólf í ritfangaverslun í húsinu á lóðinni nr. 11D við Skeifuna.
Stærð: milligólf 47,4 ferm.
Gjald kr. 2.387

Samþykkt.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 15702 (01.01.153.601)
Skúlagata 13,
Núverandi húsnæði breytt í matvöruverslun.
Sótt er um leyfi til þess að breyta heildsölu á lóðinni nr. 13 við Skúlagötu í matvöruverslun og breyta hurðum og gluggum.
Stærð: 1. hæð 1,3 ferm., 3,7 rúmm.
Gjald kr. 2.387 + 88

Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 15674 (01.01.171.115)
Smiðjustígur 4A,
Breytingar inni og úti
Sótt er um leyfi til að breyta innréttingum á 1. hæð hússins á lóðinni nr. 4a við Smiðjustíg.
Gjald kr. 2.387
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 15609 (01.04.061.205)
Smiðshöfði 15,
áður gerðar breytingar
Sótt er um leyfi fyrir inngangi á norðurhlið að Stórhöfða og áður gerðum breytingum í kjallara og á 1. hæð vegna eignaskipta á lóðinni nr. 15 við Smiðshöfða.
Gjald kr. 2.387
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 12370 (01.04.061.206)
Smiðshöfði 17,
Tvær nýjar innkeyrsludyr
Sótt er um leyfi til að setja tvær nýjar innkeyrsluhurðir úr stáli í húsið á lóðinni nr. 17 við Smiðshöfða.
Gjald kr. 2.250
Málinu fylgir útskrift úr gerðabók Skipulags- og umferðarnefndar dags. 23. maí 1997.

Samþykkt.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 15684 (01.01.180.217)
Spítalastígur 1,
Áður gerðar breytingar í kjallara og gera íbúð á 2. og 3. hæð.
Sótt er um leyfi til að gera eina íbúð á 2. og 3. hæð og fyrir áður gerðum breytingum í kjallara og 3. hæðar hússins á lóðinni nr. 1 við Spítalastíg og fyrir litlum svölum undir kvisti á 3. hæð.
Gjald kr. 2.387
Samþykki meðeigenda dags. 19. sept. 1997 (eig. á 1.hæð) fylgir erindinu.
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 15269 (01.01.332.001)
Sundabakki 2,
Sótt er um leyfi til að setja upp skyggni og skjólvegg auk nýrra hurða og fleira.
Sótt er um leyfi fyrir skyggni, skjólvegg og nýjum dyrum á suðurhlið hússins, auk þess sem núverandi innra skipulagi eru gerð skil á lóðinni nr. 2-4 við Sundabakka.
Gjald kr. 2.387
Samþykkt.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 15270 (01.01.338.401)
Sundabakki 6,
Sótt er um leyfi til uppsetningar á hleðslupalli og fleira.
Sótt er um leyfi til að setja hleðslupall, lyftarahleðslu við suðurgafl og breyta ofanljósum. Auk þess er gerð grein fyrir núverandi innra fyrirkomulagi hússins á lóðinni nr. 6 við Sundabakka.
Gjald kr. 2.387
Samþykkt.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 15659 (01.01.263.101)
Suðurlandsbr. 14 ,
Anddyri breytt og eldvarnarveggur færður á 1. hæð.
Sótt er um leyfi til að breyta anddyri og opna á milli eininga á 1. hæð í húsinu á lóðinni nr. 14 við Suðurlandsbraut.
Stærð: 1. hæð 3,9 ferm., 15,1 rúmm.
Gjald kr. 2.387 + 360
Frestað.
Gögn allsendis ófullnægjandi. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 15689 (01.01.264.202)
Suðurlandsbr. 28,
br. á tæknirými og endurnýjun á b,leyfi
Sótt er um leyfi til þess að breyta tæknirými í skrifstofu og nýjum gluggum á 1. hæð hússins á lóðinni nr. 28 við Suðurlandsbraut.
Gjald kr. 2.387
Samþykkt.

Umsókn nr. 15706 (01.01.334.201)
">Sægarðar 7,
Girðing
Sótt er um leyfi til þess að breyta girðingu á suð-austurhorni lóðar og reisa girðingu austur af Sægarði 7.
Gjald kr. 2.387
Samþykkt.

Umsókn nr. 15600 (01.04.063.502)
Tangarhöfði 4,
Stigar milli hæða, klæðning úti.
Sótt er um leyfi til þess að færa stiga niður í kjallara hússins á lóðinni nr. 4 við Tangarhöfða og klæða húsið með stálklæðningu.
Gjald kr. 2.387
Samþykkt.

Umsókn nr. 15685 (01.04.212.207)
Urriðakvísl 26,
Breytingar
Sótt er um leyfi til að breyta gluggum, setja nýjar dyr á þvottahús og breyta lítilega inni í húsinu á lóðinni nr. 26 við Urriðakvísl.
Gjald kr. 2.387
Bréf frá verkfr. dags. 15. sept. 1997 fylgir erindinu.
Frestað.
Skoðist á staðnum.


Umsókn nr. 15282 (01.04.063.003)
Vagnhöfði 13,
Ný starfsmannaaðstaða á 1. hæð og fleira.
Sótt er um leyfi fyrir breyttu fyrirkomulagi á innréttingum á 1. og 2. hæð, að færa móttökuhurð á vesturhlið, björgunarop á norðurhlið, milliloft, áðurgerðan útiklefa og breytt bílastæði á lóðinni nr. 13 við Vagnhöfða.
Gjald kr. 2.387
Frestað.
Ófullnægjandi gögn.


Umsókn nr. 15676 (01.02.346.208)
Vættaborgir 46-48,
Breyting inni
Sótt er um leyfi vegna samræmingar á steyptum veggjum 1. hæðar við verkfræðiteikningar á lóðinni nr. 46-48 við Vættaborgir.
Gjald kr. 2.387
Samþykkt.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.


Umsókn nr. 15664 (01.02.346.306)
Vættaborgir 58-60,
Breyting á uppfylltu rými í útgrafið og óuppfyllt rými.
Sótt er um leyfi til að breyta uppfylltu rými í óuppfyllt rými í húsinu á lóðinni nr. 58-60 við Vættaborgir.
Gjald kr. 2.387
Frestað.
Með vísan til ákvæða byggingarreglugerðar um skriðrými.


Umsókn nr. 15687 (01.01.782.610)
Víðihlíð 28-34 ,

Sótt er um leyfi fyrir íbúð í kjallara hússins á lóðinni nr. 28 við Víðihlíð.
Gjald kr. 2.387
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar Borgarskipulags.


Umsókn nr. 15663 (01.01.184.521)
Óðinsgata 11,
br á áður sþ. teikningum
Sótt er um leyfi til að hækka plötu og breyta þakhalla á áður samþ. viðbyggingu hússins á lóðinni nr. 11 við Óðinsgötu.
Stærð: 1. hæð 4,5 rúmm.
Gjald kr. 2.387 + 107
Ljósrit af samþykki nágranna dags. 20. febrúar 1997 fylgir.

Samþykkt.

Umsókn nr. 15681 (01.04.603.501)
Þönglabakki 1,
Sótt er um leyfi fyrir breytingu á innréttingu vegna stækkunar húsnæðis.
Sótt er um leyfi fyrir breytingum inni vegna stækkunar eignar Keilunnar í Mjódd á 2. hæð hússins á lóðinni nr. 1 við Þönglabakka.
Gjald kr. 2.387
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 15736 (01.01.270.011)
Flókagata 53,
Fella tré
Sótt er um leyfi til að fella tré á lóðinni nr. 53 við Flókagötu (Heiðarbæ).
Umsögn garðyrkjustjóra dags. 23. sept. 1997 fylgir erindinu.
Samþykkt.
Með vísan til umsagnar garðyrkjustjóra.


Umsókn nr. 15735 (01.01.802.217)
>Heiðargerði 96,
Fella tré
Sótt er um leyfi til að fella tré á lóðinni nr. 96 við Heiðargerði.
Umsögn garðyrkjustjóra dags. 23. sept. 1997 fylgir erindinu.
Samþykkt.
Með vísan til umsagnar garðyrkjustjóra.


Umsókn nr. 15717
Meistari - Húsasmíðameistar,
Löggilding.
Ofanritaður sækir um leyfi til að mega standa fyrir byggingum í lögsagnarumdæmi Reykjavíkur sem húsasmíðameistari.
Samþykkt.

Umsókn nr. 15732
Meistari/húsasmíðameistari,
Meistari/húsasmíðameistari
Ofanritaður sækir um leyfi byggingarfulltrúa til að mega standa fyrir byggingum í lögsagnarumdæmi Reykjavíkur sem húsasmíðameistari.
Samþykkt.

Umsókn nr. 15734
Múlavegur 1,
Leiðrétting á stærðum
Á fundi byggingarnefndar þann 11. september sl., var samþykkt umsókn frá Íþróttabandalagi Reykjavíkur þar sem sótt var um leyfi til þess að byggja yfir skautasvell og tengja eldir byggingar á lóðinni nr. 1 við Múlaveg.
Stærðir voru bókaðar: 1. hæð 3139 ferm., áhorfendapallar 305 ferm., samtals 3444 ferm., 32155 rúmm., en áttu að vera 1. hæð 3145 ferm., áhorfendapallar 243,8 ferm., þakrými 143 ferm., samtals 3531,8 ferm., 38057,8 rúmm.
Samþykkt.

Umsókn nr. 15724 (01.01.154.403)
Skúlagata 42,
Byggingarstjóri
Sótt er um leyfi til þess að fá Viðar Daníelsson kt. 030442-4829 samþykktan sem byggingarstjóra Skúlagötu 42-46.
Samþykkt.

Umsókn nr. 15725 (01.01.60-.-97)
Sturlugata,
Byggingarstjóri
Sótt er um leyfi til þess að fá Jónas Brjánsson, tæknifr. kt. 180748-2969 samþykktan sem byggingarstjóra við byggingu nátturufræðahúss við Sturlugötu.
Samþykkt.
Aðeins er heimilt að hafa einn byggingarstjóra á hverju verki.


Umsókn nr. 15729 (01.02.346.302)
Vættaborgir 14-16,
Byggingarstjóri
Ofanritaður óskar eftir því að hljóta viðurkenningu sem byggingarstjóri við byggingu Vættaborga 14-20.
Samþykkt.

Umsókn nr. 15726 (01.02.346.206)
Vættaborgir 38-40,
Byggingarstjóri
Ofanritaður óskar eftir því að hljóta viðurkenningu sem byggingarstjóri við byggingu Vættaborga 38-40.
Samþykkt.

Umsókn nr. 15727 (01.02.346.207)
Vættaborgir 42-44,
Byggingarstjóri
Ofanritaður óskar eftir því að hljóta viðurkenningu sem byggingarstjóri við byggingu Vættaborga 42-44.
Samþykkt.

Umsókn nr. 15695 (01.01.851.002)
Gautland 13,
Breyta glugga í hurð
Spurt er hvort leyft verði að setja svaladyr út í garð á húsinu nr. 13 við Gautland.
Neikvætt.
Nema sótt sé um heildarbreytingu.


Umsókn nr. 15691 (01.02.846.802)
Miðhús 15,
Stækka anddyri
Spurt er hvort leyft verði að stækka anddyri á húsinu á lóðinni nr. 15 við Miðhús.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum.


Umsókn nr. 15655 (01.01.265.003)
Suðurlandsbr. 30,
Skilti.
Spurt er hvort leyft verði að setja skilti á framhlið hússins á lóðinni nr. 30 við Suðurlandsbraut.

Frestað.

Umsókn nr. 15683 (01.01.186.301)
Þórsgata 14,
Breyta 1. hæð í 3 einstaklingsíbúðir
Spurt er hvort leyft verði að breyta 1. hæð íbúðarhúss í 3 íbúðir á lóðinni nr. 14 við Þórsgötu.
Nei.
Sem þrjár íbúðir. Sjá athugasemdir á fyrirspurnarblaði.