Ármúli 28, Ármúli 30, Ásvallagata 9, Ásvallagata 63, Bergþórugata 31, Borgartún 3, Brúarvogur 2, Efstasund 10, Efstasund 45, Eyjabakki 2-16, Hjallavegur 5, Hraunteigur 24, Hverfisgata 106, Hverfisgata 18, Hverfisgata 44, Háteigsvegur 7, Hátún 35, Höfðatún 4, Laugarásvegur 17, Laugavegur 18, Leirubakki 2-16, Markarvegur 9, Miðtún 86, Rauðalækur 6, Salthamrar 2, Skipholt 29, Skútuvogur 6 - Vörugeymsla, Steinagerði 3, Síðumúli 12, Súðarvogur 18, Súðarvogur 6, Tryggvagata 13-15, Vatnagarðar ( Ikea), Vesturbrún 2, Óðinsgata 2, Þingholtsstræti 24, Háteigsvegur 8, Laugateigur 10, Efstasund 47, Funahöfði 7, Stigahlíð 58, Stóragerði 4-8,

Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. reglugerð nr. 614/1995

42. fundur 1997

Árið 1997, þriðjudaginn 12. ágúst kl. 15:30 eftir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 42. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar byggingarnefndar. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 3. Þessi sátu fundinn: Magnús Sædal Svavarsson, Guðlaugur Gauti Jónsson, Bjarni Þór Jónsson og Sigríður Kristín Þórisdóttir.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 15373 (01.01.292.103)
Ármúli 28,
Uppfærsla á teikningum
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum innanhúss (reyndarteikningar) og að klæða bakhús með loftræstri steindri klæðningu á lóðinni nr. 28 við Ármúla.
Gjald kr. 2.387
Frestað.
Lóðauppdráttur ekki í samræmi við mæliblað. Gera grein fyrir fjölda bílastæða.
Gera grein fyrir skábraut og inngangi.


Umsókn nr. 13967 (01.01.292.104)
Ármúli 30,
Breytingar
Sótt er um leyfi til þess að klæða með steindum plötum bakbyggingu á lóðinni nr. 30 við Ármúla og koma fyrir skábraut á gangstétt við aðaldyr.
Gjald kr. 2.387.oo.

Frestað.
Lóðauppdráttur ekki í samræmi við mæliblað. Gera grein fyrir fjölda bílastæða.
Gera grein fyrir skábraut. Veggur í lóðamörkum að austan verður að fara.


Umsókn nr. 15284 (01.01.162.305)
Ásvallagata 9,
Hjólageymslu og hluta af gangi breytt úr séreign í sameign og fleira.
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi rishæðar og kjallara vegna eignaskipta í húsinu á lóðinni nr. 9 við Ásvallagötu.
Gjald kr. 2.387
Samþykki meðeigenda fylgir á teikningu.
Samþykkt 29. júlí 1997.
Samþykkt.

Umsókn nr. 15175 (01.01.139.306)
Ásvallagata 63,
Breyta íbúðum á 1. hæð og 2. hæð í eina íbúð og setja stiga milli hæða innan íbúðanna.
Sótt er um leyfi til að sameina tvær íbúðir á 1. og 2. hæð í eina íbúð á lóðinni nr. 63 við Ásvallagötu.
Samþykki meðeiganda dags. 16.06.1997 fygir erindinu.
Gjald kr. 2.387
Samþykkt.
Leiðrétta skal skráningartöflu áður en eignaskiptasamningur er gerður.


Umsókn nr. 15478 (01.01.190.322)
Bergþórugata 31,
Svalir á austurhlið
Sótt er um leyfi til þess að setja svalir á austurhlið rishæðar hússins á lóðinni nr. 31 við Bergþórugötu.
Gjald kr. 2.387
Samþykkt.

Umsókn nr. 15453 (01.01.216.202)
Borgartún 3,
Skilti
Sótt er um leyfi til þess að setja upp skilti á götuhlið hússins á lóðinni nr. 3 við Borgartún.
Gjald kr. 2.387
Samþykki meðeigenda dags. 18. júlí 1997 fylgir erindinu.
Samþykkt.

Umsókn nr. 15461
Brúarvogur 2,
br. frá fyrv. byggingarl.
Sótt er um leyfi til þess að breyta áður samþykktu atvinnuhúsnæði úr steinsteypu á lóðinni nr. 2 við Brúarvog.
Gjald kr. 2.387
Ódagsettir minnispunktar hönnuðar fylgja erindinu.
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 15418 (01.01.355.013)
Efstasund 10,
Breyting vegna eignaskipta
Sótt er um leyfi fyrir breytingu á eignarhluta vegna eignaskipta í húsinu á lóðinni nr. 10 við Efstasund.
Gjald kr. 2.387
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 15449 (01.01.357.310)
Efstasund 45,
Breyting á þaki og smá stækkun á eldhúsi.
Sótt er um leyfi til þess að hækka þak og stækka áður samþykkta viðbyggingu við húsið á lóðinni nr. 45 við Efstasund.
Stækkun: 25,6 rúmm.
Gjald kr. 2.387 + 611
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 14968 (01.04.630.102)
Eyjabakki 2-16,
klæðning
Sótt er um leyfi til þess að klæða suðurgafla hússins á lóðinni nr. 2-16 við Eyjabakka með sléttri klæðningu.
Gjald kr. 2.387
Bréf dags. 20. maí 1997 fylgir erindinu. Málinu fylgir ný skýrsla um ástand útveggja dags. 20. maí og 1. júní 1997.
Samþykkt.

Umsókn nr. 15510 (01.01.353.205)
Hjallavegur 5,
Byggja bílskúr ofl.
Sótt er um leyfi til þess að rífa eldri bílskúr og byggja nýjan og að byggja útitröppur við norðurhlið hússins á lóðinni nr. 5 við Hjallaveg.
Stærð: 36 ferm., 107,5 rúmm.
Gjald kr. 2.387
Frestað.

Umsókn nr. 15382 (01.01.361.105)
Hraunteigur 24,
Leiðrétting/breytingar á innra skipulagi og uppmæling vegna gerðar eignaskiptayfirlýsingar og fleira.
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum á innra fyrirkomulagi vegna eignaskipta, útlitsbreytingu og um leyfi fyrir fyrirkomulagi bílastæða á lóðinni nr. 24 við Hraunteig.
Gjald kr. 2.387
Málinu fylgir umsögn Borgarskipulags dags. 8. ágúst 1997.
Frestað.
Með vísan til umsagnar Borgarskipulags.


Umsókn nr. 15421 (01.01.174.112)
Hverfisgata 106,
Br. á íb. í kj. hurð, glugga ofl.
Sótt er um leyfi til þess að endurinnrétta íbúð í kjallara hússins á lóðinni nr. 106 við Hverfisgötu og breyta gluggum.
Gjald kr. 2.387
Samþykki meðeigenda fylgir erindinu.
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 15463 (01.01.171.005)
Hverfisgata 18,
Stækkun á kvisti
Sótt er um leyfi til þess að stækka kvist á 3. hæð og breyta lítillega innréttingu á 3. hæð í húsinu á lóðinni nr. 18 við Hverfisgötu.
Gjald kr. 2.387
Samþykki eigenda Hverfisgötu 16, dags. 6. ágúst fylgir erindinu.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar Borgarskipulags. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 15459 (01.01.172.003)
Hverfisgata 44,
Br, inni
Sótt er um leyfi til þess að breyta innra fyrirkomulagi í húsi Samhjálpar á lóðinni nr. 44 við Hverfisgötu.
Gjald kr. 2.387
Samþykkt.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.


Umsókn nr. 15361 (01.01.244.302)
Háteigsvegur 7,
br. á innréttingum
Sótt er um leyfi til þess að breyta innra fyrirkomulagi á 1. og 2. hæð í húsinu á lóðinni nr. 7 við Háteigsveg.
Gjald kr. 2.387
Samþykkt.

Umsókn nr. 15423 (01.01.235.116)
Hátún 35,
Endurbyggja og stækka bílskúra
Sótt er um leyfi til þess að endurbyggja og stækka bílskúr og geymslu á lóðinni nr. 35 við Hátún.
Stækkun: 29,4 ferm., 79,4 rúmm.
Gjald kr. 2.387 + 1.895
Samþykki eigenda Hátúns 33, 37 og Miðtúns 66 fylgja erindinu.
Málinu fylgir umsögn Borgarskipulags dags. 11. ágúst 1997.
Frestað.
Með vísan til umsagnar Borgarskipulags og athugasemda á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 15255 (01.01.220.102)
Höfðatún 4,
Núverandi horf v/eignaskiptas,
Sótt er um leyfi fyrir núverandi fyrirkomulagi hússins vegna eignaskiptasamnings á lóðinni nr. 4 við Höfðatún.
Gjald kr. 2.387
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 15470 (01.01.380.405)
Laugarásvegur 17,
Áður gerð íbúð á jarðhæð
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðri íbúð á 1. hæð í húsinu á lóðinni nr. 17A við Laugarásveg.
Gjald kr. 2.387
Samþykki meðeigenda dags. 25. júlí 1997 fylgir erindinu.
Skoðunarskýrsla byggingarfulltrúa fylgir erindinu.
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 15457 (01.01.171.501)
Laugavegur 18,
Stigi
Sótt er um leyfi til þess að steypa stiga á milli efri og neðri kjallaraplötu í húsinu á lóðinni nr. 18 við Laugaveg.
Gjald kr. 2.387
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 15334 (01.04.633.301)
Leirubakki 2-16,
Sótt er um leyfi til klæðningar á húsinu.
Sótt er um leyfi til þess að klæða húsið á lóðinni nr. 2-16 við Leirubakka að utan með sléttri klæðningu (stenex).
Gjald kr. 2.387
Ástandsskýrsla Línuhönnunar dags. mars 1996 fylgir erindinu og fundargerð húsfélagsins frá 28. maí 1997.
Samþykkt.

Umsókn nr. 15476 (01.01.846.305)
Markarvegur 9,
gluggar á kjallara
Sótt er um leyfi til þess að setja glugga á kjallara hússins á lóðinni nr. 9 við Markaveg.
Gjald kr. 2.387
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 15462 (01.01.235.112)
Miðtún 86,
Kvistur og íbúð
Sótt er um leyfi til þess að hækka kvist á suðurhlið, bæta við kvistum á norðurhlið og fá samþykkta áður gerða íbúð í risi hússins á lóðinni nr. 86 við Miðtún.
Stækkun: 17,1 rúmm. Gjald kr. 2.387 + 408
Samþykki meðeigenda dags. 8. ágúst 1997 fylgir erindinu.
Skoðunarskýrslur byggingarfulltrúa dags. 30. júní 1997 og vottorð heilbrigðiseftirlitsins dags. 30. júní 1997 fylgja erindinu.
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 15466 (01.01.343.303)
Rauðalækur 6,
Bílastæði
Sótt er um leyfi til þess að koma fyrir tveimur bílastæðum á lóðinni nr. 6 við Rauðalæk.
Gjald kr. 2.387
Frestað.
Gera grein fyrir umsókn. Málinu vísað til umsagnar Borgarskipulags.


Umsókn nr. 15485 (01.02.293.301)
Salthamrar 2,
Sótt um að setja girðingu.
Sótt er um leyfi til þess að reisa skjólvegg úr timbri innan og utan lóðamarka við lóðina nr. 2 við Salthamra.
Gjald kr. 2.387
Samþykkt.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.


Umsókn nr. 15469 (01.01.250.112)
Skipholt 29,
br. á matshluta 2 og endurn, á byggingarl. íbúðar á 3 hæð
Sótt er um leyfi til þess að breyta innra fyrirkomulagi í matshluta 02, koma fyrir íbúð á 3. hæð og setja kvist á suðurhlið hússins á lóðinni nr. 29 við Skipholt.
Gjald kr. 2.387
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 15405 (01.01.420.401)
Skútuvogur 6 - Vörugeymsla,
Skemma
Sótt er um leyfi til þess að byggja atvinnuhúsnæði með breytingum frá áður gerðri samþykkt á lóðinni nr. 6 við Skútuvog.
Gjald kr. 2.387
Samþykkt.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Frágangur á brunavörnum háður sérstakri úttekt slökkviliðsstjóra.


Umsókn nr. 15371 (01.01.816.202)
Steinagerði 3,
Endurnýjun á byggingarleyfi vegna stækkunar bílskúrs
Sótt er um leyfi til þess að byggja bílskúr á lóðinni nr. 3 við Steinagerði í samræmi við teikningar dags. 5. maí 1988 og byggingarleyfi frá 1988.
Stærð: 122,2 ferm., 329,2 rúmm.
Gjald kr. 2.387 + 7.858
Samþykkt.


Umsókn nr. 15355 (01.01.293.101)
Síðumúli 12,
Br. innrétt. og opna milli með hurð.
Sótt er um leyfi til þess að breyta fyrirkomulagi á 1. hæð hússins á lóðinni nr. 12 við Síðumúla og opna dyr að húsi nr. 14 við Síðumúla.
Gjald kr. 2.387
Samþykkt.
Guðlaugur Gauti Jónsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.


Umsókn nr. 15381 (01.01.454.106)
Súðarvogur 18,
Svalir yfir innkeyrslu
Sótt er um leyfi til þess að byggja svalir úr timbri yfir innkeyrslu á vesturhlið hússins á lóðinni nr. 18 við Súðarvog.
Gjald kr. 2.387
Bréf eigenda dags. 4. ágúst 1997 fylgir erindinu.
Samþykkt.

Umsókn nr. 15368 (01.01.452.101)
Súðarvogur 6,
Gluggar, skyggni pallur ofl.
Sótt er um leyfi til þess að breyta gluggum á 1. hæð og millipalli á austurhlið, koma fyrir skyggni og útipalli við aðalinngang og breyta innra fyrirkomulagi í húsinu á lóðinni nr. 6 við Súðarvog.
Gjald kr. 2.387
Frestað.
Vísað er til fyrri athugasemda vegna skipulags lóðar og eignanúmera.


Umsókn nr. 15480 (01.01.117.406)
Tryggvagata 13-15,
Endurbyrjun þ.e.endurskoðun á samþ, teikn.
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktum teikningum af húsinu á lóðinni nr. 13-15 við Tryggvagötu.
Gjald kr. 2.387
Samþykkt.
Frágangur á brunavörnum háður sérstakri úttekt slökkviliðsstjóra.


Umsókn nr. 15403
Vatnagarðar ( Ikea),
Skilti
Sótt er um leyfi til þess að koma fyrir veggskilti með 1-1,5 M háum stöfum á húsi Ikea við Vatnagarða.
Gjald kr. 2.387
Frestað.
Umsókn er ekki í samræmi við þegar uppsett skilti, sem skal fjarlægt strax.
Sjá einnig bréf dags. 06.08.1997.


Umsókn nr. 15372 (01.01.380.201)
Vesturbrún 2,
Sótt er um að fá samþykkta risíbúð.
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðri íbúð í risi hússins á lóðinni nr. 2 við Vesturbrún.
Gjald kr. 2.387
Skoðunarskýrslur byggingarfulltrúa dags. 30. maí 1997 og heilbrigðiseftirlitsins dags. 26. júlí 1997.
Samþykkt meðeigenda fylgir erindinu.
Samþykkt.

Umsókn nr. 15448 (01.01.180.303)
Óðinsgata 2,
breyting á ósamþykktri íbúð í kjallara
Sótt er um leyfi til þess að breyta ósamþykktri íbúð í kjallara hússins á lóðinni nr. 2 við Óðinsgötu.
Gjald kr. 2.387
Frestað.
Vantar frekari skýringar á eignarhaldi.


Umsókn nr. 15392 (01.01.183.209)
Þingholtsstræti 24,
Gluggar og kvistur
Sótt er um leyfi til þess að endurnýja glugga og klæðningu (bárujárn) á götuhlið og norðurgafli og lagfæra kvist á götuhlið hússins á lóðinni nr. 24 við Þingholtsstræti.
Stækkun: 3,9 rúmm. Gjald kr. 2.387 + 93
Samþykkt.

Umsókn nr. 15488 (01.01.244.417)
Háteigsvegur 8,
Trjáfelling
Sótt er um leyfi til þess að fella grenitré á lóðinni nr. 8 við Háteigsveg.
Umsögn garðyrkjustjóra dags. 31. júlí 1997 fylgir erindinu.
Samþykkt.

Umsókn nr. 15489 (01.01.364.204)
Laugateigur 10,
Trjáfelling
Sótt er um leyfi til þess að fella tré á lóðinni nr. 10 við Laugateig.
Umsögn garðyrkjustjóra dags. 31. júlí sl., fylgir erindinu.

Samþykkt.

Umsókn nr. 15487 (01.01.357.309)
Efstasund 47,
Breyta innra fyrirkomulagi
Spurt er hvort leyft verði að breyta innra fyrirkomulagi efri hæðar hússins á lóðinni nr. 47 við Efstasund og gera stiga til bráðabirgða á milli hæða.
Jákvætt/Neikvætt.
Jákvætt að breyta fyrirkomulagi hæðar, neikvætt við stiga.
Bjarni Þór Jónsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.


Umsókn nr. 15456 (01.04.060.004)
Funahöfði 7,
auglýsingaskilti á þak
Spurt er hvort leyft verði að setja upp skilti á þak hússins á lóðinni nr. 7 Funahöfða.
Jákvætt.
Með vísan til athugasemda á fyrirspurnarblaði.


Umsókn nr. 15122 (01.01.733.301)
Stigahlíð 58,
Byggja laufskála
Spurt er hvort leyft verði að reisa timburhús (laufskála ca. 20 ferm.) vestan núverandi húss á lóðinni nr. 58 við Stigahlíð.
Málinu fylgir umsögn Borgarskipulags dags. 11. ágúst 1997.
Nei.
Með vísan til umsagnar Borgarskipulags.


Umsókn nr. 15409 (01.01.800.101)
Stóragerði 4-8,
Klæðning
Spurt er hvort leyft verði að klæða austurgafl hússins á lóðinni nr. 4-8 við Stóragerði með steindri loftræstri klæðningu í samræmi við áferð hússins.

Frestað.
Umsækjandi hafi samband við embættið.