Bergþórugata 59, Blöndubakki 2-4, Framnesvegur 38, Guðrúnargata 5, Hulduborgir 13-15, Hverfisgata 82, Kleppsvegur 18-24, Laufrimi 65-71, Laugalækjarskóli, Lágmúli 7, Meðalholt 3, Sigtún 41, Skeifan 8, Suðurlandsbraut 28, Suðurlandsbraut 32 - Ármúli 29, Sólheimar 19 - 21, Vitastígur 3, Vættaborgir 125, Þarabakki 3, Breiðhöfði 15, Efstaleiti 5, Tunguháls, Ljósvallagata 10,

Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. reglugerð nr. 614/1995

28. fundur 1997

Árið 1997, þriðjudaginn 21. janúar kl. 15.00 eftir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 28. fund sinn til afgreiðslu mál án staðfestingar byggingarnefndar. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu á 2. hæð Borgartúni 3. Þessi sátu fundinn: Magnús Sædal Svavarsson, Þormóður Sveinsson, Ólafur Ó. Axelsson, Sigríður K. Þórisdóttir og Bjarni Þór Jónsson sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 13923 (01.01.191.114)
Bergþórugata 59,
reyndarteikning
Sótt er um leyfi fyrir núverandi eignarfyrirkomulagi í húsinu á
lóðinni nr. 59 við Bergþórugötu.
Gjald kr. 2.387.oo.

Frestað.
Vantar skráningartöflu. Eignanúmer ófullnægjandi.


Umsókn nr. 13905 (01.04.630.401)
Blöndubakki 2-4,
Reyndarteikning
Sótt er um leyfi fyrir núverandi fyrirkomulagi dagheimilisns
Bakkaborgar á lóðinni nr. 2-4 við Blöndubakka.
Gjald kr. 2.387.oo.

Samþykkt.
Áskilið samþykki heilbrigðisnefndar.


Umsókn nr. 13857 (01.01.133.412)
Framnesvegur 38,
Reyndarteikning
Sótt er um leyfi fyrir núverandi útliti og að auka lofthæð í
kjallara í húsinu á lóðinni nr. 38 við Framnesveg.
Stærð: 17 rúmm., gjald kr. 2.387.oo + 406.oo.

Samþykkt.


Umsókn nr. 13935 (01.01.247.408)
Guðrúnargata 5,
Áður gerð íbúð í kjallara.
Sótt er um að fá samþykkta áður gerða íbúð í kjallara hússins á
lóðinni nr. 5 við Guðrúnargötu.
Gjald kr. 2.250.oo.
Meðfylgjandi er samþykki eigenda 2. hæðar ódags.
Skoðunarskýrslur byggingarfulltrúa dags. 19.12.1996 og
heilbrigðiseftirlitsins dags. 18.12.1996 fylgja erindinu.

Samþykkt.


Umsókn nr. 13928 (01.02.340.502)
Hulduborgir 13-15,
Lagfæringar á rúmmáli.
Sótt er um að fá samþykktar leiðréttar aðalateikningar með
leiðréttum stærðum af húsinu á lóðinni nr. 13-15 við
Hulduborgir.
Stærð: hvort hús 1. hæð 22,6 ferm., 2. hæð 197,6 ferm., 3. hæð
197,6 ferm., 1266 rúmm., samtals 2532 rúmm., hvor bílgeymsla
103,7 ferm., 270 rúmm., samtals 540 rúmm.
Gjald kr. 2.387.oo.

Samþykkt.


Umsókn nr. 13933 (01.01.173.013)
Hverfisgata 82,
Br. 5.hæð í tvær íbúðir
Sótt er um leyfi til þess að innrétta tvær íbúðir í stað einnar
á 5. hæð í húsinu á lóðinni nr. 82 við Hverfisgötu.
Gjald kr. 2.387.oo.
Meðfylgjandi er samþykki eigenda Hverfisgötu 82 ódagsett.

Frestað.
Vantar skráningartöflu.


Umsókn nr. 13938 (01.01.341.102)
Kleppsvegur 18-24,
reyndar teikn. af kj /eignask
Sótt er um leyfi fyrir núverandi fyrirkomulagi í kjallara
hússins á lóðinni nr. 18 - 24 við við Kleppsveg.
Gjald kr. 2.250.oo.

Samþykkt.


Umsókn nr. 13887 (01.02.540.501)
Laufrimi 65-71,
Breyting
Sótt er um leyfi til þess að breyta innra fyrirkomulagi (færa
til snyrtingu) í húsi nr. 69 á lóðinni nr. 65 - 71 við Laufrima.
Gjald kr. 2.387.oo.

Samþykkt.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa
aðliggjandi lóða.


Umsókn nr. 13934 (01.01.348.001)
Laugalækjarskóli,
br.á eldhúsi og starfsm,aðst.
Sótt er um leyfi til þess að breyta eldhúsi og
starfsmannaaðstöðu í leikskóla við Leirulæk.
Gjald kr. 2.250.oo.

Samþykkt.
Áskilið samþykki heilbrigðisnefndar.
Frágangur á brunavörnum háður sérstakri úttekt
slökkviliðsstjóra.


Umsókn nr. 13922 (01.01.261.302)
Lágmúli 7,
rakarastofa
Sótt er um leyfi til þess að innrétta rakarstofu í húsinu á
lóðinni nr. 7 við Lágmúla.
Gjald kr. 2.387.oo.

Samþykkt.
Áskilið samþykki heilbrigðisnefndar.


Umsókn nr. 13937 (01.01.245.005)
Meðalholt 3,
Reyndarteikn. v/eignaskipta.
Sótt er um leyfi fyrir núverandi fyrirkomulagi húss (útitröppum
er snúið við frá samþ. teikningu) á lóðinni nr. 3 við Meðalholt.
Gjald kr. 2.250.oo.

Samþykkt.


Umsókn nr. 13936 (01.01.365.111)
Sigtún 41,
Áður gerð íbúð
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðri íbúð í risi hússins á lóðinni
nr. 41 við Sigtún.
Gjald kr. 2.250.oo.
Skoðunarskýrslur byggingarfulltrúa dags. 11.11.1996 og
Heilbrigðiseftirlitsins dags. 11.11.1996 fylgja erindinu.

Samþykkt.


Umsókn nr. 13939 (01.01.461.202)
Skeifan 8,
Í húsnæðinu verður apótek
Sótt er um leyfi til að innrétta apótek í verslunarhúsnæði á
1. hæð (áður bókabúð) í húsinu á lóðinni nr. 8 við Skeifuna.
Gjald kr. 2.250.oo.

Samþykkt.
Áskilið samþykki heilbrigðisnefndar.


Umsókn nr. 13930 (01.01.264.202)
Suðurlandsbraut 28,
Milliloft undir loftræsibúnað.
Sótt er um leyfi fyrir millilofti á 3. hæð og fyrir
loftræstikerfi í húsinu á lóðinni nr. 28 við Suðurlandsbraut.
Stærð: 3. hæð 25 ferm. Gjald kr. 2.387.oo.

Samþykkt.


Umsókn nr. 13931 (01.01.265.101)
Suðurlandsbraut 32 - Ármúli 29,
br.á innr,og skábraut f. fatl,
Sótt er um leyfi til þess að breyta innréttingu á 2. hæð og koma
fyrir skábraut við austurhlið hússins á lóðinni nr. 32 við
Suðurlandsbraut.
Gjald kr. 2.387.oo.

Frestað.
Stæði fyrir fatlaða ófullnægjandi.


Umsókn nr. 13906 (01.01.433.201)
Sólheimar 19 - 21,
Reyndarteikning
Sótt er um leyfi fyrir núverandi fyrirkomulagi dagheimilisins
Sunnuborgar á lóðinni nr. 19 við Sólheima.
Gjald kr. 2.387.oo.

Samþykkt.
Áskilið samþykki heilbrigðisnefndar.


Umsókn nr. 13941 (01.01.154.301)
Vitastígur 3,
Breytingar í íb. og atv.húsn
Sótt er um leyfi til að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðar- og
atvinnuhúsnæði. Sótt er um leyfi fyrir svölum úr stáli á
ausurhlið tvær á 2. hæð og tvær á 3. hæð. Ennfremur er sótt um
leyfi fyrir áður gerðum glugga og um leyfi til þess að gera
ljóra í gafl (F-60) hússins á lóðinni nr. 3 við Vitastíg.
Gjald kr. 2.250.oo.
Jafnframt lögð fram útskrift úr gerðabók skipulagsnefndar frá
23.09.1996.
Málinu fylgir yfirlýsing meðeigenda til þinglýsingar dags. 20.
janúar 1997.

Samþykkt.
Þinglýsa skal yfirlýsingu meðeigenda.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 13924 (01.02.341.208)
Vættaborgir 125,
óuppfylltir sökklar í bílg.
Sótt er um leyfi fyrir breytingum á áður samþykktu einbýlishúsi
(ófylltir sökklar undir bílskúr) á lóðinni nr. 125 við
Vættaborgir.
Stærð: 28,7 ferm., 71,7 rúmm.
Gjald kr. 2.387.oo + 1.712.oo.

Frestað.
Gera grein fyrir loftræstingu.


Umsókn nr. 13940 (01.04.603.702)
Þarabakki 3,
Reyndarteikningar
Sótt er um leyfi fyrir breyttu innra fyrirkomulagi í húsinu á
lóðinni nr. 3 við Þarabakka.
Gjald kr. 2.387.oo.

Frestað.
Ítrekuð fyrri bókun.


Umsókn nr. 13943 (01.04.030.---)
Breiðhöfði 15,
Tölusetning
Að ósk lóðarhafa Eirhöfða 8 leggur byggingarfulltrúi til að
lóðin Eirhöfði 8 verði tölusett við Breiðhöfða nr. 15.

Samþykkt.


Umsókn nr. 13942 (01.01.745.002)
Efstaleiti 5,
Númera lóð fyrir dreifistöð
Byggingarfulltrúi leggur til að lóð fyrir dreifistöð
Rafmagnsveitu Reykjavíkur við Efstaleiti verði nr. 5A við
Efstaleiti.

Samþykkt.


Umsókn nr. 13944
Tunguháls,
Tunguháls
Byggingarfulltrúi leggur til að lóð á Bæjarhálsi sem á
skipulagsuppdrætti hefur raðtöluna 6 verði tölusett við Tunguháls
nr. 8 - 10.

Samþykkt.


Umsókn nr. 13925 (01.01.162.311)
Ljósvallagata 10,
Áður gerð íbúð í kjallara.
Spurt er hvort samþykkt verði íbúð í kjallara hússins á lóðinni
nr. 10 við Ljósvallagötu.
Meðfylgjandi er vottorð frá Hagstofu Íslands dags. 07.01.1997 og
vottorð Heilbrigðiseftirlitsins dags. 08.01.1997.

Neikvætt.