Barmahlíð 38,
Borgartún 21,
Bíldshöfði 2a,
Dalsel 19-35,
Fiskislóð 88-90,
Grensásvegur 1,
Grundarland 17-23,
Háaleitisbraut bp,
Kirkjusandur 2,
Kleppsvegur 150-152,
Krókháls 5-5f,
Kvisthagi 6,
Laugavegur 164,
Lokastígur 13,
Lækjargata 6a,
Skeifan 5,
Skipasund 30,
Skógarás 2-6,
Skólavörðustígur 8,
Smiðshöfði 17,
Vatnsmýrarvegur 7,
Ásvallagata 17,
Ásvallagata 2,
Eskihlíð leikskóli,
Lækjartorg stjórnarr,
Meistari/járnsmíðameistari,
Rauðalækur 20,
Ránargata 28,
Samtún 8,
Öldugata 59,
Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. reglugerð nr. 614/1995
11. fundur 1996
Árið 1996, þriðjudaginn 28. maí kl.15.00 hélt byggingarfulltrúin í Reykjavík 11. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestinga byggingarnefndar. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu á 2. hæð í Borgartúni 3. Þessir sátu fundinn: Magnús Sædal Svavarsson þormóður Sveinsson, Ólafur Ó. Axelsson. Óskar Þorsteinsson og Bjarni Þór Jónsson, sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
Umsókn nr. 11983 (01.01.710.103)
Barmahlíð 38, Áður gerð íbúð
Sótt er um leyfi til að fá samþykkta íbúð í kjallara hússins á
lóðinni nr. 38 við Barmahlíð.
Meðfylgjandi er samþykki meðeigenda dags. 15.05.96.
Gjald kr. 2.250.oo.
Synjað.
Umsókn nr. 12019 (01.01.218.001)
Borgartún 21, raunteikningar
Sótt er um leyfi fyrir núverandi innra fyrirkomulagi
(raunteikning) á lóðinni nr. 21 við Borgartún.
Gjald kr. 2.250.oo.
Samþykkt.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Umsókn nr. 12106 (01.04.059.202)
Bíldshöfði 2a, Fjarlæga skúr+stoðv.br. lóð
Sótt er um leyfi til að breyta notkun lóðar, rífa skúr og byggja
stoðvegg úr steinsteypu á lóðinni nr. 2A við Bíldshöfða.
Gjald kr. 2.250.oo.
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknareyðublaði.
Umsókn nr. 12028 (01.04.948.303)
Dalsel 19-35, Tvær íbúðir í kjallara
Sótt er um leyfi til að fá samþykktar tvær íbúðir á jarðhæð
hússins nr. 35 á lóðinni nr. 19-35 við Dalsel.
Gjald kr. 2.250.oo.
Frestað.
Fá nánari upplýsingar og skoðunarskýrslur.
Umsókn nr. 12018 (01.01.087.701)
Fiskislóð 88-90, gl.á austurhl.2 hæð
Sótt er um leyfi til að setja glugga á 2. hæð á vesturhlið
hússins á lóðinni nr. 90 við Fiskislóð.
Gjald kr. 2.250.oo.
Samþykkt.
Umsókn nr. 12050 (01.01.460.001)
Grensásvegur 1, Breyta notkun 1. hæðar
Sótt er um leyfi til að breyta notkun 1. hæðar á lóðinni nr. 1
við Grensásveg.
Gjald kr. 2.250.oo.
Samþykkt.
Umsókn nr. 12056 (01.01.855.201)
Grundarland 17-23, Garðstofa
Sótt er um leyfi til að byggja garðstofu við núverandi íbúðarhús
úr áli og gleri á lóðinni nr. 23 við Grundarland.
Stærð: 15,3 ferm., 38 rúmm.
Gjald kr. 2.250.oo + 855.oo.
Meðfylgjandi er samþykki eigenda Grundarlands 17, 19 og 21, dags
21.04.1996.
Samþykkt.
Umsókn nr. 12094 (01.01.280.104)
Háaleitisbraut bp, breyta innréttingu og fleira
Sótt er um leyfi til að breyta innréttingu og útliti
norðurhliðar hússins á lóðinni nr. 12 við Háaleitisbraut.
Gjald kr. 2.250.oo.
Samþykkt.
Umsókn nr. 12044 (01.01.345.101)
Kirkjusandur 2, br.á innra skipulagi
Sótt er um leyfi til að gera breytingar á innra skipulagi
hússins á lóðinni nr. 2 við Kirkjusand.
Gjald kr. 2.250.oo.
Frestað.
Lagfæra afstöðumynd.
Umsókn nr. 10454 (01.01.358.501)
Kleppsvegur 150-152, breyta innréttingu í kj og 1.h
Sótt er um leyfi til að breyta innréttingu 1. hæðar og kjallara
í húsinu á lóðinni nr. 150 við Kleppsveg.
Gjald kr. 2.180.oo.
Samþykkt.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Umsókn nr. 12097 (01.04.323.401)
Krókháls 5-5f, Brunavarnaruppdrættir
Sótt er um leyfi til að breyta brunavarnaruppdráttum af húsinu á
lóðinni nr. 5A við Krókháls.
Gjald kr. 2.250.oo.
Samþykkt.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Umsókn nr. 12030 (01.01.543.207)
Kvisthagi 6, Þakgluggi
Sótt er um leyfi til að setja tvo þakglugga á húsið á lóðinni
nr. 6 við Kvisthaga.
Gjald kr. 2.250.oo.
Samþykkt.
Umsókn nr. 12103 (01.01.242.101)
Laugavegur 164, Gluggar ofl.
Sótt er um leyfi til að setja þakglugga á vesturhluta rishæðar
hússins á lóðinni nr. 164 við Laugaveg.
Gjald kr. 2.250.oo.
Samþykkt.
Umsókn nr. 12098 (01.01.181.416)
Lokastígur 13, skipta húseign í 2 íbúðir
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðri íbúð í húsinu á lóðinni nr.
13 við Lokastíg.
Gjald kr. 2.250.oo.
Samþykkt.
Umsókn nr. 12058 (01.01.140.508)
Lækjargata 6a, áðurgerðar breytingar
Sótt er um leyfi fyrir breyttu innra skipulagi og eignamyndun á
lóðinni nr. 6A við Lækjargötu.
Gjald kr. 2.250.oo.
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknareyðublaði.
Umsókn nr. 11843 (01.01.460.102)
Skeifan 5, br.innr
Sótt er um leyfi til að breyta innréttingu og endurnýja
sprautuklefa í húsinu á lóðinni nr. 5 við Skeifuna. Gjald kr.
2.250.oo.
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknareyðublaði.
Umsókn nr. 12032 (01.01.357.113)
Skipasund 30, reyndarteikningar
Sótt er um leyfi til að leggja inn reyndarteikningar á lóðinni
nr. 30 við Skipasund.
Gjald kr. 2.250.oo.
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknareyðublaði.
Umsókn nr. 12017 (01.04.386.301)
Skógarás 2-6, Skjólveggur
Sótt er um leyfi til að byggja litla skjólveggi á lóðinni nr.
2-4 við Skógarás.
Gjald kr. 2.250.oo.
Frestað.
Lagfæra teikningar.
Umsókn nr. 12059 (01.01.171.206)
9">Skólavörðustígur 8, Hárgreiðslustofa
Sótt er um leyfi til að innrétta hárgreiðslustofu á lóðinni nr.
8 við Skólavörðustíg.
Gjald kr. 2.250.oo.
Frestað.
Lagfæra teikningar.
Umsókn nr. 12096 (01.04.061.206)
Smiðshöfði 17, Tvær nýjar innkeyrsludyr
Sótt er um leyfi til að setja tvær nýjar innkeyrsluhurðir úr
stáli í húsið á lóðinni nr. 17 við Smiðshöfða.
Gjald kr. 2.250.oo.
Frestað.
Vísað til skipulagsnefndar. Gera grein fyrir lóðarmörkum við
Stórhöfða.
Umsókn nr. 11971 (01.01.622.101)
Vatnsmýrarvegur 7, Bráðabirgðahús
Sótt er um leyfi til að setja bráðabirgðahús úr timbri á lóðina
nr. 7 við Vatnsmýrarveg. Stærð: 1. hæð 24,7 ferm., 73 rúmm.
Gjald kr. 2.250.oo + 1.643.oo.
Frestað.
Umsókn nr. 12095 (01.01.162.301)
Ásvallagata 17, breyta innréttingu í kjallara
Sótt er um leyfi fyrir breyttum innréttingum í kjallara hússins
á lóðinni nr. 17 við Ásvallagötu.
Gjald kr. 2.180.oo.
Samþykkt.
Umsókn nr. 12021 (01.01.162.108)
Ásvallagata 2, ,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,
Sótt er um leyfi til að fá samþykkta áður gerða íbúð í kjallara
hússins á lóðinni nr. 2 við Ásvallagötu.
Gjald kr. 2.250.oo.
Skoðunarskýrsla heilbrigðiseftirlitsins dags. 14.06.96 fylgir
erindinu.
Frestað.
Vantar skoðunarskýrslu heilbrigðiseftirlits. Skoða frágang á
baðherbergi.
Umsókn nr. 12137 (01.01.701.311)
>Eskihlíð leikskóli, Fella tré
Sótt er um leyfi til að fella alaskaösp á lóð Hlíðarborgar við
Eskihlíð.
Samþykkt.
Umsókn nr. 12100 (01.01.170.001)
Lækjartorg stjórnarr, Fella reynitré
Sótt er um leyfi til þess að fella reynitré sem stendur út undir
Hverfisgötu norðan Stjórnarráðshúss.
Umsögn garðyrkjustjóra dags. 22. maí 1996 fylgir erindinu.
Samþykkt.
Umsókn nr. 12041
Meistari/járnsmíðameistari, Meistari/járnsmíðameistari
Ofanritaður sækir um leyfi byggingarnefndar til að mega standa
fyrir járnsmíðavinnu við stálgrindarhúsum í lögsagnarumdæmi
Reykjavíkur.
Samþykkt.
23.05.1996.
Umsókn nr. 12136 (01.01.344.001)
Rauðalækur 20, Fella tré
Sótt er um leyfi til að fella tvö grenitré á lóðinni nr. 20 við
Rauðalæk.
Samþykkt.
Umsókn nr. 12138 (01.01.135.007)
Ránargata 28, Fella tré
Sótt er um leyfi til að fella silfurreyni á lóðinni nr. 28 við
Ránargötu.
Synjað.
Umsókn nr. 12135 (01.01.221.304)
Samtún 8, Fella tré
Sótt er um leyfi til að fella grenitré á lóðinni nr. 8 við
Samtún. Umsögn garðyrkjustjóra dags. 28. maí 1996 fylgir
erindinu.
Samþykkt.
Umsókn nr. 12060 (01.01.134.302)
Öldugata 59, samþ. teikn. sem grundvöllur
Spurt er hvort samþykktar yrði meðfylgjandi teikningar sem
grundvöllur fyrir eignaskiptayfirlýsingu.
Jákvætt.
Vinna skal teikningar betur og skila skráningartöflu.