Bergstaðastræti 31a,
Borgartún 28 sindri,
Drag 14-16 foss 13-15,
Egilsgata 3 - domus medica,
Faxafen 5,
Garðsendi 9,
Klapparstígur 1 - 7a,
Kúrland 1-29 2-30,
Laugavegur 162,
Ljósheimar 14-18,
Lyngháls 10,
Mosarimi 31,
Nökkvavogur 33,
Pósthússtræti 9,
Skipasund 42,
Starengi 68-72,
Suðurlandsbraut 4,
Tunguháls 17,
Árskógar 2 - 8,
Ásvallagata 44,
Óðinsgata 21,
Gylfaflöt 1,
Heiðargerði 84,
Hestháls 10-12,
Húsasmíðameistari,
Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. reglugerð nr. 614/1995
4. fundur 1996
Árið 1996, Miðvikudaginn 21. febrúar, kl. 15.00 eftir hádegi, hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 4. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar byggingarnefndar. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu á 2. hæð í Borgartúni 3 Þessir sátu fundinn: Magnús Sædal Svavarsson, Óskar Þorsteinsson Ólafur Ó. Axelsson og Þormóður Sveinsson. Fundarritari var Bjarni Þór Jónsson.
Þetta gerðist:
Umsókn nr. 11201 (01.01.184.412)
Bergstaðastræti 31a, br.teikningar
Sótt er um að fá samþykktar breyttar teikningar af húsinu á
lóðinni nr. 31A við Bergstaðastræti.
Stærð: kjallari 8,4 ferm., 18 rúmm.
Gjald kr. 2.250.oo + 405.oo.
Samþykkt.
Umsókn nr. 11185 (01.01.230.101)
Borgartún 28 sindri, br.v/eldvarna
Sótt er um leyfi til að breyta innréttingu þakhæðar, 2. hæðar og
1. hæðar m.t.t eldvarna í húsinu á lóðinni nr. 28 við Borgartún.
Gjald kr. 2.250.oo.
Frestað.
Teikningar algjörlega ófullnægjandi. Vísað til athugasemda á
umsóknareyðublaði.
Umsókn nr. 11187 (01.04.304.504)
Drag 14-16 foss 13-15, breyta innra skipulagi á 3.hæð
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi 3. hæðar í húsinu
á lóðinni nr. 14-16 við Dragháls, 13-15 við Fossháls.
Gjald kr. 2.250.oo.
Frestað.
Teikningar algjörlega ófullnægjandi. Vísað til athugasemda á
umsóknareyðublaði.
Umsókn nr. 11205 (01.01.193.404)
Egilsgata 3 - domus medica, reyndarteikningar v/eignask.
Sótt er um að fá samþykktar raunteikningar vegna eignaskipta í
húsinu á lóðinni nr. 3 við Egilsgötu.
Gjald kr. 2.250.oo.
Samþykkt.
Skila skal eldvarnauppdráttum fyrir 1. júlí nk.
Áskilið samþykki heilbrigðisnefndar.
Umsókn nr. 11073 (01.01.463.301)
Faxafen 5, færa til hurðir/breytt notkun
Sótt er um leyfi til að færa hurðir og breyta notkun hússins á
lóðinni nr. 5 við Faxafen.
Gjald kr. 2.250.oo.
Frestað.
Teikningar algjörlega ófullnægjandi. Vísað til athugasemda á
umsóknareyðublaði. Vantar samþykki meðeigenda.
Umsókn nr. 11202 (01.01.824.406)
Garðsendi 9, Raunteikningar v. eignaskipta
Sótt er um að fá samþykktar reyndarteikningar af húsinu á
lóðinni nr. 9 við Garðsenda.
Gjald kr. 2.250.oo.
Samþykkt.
Í samþykktinni felst afmörkun sérnotarýmis í kjallara. Ekki er
verið að samþykkja íbúð í kjallara.
Umsókn nr. 11165 (01.01.152.201)
Klapparstígur 1 - 7a, Breyta útliti
Sótt er um leyfi til að breyta útliti gluggahliðar á 1. hæð
hússins á lóðinni nr. 10 við Skúlgötu.
Gjald kr. 2.250.oo.
Frestað.
Vantar samþykki meðeigenda.
Umsókn nr. 11184 (01.01.861.401)
Kúrland 1-29 2-30, Setja glugga
Sótt er um leyfi til að gera glugga á austurgafl hússins á
lóðinni nr. 14 við Kúrland.
Meðfylgjandi er samþykki meðeigenda dags. 14.02.1996.
Gjald kr. 2.250.oo.
Samþykkt.
Umsókn nr. 11109 (01.01.242.401)
Laugavegur 162, reisa girðingu á lóðarmörkum
Sótt er um leyfi til að reisa girðingu úr járni á lóðarmörkum
við Brautarholt á lóðinni nr. 162 við Laugaveg.
Gjald kr. 2.250.oo.
Samþykkt.
Umsókn nr. 11204 (01.01.437.101)
Ljósheimar 14-18, Endurnýja svalahandrið
Sótt er um leyfi til að endurnýja svalahandrið úr plasti og
stáli á húsinu á lóðinni nr. 14-18 við Ljósheima.
Gjald kr. 2.250.oo.
Meðfylgjandi er bréf Sævars Geirssonar dags. 25.01.1996.
Samþykkt.
Athugasemd er gerð við deiliteikningu. Leggja skal fram nýja
lausn.
Umsókn nr. 11200 (01.04.327.001)
">Lyngháls 10, Br. bílgeymslu og milliloft
Sótt er um leyfi til að breyta notkun bílageymslu og byggja
milliloft úr timbri í húsinu á lóðinni nr. 10 við Lyngháls.
Stærð: milliloft í bílageymslu 63,7 ferm. Gjald kr. 2.250.oo.
Samþykkt.
Greiða skal fyrir 0,7 bílastæði í flokki IV kr. 830.636 x 0,7 =
581.445.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Umsókn nr. 11145 (01.02.543.403)
Mosarimi 31, Fella niður gestasnyrtingu
Sótt er um leyfi til að breyta anddyri ( fella niður
gestasnyrtingu ) hússins á lóðinni nr. 31 við Mosarima.
Gjald kr. 2.250.oo.
Samþykkt.
Umsókn nr. 11176 (01.01.445.309)
Nökkvavogur 33, br.á áður sþ. bílskúr og fl.
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktum bílskúr og
gluggum þakhæðar ( 2. hæð ) hússins á lóðinni nr. 33 við
Nökkvavog.
Gjald kr. 2.250.oo.
Samþykkt.
Þinglýsa skal meðfylgjandi samþykki nágranna.
Umsókn nr. 11188 (01.01.140.515)
Pósthússtræti 9, br.veitingahúsi
Sótt er um leyfi til að breyta veitingahúsi ( eldhúsi, stiga,
salerni ) á lóðinni nr. 9 við Pósthússtræti.
Gjald kr. 2.250.oo.
Samþykkt.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Áskilið samþykki heilbrigðisnefndar.
Umsókn nr. 11194 (01.01.357.319)
Skipasund 42, fyrir íbúð í kjallara
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðri íbúð í kjallara hússins á
lóðinni nr. 42 við Skipasund.
Skoðunarskýrslur heilbrigðiseftirlits dags. 30.01.1996 og
byggingarfulltrúa dags. 31.01.1996 fylgja erindinu. Samþykki
meðeigenda dags. 19.02.1996 fylgir erindinu.
Frestað.
Lagfæra teikningar. Vantar vottorð um búsetu.
Umsókn nr. 11110 (01.02.384.501)
Starengi 68-72, breyting á hæðarkóda,mælagrind
Sótt er um leyfi til að breyta hæðarkóta bílskúrs og breytingar
á málum á lóðinni nr. 68-72 við Starengi.
Gjald kr. 2.250.oo.
Samþykkt.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa
aðliggjandi lóða.
Umsókn nr. 11186 (01.01.262.001)
Suðurlandsbraut 4, reyndarteikningar
Sótt er um að fá samþykkta endurskoðaða aðaluppdrætti af húsinu
á lóðinni nr. 4 við Suðurlandsbraut.
Gjald kr. 2.250.oo.
Frestað.
Vantar eignamerkingar. Lagfæra teikningar með tilliti til
brunahönnunar.
Umsókn nr. 11206 (01.04.327.003)
Tunguháls 17, Milliloft í vörugeymslu
Sótt er um leyfi til að byggja milliloft í vörugeymslu í húsinu
á lóðinni nr. 17 við Tunguháls.
Stærð: 1. hæð 376,2 ferm.
Gjald kr. 2.250.oo.
Samþykkt.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Umsókn nr. 6528 (01.04.911.301)
Árskógar 2 - 8, Hár- og fótsnyrtistofa
Umsókn nr. 11103 (01.01.139.116)
Ásvallagata 44, Áður gerð íbúð
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðri íbúð í kjallara hússins á
lóðinni nr. 44 við Ásvallagötu.
Gjald kr. 2.250.oo.
Meðfylgjand er samþykki meðeigenda dags. í janúar 1996 og
skoðunarskýrlur frá heilbrigðiseftirlits dags. 27.12.1996 og
byggingarfulltrúa dags. 20.12.1995.
Frestað.
Vantar eignamerkingar.
Umsókn nr. 11203 (01.01.184.515)
Óðinsgata 21, raunt.v/eignaskiptasamnings
Sótt er um að fá samþykktar teikningar vegna eignaskiptasamnings
í húsinu á lóðinni nr. 21 við Óðinsgötu.
Gjald kr. 2.250.oo.
Samþykkt.
Umsókn nr. 11191 (01.02.575.101)
Gylfaflöt 1, Tölusetning
Lagt er til að núverandi lóð við Gylfaflöt 1-3 verði tölusett nr.
1 við Gylfaflöt.
Samkomulag er við lóðarhafa um þessa breytingu.
Samþykkt.
Umsókn nr. 11209 (01.01.802.211)
Heiðargerði 84, Trjáfelling
Sótt er um leyfi til að fella þrjár aspir á lóðinni nr. 84 við
Heiðargerði.
Umsögn Jóhanns Pálssonar dags. 12.02.1996, fylgir erindinu.
Samþykkt.
Með vísan til bréfs garðyrkjustjóra dags. 12.02.sl.
Umsókn nr. 11192 (01.04.323.201)
Hestháls 10-12, Tölusetning
Vegna skiptingar lóðarinnar Hestháls 10-12 í tvær lóðir er lagt
til að nyrðri lóðin verði tölusett nr. 10 við Hestháls og syðri
lóðin nr. 12 við Hestháls.
Samþykkt.
Umsókn nr. 11111
Húsasmíðameistari, Húsasmíðameistari
Ofanritaður sækir um leyfi byggingarnefndar til að mega standa
fyrir byggingum í lögsagnarumdæmi Reykjavíkur sem
húsasmíðameistari
Samþykkt.