Laugavegur 53B, Fundaáætlun byggingarnefndar árið 2000, Lagðir fram árangursmælikvarðar, Meistari - Pípulagningameistari, Skipulags- og byggingarlög. - Breyting, Freyjugata 11-11A,

BYGGINGARNEFND

3488. fundur 1999

Árið 1999, fimmtudaginn 30. desember kl. 11:30, hélt byggingarnefnd Reykjavíkur 3488. fund sinn. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð, Borgartúni 3. Þessir nefndarmenn sátu fundinn: Óskar Bergsson, Kristín Blöndal, Tómas Waage og Gunnar L Gissurarson. Auk þeirra sátu fundinn Magnús Sædal Svavarsson, Bjarni Þór Jónsson, Ágúst Jónsson og Þórarinn Þórarinsson. Fundarritari var Bjarni Þór Jónsson.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 20175 (01.11.730.21)
630793-2629 HV-ráðgjöf sf
Laugavegi 61 101 Reykjavík
1.
Laugavegur 53B, Fjölnotah á 5 h auk kjallara m 18 bílast.
Sótt er um leyfi til að byggja verslunar- þjónustu- og íbúðarhús úr steinsteypu á lóðinni nr. 53B við Laugaveg. Húsið er fjórar hæðir að viðbættri rishæð (5. hæð) og opinni bílageymslu og tæknirýmum í kjallara.
Stærð: kjallari 78 ferm. + 530,5 ferm opin bílgeymsla , 1. hæð 566,9 ferm., 2. hæð 486,2 ferm., 3. hæð 214,5 ferm., 4. hæð 182,1 ferm., 5. hæð (rishæð) 113,7
ferm., samtals 5282,9 rúmm.
Gjald kr. 2.500 + 132.072
Erindinu fylgir: Greinargerð um brunavarnir dags. desember 1999, bréf Borgarskipulags dags. 17. nóv. 1999, yfirlýsing um kvöð dags. 5. ágúst 1998.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 20305
2.
Fundaáætlun byggingarnefndar árið 2000, Fundaáætlun
Lögð fram áætlun um fundardaga byggingarnefndar og byggingarfulltrúa fyrir árið 2000.


Umsókn nr. 20307
3.
Lagðir fram árangursmælikvarðar,
Lagðir fram árangursmælikvarðar til ársloka árið 1999.


Umsókn nr. 20306
021251-4299 Helgi M Guðjónsson
Flétturimi 38 112 Reykjavík
4.
Meistari - Pípulagningameistari, Meistari - Pípulagningameistari
Ofanritaður sækir um leyfi sbr. gr. 37.2 í byggingarreglugerð nr. 441/1998 til þess að standa fyrir pípulögnum sem pípulagningameistari í lögsagnarumdæmi Reykjvíkur.
Umsókninni var synjað af byggingarfulltrúa þann 20. þ.m., en er nú lögð fyrir byggingarnefnd að ósk umsækjanda, með vísan til ákvæða í 4. gr. reglugerðar nr. 614/1995.
Synjað.
Með vísan til ákvæða 37.gr. 2. mgr. byggingarreglugerðar nr. 441/1998.
Umsækjanda er bent á möguleika samkv. 2. gr. nýsamþykktra laga um breytingu á lögum nr. 73/1997, sem taka gildi 1. janúar 2000.


Umsókn nr. 20304
5.
Skipulags- og byggingarlög. - Breyting, Skipulags- og byggingarlög. - Breyting
Lögð fram lagabreyting á skipulags- og byggingarlögum sem taka mun gildi 1. janúar 2000.


Umsókn nr. 20111 (01.11.842.08)
260854-2249 Dóróthea Lárusdóttir
Freyjugata 11 101 Reykjavík
070818-3619 Sigríður Ólafsdóttir
Freyjugata 11 101 Reykjavík
6.
Freyjugata 11-11A, Fsp. hækka og br. þaki
Spurt er hvort leyft yrði að hækka og breyta þaki framhússins á lóðinni nr. 11 við Freyjugötu.
Samþykki meðlóðarhafa dags. 27. október 1999, umsögn Borgarskipulags dags. 1. desember 1999, bréf umsækjanda móttekið 8. des. 1999 fylgja erindinu.
Jákvætt.
Með vísan til bókunar byggingarnefndar ásamt umsögn Borgarskipulags frá 1. desember 1999.