Grundargerði 28

Verknúmer : BN057455

1077. fundur 2020
Grundargerði 28, Stækka hús - eignum fjölgað
Sótt er um leyfi til að breyta einbýlishúsi í tvíbýlishús, stækka það til suðurs, hækka og endurbyggja ris og breyta innra skipulagi í húsi á lóð nr. 28 við Grundargerði.
Erindi fylgir umboð frá eiganda dags. 12. mars. 2020 og umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 1. apríl 2020.
Einnig fylgir útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 17. júlí 2020 ásamt bréfi skipulagsfulltrúa dags. 20. júlí 2020.
Erindi var grenndarkynnt fyrir hagsmunaaðilum að Grundagerði 21 og 26, Breiðagerði 33 og 35 og Melgerði 1, 3 og 5 frá 7. júlí 2020 til og með 4. ágúst 2020 en þar sem samþykki hagsmunaaðila barst þann 15. júlí 2020 er erindi nú lagt fram að nýju.

Íbúð 0101 verður brúttó 97,8 ferm. 277,5rúmm.
Íbúð 0201 verður brúttó 115,0 ferm., 339,7 rúmm.
Stækkun húss: 133,5 ferm., 335,0 rúmm.
Gjald kr. 11.200

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.5 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.


782. fundur 2020
Grundargerði 28, Stækka hús - eignum fjölgað
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 23. júní 2020 þar sem sótt er um leyfi til að breyta einbýlishúsi í tvíbýlishús, stækka það til suðurs, hækka og endurbyggja ris og breyta innra skipulagi í húsinu á lóð nr. 28 við Grundargerði. Erindi var grenndarkynnt frá 7. júlí 2020 til og með 4. ágúst 2020 en þar sem samþykki hagsmunaaðila barst þann 15. júlí 2020 er erindi nú lagt fram að nýju.
Erindi fylgir umboð frá eiganda dags. 12. mars. 2020 og umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 1. apríl 2020. Íbúð 0101 verður brúttó 97,8 ferm. 277,5rúmm. Íbúð 0201 verður brúttó 115,0 ferm., 339,7 rúmm.
Stækkun hús er: 133,5 ferm., 335,0 rúmm. Gjald kr. 11.200

Samþykkt með vísan til viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.


779. fundur 2020
Grundargerði 28, Stækka hús - eignum fjölgað
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 23. júní 2020 þar sem sótt er um leyfi til að breyta einbýlishúsi í tvíbýlishús, stækka það til suðurs, hækka og endurbyggja ris og breyta innraskipulagi í húsinu á lóð nr. 28 við Grundargerði.
Erindi fylgir umboð frá eiganda dags. 12. mars. 2020 og umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 1. apríl 2020. Íbúð 0101 verður brúttó 97,8 ferm. 277,5rúmm. Íbúð 0201 verður brúttó 115,0 ferm., 339,7 rúmm.
Stækkun hús er: 133,5 ferm., 335,0 rúmm. Gjald kr. 11.200

Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Grundagerði 21 og 26, Breiðagerði 33 og 35 og Melgerði 1, 3 og 5.

Byggingarleyfisumsókn verður grenndarkynnt þegar umsækjandi hefur greitt fyrir grenndarkynninguna, sbr. 8.1. gr. í gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1231/2018.


1073. fundur 2020
Grundargerði 28, Stækka hús - eignum fjölgað
Sótt er um leyfi til að breyta einbýlishúsi í tvíbýlishús, stækka það til suðurs, hækka og endurbyggja ris og breyta innraskipulagi í húsinu á lóð nr. 28 við Grundargerði.
Erindi fylgir umboð frá eiganda dags. 12. mars. 2020 og umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 1. apríl 2020.
Íbúð 0101 verður brúttó 97,8 ferm. 277,5rúmm.
Íbúð 0201 verður brúttó 115,0 ferm., 339,7 rúmm.
Stækkun hús er: 133,5 ferm., 335,0 rúmm.
Gjald kr. 11.200

Frestað.
Málinu vísað til skipulagsfulltrúa til ákvörðunar um grenndarkynningu. Vísað til uppdrátta 1.1, 1.2 dags. 18. júní 2020.


1070. fundur 2020
Grundargerði 28, Stækka hús - eignum fjölgað
Sótt er um leyfi til að breyta einbýlishúsi í tvíbýlishús, stækka það suðurs, hækka og endurbyggja ris og breyta innraskipulagi í húsinu á lóð nr. 28 við Grundargerði.
Erindi fylgir umboð frá eiganda dags. 12. mars. 2020 og umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 1. apríl 2020.
Íbúð 0101 verður brúttó 97,8 ferm. 275,6 rúmm.
Íbúð 0201 verður brúttó 115,0 ferm., 331,3 rúmm.
Stækkun hús er: 133,5 ferm., 323,9 rúmm.
Gjald kr. 11.200

Frestað.
Málinu vísað til skipulagsfulltrúa til ákvörðunar um grenndarkynningu.
Vísað til uppdrátta nr. 1.1.1 og 1.1.2 dags. 26. maí 2020.


1064. fundur 2020
Grundargerði 28, Stækka hús - eignum fjölgað
Sótt er um leyfi til að breyta einbýlishúsi í tvíbýlishús, stækka það suðurs, hækka og endurbyggja ris og breyta innraskipulagi í húsinu á lóð nr. 28 við Grundargerði.
Erindi fylgir umboð frá eiganda dags. 12. mars. 2020 og umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 1. apríl 2020.
Íbúð 0101 verður brúttó 97,8 ferm. 275,6 rúmm.
Íbúð 0201 verður brúttó 115,0 ferm., 331,3 rúmm.
Stækkun hús er: 133,5 ferm., 323,9 rúmm.
Gjald kr. 11.200

Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits.


1061. fundur 2020
Grundargerði 28, Stækka hús - eignum fjölgað
Sótt er um leyfi til að stækka til suðurs, hækka og endurbyggja ris og breyta innraskipulagi í húsinu á lóð nr. 28 við Grundargerði.
Erindi fylgir umboð frá eiganda dags. 12. mars. 2020.
Stækkun hús er: XX ferm., XX rúmm.
Gjald kr. 11.200

Frestað.
Vísað til athugasemda.