Vesturbrún 22

Verknúmer : BN046164

742. fundur 2013
Vesturbrún 22, Sólskáli
Sótt er um leyfi til að byggja úr timbri og gleri með koparklæddu timburþaki óeinangraðan og óupphitaðan blómaskála á þaki bílskúrs við einbýlishús á lóð nr. 22 við Vesturbrún.
Stærðir stækkun: 14,4 ferm., 37,3 rúmm. Grenndarkynning stóð yfir frá 27. júní til 25. júlí 2013. Engar athugasemdir bárust.
Útskrift úr gerðabók skipulagsfulltrúa frá 1. ágúst 2013 fylgir með erindinu.
Gjald kr. 9.000

Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


454. fundur 2013
Vesturbrún 22, Sólskáli
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 18. júní 2013 þar sem sótt er um leyfi til að byggja úr timbri og gleri með koparklæddu timburþaki óeinangraðan og óupphitaðan blómaskála á þaki bílskúrs við einbýlishús á lóð nr. 22 við Vesturbrún. Grenndarkynning stóð yfir frá 27. júní til 25. júlí 2013. Engar athugasemdir bárust.
Stærðir stækkun: 14,4 ferm., 37,3 rúmm. Gjald kr. 9.000

Samþykkt með vísan til viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.


448. fundur 2013
Vesturbrún 22, Sólskáli
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 18. júní 2013 þar sem sótt er um leyfi til að byggja úr timbri og gleri með koparklæddu timburþaki óeinangraðan og óupphitaðan blómaskála á þaki bílskúrs við einbýlishús á lóð nr. 22 við Vesturbrún.
Stærðir stækkun: 14,4 ferm., 37,3 rúmm. Gjald kr. 9.000
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Vesturbrún 20, 24 og 39.

735. fundur 2013
Vesturbrún 22, Sólskáli
Sótt er um leyfi til að byggja úr timbri og gleri með koparklæddu timburþaki óeinangraðan og óupphitaðan blómaskála á þaki bílskúrs við einbýlishús á lóð nr. 22 við Vesturbrún.
Stærðir stækkun: 14,4 ferm., 37,3 rúmm.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til skipulagsfulltrúa til ákvörðunar um grenndarkynningu. Vísað er til uppdrátta nr. 101, 103, 105 og 106 dags. 11. júní 2013.