Hólmgarður 17
Verknúmer : BN044755
694. fundur 2012
Hólmgarður 17, Endurnýjun BN034458
Sótt er um endurnýjun á erindi BN034458 þar sem veitt var leyfi til að hækka þak og byggja staðsteypta tveggja hæða viðbyggingu við suðurhlið, einnar hæðar viðbyggingu við norðurhlið ásamt staðsteyptum útigeymslum á norðurenda lóðar fjölbýlishúss á lóð nr. 17-19 við Hólmgarð.
Sjá erindi BN007661 varðandi hækkun rishæðar.
Stærð útigeymslu: 22,8 ferm. 68,2 rúmm.
Stækkun í 1. hæð 25,1 ferm., 2. hæð 12,6 ferm
Stækkun íbúðar: 37,7 ferm., 102,6 rúmm.
Stækkun alls: 60,5 ferm., 170,8 rúmm.
Gjald kr. 8.500 + 14.518
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við fokheldi.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.