Bjarnarstígur 12
Verknúmer : BN039938
549. fundur 2009
Bjarnarstígur 12, br. á innra fyrirkomulagi, svalir
Sótt er um samþykki fyrir núverandi fyrirkomulagi innanhúss þar sem gerð er grein fyrir þremur íbúðum og til að koma fyrir svölum á suðurhlið rishæðar þríbýlishússins á lóð nr. 12 við Bjarnarstíg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 7. ágúst fylgir erindinu. Tillagan var grenndarkynnt frá 7. júlí til og með 5. ágúst 2009. Engar athugasemdir bárust.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst fyrir útgáfu á byggingarleyfi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
266. fundur 2009
Bjarnarstígur 12, br. á innra fyrirkomulagi, svalir
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 16. júní 2009 þar sem sótt er um samþykki fyrir núverandi fyrirkomulagi innanhúss þar sem gerð er grein fyrir þremur íbúðum og til að koma fyrir svölum á suðurhlið rishæðar þríbýlishússins á lóð nr. 12 við Bjarnarstíg. Tillagan var grenndarkynnt frá 7. júlí til og með 5. ágúst 2009. Engar athugasemdir bárust.
Gjald kr. 7.700 + 7.700
Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsstjóra í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.
260. fundur 2009
Bjarnarstígur 12, br. á innra fyrirkomulagi, svalir
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 16. júní 2009 þar sem sótt er um samþykki fyrir núverandi fyrirkomulagi innanhúss þar sem gerð er grein fyrir þremur íbúðum og til að koma fyrir svölum á suðurhlið rishæðar þríbýlishússins á lóð nr. 12 við Bjarnarstíg.
Gjald kr. 7.700 + 7.700
Samþykkt að grenndarkynna fyrirliggjandi byggingarleyfisumsókn fyrir hagsmunaaðilum að Bjarnarstíg 8, 8c og 10 og Skólavörðustíg 29 og 29a.
542. fundur 2009
Bjarnarstígur 12, br. á innra fyrirkomulagi, svalir
Sótt er um samþykki fyrir núverandi fyrirkomulagi innanhúss þar sem gerð er grein fyrir þremur íbúðum og til að koma fyrir svölum á suðurhlið rishæðar þríbýlishússins á lóð nr. 12 við Bjarnarstíg.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
539. fundur 2009
Bjarnarstígur 12, br. á innra fyrirkomulagi, svalir
Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi svo úr verði þrjár íbúðir og til að koma fyrir svölum á suðurhlið rishæðar íbúðarhússins á lóð nr. 12 við Bjarnarstíg.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Að þeim uppfylltum verður málinu vísað til skipulagsstjóra til ákvörðunar um grenndarkynningu.