Álfsnes 125650

Verknúmer : BN039326

521. fundur 2009
Álfsnes 125650, (fsp) uppsetning á endurvinnslustöð
Spurt er um leyfi fyrir að setja upp endurvinnslustöð fyrir byggingarúrgang í samvinnu við Sorpu, og koma upp aðstöðu (gámar) fyrir starfsmenn.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 9. janúar 2009 fylgir erindinu ásamt umsögn umhverfisstjóra skipulags- og byggingarsviðs dags. 9. janúar 2009.
Frestað.
Til þess að unnt sé að taka afstöðu til erindisins, skal umsækjandi gera grein fyrir þeim athugasemdum sem fram koma í umsögn umhverfisstjóra frá 9. janúar 2009.


239. fundur 2009
Álfsnes 125650, (fsp) uppsetning á endurvinnslustöð
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 23. desember 2008 þar sem spurt er um leyfi fyrir að setja upp endurvinnslustöð fyrir byggingarúrgangi í samvinnu við Sorpu, og koma upp aðstöðu (gámar) fyrir starfsmenn. Einnig er lögð fram umsögn umhverfisstjóra skipulags- og byggingarsviðs dags. 9. janúar 2009.
Frestað. Samhljóða fyrirspurn er til meðferðar hjá embætti skipulagsstjóra sbr. framlagða umsögn.

519. fundur 2008
Álfsnes 125650, (fsp) uppsetning á endurvinnslustöð
Spurt er um leyfi fyrir að setja upp endurvinnslustöð fyrir byggingarúrgangi í samvinnu við Sorpu, og koma upp aðstöðu (gámar) fyrir starfsmenn.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.