Barmahlíð 8

Verknúmer : BN038454

496. fundur 2008
Barmahlíð 8, (fsp) fjölga íbúðum úr 1 í 2.
Ofanritaður spyr hvort leyft verði að gera tvær íbúðir í kjallara hússins nr. 8 við Barmahlíð, með því að grafa frá kjallaranum og gera nýjan inngang í hann.
En þann 11. nóvember 1999 var samþykkt að gera tvær nýjar íbúðir í kjallaranum og 1. hæð, þar sem rými voru tengd með hringstigum.
Fyrirspurn BN038412 dregin til baka
Nei.
Samræmist ekki ákvæðum byggingarreglugerðar, gr. 96 um íbúðir í kjallara.
Þann 11. nóvember 1999 var samþykkt að gera tvær nýjar íbúðir í kjallara og 1. hæð. Við þá afgreiðslu tók embætti byggingarfulltrúa tillit til þess að verið var að færa áður verlunarrými til íbúðarrýmis. Við þá afgreiðslu var gengið eins langt og hægt var með vísan til ákvæða byggingarreglugerðar.
Að auki er ekki séð fyrir geymslum og sameignarrýmum og fjölgun bílastæða, sem ekki verður fullnægt í hverfinu.