Hafnarstræti 20
Verknúmer : BN037745
124. fundur 2008
Hafnarstræti 20, (fsp) breytt notkun 4. hæðar
Landsbankinn spyr hvort leyft verði að breyta notkun 4. hæðar hússins nr. 20 við Hafnarstræti í gestastofu á vegum eignarhaldsfélgsins Porkis ehf. og jafnframt hvort leyft verði að gera bráðabirgðastigahús út á Lækjartorg sem standa skal til ársloka 2010,
Málinu fylgir bréf fyrirspyrjanda dags. 8. febrúar 2008.
Skipulagsráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.
Þeim þætti málsins sem varðar tímabundin afnot af borgarlandi er vísað til ákvörðunar Eignarsjóðs Reykjavíkurborgar. Ekki er tekin afstaða til staðsetningar á sýningarkössum þar
nægar upplýsingar liggja ekki fyrir. Er þeim hluta málsins vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa og
Eignarsjóðs Reykjavíkur.