Laugavegur 74
Verknúmer : BN036546
454. fundur 2007
Laugavegur 74, endurnýjun á byggingarl.
Sótt er um endurnýjun á byggingarleyfi frá 25. júlí 2006 fyrir byggingu nýs og stærra húss. Nýja húsið verður steinsteypt, klætt loftræstum klæðningum og að útliti að Laugavegi áþekkt því gamla. Verslun verður á 1. hæð, en samtals sex íbúðir á 2. og 3. hæð og kjallari er undir hluta hússins á lóð nr. 74 við Laugaveg.
Stærðir nýbygging: Kjallari 176,9 ferm., 1. hæð 418,0 ferm., 2. hæð 298,0 ferm., 3. hæð 250,6 ferm., samtals 1144,1 ferm., 3.706,8 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 226.115
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.