Þjóðhildarstígur 1

Verknúmer : BN036509

454. fundur 2007
Þjóðhildarstígur 1, endurnýjun á byggingarleyfi
Sótt er um endurnýjun á byggingarleyfi frá 27. júní 2006 þar sem sótt var um leyfi til þess að byggja steinsteypt einlyft hús fyrir veitingastað, einangrað að utan og klætt með gráum steinflísum og sléttu áli ásamt sorpskýli með pressugám úr 2,3m háum steinveggjum, stoðvegg á lóðamörkum að Reynisvatnsvegi og skiltastand allt að 8m háan auk skilta á húsveggjum (skilti samtals 19,7 ferm.) á lóð nr. 1 við Þjóðhildarstíg.
Stærð: 499,7 ferm., 2207,9 rúmm.
Gjald kr. 6.100 + 134.682
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.