Hlíðarendi 2-6
Verknúmer : BN036507
459. fundur 2007
Hlíðarendi 2-6, breyting á fyrri aðaluppdráttum
Sótt er um breytingu á áður samþykktum aðaluppdráttum (erindi BN033652) þar sem hluti austurhliðar og norðurgafls á eldra íþróttahúsi eru einangraðir að utan og klæddir stálklæðningu, þjónustuskilti staðsett á þakskyggni áhorfendastúku, minniháttar innri breytingar á 2. hæð og í fréttamannastúku á 3. hæð í nýbyggingu, á íþróttasvæði Vals á lóð nr. 2-6 við Hlíðarenda.
Bréf hönnuðar dags. 15. ágúst 2007 fylgir. Bréf brunahönnuðar dags. 16. ágúst 2007 fylgir erindinu. Teikningaskrá arkitekts dags. 17. júlí fylgir erindinu.
Gjald kr. 6.800
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
457. fundur 2007
Hlíðarendi 2-6, breyting á fyrri aðaluppdráttum
Sótt er um breytingu á áður samþykktum aðaluppdráttum (erindi BN033652) þar sem hluti austurhliðar og norðurgafls á eldra íþróttahúsi eru einangraðir að utan og klæddir stálklæðningu, þjónustuskilti staðsett á þakkanti austurhlið nýbyggingar er vísar að Bústaðavegi og framan á þakskyggni áhorfendastúku, minniháttar innri breytingar á 2. hæð og í fréttamannastúku á 3. hæð í nýbyggingu, á íþróttasvæði Vals á lóð nr. 2-6 við Hlíðarenda.
Bréf hönnuðar dags. 15. ágúst 2007 fylgir. Bréf brunahönnuðar dags. 16. ágúst 2007 fylgir erindinu. Teikningaskrá arkitekts dags. 17. júlí fylgir erindinu.
Gjald kr. 6.800
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
454. fundur 2007
Hlíðarendi 2-6, breyting á fyrri aðaluppdráttum
Sótt er um breytingu á áður samþykktum teikningum (erindi BN033652) þar sem hluti austurhliðar og norðurgafls á eldra íþróttahúsi eru einangraðir að utan og klæddir stálklæðningu, auglýsingaskiltum bætt við á austurhlið nýbyggingar og framan á þakskyggni áhorfendastúku, minniháttar innri breytingar á 2. hæð og í fréttamannastúku á 3. hæð í nýbyggingu ,á íþróttasvæði Vals á lóð nr. 2-6 við Hlíðarenda.
Teikningaskrá arkitekts dags. 17. júlí fylgir erindinu.
Gjald kr. 6.800
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.