Ofanleiti 17

Verknúmer : BN034242

407. fundur 2006
Ofanleiti 17, pallur, skjólgirðing
Sótt er um leyfi til að gera sólpall með girðingu á sérafnotafleti neðstu hæðar í Ofanleiti 17. Samþykki frá húsfélagi Ofanleitis 15 dagsett 10. maí 2006 fylgir.
Jafnframt lögð fram fundargerð húsfélagsins Ofanleiti 17 frá 4. maí 2006.
Gjald kr.6.100
Frestað.
Eins og fram kemur í meðfylgjandi fundargerð húsfélagsins er ágreiningur á meðal húseigenda um hvort samþykki allra eða tilskilins hluta þeirra þurfi fyrir framkvæmdinni. Skv. gr. 12.2 í byggingarreglugerð nr. 441/1998, skal samþykki meðeigenda vera í samræmi við ákvæði laga um fjöleignarhús. Með vísan til 80. gr. laga um fjöleignarhús nr. 26/1994 er umsækjanda bent á að eigendur, greinir þá um réttindi sín og skyldur samkvæmt þeim lögum, geta þeir leitað til kærunefndar fjöleignarhúsmála og óskað álits hennar um ágreiningsefnið.
Þegar álit kærunefndar liggur fyrir mun embætti byggingarfulltrúa taka erindið til afgreiðslu að nýju.


401. fundur 2006
Ofanleiti 17, pallur, skjólgirðing
Sótt er um leyfi til að gera sólpall með girðingu á sérafnotafleti neðstu hæðar í Ofanleiti 17. Samþykki frá húsfélagi Ofanleitis 15 dagsett 10. maí 2006 fylgir.
Gjald kr.6.100
Frestað.
Vantar samþykki meðeigenda í nr. 17, samanber ákvæði fjöleignahúsalaga
nr. 26/1994.