Vesturgata 3

Verknúmer : BN033617

51. fundur 2006
Vesturgata 3, hæðarmæling
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa frá 10. mars s.l., og bréf Steins Öfjörðs dags. 15. mars s.l., vegna hæðarmælinga í húsinu. Jafnframt lagt fram minnisblað byggingarfulltrúa dags. 22. mars 2006 og minnisblað skipulags- og byggingarsviðs dags. 7. apríl 2006.
Skipulagsráð samþykkti minnisblað skipulags- og byggingarsviðs og bókaði:

Fyrir liggur að þak hússins nr. 3 við Vesturgötu er um það bil 30 cm. hærra en deiliskipulagsáætlun gerði ráð fyrir. Fram kemur í minnisblaði skipulags- og byggingarsviðs frá 7. apríl s.l., að aukin skuggi vegna hækkunarinnar er óverulegur og nánast ómælanlegur. Sama á við um yfirbragð hússins á nágrennið. Í því ljósi og með vísan til meginreglna meðalhófsreglu stjórnsýslulaga gerir skipulagsráð Reykjavíkur ekki kröfu til þess á þessari stundu að þak hússins skuli lækkað. Jafnframt felur ráðið byggingarfulltrúa að leggja fram greinargerð um ábyrgð aðalhönnuðar og byggingarstjóra á þeim mistökum sem augljóslega eru á verkinu þannig að ráðið geti tekið ákvörðun um hvort beita eigi þá viðeigandi viðurlögum sbr. ákvæði í gr. 211 og 212 í byggingarreglugerð nr. 441/1998.


50. fundur 2006
Vesturgata 3, hæðarmæling
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa frá 10. mars s.l., og bréf Steins Öfjörðs dags. 15. mars s.l., vegna hæðarmælinga í húsinu. Jafnframt lagt fram minnisblað byggingarfulltrúa dags. 22. mars 2006.
Frestað.

48. fundur 2006
Vesturgata 3, hæðarmæling
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa frá 10. mars s.l., og bréf Steins Öfjörðs dags. 15. mars s.l., vegna hæðarmælinga í húsinu. Jafnframt lagt fram minnisblað byggingarfulltrúa dags. 22. mars 2006.
Frestað. Skipulagsráð fer fram á að aðalhönnuður afhendi skriflegar útskýringar á rangri hæðarmælingu hússins innan 10 daga frá móttöku bréfs þar um.