Byggðarendi 21
Verknúmer : BN033349
400. fundur 2006
Byggðarendi 21, (fsp) viðbygging við norðurhlið
Spurt er hvort leyft yrði að byggja við norðurhlið hússins á lóðinni nr. 21 við Byggðarendi. Samþykki nágranna dagsett 27. janúar 2006 fylgir. Útskrift úr gerðarbók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 16. júní 2006 fylgir erindinu.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi sem grenndarkynnt verður þegar umsókn berst.
120. fundur 2006
Byggðarendi 21, (fsp) viðbygging við norðurhlið
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 14. febrúar 2006. Spurt er hvort leyft yrði að byggja við norðurhlið hússins á lóðinni nr. 21 við Byggðarendi skv. uppdr. Arkitektastofan ehf, dags. 31. maí 2006 og 26. janúar 2006. Samþykki nágranna dagsett 27. janúar 2006 fylgir. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. júní 2006.
Ekki er gerð athugasemd við að fyrirspyrjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi, á eigin kostnað, sem grenndarkynnt verður þegar hún berst. Upplýsingar um skuggavarp skuli jafnframt fylgja tillögunni með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa.
105. fundur 2006
Byggðarendi 21, (fsp) viðbygging við norðurhlið
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 14. febrúar 2006. Spurt er hvort leyft yrði að byggja við norðurhlið hússins á lóðinni nr. 21 við Byggðarendi. Samþykki nágranna dagsett 27. janúar 2006 fylgir, skv. uppdr. Arkitektastofan ehf, dags. 26. janúar 2006.
Frestað. Umsækjandi hafi samband við embætti skipulagsfulltrúa.
383. fundur 2006
Byggðarendi 21, (fsp) viðbygging við norðurhlið
Spurt er hvort leyft yrði að byggja við norðurhlið hússins á lóðinni nr. 21 við Byggðarendi. Samþykki nágranna dagsett 27. janúar 2006 fylgir.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.