Grettisgata 51
Verknúmer : BN032808
370. fundur 2005
Grettisgata 51, Lóðamarkabreyting
Lögð fram tillaga Framkvæmdasviðs, landupplýsingadeildar, dags. 24. október 2005, að breytingu lóðamarka lóðanna nr. 51 við Grettisgötu og Laugavegi 66-68.
Grettisgata 51:
Lóðin er talin 504,5 ferm.
Lóðin reynist 496 ferm.
Tekið af lóðinni og lagt við Laugaveg 66-68, 232 ferm.
Lóðin verður 264 ferm.
Laugavegur 66-68:
Lóðin er 1182 fern.
Bætt við lóðina frá Grettisgötu 51, 232 ferm.
Leiðrétting vegna fermetrabrota 1 ferm.
Lóðin verður 1415 ferm.
Sjá samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 9. apríl 2003 og samþykkt borgarráðs 11. apríl 2003.
Jafnframt lagt fram samþykki eigenda lóðarinnar nr. 51 við Grettisgötu dags. 27. október 2005.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Lóðamarkabreytingin tekur gildi þegar þinglýst hefur verið yfirlýsing um breytt lóðamörk.