Vogaland 7

Verknúmer : BN032337

370. fundur 2005
Vogaland 7, girðing o.fl.
Sótt er um leyfi til að breyta fyrirkomulagi í garði sem felur í sér að 195 cm hár skjólveggur úr timbri verður framlengdur og útbúinn verður laufskáli (pergóla) vestanvert við húsið á lóð nr. 7 við Vogaland.
Bréf frá hönnuði dags. 15. ágúst 2005 og mótmæli frá eiganda að Undralandi 4 dags. 6. september 2005 fylgja erindinu. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 16. september 2005 fylgir erindinu.
Áður samþykktu erindi (erindi 31973) fylgdi samþykki lóðarhafa að Vogalandi 5 dags. 20. júní 2005 og Undralandi 6 dags. 21 júní 2005
Gjald kr. 5.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.


364. fundur 2005
Vogaland 7, girðing o.fl.
Sótt er um leyfi til að breyta fyrirkomulagi í garði sem felur í sér að 195 cm hár skjólveggur úr timbri verður framlengdur og útbúinn verður laufskáli (pergóla) vestanvert við húsið á lóð nr. 7 við Vogaland.
Bréf frá hönnuði dags. 15. ágúst 2005 og mótmæli frá eiganda að Undralandi 4 dags. 6. september 2005 fylgja erindinu. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 16. september 2005 fylgir erindinu.
Gjald kr. 5.700
Frestað.
Vegna mótmæla lóðarhafa í Undralandi 4 er umsækjanda leiðbeint með að breyta uppdráttum og umsókn til samræmis við ákvæði 67. gr. byggingarreglugerðar nr. 441/1998.


85. fundur 2005
Vogaland 7, girðing o.fl.
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 13. september 2005. Sótt er um leyfi til að breyta fyrirkomulagi í garði sem felur í sér að 195 cm hár skjólveggur úr timbri verður framlengdur og útbúinn verður laufskáli (pergóla) vestanvert við húsið á lóð nr. 7 við Vogaland, skv. uppdr. Hólmfríðar Ósmann Jónsdóttur, dags. 21.06.2005.
Bréf frá hönnuði dags. 15. ágúst 2005 og mótmæli frá eiganda að Undralandi 4 dags. 6. september 2005 fylgja erindinu.
Gjald kr. 5.700
Ekki er gerð athugasemd við erindið að því undanskildu að ekki er hægt að samþykkja vegg á lóðarmörkum þar sem mótmæli lóðarhafa að Undralandi 4 liggja fyrir. Umsækjanda er bent á að færa skjólvegg inn á lóðina í samræmi við ákvæði 67. gr. byggingarreglugerðar.

363. fundur 2005
Vogaland 7, girðing o.fl.
Sótt er um leyfi til að breyta fyrirkomulagi í garði sem felur í sér að 195 cm hár skjólveggur úr timbri verður framlengdur og útbúinn verður laufskáli (pergóla) vestanvert við húsið á lóð nr. 7 við Vogaland.
Bréf frá hönnuði dags. 15. ágúst 2005 og mótmæli frá eiganda að Undralandi 4 dags. 6. september 2005 fylgja erindinu.
Gjald kr. 5.700
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.


360. fundur 2005
Vogaland 7, girðing o.fl.
Sótt er um leyfi til að breyta fyrirkomulagi í garði sem felur í sér að 195 cm hár skjólveggur úr timbri verður framlengdur og útbúinn verður laufskáli (pergóla) vestanvert við húsið á lóð nr. 7 við Vogaland.
Bréf frá hönnuði, dags. 15. ágúst 2005, fylgir erindinu.
Gjald kr. 5.700
Frestað.
Samþykkt að kynna málið fyrir eiganda að Undralandi 4.