Klettagarðar 8-10

Verknúmer : BN030539

341. fundur 2005
Klettagarðar 8-10, nýtt þjónustu- og verkstæðishús
Sótt er um leyfi til þess að byggja þjónustu- og verkstæðishús norðanvert á lóðinni nr. 8-10 við Klettagarða. Burðavirki verði að mestu úr stáli, en milligólf úr steinsteyptum holplötum. Húsið verði klætt að utan með samlokueiningum.
Stærð: 1305 ferm. og 9094,5 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 491.103
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.


326. fundur 2004
Klettagarðar 8-10, nýtt þjónustu- og verkstæðishús
Sótt er um leyfi til þess að byggja þjónustu- og verkstæðishús norðanvert á lóðinni nr. 8-10 við Klettagarða. Burðavirki verði að mestu úr stáli, en milligólf úr steinsteyptum holplötum. Húsið verði klætt að utan með samlokueiningum.
Stærð: 1305 ferm. og 9094,5 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 491.103
Frestað.
Þá fyrst er hægt að afgreiða erindið þegar breytingu á deiliskipulagi er lokið.


325. fundur 2004
Klettagarðar 8-10, nýtt þjónustu- og verkstæðishús
Sótt er um leyfi til þess að breyta innra fyrirkomulagi matshluta 01 á lóðinni nr. 8-10 við Klettagarða.
Gjald kr. 5.400
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.